Morgunblaðið - 01.11.1938, Side 5
jÞriðjudagur 1. nó\T. 1938.
----------JWorðttuMaSið =
Útget.: H.f. Áryakur, Reykjavlk.
Rltstjörar: J6n KJartansson og Valtyr Stefánsson (ábyrgtSarmaBur).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Ritstjörn, auglýsingar og: afgrreiBsla: Austurstrætl 8. — Slmi 1*00.
Áskriftargjald: kr_ 8,00 á mánuBi.
1 lausasölu: 15 aura eintakiB — 25 aura meB Lesbðk.
ÞETTA ER HÁÐUNG!
Eftir að stj órnarflokkarnir
hafa setið yfir hlut
ananna hjer á landi fullan ára-
tug, í smáu og stóru, leyfa þeir
sjer að ákalla Iýðræðið til rjett-
lætingar því, að þeir fari áfram
með völdin í landinu. Þetta er
háðung. Lýðræðið hjer á landi
hefir aldrei verið eins grátt
leikið og í höndum þessara
manna. Þeir hafa frá því þeir
fyrst tóku höndum saman ró-
■lð að því öllum árum að gera
andstæðinga sína rjettlausa 1
þessu þjóðfjelagi. Það er alveg
sama hvort litið er á sjálfa lög-
gjafarsamkomu þjóðarinnar,
eða út um bygðir landsins. Alls
staðar verður það sama uppi á
teningnum. Stjórnarflokkarnir
spyrja ekki að rjettmæti máls.
'3>eir spyrja hver beri það fram.
Þeir spyrja ekki að hæfileikum
manna, sem til starfs á að velja.
Þeir spyrja að pólitísku heimil-
isfangi hans.
Á Alþingi hafa þeir leikið
þann leik þing eftir þing, að
strádrepa hvert mál, sem Sjálf-
stæðismenn hafa borið fram. Og
það hefir ekki skift neinu máli,
hvort málið hefir verið mikil-
vægt eða ekki. Þumalfingur
flokkseinræðisins hefir altaf
vitað niður, ef sjálfstæðismað-
-ur hefir borið það fram. Sama
"fallexin hefir verið notuð til að
drepa frumvörp um viðreisnar-
mál atvinnuveganna og til þess
að drepa tillögu frá Sjálfstæð-
ismanni um að veita 50 krónur
•á fjárlögum til viðgerðar á
dragferjunni á Dalsá! Smátt
*«ða stórt, kostnaðarsamt eða ó-
•dýrt, rjett eða rangt — skiftir
engu máli! Sje málið borið
fram af dyggum flokksmanni
«r því horgið. Sje það borið
fram af Sjálfstæðismanni er
3>að dauðadæmt.
Þannig hefir afgreiðsla mála
•verið í aðaldráttum á undan-
förnum þingum hjá þeim flokk-
um, sem leyfa sjer að kenna
sig við lýðræði. Þetta gerist á
sama tíma, sem lýðræðisflokk-
ar annara landa, láta sjer ekki
einu sinni nægja lýðræðislegan
Uieirihluta í þingunum, heldur
leita samvinnu til annara
flokka, til þess að lýðræðishug-
sjóninni sjeu gerð sem best skil.
Einræðisstéfnan á Alþingi
hefir ekki verið annað en speg-
ilmynd af stjórnarfarinu eins
Og það er í öðrum efnum. Sjálf-
stæðisflokkurinn er Iang stærsti
flokkurinn í landinu. Engum
dettur í hug að halda því fram
Æð Sjálfstæðismenn standi öðr-
um að baki, hvað mentun snert-
ir, drengskap og atgerfi. Þjóð-
fjelagið á heimtingu á því, að
Þeir menn, sem til starfa veljast
í þjónustu þess, sje valdir eftir
haefileikum en ekki öðru. Á
undanförnum árum hefir verið
skipað í embætti og opinber
störf hundruðum, eða þúsund-
um saman. Það þykir svo mikil
nýlunda, ef Sjálfstæðismaður
verður fyrir valinu, að menn
standa á öndinni, ef slík furðu-
fregn berst. En ef slíkt skeður,
má oftast nær rekja orsökina
til þess, að viðkomandi maður á
einhvern áhrifaríkan vensla-
mann eða frænda innan stjórn-
arflokkanna.
