Morgunblaðið - 01.11.1938, Qupperneq 3
Þriðjudagur 1. nóv. 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Hj eraðsmót
Sjálfstæðismanna
í Gullbringusýslu
Fjölmenni mikið
og eining góð
Hjeraðsmót Sjálfstæðismanna í Gullbringusýslu
var haldið á sunnudaginn. Mótið hófst klukk-
an rúmlega hálf fjögur í Ungmennafjelags-
húsinu í Keflavík.
Húsrými er þar ágætt, en svo var aðsókn mikil, að húsið
var fult, ekki einungis niðri, heldur einnig uppi á lofti. Fund-
arsalurinn niðri tekur hátt á 3. hundrað manns í sæti. Þar var
hvert sæti skipað. En auk þess stóðu menn með öllum veggj-
um, í fordyrinu, í stiganum upp á loftið og í veitingasalnum á
loftinu. En þar hafði verið komið fyrir hátalara.
En þótt troðningur væri gíf-
urlegur og margir yrðu frá að
hverfa, var svo mikil kyrð á
þessum fundi, að fullkomlega
er frásagnar vert. Menn sátu
þarna og stóðu, maður við
mann, um 4 klukkutíma, án
þess, að nokkurn tíma heyrðist
hark eða pískur, sem oft vill
verða á mannamótum, þegar
líkt hagar til. Bar öll fram-
koma fundarmanna þess ljóst
vitni, að þeir fylgdust af lif-
andi áhuga með öllu því, sem
fram fór.
Ólafur Thors setti mótið í
nafni Miðstjómar Sjálfstæðis-
flokksins. Skýrði hann frá til-
drögum þess og bauð fundar-
menn velkomna. Fundarstjóri
var Guðmundur Guðmundsson
skólastjóri.
Þvínæst hófust ræðuhöldin
og fluttu ræður alþingismenn-
irnir Ólafur Thors, Árni Jóns-
son og Pjetur Ottesen, og
Bjami Benediktsson prófessor.
Milli ræðanna voru sungin þjóð
lög og tók allur þingheimur
þátt í söngnum.
Að ræðuhöldunum loknum
hófst skemtiskráin með því að
Pjetur Jónsson óperusöngvari
söng tvö lög. Síðan sungu þeir
fjelagamir Ólafur Beinteinsson
og Sveinbjöm Þorsteinsson frá
Hurðarbaki mörg lög með gít-
arundirspili. Og loks sungu þeir
Pjetur og Árni frá Múla nokkra
tvísöngva. Bjarni Þórðarson
Ijek undir á píanó. Öllum þess-
um skemtiatriðum var tekið
hið besta. Þegar dagskrá var
lokið, var klukkan langt geng-
in 8 og hafði fundurinn þá stað-
ið um 4 tíma.
Þakkaði fundarstjóri ræðu-
mönnum og söngvurum kom-
una. En Ólafur Thors þakkaði
frábæra fundarsókn og árnaði
mönnum góðrar heimkomu.
Klukkan hálf níu hófst dans-
leikur og skemtu þeir fjelagar
lÓlafur Beinteinsson og Svein-
björn mönnum aftur með nokkr
nm lögum. Húsfyllir var að
nýju og var dansað af miklu
f jöri fram eftir nóttu.
Hjeraðsmót þetta sóttu menn
úr öllum bygðarlögum Gull-
bringusýslu, ungir og gamlir,
konur og karlar. Var það ein-
róma mál manna, að þessari
dagstund hefði verið vel varið
við frSðleg erindi og fjörgandi
skemtiatriði. Kváðu sumir svo
sterkt að orði, að þeir hefðu
aldrei komið á betra manna-
mót.
Breskur tog-
ari strandar
í Dýrafirði
Breski togarinn Lincolnshire
frá Grimsby strandaði
aðfaranótt sunnudagsins út af
Keldudal við Dýrafjörð. Norð-
an stormur og hríð var er tog-
arinn strandaðL Hafði skipið
legið fyrir festum í Dýrafirði en
rekið upp í veðrinu.
