Morgunblaðið - 01.11.1938, Side 6

Morgunblaðið - 01.11.1938, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Uppeldi vandræða- barna ------ Gjaldþrot „Kolbeins unga“ Hæstirjettur kvað í gær upp dóm í máli rjettvísinn- ar gegn Carl FriSrik Jensen, forstjóra frá VopnafirSi. Málavextir eru: Carl Friðrik Jensen veitti forstöðu útgerðarsamvinnufje- laginu „Kolbeinn ungi“ á Vopnafirði, sem hóf göngu sína haustið 1934. Fjelagið rak vjelbátaútgerð á árunum 1935 og 1936, en í ársbyrjun 1937 stöðvaðist útgerðin vegna fjárhagsörðugleika, og var fje- lagið tekið til gjaldþrotameð- ferðar í ágúst sama ár. Við rjettarhöldin sem fram fóru í sambandi við gjaldþrotið komu í Ijós ýmsar misfellur ,sem á- samt kærum leiddu til máls- höfðunar gegn Carl Friðrik Jensen, og var hann kærður fyrir brot gegn 26. kap. hegnl. (svik), gj aldþrotaskif talögun- um og samvinnúfjelagalögun- um. Dómur var upp kveðinn í aukarjettii Norður-Múlasýslu 10. jan. 1937, og var Carl Fr. Jensen dæmdur í 4x5 daga fangelsi við vatn og brauð. Svo var hann og sviftur rjetti til að reka eða stjóma verslun eða atvinnufyrirtæki í 5 ár. Þessum dómi áfrýjaði Carl Fr. Jensen til Hæstarjettar. Hæstirjettur taldi að óreiða hafi verið á bókhaldi hjá „Kol- beini unga“, og sakfeldi fyrir það. Þá var Carl Fr Jensen á- kærður fyrir að hafa gefið út ávísanir á S.Í.F. og útibú Út- vegsbankans á Seyðisfirði, án þess að innistæða væri fyrir hendi til greiðslu þeirra. ,,Af prófum málsins verður ekki sjeð, að ákærði hafi með af- hendingu ávísana þessara aflað sjer eða öðrum fjárverðmæta, heldur virðast þær afhentar til greiðslu eldri skulda“, segir í forsendum dóms Hæstarjettar, og heimfærði rjetturinn brotið undir 259. gr. hegnl. Carl Fr. Jensen var einnig sakaður um óheimila ráðstöfun á andvirði fisks, sem veðsett- ur hafi verið útibúi Útvegs- bankans á Seyðisfirði. Hæsti- rjettur gat ekki fallist á rjett- mæti þessa liðs ákærunnar og sýknaði Carl Fr. Jensen af hon- um. Hæstirjettur leit einnig svo á, að ekki væri hægt að sakfella ákærða fyrir að hafa ekki framselt fjelagið „Kolbein unga“ til gjaldþrotaskifta áður en hann Ijet af stjórn þess, nje heldur fyrir stjóm hans á Fisk- sölusamlagi Vopnfirðinga, og vísaði rjetturinn þar um til á- stæðna undirrjettardómarans. Niðurstaða Hæstarjettar varð sú, að Carl Friðrik Jensen var dæmdur í 2 mánaða fangelsi, en skilorðsbundið. Hann var og sviftur rjetti til að reka eða stjóraa verslun eða atvinnu- fyrirtæki í 5 ár. Sækjandi máls þessa var Sveinbj. Jónsson hrm. og verj- andi Pjetur Magnússon hrm. FE.AMH. AF FIMTU SlÐU. komið til greina, ef tilraunin tæk- ist vel, en auðvitað gæti þetta ekki orðið á 1. eða 2. ári starf- seminnar. Fyrsta árið mætti gera ráð fyr- ir að dvalarkostnaður þeirra yrði um 60 kr. á mánuði, 45 kr. í fæði, 15 kr. í þjónustu, hita, Ijós o. þ. u. I. Jeg hefi ekki tölur um það, hversu mikið einn svona drengur kostar bæjarfjelag það, sem hann á heima í um árið, en grunur minn er sá, að sumir þeirra muni kosta meira í beinum útlátum. Það ræður og að líkum, að bæj- arfjelag, sem sendi dreng á þetta skólaheimili, yrði að senda hann vel fataðan og að öllu leyti vel útbúinn til langrar dvalar, og út- vega honum alt, sem hann þyrfti í framtíðinni af slíku, eftir nán- ari fyrirmælum reglugerðar, er samþykt væri af yfirstjóm fræðslumálanna. Að þessu sinni er ekki ástæða til að fara nánar út í tillögur um fyrirmæli slíkrar reglugerðar, en í aðalatriðum skyldi þess gætt, að ekkert skorti af því, sem nauðsynlegt væri, og engar kröfur væru umfram það. Við útbúnað sem annað á þessu skólaheimili yrði að taka tillit til þess, að kostað væri kapps um að sjá athafnamiklum drengjum fyr- ir nægum verkefnum. Af athöfn- unum skulu þeir læra og gleðjast. Það er að vísu ekki hægt að á- kveða, hvernig deginum skyldi haga, því að mjög breytist það eftir árstíðum