Morgunblaðið - 30.10.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1938, Blaðsíða 4
4 MOPGUNBLAÐÍÐ Sunnuda)?iir 30. okt. 1938» RADION >1 fi allan þvott RADION Það er ekki einungis að EADION tj»kí öðnun þvottaefmun fram til allra stórþvotta, heldur er það og pirvnigr hið besta fyrir hinar fíugerðustu flíkur, því að RADION er bæði milt og áhrifamikið í senn. Súrefnið í RADION veldur því, að löðrið þrengir sjer í gegnum klæðin og leysir upp öll óhreinindi, án þess að skemma þvottinn. Þessi fullkomna hreinsun veldur því, að þvotturinn er æfinlega bragðlegur og flíkumar líta út, sem nýjar væru. — Þess vegna notar fólk RADION til allra þvotta. Ný kenslubók í reikningi: Dæmasaln fyrir Alþýðu- og gagnfræðaskóla. Safnað hafa og samið GUÐM. ARNLAUGSSON og ÞORST. EGILSON, Verð kr. 3.00. — Fæst hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Dætur Rcykjavíkur I-III eru tilvaldar til fermingar- og tækifærisgjafa handa ung- um stúlkum. Fást hjá öllum bóksölum. Hið íslenska bók- mentafjelag Eftir dr. Guðm. Finnbogason Bókmentafjelagið hefir nú starfað í nærfelt 123 ár. Það var stofnað til þess „að styðja og styrkja íslenska tungu og bókvísi og mentun og heiður hinnar íslensku þjóðaru. Og því verður varla með sanngirni neitað, að við- leitni og starf Bókmentafje- lagsins hefir jafnan verið til- ganginum samkvæmt og eft- ir atvikum bæði mikið og merkileert. Islenskar bókmentir, saga vor og þjóðleg fræði hafa þar jafnan staðið efst á blaði. S.jest það fljótt, ef litið er yfir þan rit, sem fjelag- ið hefir gefið út, eða þá keypt handa fjelagsmönnum: Sturlunga, Árbækurnar, Biskupasögumar, Sýslumannaæfir, Fornbrjefasafn, Safn til sögu íslands og íslenskra bókmenta, Þjóðsögurnar, íslenskar gátur, þulur og skemtanir, íslensk þjóðlög, Landfræðisaga íslands, Lýsing fslands, íslenskir Annálar og nokkur önnur smærri sagnrit; Skýrslur um landshagi á íslandi, nokkur rit um atvinnuvegi lands- ins, náttúrufræði, stærðfræði, þjóð- megunarfræði, málfræði, goðafræði o. fl. Þá hefir það gefið út rit nokkurra íslenskra höfuðskálda og þýðingar á nokkrum heimsfrægum útlendum skáldritum. Og loks eru tímaritin: Fyrst íslensk sagnablöð, þá Skírnir, Frjettir frá íslandi, Tímarit hins íslenska bókmenta- fjelags og loks Skírnir, tímarit hins íslenska bókmentafjelags, sem nú mun vera elsta alþýðlegt tíma- rit á Norðurlöndum, 112 árgangar. 01! hin stærri rit Bókmentafje- lagsins hafa komið út í heftum, eftir því sem fjárhagurinn hefir ieyft hvert árið, og flest eru þau svo vaxin, að engin tök hefðu verið á því fyrir einkaútgefendur að gefa þau út fyrir eigið fje. Að tekist hefir að auðga bókmentir vorar með þessum þörfu og merki- legu ritum hefir fyrst og fremst verið því að þakka, að íslensk al- þýða liefir haft nægilega mikla ást og áhuga á þjóðlegum fræðum til þess að vilja eiga þessi rit og haft skilning á því, að hún gat ekki fengið stór rit í einu fyrir lágt árstillag, en gladdist af að sjá þau vaxa og verða mikil verk, er tíminn leið. Stjórn Bókmenta- fjelagsins skilur það vel og hefir eflaust altaf skilið, að þetta reynir á þolinmæði þeirra, sem bráðlátir eru og heimta alt af líðandi stund. Hún skilur það líka, að ekki er von til að allir fjelagsmenn hafi áhuga á hverju riti, sem fjelagið gefur út. En ef fara ætti eftir því, mundi það leiða til þess, að hætta yrði