Morgunblaðið - 18.09.1938, Síða 7
Suimudagur 18. sept. 1938.
7
Verslunarskólinn.
Framhaldsdeild.
Væntanlegir nemendur fram-
ibaldsdeildar, sem ekki hafa þeg-
ar sótt um upptöku, gefi sig fram
í skólanum sem fyrst.
Undirbúningsdeild.
Vegna margra fyrirspurna, sem
borist hafa um undirbúnings-
fræðslu undir 1. bekk, mun skól-
ihn starfrækja í vetur, ef nægi-
leg verður þátttaka, undirbúnings-
deild undir inntökupróf í 1. bekk.
Deildin verður með sama sniði og
undirbúningsdeildin (kvölddeild-
in) var áður en bekkirnir urðu
fjórir. Aðstandendur þeirra nem-
enda, sem ætla í 1. bekk næsta
á/r, eru beðnir að athuga það, að
inntökuprófin fara franr í apríl
n.k. og að inntökuskilyrðin eru
nokkuð önnur og víðtækari en
fullnaðarpróf barnafræðslunnar.
Upplýsingar í skólanum daglega
kl. 1—>2.
Dagskólinn.
Allar deildir eru fullskipaðar.
Skólasetning
fer fram 1. október. Stundaskrár
um próf og aðrar nauðsynlegar
upplýsingar fyrir nemendur
verða festar upp á auglýsinga-
töflu skólans.
Vilhj. Þ. Gíslason
skólastjóri.
❖ X
Velbyggt hús
í Skerjafirði
til sölu. Útborgun 3—4 þús-
und. — Uppl. í síma 5126.
I
Bfleigendur!
Athugið að láta gera við
málninguna á bílnum yðar áð-
ur en þjer leggið honum upp
fyrir veturinn. Það verndar yf-
ii'bygginguna gegn ryðskemdum
og getur sparað yður dýrar við-
gerðir að vorinu.
Málaravinnustofa
Gunnars Pjeturssonar
í verksmiðjunni Harpa.
Rafmagns-
perur
og
Vartappar
fást hjá
Biering
Laugaveg 3. Sími 4550.
Qagbófc.
ÍX] Helgafell 59389177 - IV./V.
Uppt. Fyrirl.
I. O. 0. F. O. B 1. — 1209208*4.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
S-kaldi. Rigning.
Veðrið í gær (laugard. kl. 5):
Lægð við vesturströnd Grænlands
veldur S-átt og rigningu á Suður-
Grænlandi. Lægðin hreyfist aust-
ur eftir og mun valda S-átt og
rigningu hjer á landi. Nú sem
stendur er hæg S- eða SV-átt
hjer á landi og þurt veður. Hiti
7—9 st. um alt land.
Helgidagslæknir er í dag Berg-
sveinn Ólafsson, Hávallagötu 47.
Sími 4985.
Næturlæknir er í nótt Daníel
Fjeldsted, Hverfisgötu 46. Sími
3272.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
60 ára er á morgun Jón Þor-
steinsson verkamaður, Þrastagötu
1, Grímsstaðaholti.
Hjónaband. í gær voru gefin
saman í hjónaband af sr. Árna
Sigurðssyni Guðlaug Jóhannsdótt-
ir og Jónas Ólafsson. Heimili
þeirra er á Njálsgötu 15.
50 ára er í dag Þorbergur Guð-
mundsson, Jaðri í Garði.
Tónlistarskólinn verður settur í
dag kl. 2 í Hljómskálanum.
Útiskemtun verður lialdin að
Eiði í dag ef veður leyfir. Eins
og kunnugt er hefir átt að halda
útiskemtun að Eiði tvo undan-
farna sunnudaga, en það hefir
farist fyrir sökum veðurs. Skemt-
unin hefst kl. 3.
Hjónaband. í gær voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Ragn-
heiður Thors, dóttir Hauks Thors
framkvæmdastjóra og Jóhann
Hafstein eand. jur.
Stóra hultaveltu heldur K. R.