og mismunandi verkefnum, sem skapast smátt og smátt. Bn samt sem áður er nauð- synlegt að skipuleggja tilhögun dagsins, semja starfsskrá, sem hafa mætti til hliðsjónar, þegar önnur verkefni gripu ekki inn í, t. d. að vetrarlagi. Mætti hugsa sjer starfsskrána eitthvað á þessa leið: Kl. 8. Fótaferð, gengið frá svefn- stað o. s. frv. Kl. 8Morgunverður. KI. 9. Ræstun utanhúss. Kl. 10. Bóklegr, nám. Kl. 12. Miðdegisverður. Kl. 1. Handavinna. KI. 3. Nóndrykkur. Kl. 4. Leikfimi eða leikir. Kl. 6. Bóklegt nám. KJ. 7. Kvöldverður. Kl. 8. Kvöldvaka, bókleg eða verkleg viðfangsefni. KI. 10. Háttatími. VT. Hjer hefir nú verið leitast við að benda á aðkallandi þörf fyrir dvalarstað vandræðabarna. TJm þörfina hygg jeg flesta á einu máli. En um það, hvernig skuli bæta úr henni, eru auðvitað skift- ar skoðanir. Jeg hefi nú lýst minni skoðun á því, hvernig með kleyf- um kostnaði væri hægt að gera tilraun til umbóta. Nú geta aðr- ir komið fram með sínar skoðan- ir. Má þá vera, að sitt komi nýtt hjá hverjum og geri þannig skömm til máltækinu, sem segir, að því ver gefist sumra manna ráð. er fleiri komi til. En eitt Aærða menn að gera sjer Ijóst í þessu máli og það er, að hversu Jítil tilraun sem vera skal, ef til framkvæmda kemur, er miklu meira virði en heil tylft af ræðum og ritum um málið, jafnvel þótt mælt sje af snild og með ágætum ritað. Að sönnu verður engin til- raun gerð, án þess að hún kosti mikla fyrirhöfn og nokkuð fje. En þá kemur mjer í hug það, sem merkur sjómaður ljet einu sinni um mælt, er tveir menn fórust, vegna þess að viti var þá eigi enn kominn á hættulegan stað á strandlengjunni. Um nauðsyn vit- ans hafði margt verið rætt og ritað, en málið drógst, því að fje þurfti fram að leggja. Hinn merki sjómaður ljet svo ummælt, að sjer virtist líf hinna ungu efnismanna mun meira virði en sú fjárupp- hæð, sem hefði þurft til að byggja vitann. Hjer er um hið sama að ræða, nema hvað vitinn hefði aukið lík- ur þess, að mennirnir slyppu við bráðan bana, en hver tilraun, sem gerð væri fyrir vandræðabörnin, ætti fyrst og fremst að auka lík- ur þess, að þau slyppu við að lifa heila mannsæfi sem siðferðilegir aumingjar og mannleysur, sem allir líta á með fyrirlitningu. Að bjarga mönnum frá bana er mikils virði, en > að bjarga mannsefnum frá slíku lífi, sem vandræðabarnanna bíður, er þó enn meira virði. Böðvar frá Hnífsdal. NÝIR MENN í RÁÐU- NEYTI DALADIERS FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Daladier hafi í hyggju að gera breytingar á stjóm sinni og muni meðal annars skipa einn af kunnustu fjármálamönnum Frakklands Baudoin í nýtt em- bætti, svokallað fjárlagaráð- herraembætti, og á hann að vera fjármálaráðherranum til aðstoðar um alt er lýtur að samningu og framkvæmd fjár- laga. Þá gengur einnig orðróm- ur um það, að aðal-skrifstofu- stjóri hermálaráðunejd;isins Jacomet, muni verða gerður að vígbúnaðarmálaráðherra til 'að- stoðar hermálaráðherranum. Frakkneska stjómín kemur saman á fund síðdegis 1 dag til þess að ræða tilskipanir og lög til eflingar fjárhags- og atvinnu lífi þjóðarinnar. Lítið er kunn- ugt um efni þessara tilskipana, en blöðin búast við því, að mikl- ar byrðar verði lagðar á þjóð- ina. Að líkindum mun stjórnin ennfremur ræða stjórnmála- horfur i'álfunni. I Marseille er haldið áfram að leita í brunarústunum að líkum fólks, sem fórst í brun- anum mikla. Tuttugu og sjö lík hafa fundist, en 68 manns er enn saknað. Við afhjúpun minnisvarðans yfir Friðrik áttunda og Louise drottningu hans, flutti Sveinn Björnsson sendiherra kveðju ís- lensku þjóðarinnar. Margt manna var viðstatt. (FÚ). Minningarorð um Þorgeir Jörgensson stýrimann Idag er til grafar borinn Þor- geir Jörgensson stýrinia'ður, er ljest þ. 17. október, tæpra 73 ára gamall. Hann var fæddur og uppalinn hjer í bænum og ól hjer allan aldur sinn. Um hann má með sanni