Morgunblaðið - 01.11.1938, Page 8
r
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 1. nóv. 1938L
Nýlega koœ bíll að bensín-
stöð í srriábæ hjá landa-
mærum Hollands og Belgíu. Bíl-
stjórinn bað stöðvarstjórann að
hjálpa sjer um 50 lítra af vatni
á bensíngeymir bílsins. Stöðvar-
stjórannm fanst þetta einkenni-
legt, en gerði þó eins og liann
hafði verið beðinn um. Aður en
bílstjórinn fór upp í bílinn tók
hann upp litla öskju, sem í voru
nokkrar hvítar pillur. Setti hann
eina pillu í vatnið í bensíngeym-
inum. Bensínst-öðvarstjórinn varð
nú fyrst alvarlega forviða og
spurði bílstjórann, hvernig það
mætti vera, að hann gæti látið bíl-
inn ganga fyrir vatni og til hvers
hann væri að setja þessa pillu í
vatnið.
Bílstjórinn sagði hanum, að það
▼æri eiginlega leyndarmál, en það
gerði þó ekkert til, þó hann segði
honum frá, hvernig á þessu stæði.
— Jeg hefi fundið upp efnasam-
setningu, sagði bílstjórinn, sem
er í þessum pillum. Þegar þær
eru leystar upp í vatni, verður
vatnið að bensíni. Auðugt bensín-
firma hefir keypt af mjer þessa
uppfinningu fyrir offjár og þess
vegna er hún ekki komin á mark-
aðinn.
Bensínstöðvarstjórinn bað nú
bílstjórann að selja sjer nokkrar
pillur. Hann var fyrst í stað treg-
ur, en að lokum ljet hann þó til-
leiðast og seldi honum 20 pillur
fyrir upphæð, sem svarar til 60
krónum í íslenskri mynt. Síðan
ók bílstjórinn burt.
Stöðvarstjórinn fór nú að reyna
þessi merkilegu uppfinningu og
dældi bensíninu af bíl sínum og
setti vatn í staðinn. En er hann
ætlaði að setja vjelina í gang, gat
hann það ekki með nokkru móti.
Nú fyrst sá hann, "að bílstjórinn
hafði leikið á hann og kærði svik-
in til lögreglunnar.
Lögreglan náði í bílstjórann.
Kom þá í ljós, að hann hafði tvö-
faldan bensíngeymir í bíl sínum
og hafði hann haft mikið fje út
I úr auðtrúa mönnum, sem trúðu
' sögu hans um bensínpillurnar.
★
Fyrsta armbandsúrið, sem sögur
fara af, var smíðað árið 1572 og
gefið Elísabetu Englandsdrotn-
i ingu. Sagan segir, að drotningin
íhafi látið setja úrsmiðinn í fang-
jelsi til þess að hann smíðaði ekki
j fleiri slíka kostagripi.
★
I Ameríku eru 16 bæir og borg-
ir, sem heita París.
★
Ritari einn á hinni opinberu
hjónaskilnaðarskrifstofu í London
hjelt nýlega 25 ára starfsafmæli
sitt. í þessi 25 ár hefir hann haft
afskifti af 85 000 hjónaskilnuðum
— sjálfur hefir hann verið giftur
sömu konunni í «11 þessi ár.
★
Norðmenn eru að láta byggja
stórt ferðamannaskip í Ítalíu, sem
á að vera í förum milli Ameríku
og Evrópu. Skipíð á að greiðast
með saltfiski.
★
MÁLSHÁTTUR:
Lát ekki hjarta þitt í Ijós fyrir
hverjum manni.
000<«>00<>0<>0<>00<>000
Jiaups&apuv
Saltfiskur 25 aura */£ kg.,
Hvítkál, Gulrætur og valdar
Kartöflur og Gulrófur. Brekka
Ásvallagötu 1, sími 1678 —
Bergstaðastræti 33, sími 2148
og Njálsgötu 40.
Munið ódýra en góða Bónið
í lausri vigt. Versl. Brekka,
Sími 1678 og 2148.____________
Skíðahúfur og einnig viðgerð-
ir á höttum. Kristín Brynjólfs-
dóttir, Austurstræti 17.
Fermingar undirföt 8,90 sett-
ið, náttkjólar 11,25, Kvennær-
föt (silki) 5,55, Silkibuxur 2,95,
Uhdirkjólar 5,00, Kvenblúsur
8,75, Silkisokkar 2,95, Háleist-
ar 1,75, Georgette-slæður 4,50,
Kjólabelti 1,50, Kjólkragar
1,95, Snyrtivörur allskonar, Ilm-*
vötn o. fl. — Glasgowbúðin
/j
iFreyjugötu, sími 1698.