Stjórnarflokkarnir hafa
stefnt og stefna enn að flokks-
Iegu einræði hjer á landi. Hugs-
unarháttur þeirra er með alveg
sama merki brendur og hugs-
unarháttur valdhafanna í ein-
ræðislöndunum: Sá, sem er með
mjer skal upphafinn verða, sá
sem er móti mjer, skai niður-
lægður verða!
Ef þessir menn væri ekki al-
gerlega forhertir og blindir,
mundu þeir varast eins og heit-
an eld að nefna nokkurn tíma
lýðræði á nafn. Og sjerstaklega
ættu þeir að forðast að nefna
lýðræði um þessar mundir, þeg-
ar alþjóð er o.'ðið það alveg
augljóst, !að þejr hafa ekki
framyfir þriðjung landsmanna
með sjer.
Stundum eru þessir menn að
bera fyrir sig „höfðatölureglu".
En það er einkennileg ,,höfða-
töluregla", þegar einn af þrem-
ur á að ráða öllu en hinir tveir
engu. Það má vel vera, að þes«-
ir menn haldi sjálfir, að þeir
sjeu tveggja manna makar að
ráðdeild og fyrirhyggju, sam-
viskusemi og dugnaði. En hvað
sem því líður, er sýnilegt, að
þjóðin heldur alt annað. Því
þótt ríkissjóðnum hafi í flestum
skilningi verið varið til kjós-
endaveiða í fullan áratug, þá
hefir ekki nema 1 af hverjum
3 kjósendum landsins látið á-
netjast.
Það er sýnilegt að Framsókn
og Alþýðuflokkurinn ástunda
það eitt, að fara með völdin í
landinu. Aðstaða þeirra er slík,
að þeim hlýtur sjálfum að vera
Ijóst, að áframhaldandi völd
þeirra eru hrifsuð í fullri óþökk
tveggja manna af hverjum
þremur á íslandi. Þegar menn í
slíkri aðstöðu ákalla lýðræðið
sjer til rjettlætingar er það
ekki einungis fullkomin ósvífni,
heldur líka fullkomin háðung.
Umræðuefnið í dag:
Bankastjóraefnin.
12*4 miljón manns skoðuðu
Glasgowsýninguna.
London í gær. FtJ.
gær var seinasti dagur sýn-
ingarinnar í Glasgow og
var búist við að með þátttök-
unni í gær mundi verða sett
r.ýtt met.
Alls hafa 12y2 miljón gesta
skoðað sýninguna.
MORGUNBLAF-IÐ 'i]
Bóðvar frá Hnífsdal:
Uppeldi vandræða-
barna -
(síðari grein)
HL
r Tdví að engin viðunan-
leg skilyrði eru fyrir
hendi til þess að ráðstafa
vandræðabörnum kaupstað-
anna, verður að skapa þau
skilyrði eða a. m. k. gera til-
raun til þess.
Það er altaf hægara að fyrir-
byggja en lækna meinið, þegar út
í óefni er komið. Þess vegna er
það mjög ánægjulegt að sjá þá
viðleitni, sem sýnir sig í starf-
rækslu vinnuskólans, sem reynir
að skapa atvinnulausum ungling-
um verkefni, því að mjótt er bilið
milli atvinnuleysis unglinganna og
siðferðilegra víxlspora þeirra. En
það vantar alveg- hliðstæða við-
leitni með vandræðabörnin og
einkum er þörfin aðkallandi fyrir
að bjarga þeim, sem ekki eru orðin
gjörspilt, en eru sýnilega á leið til
þess að verða að glæpalýð.
Barnaverndarnefndirnar standa
uppi ráðþrota með þessi börn. Þær
hafa án efa reynt það, sem hægt
er að finna sveitaheimili, sem
vilja taka þau um lengri eða,
skemri tíma, en þau heimili eru
ekki nógu mörg, nje heldur öll
heppileg. Það myndi auðvitað
bæta úr þörfinni að byggja tvö
stór hæli, annað fyrir drengi, en
hitt fyrir stúlkur. Slíkt kostar þó
svo mikið fje, að hætt er við að
nokkur ár liði, áður en þau komi
til notkunar, og á meðan fer f jöldi
barna út á glæpabrautina og verð-
ur varla framar við bjargandi.