segja, að hann átti að baki sjer langt og vel unnið starf í þágu þessa bæj - arfjelags og þjóðarinnar, fremur mörgum öðrum, sem meira ber á eða meira láta yfir sjer. Barn- ungur byrjaði hann sjómensku á þilskipum Geirs Zoega, bæði við hákarla- og þorskveiðar, og reynd- ist brátt afburða duglegur og ó- sjerhlífinn, áhugasamur og ábyggi legur, ennfremuv ágætur fiski- maður og ávalt með þeim hæstu í drætti; var það mikið verðmæti, sem sá maður dró ur skauti hafs- ins, að öllu samanlögðu. Það var því að vonum, að honum yrði veitt eftirtekt og sóst eftir honum, enda sýndi það sig, þegar hinn þekti skipstjóri og aflamaður Finnur Finnsson tók hann fyrir stýrimann, þó ólærður væri, enda var það áður en lög voru sett um að stýrimenn skyldu hafa stýri- mannapróf. Var hann svo stýri- maður með honum vim 20 ára skeið, lengst af á kútter ,,Mar- grjeti“, þar til Finnur hætti sjó- ferðum, og mun honiim aldrei hafa dottið í hug að skifta um stýrimann, enda vandfundinn hans líki í dugnaði og skyldurækni. Eftir það var Þorgeir stýrimaður hjá öðrum miklum aflamanni, Birni Jónssvni_ frá Ánanaustum, á kútter Sigríði, þar til hún leið undir lok. Ekki hætti Þorgeir sjóferðum, þó kiltterarnir væru úr sögunni, því helst vildi hann altaf á sjón- um vera, var hann svo úr því há- seti á togurum á hverri vertíð til hins síðasta, en stundaði grjót- vinnu hinn tíma ársins með sama kappinu og það rniklu lengur en líkindi Voru til, síðustu mánPðina sárþjáður af banvænum sjúkdómi. Þorgeiri sál. var svo varið að hann vann ávalt af hinum mesta kappi að hverju sem hann gekk, enda þoldi hann illa að sjá aðra vinnu með hangaadi hendi og gat þá orðið snefsinn, því hann var að upplagi skapmaður og afar harðgjör, en dagfarsgóður og hreinlyndur, var því öllum vel við hann sem kyntust honum best. Aldrei hefði Þorgeir sál. til- einkað sjer þann hugsunarhátt að reyna að vinna sem minst fyrir sem mesta borgun, þvert á móti hugsaði hann eigi síður um hag vinnuveitandans, hver sem hann var (eiginleihi sem rni virðist vera orðinn of fágætur). Kvæntur var Þorgeir sál. Lov- ísu Símonardóttur, er lifir mann sinn ásamt 8 uppkomnum, mann- vænlegum börnum. E. K. Schram. Dráttarvextir falla á tekju- og eignaskattsgjöld, sem fjellu í gjald daga 31. ágúst s.L, ef þau hafa ekki verið greidd fyrir 9. nóvem- ber. Þriðjudaffur 1. nóv. 1938- BRESKUR TOGARI STRANDAR. FRALIH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. dráttartaugarnar. Talsverður sjór var kominn í skipið bæðí í lestarnar og vjelarúmið. Þó mun vera hægt að þjetta skip- ið svo að hægt verði að draga það hingað ef það næst á flot. Lincolnshire er aðeins tveggja ára gamalt skip. Bygður í Southbank on Tyne 1936. Eig- endur skipsins er Lincolnshira Fishing Co. Ltd Grimsby. ★ Eins og flestum mun 1 fersk« minni strandaði hjer við Skerja'( fjörð enskur togari með sania. nafni — Lincolnshire — vetur- inn 1935 og náði Ægir honuff út eftir margra vikna starf, en síðan sökk hann á Viðeyjar- sundi er Ægir ætlaðí að reyrj að koma skipinu inn á Réykj". víkurhöfn. ..7». ■ ■■■n .1 ... Nýtt ii Tryppakjöt fæst í dag Skjaldborg Sími 1500. Ennþá seljum við Matardiska dj. og gr. Bollapör (ekki japönsk) Desertdiska margar teg. Sykursett 2 teg. Ávaxtaskálar litlar Ávaxtasett 6 manna Vínsett 6 manna Mjólkursett 6 manna Ölsett 6 m. hálfkristall Vatnsglös þykk Matskeiðar og gaffla Teskeiðar Tveggja turaa silfurplett úrvali. O.öO1 0.6ö oP 1.60 0.36 4.50 6.50 8.60' 12.50' 0.45' 0.35 0.1& í mikltf K. Einarsson k Björnsson Bankastræti 11. Hinir margeftirspurðu leslampaB komnir aftur. Skermabúðin, Laugaveg 1 & Fjölbreytt úrval af allskonM §kermuni. Sanmnm eftir pöntunum. Skermabúðin, Laugavegf *■ EGGERT CLAESSBj fcæ«tarjettarmálaflutnmgsxn«^ Skrifstofa: OddfeOo'whúffl*. Vonarstræti 10- (Inngsngttr um anstnrdyr)-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.