Morgunblaðið - 02.11.1938, Blaðsíða 7
JMiðvikudagur 2. nóv. 1938.
að miðast við það, að hún eigi þav
að ala aldur sinn, og skapa sjer þar
lífvamleg kjör. Og skólamir eiga að
taka upp það starf, að kenna hinni
uppvaxandi kynslóð, jafnt konum
sem körlum, hvernig íslenskum
bændum getur best farnast, bæði í
verklegum framkvæmdum og efna-
hagsstarfsemi, og hvernig í sveitun-
um getur í framtíðinni þróast það
andlega líf, sem á undanförnum öld-
um var kjarni íslenskrar menning-
ar.
★
IÐNAÐUR OG VÍSINDI.
P>áðir aðal-atvinnuvegir þjóðar-
innar, sjávarútvegur og land-
búnaður, þurfa mjög að halda á vís-
indalegum rannsóknum. Verður það
eitt höfuð hlutverk núlifandi kyn-
slóðar, að sjá um, að sjálfstæðar
vísindaiðkanir fái að þróast hjer á
landi, háskóli vor og stofnanir, sem
starfræktar eru undir handarjaðri
hans, fái sem best vinnuskilyrði.
Vísindalegar rannsóknir verða og
að vera máttarstoð þeirra fram-
kvæmda, sem að kalla má eru næsta
málið á dagskrá þjóðarinnar. En það
er að nota ódýra raforku í landinu,
til þess að vinna betur en gert er úr
þeim innlendu efnivörum, sem nú
eru fluttar lítt unnar úr landi, og
gera gagngerða gangskör að því, að
leita uppi þau efni, sem hjer kunna
að vera fólgin í jörðu, og mögu-
leikar eru á að nota, til atvinnu og
iðnaðar.
Að sjálfsögðu verður þjóðin og að
taka, svo sem verða má, þann iðn-
að í sínar hendur, sem dregur úr
erlendri gjaldeyrisþörf, þar sem slík
ur iðnaður íþyngir ekki almenningi
til muna, eða framleiðslu landsmanna
sjerstaklega, með hækkuðu verðlagi
á nauðsynlegum vörum.
★
VERSLUNARMÁLIN.
\T erslunarmál Islendinga hafa
™ löngum verið mikið þrætuepli.
Hefir einangrun þjóðarinnar gert
verslunina að meiru hitamáli en holt
.er og þörf er á. Er einkennilegt,
hve „söguþjóðin“, eða margir með-
al hennar, eiga enn í dag erfitt með
að glöggva sig á þeim lærdómi, sem
sagan þó vissulega geymir og ætti
að vera fullkomlega eftirminnilegur,
um bölvun einokunar og verslunar-
hafta. En slíkur skortur á viðurkenn
ing sögulegra staðreynda, verður að
skoðast sem stundarfyrirbrigði, er
stafar af því, að þjóðin hefir nú um
skeið, vanmetið reynslu fortíðar
sinnar.
Deila sú, sem hefir staðið yfir um
hríð, um það, hvort verslun lands-
manna ætti að vera kaupmanna, eða
kaupfjelagsverslun, væri undir óvil-
hallri, rjettlátri ríkisstjórn, deila um
keisarans skegg, sem óþörf væri með
öllu, því reynslan ein ætti að fá að
skera þar úr, sem hinn rjettlátasti
dómari.
Hver sá maður, sem af einlægni
vill að því stuðla, að þjóðin fái sem
best kjör, í innflutningsverslun, og
sem best verð fyrir afurðir sínar,
hann mun með glöðu geði gefa þess-
um tveim verslunarháttum fullkom-
ið jafnrjetti í landinu, svo reynslan
fái sýnt í frjálsri samkepni milli
þessara aðila, hver innir sitt starf
betur af hendi. Því sá, sem best
býður viðskiftin og haganlegust fyr
MORGUNBLAÐIÐ
ir þjóðarheild og einstaklinga, hann
fær þau mest.
Hver sá maður, sem vill ívilna
öðrum aðilanum á kostnað hins, hann
sýnir með því, að hann ber ekki
traust til þess, að sá, sem ívilnun-
ina fær, geti staðist hina frjálsu sam
kepni, sje með öðrum orðum, þegar
litið er á almenningshag, fær-
astur um að fara með viðskifti lands
manna.
