Morgunblaðið - 22.10.1938, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 22. okt. 1938.
Yfir hverju
Göring mar-
skálkur býr
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Göring marskálkur Ijet tilkynna í gær að hann
gæti ekki komið opinberlega fram við hátíð-
leg tækifæri, eða sint öðru en brýnustu em-
bættisstörfum fyrst um sirin næstu mársuði, vegna mála,
sem hann hefði með höndum og krefðust bráðrar úrlausn-
ar og alls þess tíma, sem hann hefði yfir að ráða. í gær
vissu menn ekki hvaða mál þetta væru. I dag er það kunn-
ugt orðið.
ÖFLUGASTA ÞJÖÐIN
Skeyti frá Belín herma að veriiB sj^ að undirbúa
að gera að veruleika meginkjarnann í utanríkismála-
stefnu Hitlers, sem kemur fram í „Mein Kampf“: að gera
Þýskaland að öndvegisþjóð á meginlandi/ Bvrópu. Lausn
Sudeten-málsins hefir haft í för m@0 sjer gjörbreytingu
á meginlandinu um valdaskiftingu.
Fyrst og fremst hefir hún leitt til algers hruns bandalags-
kerfis Frakka í Austur-Evrópu. Frakkar voru tengdir Tjekkum,
Rúmenum og Júgóslöfum, hinu svokallaða „Litla-bandalagi“
nántfm vináttuböndum, sem nú hafa' slitnað, eða eru um það
bil að slitna. Árangurinn af för Funks atvinnu- og viðskiftamála-
ráðherra Þjóðverja til Júgóslafíu, Tyrklands (þar sem m. a. var
samið uití 250 milj. króna þýskt lán til Tyrkja) og Búlgaríu,
béndir til ’ þess, að þessi ríki ætli að taka upp samvinnu við
Þjóðverja. Þ'ýsk viðskiftanefnd fer innan skamms til Rúmenlu.
„RÍKIÐ í MIÐIГ
í grein, sem Göring skrifaði nýlega, segir hann að Þýska-
land sje „ríkið í miðið“. „Þýskaland hefir óvjefengjan-
legt hlutverk í Evrópu“, skrifar Göring, „sem hægt er að
leysa án landvinninga, eða „germaniseringar“.
Göring hefir nú dregið sig í hlje á sveitabýli sínu á Schorf-
heide, Karinhall. Þangað hefir hann kallað á fund sinn forvígis-
menn atvhinulífsins og setið á látlausum ráðstefnum með þeim.
Er álitið að hann sje að leggja drög að tröllauknum iðnaðar- og
viðskifta-áætlunum.
Ér álitið að Þjóðverjar
ætli að breyta fjögra ára
áætlun sinni í átta ára á-
ætlun, og færa um leið út
kvíarnar og gefa öðrum
þjóðum, aðallega smáríkj-
unum í suð-austur-Evrópu
kost á að gerast aðilar að
henni.
Gjörbreytingar.
Er búist við, að gagngerðar
breytingar verði gerðar á öllu
atvinnulífi Þýskalands með við-
skifta fyrirætlanir Þjóðverja í
suð-austur-Evrópu fyrir augum.
I þessu er talið að felist m. a.
aukin gernýting og aukin þátt-
taka hins opinbera í atvinnu-
lífinu.
Þjóðverjar ætlast til að ríkin
í suð-austur-Evrópu geri sams-
konar áætlanir og geri breyt-
ingar á atvinnulífi sínu með
aukna samvinnu við Þjóðverja
fyrir augum.
Ekkert að óttast.
Fyrirætlanir þessar hafa vak-
ið feikna athygli um allan heim.
Breska blaðið Times segir, að
ástæðulaust sje að óttast þess-
ar viðskiftafyrirætlanir Þjóð-
verja á Balkanskaga, ef Þjóð-
verjar leyfa heiðarlega sam-
kepni annara þjóða og að mark
mið þeirra sje ekki pólitísk yf-
irráð.
Hermann G-öring.
Blaðið bendir á,. að kaup-
máttur Balkanríkjanna hafi
verið lítill, en með hjálp Þjóð-
verja og nýju skipulagi megi
Lúast við að af því leiði aukin
alþjóðaviðskifti.
í sama streng tekur Shake-
speare, aðstoðarflotamálaráð-
herra Breta, sem líklegastur
þykir til þess að verða flota-
málaráðherra eftir Duff-Coop-
er, sem sagði af sjer á dögun-
um.
KEMAL ATATÚRK
Kemal Aiatiirk einræðisherra
Tyrklands var sagður á góðum
batavegi í gær. (F.Ú.).
KÍNVERJAR BIÐJA
UM FRIÐ
Kanton á valdi
Japana
Miljón manna her á
flótta við Hankow
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Fregnir frá Austur-Asíu herma að varnir Kín-
verja sje að bila. Framsveitir Japana eru komn-
ar inn í Kanton í Suður-Kína, Á miðvígstöðv-
unum er miljón manna kínverskur her á flótta eftir norð-
urbakka Yangtze-fljótsins í áttina til Hankow Chiang-Kai-
Shek er flúinn frá Hankow til Changsa.
Formaður Kuomitang-flokksins, Wang-Chi-Way, fyr-
verandi forsætisráðherra, hefir látið svo um mælt við
frjettaritara Reuters í Tschung-King, að Kínverjar hafi
altaf verið reiðubúnir að semja frið við Japana, ef Kín-
verjar fengi að halda sjálfstæði sínu.