Skipshöfnin hefir haldið sig
um borð í skipinu síðan það
strandaði.
Varðskipið ,,Ægir“ kom til
Dýrafjarðar í gær og ætlaði að
reyna að ná því á flot í nótt.
Voru líkur taldar góðar fyrir
því í gær, að það myndi takast.
Togarann rak upp klukkan
um 3,30 um nóttina og sendi
þegar út neyðarmerki. Tveir
enskir togarar, sem staddir voru
í Dýrafirði fóru strax til hjálp-
ar. Varðbáturinn Gautur lá á
Þingeyri og fór varðbáturinn
einnig á strandstaðinn og tók
með sjer björgunartæki, sem
til voru á Þingeyri. Ekki þurfti
á björgunartækjunum að halda
því lítið brim var og skipshöfn-
in ekki í neinni yfirvofandi
hættu.
Um flóðið á sunnudag gerðu
ensku togararnir tveir, sem
þama voru tilraun til að ná
Lincolnshire á flot, en sú til-
raun misheppnaðist. Slitnuðu
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
Nýir bankastjórar að fæð-
ast í Útvegsbankanum
Valtýr Blöndal.
Ásgeir Ásgeirsson.
Fjölmennur
Varðarfundur
i gærkvöldi
Varðarfundurinn í gærkvöldi
var svo vel sóttur, að húsið
var troðfult og urðu margir frá
að hverfa.
Formaður Sjálfstæðisflokksins,
Ólafur Thors, fkitti ítarlega og
þróttmikla ræðu um viðhorfið í
stjórnmálunum. Talaði Ólafur í
iy2 klst. og kom víða við. Sýndi
hann með skýrum dæmum fram á
óheilindin í stefnuskrám nýja
kommúnistaflokksins og flokks-
krílis Stefáns Jóhanns, ræddi á-
standið í atvinnu- og fjármálnm
og viðhorfið um áframhaldandi
stjórnarsamvinnu. Verður hin ít-
arlega og athyglisverða ræða Ólafs
ekki rakin hjer, en útdráttur úr
henni verður birtur bráðlega hjer
í blaðinu. Var henni fylgt með
óskiftri athygli af fundarmönnum
og hlaut. ágætar undirtektir.
Auk frummælanda talaði Jakoh
Möller alþm. Var fundi slitið kl.
ioy2.
Sósíalistinn Spaak, utanríkis-
málaráðherra Belgíu hefir lýst vf-
ir því, að Belgía muni á næstunni
senda opinberan verslunarerind-
reka til Franco-stjórnarinnar í
Burgos. (FÚ)
Heimili brúðhjónanna Jóhönnu
Alexandersdóttur og ísleifs Þor-
kelssonar, sem getið var um í blað-
inu í gær, átti að vera: Skeggja-
götu 19.
Fjármálaráðherrann gerir
tillögu um Ásgeir Ásgeirs-
og Valtý Blönda!
Skipuninni frestað
Klukkan 5 síðdegis í gær var boðaður fundur í
fulltrúaráði Útvegsbanka íslands, og skyldi
verkefni fundarins vera, að skipa tvo banka-
stjóra.
Fyrir fnndinum lá uppástunga frá fjármálaráðherra um, að skip-
aðir yrðu bankastjórar þeir:
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON alþm. og
VALTÝR BLÖNDAL fulltrúi.
Endanleg ákvörðun var ekki tekin á fundinum, en í ráði mun
vera að halda annan fund um miðja þessa viku, og þá mun eiga að
ganga frá þessu.
I fulltrúaráði Útvegsbankans
eiga sæti þeir Stefán Jóhann Stef-
ánsson hrm., Gðmundur Ásbjörns-
son kaupmaður, Lárus Fjeldsted
hrm., Magnús Torfason fyrv. sýslu
maður og Gísli Guðmundsson rit-
stjóri. <
Eins og sjest af þessum nöfnum
hafa stjórnarflokkarnir meirihluta
í fulltrúaráðinu og ráða þar öllu.