Það er rjettur þjóðarinnar, að fá
að skifta við þann aðila, sem í
frjálsri samkepni á grundvelli jafn-
rjettis getur að öllu leyti boðið best
kjör og rekið verslunaratvinnu sína
til mestra þjóðheilla.
ATVINNA OG KAUP.
[ atvinnuvegum þj()ðarinnar og
-*■ framleiðslu, hefir hin síðari ár
mjög gætt áhrifa frá samtökum Al-
þýðuflokksins, þeim sem hann hefir
gert í nafni verkafólks i landinu, og
haldið innan sinna vjebanda.
Samtök þessi gerðu í fyrstu gagn,
þegár þau urðu til þess að leiðrjetta
mistök, sem orðið höfðu á aðbúnaði
verkafólks, og fá hækkað kaup, þar
sem það var greitt lægra en var
rjettlátur hluti af afrakstri atvinnu-
rekstursins.
En af lítt skiljanlegri þrongsýni
hafa þessi samtök tekið upp velferð-
armál vinnandi fólks á þann hátt,
sem gersamlega er óviðunandi, eink
um fyrir verkalýðinn sjálfan, en þá
um leið fyrir þjóðfjelagið í heild
sinni.
Stefna samtaka þessara hefir, sem
kunnugt er, verið sú, að einblína á
kaup það, sem greitt er um ákveðna
stund eða tíma, og telja vinnandi
fólki þeim mun betur borgið, sem
dagkaup hefir fengist hækkað.
Allir vitibornir menn sjá, að allar
kaupgreiðslur, sem eru ofar sann-
virði vinnunnar og fara langt fram
úr rjettmætum hluta af afrakstri at-
vinnurekstursins, eru hinu vinnandi
fólki skammgóður vermir, og í óhag
þeim, sem atvinnuna þurfa, er til
lengdar lætur, þareð atvinnan þverr,
en f jármagn þjóðarinnar, sem á að
fara í aukið landnám atvinnuveg-
anna, eyðist upp.
Þeir menn, sem í lengstu lög brjót
ast áfram í atvinnurekstri, þrátt fyr
ir sívaxandi erfiðleika frá hendi vald
hafanna, vegna rangsleitni þeirra.
skattaáþjánar og dýrtíðar, og þeir,
sem bera hag atvinnurekendanna
fyrir brjósti, og gera kröfur til vald
hafanna, að framleiðslu landsmanna
verði sómi sýndur, svo henni sje
borgið, þeir vinna hinum íslenska
verkalýð gagn, eins og nú standa
sakir, en einsýn tímakaupspólitík
Alþýðuflokksins og kommúnista vinn
ur verkalýð landsins ekki anað en
tjón.
Það er stefna blaðsins, að atvinnu-
vegir landsmanna komist á heilbrigð-
an fjárhagslegan grundvöll.
Að vinnandi fólk fái með því sem
öruggasta atvinnu, og miði kröfur
sínar um tímakaup við sannvirði
vinnunnar og gjaldgetu atvinnurek-
enda, í fullri vitund um það, að þeim
mun hærra kaup, sem atvinnuvegir
geta greitt fyrir vinnuna, án þess
ofborgað sje, þeim mun betur vegn-
ar þjóðinni.
ÆSKAN OG SKÓLARNIR.
í T uppeldismál þjóðarinnar eru
þau málin, sem mestrar alúðar
þarf við, til þess að þau verði leyst
á viðunandi hátt á næstu árum. Þeg-
ar litið er yfir þau mál hjer á landi,
eins og þeim er nú skipað, blasa við
manni margvísleg mistök, sem sprott
in eru af vanþekking, eða vanmet-
um á íslenskum sjerkennum og stað
háttum. Fjöldi nýrra viðfangsefna
hafa komið til sögunnar, vegna breyt
inga á bygging landsins, og á atvinnu
og lifnaðarháttum þ.jóðarinnar.