Barnasokkar 1,75, Barnabux-
ur 1,25, Barnaundirföt 4,95
settið, Barnasvuntur og Barna-
kjólar ódýrir, Barnaleikföng og
af Manchetskyrtum, leð-
urvörum og snyrtivör-
um, sem selst með inn-
kaupsverði.
ífleira. Glasgowbúðin, Freyju-
götu. Sími 1698.
íslensk frímerki kaupir hæsta
verði Gísli Sigurbjörnsson Aust-
urstræti 12 (áður afgr. Vísir),
opið 1—4.
Ódýrir frakkar fyrirliggj-
andi. Guðmundur Guðmundsson
dömuklæðskeri, Kirkjuhvoll.
Kaupum flöskur, stórar og
‘ smáar, whiskypela, glös og bón-
dósir. Flöskubúðin, Bergstaða-
stræti 10. Sími 5395. Sækjum
heim. Opið 1—6.
Kaupum flöskur, flestar teg-
undir, soyuglös, dropaglös með
skrúfuðu loki, whiskypela og
bóndósir. Sækjum heim. Versl.
Hafnarstræti 23 (áður B. S. I.)
Sími 5333.
Kaupum flöskur, flestar teg.
Soyuglös, whiskypela, meðala-
glös, dropaglös og bóndósir. —
jVersl. Grettisgötu 45 (Grettir).
Sækjum heim. Sími 3562.
Munið eftir að líta inn í Sápu-
búðina, þar fáið þjer íslenskar,
danskar, enskar og þýskar úr-
j vals handsápur. Einnig hina
viðurkendu grænsápu og kryst-
alsápu, og alt annað sem þjer
þurfið til hreingerninga og
þvotta. Alt sent heim. Sápubúð-
in, Laugaveg 36. Sími 3131.
Fermingarstúlkna undirföt Og
slæður til fermingargjafa, er
best að kaupa í Sápubúðinni,
Laugaveg 36. Sími 3131.
ódýr og vandaður silkinær-
fatnaður. Húlsaumast. og nær-
fatagerð, Austurstræti 12 (inn-
gangur Vallarstræti). Sími 5166
Ingibjörg Guðjóns.
Dömuhattar, nýjasta tíska.
Einnig hattabreytingar og við-
gerðir. Hattastofa Svönu og
Lárettu Hagan, Austurstræti 3.
Sími 3890.
_
Unglingsstúlka Óskast. Uppl.
í dag í síma 4096.
Notið Venus húsgagnagljáa,
afbragðs góður. Aðeins kr. 1.50
glasið.
Afmælissamkoma í Zion,
Bergstaðastræti 12 B, kl. 8 1
kvöld. Fjölbreytt efnisskrá. All-
ir velkomnir.
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
L O. G. T.
| St. Verðandi nr. 9. Fundur t
4cvöld kl. 8V2. Skírsla. Inn-
taka. Skýrslur embættismanna.
^Nefndaskýrslur. Innsetning em-
bættismanna. Sveinn Jónsson:
Erindi. Guðm. Einarsson:
Draugasaga.
j
JCcrrs£cí-
Kenni og les með börnum
Og unglingum. Vanur kenslu.
Sími 5 3 9 5 kl. 1—5.
Vjelprjón. — Tek allskonar
prjón. — Kristín Þórðardóttir,
Eskihlíð A.
Saumum, sníðum og mátum
allskonar kven- og barnafatnað.
Hanska- og kjólasaumastofan,
Laugaveg 12.
oooooooooooooooooo
Prjón, hekl og alskonar
handavinna tekin í umboðssölu.
Versl. og saumastofan „Eygló",
Laugaveg 58.
Munið Húlsaumastofuna, —
Grettisgötu 42 B. Einnig saum-
aður rúmfatnaður. Vönduð
vinna. Fljót afgreiðsla. Guðrún
Pálsdóttir.
Otto B. Amar, löggiltur út-
varpsviki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
Fóta-aðgerðir. Geng í hús og
veiti alskonar fóta-aðgerðir. —
Unnur óladóttir. Sími 4528.
E>
E. PHILLIPS OPPENHEIM:
MIUÓNAMÆRINGUR I ATVINNULEIT.
„Hrædd?“, endurtók hann hikandi.
Hún kinkaði kolli.
„Já, jeg sagði, að jeg væri hrædd um það. Mr.
Masters er alt of hjartagóður. Þess vegna tók jeg það
fram í auglýsingunni, að umsóknirnar ættu að vera
skriflegar. Þjer eruð eini umsækjandinn, sem hafið ekki
tekið tillit til þess“.
„En hveisvegna er yður það á móti skapi, að jeg
fái starfið ? .Teg hugsa, að jeg sje jafn fær um að
selja eldavjelar og hver annar“.