við stór verk á miðri leið og verkin yrðu ekki annað en bútar og brot. Og reynslan sýnir, að enn er hjer til all-álitlegur hópur af mönnum í öllum stjettum, sem vill vera í fjelaginu, þó að það verði að liaga útgáfu sinni eins og nú var lýst: gefa út stór rit, sem all-mörg ár þarf til að koma út. En nú eru risnir upp spámenn meðal vor, er segja, að slík bóka- útgáfa sje fyrir löngu úrelt orðin, en furða sig um leið á því, hve margir sjeu í fjelaginu. Einn held- ur því fram, að sumir munu vera þar af gömlum vana, en sumir af fordild. Með hvaða verkfærum hann hefir lesið vanann og for- dildina í huga fjelagsmanna út um alt þetta land, segir hann ekki. En þá fer að verða vandlifað í landi hjer, ef mönnum má ekki vera það ámælislaust að vera í Bókmentafjelaginu og hver rauð- skjöldóttur bolakálfur á að hafa þá menn á hornum sjer, sem gam- an þykir að lesa söguleg heimild- arrit og rannsóknir á þeim. Urelt ætti að telja það eitt, sem ekki ber góðan ávöxt. Og um þá að- ferð, að gefa stór rit, út í heftum á löugum tíma, er það að segja, að hún er ekki úreltari en það, að fjöldi útgáfufjelaga víðsvegar um lönd heldur henni enn og að marg- ir einkaútgefendur um allan heim gefa iit rit ineð þeim hætti. Bók- mentafjelagið verður að hafa þá aðferð hjer eftir eins og hingað til. En hitt er stjórn þess ljóst, að æskilegt er að gefa út í árs- bókunum lieil rit svo oft sem unt er, og svo verður t. d. næstu tvö árin. En þar verður fjárhagurinn að ráða. Þrjú síðustu árin hafa fjelagsmenn fengið að meðaltali 32 arkir á ári fyrir árstillág sitt, 10 kr. Fjelagið nýtur sama sem einskis opinbers styrks, því að styrknr sá, er það hefir á fjárlög- um. gengur til útgáfu Fornbrjefa- safnsins, sem ekki er lengur með ársbókum þess og lítið selst af. Um nokkur ár hefir fjelagið haft í undirbúningi útgáfu íslendinga- æfa (íslenskt biografiskt lexikon)'. Er það hið mesta nauðsynjaverk öllum, sem íslensk fræði stunda, og ekki vansalaust, að vjer skulum enn ekki hafa eignast slíka bók, eins og aðrar menningarþjóðir; en það verk verður svo dýrt, að fjelagið getur ekki komið því út, nema það fái þann styrk, er það hefir sótt um til Alþingis síðustu árin, og er nú vonandi, að sú beiðni verði brátt tekin til greina. Bókmentaf jelagið hefir nú bóka- Iviku fyrstu vikuna í nóvember, í Reykjavíkur Apóteki, og verða þar sýnd og seld með mjög læklt- uðu verði flest þau verk, sem fjelagið hefir gefið út og ekki eru uppseld. Þeir, sem ganga í fjelag- ið, fá auk þess sjerstöli vildar- kjör, og geta þeir, sem í búðina koma, fengið nánari vitneskju um alt, sem að þessu lýtur. Að vik- unni lokinni fá bækurnar aftur sitt gamla verð. Guðm. Finnbogason p.t. forseti. Kaupiröu gdtan hlul. ■>. {ii amndu itvar þú fekhsí hanrt Frakkar úr góðu efni. Nýjasta Londonarsnið. Hvergi fáanlegir jafn fínir jbBlíd og ódýrir sem í „Álafoss“ ?Alafos1í£S5í Þingholtsstr. 2. F. Ú. S. Heimdalliflr fjelag ungra Sjálfstæðismanna heldur fund í Varðarhús- inu n.k. þriðjudag kl. 8l/o s. h. Dagskrá auglýst síðar. STJÓRNIN. Sundnámskeið i Sundhðllinni hefjast að nýu miðvikudaginn 2. nóv. Þátttakendur gefi sig fram á mánudag og þriðjudag kl. 9—11 f. h og 2—4 e. h. Upplýsingar á sömu tímum í síma 4059. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI---ÞÁ HVER?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.