Þá er spurningin: Er ekki hægt
á ódýrari og fljótari hátt að gera
einhverja, þó ekki væri nema
bráðabirgðartilraun, til dvalar-
staðar fyrir vandræðabörn, til-
raun, sem svo síðar mætti stvðj-
ast við, ef í stærri framkvæmdir
yrði ráðist? Jeg hygg það vel
mögulegt, og skal nú stuttlega
gera grein fyrir því, hvernig jeg
hugsa mjer framkvæmd slíkrar
tilraunar, — og er þá miðað við
drengi 10—16 eða 18 ára, sem sýnt
er að verði á skömmum tíma að
siðferðilegum úrhrökum, ef ekkert
sje að gert. Fyrst og fremst þarf
að fá jörð einhversstaðar á land-
inu. Hún þarf að vera afskekt,
hún þarf og að liggja að sjó, þar
sem skilyrði eru til veiðiskapar.
Afskekt þar f hún að vera, svo
að ekki sje hægt um vik að
strjúka þaðan, nje heldur umferð
óviðkomandi fólks, sem altaf
myndi til óþæginda við slíka
stofnun. Yið sjóinn þyrfti hún að
vera, vegna þess að þá skapast
margbreytilegri skilyrði til verk-
efna. Þarna yrðu svo drengirnir
aldir upp við aga og reglusemi,
vandir við öll algengustu verk
landbúnaðar og smábátaútvegs.
Hugsum okkur að gerð væri til-
raun með 10 drengi 10—12 ára
gamla, þeir væru sendir á þennan
stað og látnir vera þar stanslaust
í t. d. 4 ár. Þennan tíma umgeng-
ust þeir ekki annað fólk en kenn-
ara sinn og annað fullorðið fólk
á heimilinu, sem væri valið ineð
það fyrir augum, að drengirnir
lærðu af því algeng verk og ynnu
undir umsjón kennarans eða for-
stöðumannsins. Á þessum árum fá
þeir aldrei tækifæri til þeirra ó-
knytta, sem í götulífi bæjanna
myndu eyðileggja þá sem manus-
efni á örskömmum tíma.
Að vetrinum lærðu svo þessir
drengir eitthvað bóklegt, eftir
getu og upplagi, t. d. lestur, skrift,
reikning og teikningu, auk þess
ýmiskonar liandavinnu, mestmegn-
is þá, sem að daglegu gagni kæmi
á skólaheimilinu. Þeir fengjust
við smíðar, aðallega þannig að búa
til eða gera við ýmsa hluti, sem
nota þyrfti, þeir lærðu að binda
bursta o. s. frv. Ef jörðin væri við
sjó og hægt væri að stunda ýms-
an veiðiskap, lærðu þeir að setja
upp línur, hnýta net, e. t, v. að
fara með vjel í bát, ásamt öllum
handtökum viðvíkjandi smáíit-
vegi, m. a. að róa og fara með
segl á smábátum. Þessi marghátt-
uðu verkefni myndu verka á lík-
ama þeirra eins og útilíf og íþrótt-
ir geta best áhrif haft og fá bug-
um þeirra ærið nóg að fást við,
annað en strákapör og óknytti.
Og að þessum árum liðnum ætti
að vera úr því skorið, hvort til-
raunin hefði borið þann árangur,
að halda skyldi áfram á þeirri
braut eða. reyna aðrar leiðir.
IV.
En hvar er nú hægt að fá jörð.
sem fullnægir þeim meginskilyrð-
um, sem áður var lýst? Ja, svari
þeir, sem kunnugt er um slíka
jörð eða jarðir. Þær hljóta að
vera til og það fleiri en ein og
tvær. Maður heyrir og sjer þess
getið í ritum, að fólk vilji ekki eða
geti ekki búið á ýmsum afskekt-
um jörðum, sem þó hafa marg-
breytileg verkefni og hlunnindi
upp á að bjóða, vegna markaðs-
legrar aðstöðu. Og einmitt slíkir
staðir, sem ekki borgar sig að reka
venjulegan þúskap á, væru til-
valdir til þessarar starfsemi. Nú,
og ef ekki borgar sig að búa á
þeim fyrir eigendur, þá hljóta
þær að fást við lágu verði til
kaups eða leigu. Sumar slíkar
jarðir eru án efa íríkiseign eða
þá baggar á opinberum lánsstofn-
unum.