Hún horfði á hann gagnrýnandi augnaráði, sem fór
í taugarnar á honum. Síðan leit hún á stafinn hans.
„Ætlið þjer að taka þenna með yðurf', spurði hún.
Hann roðnaði.
„Nei, vissulega ekki“, svaraði hann. „Ef satt skal
segja, þá var jeg á leiðinni til veðlánarans með hann.
En þegar jeg var kominn af stað hing^ð, gaf jeg mjer
ekki tíma til þess“.
Hún sneri sjer aftur að ritvjelinni.
„Jæja, ekki kemur mjer þetta við“, andvarpaði hún.
„En mjer liggur við að óska, að svo væri. Mr. Masters
er duglegur uppfinningamaður, en hann hefir ekkert
vit á að græða peninga. Ef hann hefði verið svo hepp-
inn að finna verulega duglegan sölumann, sem hefði
áhuga fyrir því að koma vjelinni á markaðinn, hefði
okkur ef til vill verið forðað frá gjaldþroti“.
Bliss stóð hægt á fætur. Hann fann alt í einu til
sárra vonbrigða. Og endurminningin um síðasta hálfa
roánuðinn og árangurslausa atvinnuleit., ásótti hann
eins og illur draumur.
„Jæja“, sagði hann styggur í bragði. ,,Jeg skal fara“.
Hann gekk út að hurðinni en hún stöðvaði hann.
„Farið ekki“, sagði hún í skipunarróm. „Það er fal-
legt af yður að vilja það. En það er um seinan. Mr.
Masters er allra manna þrályndastur. Þessvegna hefi
jeg þagað. Nú hefir hann ákveðið að þjer fáið stöðuna
og þá fáið þjer hana“.
„Jeg skal samt fara, ef þjer viljið“, hjelt hann áfram.
„Þýðir ekki! Hann myndi ekki vera í rónni fyr en
hann væri búinn að finna yður“.
„En þjer verðið þá að óska mjer góðs gengis“, sagði
hann í bænarróm.
Bros færðist um varir hennar.
„Jeg óska yður góðs gengis“, sagði hún. „Yið þurf-
um mjög á góðri sölu og mörgum pöntunum að halda“.
„Það skuluð þið líka fá“, lofaði hann.
„Nei, hvað sje jegf', sagði Mr. Masters, er hann
kominn aftur.
„Jeg var að fullvissa ungfrúna um, að jeg myndi
útvega yður margar pantanir, ef jeg fengi stöðuna“,
svaraði Bliss.
Mr. Masters klappaði honum á öxlina.
„Jæja, byrjið þá að starfa, ungi maður. Staðan er
yðar!‘ *
IV.
Fyrstu þrjár vikurnar reyndi Bliss árangurslaust
að selja Alpa-eldavjelina. Hann gekk niður úr heilum
skóm og lifði þá ömurlegustu daga, sem hann hafði
átt um æfina. ILann, sem verið hafði eftirlætisgoð
leikhús-dyravarða, vikadrengja og auðmjúkra veit-
ingakvenna, varð nú að hlusta á það, þegar hann á
annað borð fjekk áheyrn, að eldavjeliu hans væri bæði
ónýt, rándýr og gamaldags. Hann varð hörkulegri
á svip með hverjum deginum sem leið, og hann fjekk
því meiri óbeit á starfanum, sem hann skrumaði meira
af vörunni og var áfjáðari í að koma henni út. Hann
var farinn að kigna í hnjáliðunum, ekki af tauga-
óstyrk, heldur líkamlegri þreytu. Náttstaður hans var
lítil kompa undir súð og hann nærðist á ódýrri fæðu.
Vikulega fjekk hann sín tvö pund í laun, en hann
tók nærri sjer að taka við þeim, þar sem liann kom
altaf tómhentur að dagsverki loknu. Honum fanst-
hann ganga í gegnum hreinsunareld á hverju kvöldi.
Það byrjaði um leið og hann steig fæti sínum á þrep-
skjöldinn: Pakkhúsmaðurinn leit upp frá vinnu sinni
og liorfði á hann eftirvæntingaraugum. Mr. Masters.
kom jafnan til móts við hann út í dyragættina og
spurði með ákefð, sem fór vaxandi með hverjum deg-
inum sem leið:
„Höfðuð þjer hepnina með yður í dag, Bliss?“
Og skrifstofustúlkan hætti líka vinnu sinni og
horfði á hann. En hann varð stöðugt að svara neit-
andi. Það var að verða óbærilegt.
Tuttugasta og sjötta daginn haltraði hann dapur í
hragði inn til yfirboðara síns. Hann hafði gengið alla
leið frá Islington og var aðframkominn af þreytu og
vonbrigðum. Hann svaraði hinni venjulegu spurn-