Morgunblaðið - 26.10.1938, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. okt. 1938.
Forvígismenn Kínverja ráðgast
um uppgjöf fyrir Japönum
Japanar tóku
Hankow í gær
Matar- og hæliilaus-
ir flóftamenn
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
J \PANAR settust að í Hankow í dag. Öllum fregn-
um ber nú saman útti, að mótstöðuafl Kínverja
sje á þrotum.
Það var opinberlega staðfest í morgun, að Chiang
Kai Shek væri flúinn frá Haaikow. „Daily Express“ í Lon-
don segir, að Chiang Rai Í3hek og aðrir forvígismenn í
opinberu lífi Kínverja hafi komið saman í Chung King í
dag og rætt um hvað gera skuli vegna þess, hve gersam-
lega varnir Kínverja hafi brugðist.
„Daily Express“ álítuy, að Chiang Kai Shek muni
segja af sjer og Wang Ching Wei, fyrv. forsætisráðherra
og forseti Kuomitang-flokksins, muni taka við og undir-j
búa almenna uppgjöf Kínverja.
Lausafregnir hafa komist á loft um að Chiang Kai Shek
væri flúinn til frakkneska Indo China.
FLÓTTI KÍNVERJA.
Kínversku hersveitirnar flúðu frá Hankow í morgun án
þess að gera tilraun til þess að verja borgina og eru nú á hröð-
um flótta vestur á bóginn. En áður en þær fóru, höfðu þær
sprengt í loft upp öll mikilyæig mannvirki og byggingar Jap-
ana. Eldar loga víða um borgina og verksmiðjuhverfið er í
björtu báli.
Sókn Japana síðustu dagana hefir verið afar hröð óg voru
framsveitirnar komnar til Hankow í morgun, þótt þær hafi ver-
jð 16 km. frá borginni í gærkvöl(ti. Meginher Japana fór inn í
borgina um miðjan dag í dag.
Vegna þess hve Japönum gekk sóknin vel, gat allur kín-
verski herinn ekki komist undan í tœka tíð. Nokkrar
herdeildir hafa orðið eftir í borginni og er búist við að
þær muni verja sig, heldur en gefast upp fyrir Japönum.
Meginhluti hersins komst þó undan á skipulegum flótta.
HÖRMUNGAR FLÓTTAMANNANNA.
Mikill fjöldi af flóttamönnum hefir leitað hælis í útlend-
ingahverfum í Hankow. Hefir nefnd verið skipuð undir for-
sæti fransks prests til þess, að lina þjáningar þessa fólks. íteut-
er-skeyti frá Hankow í kvöld segir, að á öllum aðalgötum í
breska hverfinu liggi maður við mann á gangstjettum eða á
húsatröppum án nokkurs hælis og án þess að vita hvar þeir eigi
að fá næstu máltíð. I ofanálag á a^ðrar hörmungar hefir það nú
bæst við, að Hankow er vatnslaus.
Nýlendukrðf-
urnar verða
ræddar við
Hitler -
Chiaug Kai Shek liefir mn ellefu ára skeið verið æðsti máður Kín-
verja. Haun t<5k þátt í kínversku lýðveldishreyfingumu og' var um
eitt skeið hSvntur kommúnistúixi, en hefir síðan 1928 unnið að því
að útrýma kommúnismanum í Kína. Mark hans var að sameina alt
Kínaveldi undir eina öfluga miðstjórn. Þéssu vet’ki hans miðaði vel
áfram, þar til styrjöldin við Japana hófst. Chiang Kai Shek vann síð-
ustu árin fyrir styrjöldina að því að efla hervarnir Kínverja. Á fiint-
ugsafmæli sínu árið 1936 ijet hann kínversku þjóðina gefa sjer
sprengjufiugvjelar í afiuælisgjöf. Þetta var um seinau. KínVerjar
hafa undanfarna 18 mánuði átt í ,höggi við herveldi. sem hefir uiikla
yfirburði yf'ir þá.
8 ÞUS. MANNS FARAST.
Á vegunum vestan við borg-
ina skjóta flugvjelar JapanaJ
miskunnarlaust á flóttamenn og<
sprengjur japanskra flugvjela
hafa sökt fjölda skipa á Yangt-
zefljóti sem fullskipuð hafa ver
ið flóttamönnum.
„Daily Telegraph" skýrir frá *
því, að 500 japanskar flugvjei-
ar hafi gert loftárásir í Kína í
gær og að á fljóti einu nálægt
Hankow hafi verið sökt þrem
kínverskum skipum með sam-
tals 8 þús. mönnum.
Japanski herinn, sem sófcfi
fram frá Bias flóa til Kanton
10 dögum, heldur áfram
a
hinni hraðfara sókn sinni og er
nú kominn 50 km. norður fyrir
borgina.
Loftorusta yfir
Tjekkoslóvakfu
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Loftorusta var í dag hᣠyfir
Tjekkóslóvakíu milli tjekk-
neskrar flugvjelar og tveggja
ungverskra flugvjela. Tjekkneska
flugvjelin fjell til jarðar 12 km.
innan við tjekknesku landamær-
in og flugmaðurinn særðist.
Stjórnin í Prag hefir ekki enn
-syarað síðustu tillögum ungvc ’sku
stjórnarinnar, en ungverska stjórn
in krafðist í gær svars innan 48
klst.