Þess skal getið, að ein jörð hefir
verið nefnd í sambandi við skylda
starfsemi þeirri, sem hjer er gerð
að umtalsefni, það er Reykhólar
vestra. Þar er jarðhiti nægur,
landrými og margbreytt verkefna-
skilyrði, þó ekki fiskveiðar, en
þar er að sögn ekkert hús not-
hæft, jörðin í eiknaeign og háu
verði. Reykhólar virðast því of
stórir og dýrir til slíkrar tilrauna-
starfsemi í smáum stíl, sem hjer
er talað úm, með tilliti til þess,
að alt þyrfti að byggja upp af
grunni. Að öðru leyti er staður-
inn ágætur, væri vel fallinn til
stórbúskapar á garðræktarsviði, j
að öðru leyti en því, að markaðs-
aðstaða er óhæg. Þar væri og val-
inn stáður fyrir stórt og fullkom-
ið barnahæli, þegar reist verður.
En sú hugmynd, sem hjer um ræð-
ir, byggist á því, að alt sje sem
ódýrast, svo að ekki sje „hundrað
í hættunni“, þótt tilraunin mis-
takist. Þessvegna væri heppilegast,
ef hægt væri að fá jörð, þar sem
hýsing væri það góð, að bjarg-
ast mætti við það, a. m. k. fyrsta
árið.
Má og vel vera, að Nýbýlasjóð-
ur eða aðrar styrktarstofnanir
landbúnaðarins sæju sjer fært að
leggja eitthvað af mörkum til
bygginga og ræktunar á slíku búi
sem þessu. Margt mætti þar gera
með tíð og tíma, og jarðeignin
myndi hækka í verði við unnin
verk. ,
Nú virðast þrjár leiðir liggja
beint við um það, hvernig þessu
skólaheimili yrði komið á lagg-
irnar:
1. Það bæjarfjelag, sem mesta
þörf finnur á slíkum framkvæmd-
um, kaupi eða leigi slíka jörð og
reki þar búskap í þessu tilrauna-
skyni, ráði þangað starfsfólk og
sendi þangað einn af kennurum
sínum til forstöðu.
2. Ríkið ræki þessa starfsemi
að öllu Ieyti og ráði alt starfs-
fólk, en taki svo gjald af hlut-
aðeigandi aðila fyrir dvöl drengj-
anna.
3. Að einhver kennari, sem á-
huga hefði fyrir þessari starfsemi,
kæmi sjer upp slíku búi með styrk
hins opinbera, ræki það svo sem
einkastarfsemi, en undir yfirstjórn
og umsjón fræðslumálastjórnar.
V.
Um stofnkostnað þessa skóla-
heimilis er ekki hægt að áætla
neitt að órannsökuðu máli, hann
veltur mjög á því, með hvaða kjör-
um staðurinn fengist. Það má þó
fyllilega gera ráð fyrir, að stofn-
kostnaður þess, ef um kaup væri
að ræða, yrði minni en orðið hef-
ir við þau barnaskólahús með
heimavistum, sem reist hafa ver-
ið til sveita undanfarin ár. Rekst-
ur þess ætti heldur ekki að verða
dýrari en annara skóla, síður en
svo. Þegar slíkt skólaheimili væri
að fullu komið í þann farveg, sem
stefnt væri að, myndi t. d. fæðis-
kostnaður nemendanna lækka.
Það yrði að -ganga út frá því,
að ef drengirnir með vinnu sinni
framleiddu matvæli, t. d. fisk,
garðmeti o. fl., þá gengi það, að
frádregnum framleiðslukostnaði
til þess að lækka fæðiskostnað
þeirra. Ef til vill mætti líka koma
því svo fyrir, að þeir eignuðust
t. d. eina kind hver og ull hennar
færi í sokka og vetlinga á eig-
andann. Margt þessu líkt gæti
WRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.