í dag kl. 5 í K. R.-húsinu. Verður
þetta ein af stærstu hlutaveltum
ársins og hafa K. R.-ingar gert
sjer mjög far um að vanda til
hennar. Meðal ágætra drátta má
nefna: rafmagnseldavjel, farseðil
til Kaupmannahafnar, matarforða
til vetrarins, mikið af peningum,
farseðil til 'Akureyrar og nýja skíða
skó, bestu tegund, værðarvoð frá
Gefjunni, hálft tonn af kolum
í einum drætti, margskonar vefn-
aðarvörur og marga aðra þarf-
lega muni. Munu bæjarbúar án
efa fjölmenna í K. R.-húsið í dag
og freista gæfunnar og styðja um
leið hið góða málefni, sem fjelag-
ið hefir uú bráðum barist fyrir í
40 ár.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinber-
að trúlofun sína ungfrú Hjördís
Þörkelsdóttir, Þorragötu 6 og
Benedikt Ingvarsson, Holtsgötu 39
Æfingurkappleikur fer fram í
dag kl. 2 á íþróttavellinum milli
I. fl. og II. fl. í Víking.
Eimskip. Gullfoss er á leið til
Kaupmannahafnar frá Leith. Goða
foss er í Hamborg. Brúarfoss er
í Reykjavík. Dettifoss fór frá
Húsavík um kl. 3 í gær áleiðis til
Siglufjarðar. Lagarfoss er í Kaup
manuahöfn. Selffiss var í Dalvík
í gærmorgun.
Farþegar með Brúarfossi frá
MORGUNBLAÐiÐ
Leith og Kaupm.höfn í fyrra-
morgun: Hermann Jónasson for-
sætisráðherra og frú, verkfr.
Hostrup-Petersen, Montör A.
Willesen, Mr. Laekey, Mr. J. E.
Neale, frú Elísabet Jörgensen, frk.
Gerda Nielsen, síra Jóhann Þor-
kelsson, frú Þórdís Claessen, frú
Soffía Hjaltested, frú Emilía
Eiríksson, frú Kristín Arnit, frk.
Elsa D. Jónsdóttir, frk. Fríða
Andrjesdóttir, frk. Anna Þorláks-
son, Eggert Claessen hrm. og frú
með 2 dætur, Ragnar Bjarkan og
frú, Sig. Skúlason og frú, Pjetur
Jóhannss. og frú, Jón Sigurðsson
og frú, frú Snjólaug Briem, Árni
Kristjánsson píanóleikari, Stein-
dór Gunnarsson, frk. Kristín
Helgadóttir, Hermann Hermanns-
son, Ólafur Proppé, frú Ragn-
heiður Guðjónsson, frk. Ása Jóns-
dóttir, frk. Erla Arnbjarnar, frú
Kristín Guðmundsdóttir, frk.
Manny Brynjólfsdóttir, frk. Aðal-
heiður Erlendsd., frk. Valgerður
Sveinsd., Villi Guðjónsson, frú
Margrjet Jakobsson, Sveinn Ólafs-
son, Friðjón Júlíusson, Jörundur
Pálsson, Eiríkur Magnússon, Birg-
ir Frímannsson, Karl Þorleifsson,
Jakob Einarsson, Sveinn Kragh.
Útvarpið:
11.00 Messa í Dómkirkjunni
(Ræða: Ólafur Ólafsson kristni-
boði. Fyrir altari: Sjera Friðrik
Hallgrímsson).
20.15 Erindi; Síldin í sumar (Árni
Friðriksson fiskifr.).
20.40 Hljómplötur: Lög fyrir fiðlu
og píanó (Kreisler og Fischer).
21.00 Upplestur; „Gerska æfintýr-
ið“, II. (Halldór Kiljan Laxness,
rithöf.).
Mánudagur 19. september.
20.15 Sumarþættir (J. Eyþ.).
20.40 Utvarpskórinn syngur.
21.05 Útvarpshljómsveitin leikur
alþýðulög.
21.30 Hljómplötur: Lög leikin á
gítar.