I fyrsta sinn á þjóðaræfinni, þarf
að finna leið til þess að láta upp-
vaxandi kynslóð í kaupstöðum
njóta sömu andlegrar og líkamlegr-
ar hollustu, sem þeir fá, er alast
upp í sveit. Unglingarnir þurfa nú
að skipa sjer í margar verklegar
námsgreinar, er flestar voru hjer
áður óþektar. Og skólar æskulýðsins
þurfa að fá þá andlegu forystu, sem
beinir hugum æskunnar til háleitra
takmarka ættjarðarástar og annara
göfugra hugsjóna.
En mentun æskulýðsins þarf um
fram alt að vera þannig háttað og
skólakerfi landsins þannig, að þjóð-
in hafi um það sem best öryggi að
meðfæddir hæfileikar hvers einstakl-
ings fái að njóta sín sem best, svo
hvorki staður nje stjett, fátækt nje
aðrir erfiðleikar leggi á það hömlur,
að þeir sem eru bestum hæfileikum
búnir geti fengið þá mentun og hand
leiðslp sem líklegust er til að leiða
þá í forustusætin.
I atvinnuleysi kaupstaðanna og
fólkseklu sveitanna sæta tvær mikl-
ar greinar á þjóðlífsmeið vorum þung
um áföllum, önnur vegna andlegs
og líkamlegs bjargarleysis, hin
vegna ofurþyngsla vinnu og strits,
en frá sívaxandi hóp styrkþega eða
þurfalinga ber þjóðlíkami vor í-
skyggileg einkenni vanburða þjóð-
fjelags. Uppeldi æskunnar í landinu
þarf beinlínis við það að miðast,
að hún verði þess megnugri en
fyrirrennarar hennar, að bæta úr
þessum ágöllum, þessu böli, stýra
framhjá þessum voða í framtíðinni.
ÍÞRÓTTIR —
ÞJÓÐARUPPELDI.
\ ður fyr var svo að segja hver
verkfær karlmaður í landinu
við útistörf mikinn hluta ársins.
Hin nýja verkaskifting þjóðfjelags-
ins hefir gert á þessu breytingu.
Nú er hjer margt verkfærra manna,
sem eigi fær þá stæling við störfin,
sem áður var. Þessi breyting kallar
á íþróttaiðkanir. Ekkert annað en
íþróttir og hæfileg líkamsþjálfun
þjóðarinnar getur haldið við þrótti
þeim, sem lífsnauðsynlegur er, til
þess að þjóðin verði þess megnug
að bjóða íslenskum harðviðrum byrg
inn í lífsbaráttu sinni.
★
HEIMILIN.
tj' yrirhyggj usöm, umhygg j usöm
•* landstjórn þarf hjer að miða
störf sín og stjórnarhætti meira en
gert hefir verið, við þarfir heim-
ilanna í landinu. Að athafnir og
fyrirmæli valdhafanna beinist að því,
að hvert smáríki í þjóðfjelaginu, í
mynd sjálfstæðra heimila við sjó og
og í sveit, fái aukinn velfarnað af
athöfnum stjórnendanna. Kosta
þarf kapps um, að lífsmagn þjóðar-
innar fái framrás í fjölgun íslenskra
heimili. Því að naumast getum við bú
ist við því, að við eigum lengi þetta
land, ef fólkinu ekki fjölgar, og at-
vinnuvegir þjóðarinnar geta ekki
boðið hinni nýju kynslóð bætt skil-
yrði.
★
STARFANDI ÞJÓÐAR
HEILD.
Að lokum þetta:
Fyrir fáum áratugum vorum vjer
Islendingar lítill hópur fátæklinga,
sem átti ekki einu sinni skipsfleytu,
til þess að fleyta sjer á milli landa,
þó að líf lægi við.
Fátæktin gerði alla að jafningj-
um, að heita mátti. Menning þjóð-
arinnar var andleg. Þau verðmæti,
sem sú menning ól, voru því þannig,
að þau gátu oiðið almenningseign.
Þau urðu ekki látin í askana. Ætt-
FRAMH. Á 15. SÍÐU.
v
::
■■■
Jón Kjartansson ritstjóri við skrifborð sitt á skrifstofu Morgunblaðsins
i húsi ísafoldarprentsmiðju.