Þegar Útvegsbankinn var stofn-
aður 1930 var vali bankastjóranhá
hagað þannig, að sem minstur
pólitískur styr yrði um bankann.
Var því tekinn einn hankastjóri
frá þremur stærstu flokkunum, og
var þetta. hyggilegt eins og á stóð.
Voru svo 3 bankastjórar í Út-
vegsbankanum þar til Jón Ólafs-
son ljest í ágústmánuði 1937. Eftir
það voru bankastjórarnir tveir þar
til í mars þ. á., en þá andaðist
Jón Baldvinsson. Síðan hefir Hélgi
Guðmundsson verið einn hahká-
stjóri.
Nú virðist það hinsvegar ætlan
stjórnai’flokkanna, að hafa aðra
tilhögun á stjórn Útvegsbankans í
framtíðinni. Nú á að útiloka
stærsta stjórnmálaflokkinn í land-
inu — Sjálfstæðisflokkinn — frá
þátttöku í stjórn bankans, og gera
hann um leið að pólitískri stofnun
rauðu flokkanna. Slík ráðsmenska
hlýtur að hafa slæmar afleiðingar
fyrir bankann.
★
Morgunblaðið var búið að segja
það fyrir áður, að stjórnarflokk-
arnir væru farnir að ræða stjórn-
arsamvinnuna fyrir framtíðina.
Blaðið spáði því þá jafnframt, að
fyrstu sýnishornin af þeim við-
ræðum myndu koma fram i út-
hlutun feitra embætta og annara
lífsins gæða til tryggra flokks-
manna. Uppástuuga eða tilnefn-
ing fjármálaráðherra í banka-
stjórastöður Útvegsbankans bendir
til þess, að þessi spá Morgunblaðs-
ins ætli að rætast.
Ekki veit Morgunblaðið hvað
því hefir valdið, að nýju banka-
stjórarnir fæddust ekki í gær, eins
og fjármálaráðherrann og stjórn-
arflokkarnir munu hafa liomið
sjer saman um.
Væfi óskandi að þessi frestur
þýddi það, að stjórnarflokkarnir
fjellu frá þessari fyrirætlan, sem
hlýtur að hafa liinar alvarlegustu
afleiðingar fyrir bankann, ef úr
framkvæmdum verður.
Stúúentamótið
I Helsingfors 1939
Khöfn F.Ú.
umarið 1939 verður haldið
norrænt stúdentamót í
Helsingfors og er skrifað um
það í blöð Norðurlanda sem
nokkurs konar aðalæfingu und-
ir Olympisku leikana, sem
haldnir verða í Finnlandi 1940,
því að um leið og Norðurlanda-
stúdentamótið verður haldið,
fer fram alþjóða íþróttamót
stúdenta.
Boð um þátttöku í norræna
stúdentamótinu verða bráðlega
send til allra háskóla á Norður-
'löndum.
RÁÐHERRA FRÁ SUÐ-
UR-AFRtKU í HEIM-
SÓKN HJÁ FRANCO
London 1 gær F.Ú.
i r o v, landvarnaráðherra
Suður-Afríku ríkjasam-
bandsins er lagður af stað frá
Lissabon til Salamanca og mun
heimsækja vígstöðvar uppreist-
armanna á Spáni. Þaðan fer
hann til London, og síðar ef til
vill á fund Hitlers.
Pirov átti langar viðræður við
portúgölsku ráðherrana. Hefir
för hans til Lissabon vakið
mikla athygli, vegna þess
hversu nýlendukröfur Þjóð-
verja eru nú mikið ræddar í
fyrverandi nýlendum þeirra í
Afríku.
Drætti í happdrætti íþróttafje-
lags kvenna er, samkvæmt leyfi
Stjórnarráðs, frestað til 3. des.
næstkomandi.