Fullfermi af ísfisk
á tveim dögum
Hvalveiðastöðin á Suðureyri í
Tálknafirði hætti störfum í
þessari viku og var aflinn 147
hvalir — en veiði stunduðu 3 bát-
ar.
Patreksfjarðartogarinn Vörður
hefir verið að fiska fyrir Þýska-
landsmarkað og kom inn í gær-
kvöldi eftir aðeins tveggja sólar-
hringa útivist með fullfermi, eða
rúmar þrjú þúsuud körfur fiskj-
ar. Ilann hjelt áleiðis til Þýska-
lands í nótt. (FÚ); ,•
LEIKRIT KAMBANS
LEIKIÐ í KVÖLD.
Idag kl. 19.15 eftir ísl. tíma
verður gamanleikur Kambans
leikinn í danska útvarpið, sá er
fórst fyrir á dögunum, vegna þess
að Johannes Poulsen svaf yfir sig.
Klukkan 18.50 á morgun les
Kristmann Guðmundssou upp eft-
ir sig smásögu í útvarpið.
Klukkan 15.55 n.k. míðtikudag
fer fram samtal í norská útvarp-
inu um fjelagsmálaástándíð á ís-
landi. Aðalbjörg Bigurðardóttir og
Margarete Bonnevie ræðast við.
. Á. föstudaginn kemur flytur Dr.
Sigfxis Blöndal fyrirlestur í
danska útvarpið um hina fornu
menningu íslenúliúga, *,Fyririestur-
inn er kl. 17.30. (FU)
rriiiiiiimiiHiiiiniiiuiiifimiuuuiiiiiiiiiiiniHuiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiniRiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiIiiiiiniiiuiuiuuuiiinw
1 Skipsljóri, sfýri- |
maður, vjelsljóri. |
~ CS
| Maður, sem rjettindi hefir til að stjórna 60—70 tonna |
| vjelskipi, óskast sem hluthafi í nýju útgerðarfjelagi. |
| Þarf að geta lagt fram 5—10 þús. kr. — Stýrimaður 1
| og vjelstjóri geta einnig komið til greina, sem hluthaf- |
| ar. — Tilboð, merkt „Útgerðarfjelag“, sendist Morg- 1
unblaðinu fyrir 25 þ. m.
iiiiiitimiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiniiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiminiiiiHiiHiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiHtiiimiiiiiinimimuiTf
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOí
| Vefnaðarkenslu |
ý byrja jeg aftur 1. okt. Litlir nýtísku vefstólar, sem v
0 eru til sýnis, ásamt vefnaði, í „Ninon“, Bankastræti O
X 7. Frekari upplýsingar þar á staðnum næstu daora. X
| SIGURLAUG EINARSDÓTTIR. 0
ooooooooooooooooooooooooooooooooooocX
Verðlækkun!
Vegna verðlækkunar á mjöli lækkar verð á brauðum,
kökum og hörðu brauði um 10—15% frá deginum í dag.
Bakaríið Þingholtsstræti 23. Sími 4275.
Brauðbúðin Tjarnargötu 5. Sími 3200.
Bakaríið Klapparstíg 17.
---------------- Sent heim ef óskað er. -----------------------
Húsnœði
3-5 herbergi og eldhús tíl leigu 1. október.
Upplýsingar í síma 3838.
Að Efði
ALLAN DAGINN í DAG
SÆTIÐ AÐEINS 75 AURA.
í Steindórs þ|óðfrœga bifreiðum
Umbúðapappír.
Útvegum allar tegundir af UMBÚÐAPAPPlR.
Eggerf Krisfjánsson & Co.
Sími 1400.
Austur að Eyrarbakka
í dag kl. 10 »/2, V/2, 6 og l{/2.
Að austan kvöldferðir eins og venjulega á sunnudögum.
Simi 1580. $f elndór.
Það tilkynnist hjer með, að dóttir mín og- systir okkar
Guðbjörg Guðmundsdóttir
andaðist 16. þ. mán. að heimili okkar í Gorðum,
Ingibjörg Jónsdóttir og börn.