Vinátta
Japana
og Breta
London í gær. FU.
Japanska stjórnin tilkynnir, að !
bráðabirgðarannsókn á !
i
loftárásinni á breska herskipið
„Sandpiper“ sje lokið. Segja
Japanar a$ flugmenn þeirra i
hafi talið hið breska herskip
vera kíaverskt herflutninga-
skip, en á þessum slóðum voru
nokkur kínversk skip, með
fjölda mörgum kínverskum
hermönnum.
Japanar segja, að flugmönn-
unum hefði verið tilkynt, að
herskipið „Sandpiper“ væri á
alt öðrum stað eða í námunda
við Hankow.
Hinn nýi sendiherra Japana í Lond-
on, sem áður yar sendiherra Japana í
Moskva, er nú kominn til London. í
viðali við hlaðamenn sagði hami, að
hann gæti ekki að svo' stöddu sagt
neitt um seinustu atburði í Kína.
Ræddi sendiherrann aðallega um vináttu
Breta og Japana, sem stæði á gömlum
merg,og þótt sitthvað hefði borið á
milli í seinni tíð, kvaðst hann þess
fuilviss, að Bretum og Japönum múndi
auðnast að treysta vináttubönd sín.
Vinátta Japana og Breta á sjer svo
langa sögu, að hún er hefðbundin orð-
in, sagði sendiherrann.
Dr. !Wolf Rottkay flytur næsta
háskólafyrirlestur sinn um þýskar
mállýsku.* 1 kvöld kl. 8.
Kemel: Hitler
i varðbergi
Ný vandræði
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Ekkert saJmkonaulag' h©fir eim
orðið milli lithauisku stjórnarinn-
ar óg Memelbúa. Lithauiski land-
stjórinn í Memel neitaði í dag í
sjötta sinn að undirskrifa lög,
sem Memel-þíngið hafði samþykt.
Memelþingið hefir samþykt þessi
lög hvað eftir annað og að þessu
sinni Ijet það fylgja lögunum, að
ef þeim yrði visað frá einu sinni
enn, myndi það leiða til fulls
fjandskapar Jnilli Memel og Lit-
hauen.
Steíidur ekki
á sama.
London í gær. FÚ.
Af hálfu þýsku stjórnarinnar
hefir því verið lýst 'yfir, að um-
rpæli þau, sem Ilitler viðhafði á
dögunum um það að Þýskaland
iimndi ekki gera frekari kröfur
til Janda í Evrópu, megi ekki mis-
skilja, Með þessu sje engan veg-
inn lýst yfir, að Þýskaland sje
farið að láta sjer standa á sama
um þýsknmælandi rnenn. sem búa
■utan landamæra ríkisins.
Þvert á móti muni Þýskaland sjá
um það, að líf þeirra og tilveru-
rjettur verði á allan hátt trygður.
Frá frjettaritara vorum. ,
Khöfn % gær.
Pirov, landvamaráðberra
Suður-Afríku sambands-
ins er á leiðinni til Englands.
Hann kom til Lissabon í dag og
ætlar að ræða við portúgalska
ráðberra um nýlendukröfur
Þjóðverja. Hann hefir sagt við
blaðamenn, að eftir að hann er
búinn að ræða við bresku st jóm-
ina, geti komið til mála, að
bamn. fari tií Hitlers og rasði
njrlendukröfumar við hann. j.:
SUDUR-AFRÍK.A
MÓTFAJLLIN.
Lo'ndon í gær. FÚ. ;
Herzog, forsætisráðherrai
Suður-Afríku, átti í dag tal við
f r a m k væ ni darstj ó r a Suðvestur-
Afríku, dr. Konradi, er skýrðí
honum frá því, að Þjóðverjar
í Suðvestur-Afríku væru þeirr-
ar skoðunar, að það væri áreið-
anlegt, að nýlendunum ýrði
brátt skilað aftur, en á því einu
'væri vafi, hve lengi það dræg-
ist. Hefðu menn miklar áhyggj-i
úr af þessu.
Herzog.er sagður hafa full-
vissað dr. Konradi um það, að
Suður-Afríkuríkjasambandið ;
væri því algerlega mótfallið, að
iáta af hendi yfirráðarjettinn,
sem því var fengínn í hendur
yfir Suðvestur-Afríku.
von Ribbentrop
til italfu
v
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
on Ribbentrop, utanríkis-
I v málaráðherra Þjóðverja
fer í stutta heimsókn til Rócna-
borgar á fimtudag.
í þýskum og ítölskum blöðum
er látið vel að ræðu, sem Hali-
fax lávarður utanríkismálaráð-
herra Breta flutti í gær, Halir
fax sagði að öruggasta leiðjn til
varanlegs friðar, væri að for-
ingjar stórveldanna ræddust
við.
En þýsk blöð vilja ekki fall-
ast á þau ummæli Halifax lá-
varðar, að enginn maður í Bref-
landi vilji stríð. Þau segja, að
síðustu vikurnar hafi komið
fram í Englandi flokkur manna,
sem reki áróður fyrir styrjöld
við einræðisríkin.
ísfiskssala. Surprise seldi aflaj
sinn í Grimsby í gær, 1602 vætt-
ir fyrir 1580 sterlingspimd.