Tíðindi þessi liafa komið algerlega á óvart, ekki síst hin hraða
sókn Japana til Kanton. Japönsku hersveitirnar, ca. 50—60 þús. manns,
hafa sótt fram 180 km. á 10 dögum.
Framvarðasveitirnar fóru síðustu 40 kílómetrana á einum sólar-
hring.
FLÓTTI FRÁ KANTON
London í gær F.Ú.
Þessar sveitir hjeldu innreið sína í austurhluta Kantonborgar kl.
2.30 í dag, eftir Austur-Asíu tírna. íbúarhir í Kánföri viásu ekki að
hætta væri á ferðum fvr en í morgun, er brúin yfir fljótið. sem renn-
ur um borgina, var sprengd í loft upp.
Erlendir frjettaritarar, sém voru á leið til vígstöðvanna í morgun,
urðu að snúa við, er þeir mættu hersveitum Kínverja á hröðu undan-
haldi.
Nokkurum klukkustundum áður liafði stjórnin í Kanton tekið
ákvörðun um að hverfa úr borginni og fyrirskipa brottflutning íbú-
anna, til þess að bjarga borginni frá eyðileggingu. Brottflutningur
íþúanna — en margir voru farnir áður — fór skipulega fram, og af
600.000 manns eru nú aðeins um 100.000 eftir.
Aliir embættismenn í borginni flýðu með stjórninni.
Chiang'-Kai-Shek.
Tjekkar segja
upp samningn-
um við Rússa
Frá frjettaritara vorum.
Kliöfn í gær.
jekkne&ka utanríkismála-
ráðuneytið tilkynti sendi-
herra Rússa í Prag í dag, að
Tjekkar litu svo á, að tjekk-
nesk-rússneski vináttusáttmál-
inn frá 1935 væri ekki lengur
í gildi. Með sáttmála þessum
Var ákveðið að Rússar og Tjekk
ar skyldu veita hvor öðrum að-
stoð í ófriði, ef Frakkar gerðu
það lika.
í gær Vir kommúnistaflokk-
urinn bannaðar um alla Tjekkó
slóvakíu. Með því var stigið
fyrsta sporið til samningsslita
með Tjekkum og Rússum.
Syrovy, forsætisráðherra
Tjekka flutti ræðu í dag, þar
sem hann sagði að aðaltakmark
tjekknesku stjómarinnar væri
að gera hin nýju landa-
mæri ríkisins örugg. Það yrði
best gert með því, sagði Syrovy,
að taka upp nána samvinnu
við nágrannaríki Tjekkóslóv-
akíu, þ. e. Þýskaland.
i j' - ' . f v §■' | 'f
Áhrif Þjóðverja.
London í gær F.Ú.
Ýms merki þess sjást í dag,
að Tjekkar leggja kapp á að
afja sjer vináttu Þjóðveria í
g'ærkvöldi sást í Prag að letrað
var á glugga á gildaskála ein-
um: „Gyðingum bannaðiu að-
gangur“, og þykir það benda
til þýskra áhrifa.
Þorvaldur Skúlason listmálari,
hefir opnað málverkásýningu á
Vestúrgötu 3.
Þjóðstjórn
í Frakklandi?
London í gær F.Ú.
eon Blum foringi franskra
jafnaðarmanna átti í gær
klukkustunda viðræðu við
Daladier forsætisráðherra.
Er talið, aö viðræður þeirra hafi
staðið í sambandi við óskir Daladiers
um það, að endurskipuleggja stjóru
sína á breiðari grundvelli, en húu er
nú á. Síðar í gær talaði Daladier langt
mál við Marehandeau fjármálaráð-
herra sinn.
Olympiuleik-
arnir 1940
Khöfn í gær F.Ú.
innska Olympíunefndin hef
ir nú sent út boðsbrjef
um Olympíuleikana 1940 til
58 landa.
Viðbúnaður er mikill undir
leikana og verður leikvangur-
inn í Helsingfors '3tækkaður
svo, að þar verður rúm fyrir
63000 áhorfendur.
Fregnir frá Hankow herma, að
miljón manns hafi flúið síðustu
dagana þaðan.
Fregnirnar um flótta kíuversku
hersveitanna á norðurbakka
Yangtze-fljótsins eru hafðar eftir
japönskum flugmönnum, sem voru
á rannsóknaflugi vfir víglínum
Kínverja.
Krafa Japana.
Wang-Ching-Wei, sem sagði við
fjettaritara Reuters að Kínverjar
væri reiðubúnir að semja frið, var
forsætisráðherra þar til fyrir einu
ári, er honum var sýnt banatil-
ræði. Hann baðst lausnar og mág-
ur Chiang-Kai-Sheks, Soong, tók
við.
Eitt höfuðskilyrði Japana fyrir
því, að friður verði saminn, er að
Chia ng-Kai-Shek yf irhershöf ðingi
verði sviftur embætti.
Kona Chiang-Kai-Sheks er flúin
til Tschung King, þar sem kín-
verska stjórnin hefir aðsetur sitt.
ÞÝSKI HERINN
FARINN
%
gær slepti þýski herinn
* stjórn sinni á Súdetahjeruð-
unum í dag og almenn yfirvöld
taka við stjórnarstörfum. (FÚ)