Morgunblaðið - 11.11.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.1938, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. nóv. 1938. Frá starfsemi Tónlistarfjelagsins FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ar vinsældir og aðsókn að þeim verið eins og best gerist. Þessa starfsemi sína hóf fjelagið með sýningu á hinni vinsælu Schuberts- óperettu „Meyjaskemman", sem leikin var hjer veturinn 1934— 1935 yfir 30 sinnum, og þó hætt við hana í fullum gangi. Nú hef- ir fjelagið ákveðið að sýna óper- ettu þessa aftur í nokkur skifti undir stjórn þeirra dr. von Ur- bantschitsch og Haraldar Björns- sonar leikstjóra, með nokkuð breyttri hlutverkaskipun. Þannig fer Pjetur Jónsson óperusöngv- ari, sem með söng sínum og leik í „Bláu kápunni“ kom, sá og sigraði hjörtu allra leikhúsgesta, með hlutverk Schober baróns, og hin síkáta Sigrún Magnúsdóttir, sem með leik sínum kemur hverj- um manni í gott skap, fer með hlutverk Hönnu. Búist er við að þessar sýningar geti byrjað um áramót. Síðar í vetur gerir fjelagið ráð fyrir að bjóða bæjarbúum upp á aðra óperettu, en ennþá er ekki full- ráðið hver fyrir valinu verður. Eru þó í því sambandi nefnd nöfn eins og Strauss og Lehar. Tónlistar- skólinn. Tónlistaskóli fjelagsins telur nú fleiri nemendur en nokkru sinni fyr. Auk fyrri kenslugreina verð- ur í vetur komið upp sjerstöku blokkflautunámskeiði, sem aðal- lega er ætlað börnum. Eru þegar komnar eins margar umsóknir og hægt er að anna, en vegna skorts á liljóðfærum verður ekki hægt að byrja þessi námskeið fyr en eftir nokkra daga. Skólinn er nú til húsa í Þjóð- leikhúsinu og kann fjelagið húsa- meistara ríkisins og þjóðleikhxis- nefnd bestu þakkir fyrir skilning þann og vinsemd, sem þeir hafa sýnt starfsemi þess. En væntan- lega kemur að því, að fjelagið eignist sjálft húsnæði við sitt hæfi fyrir hina margþættu starf- semi sína. Merkilegt brautryðjenda- starf. Morgunblaðið telur sjer skylt að vekja athygli lesenda sinna og allra landsmanna á hinni merki- legu starfsemi Tónlistafjelagsins. Hjer eru að verki 12 ungir Og áhugasamir tónlistavinir. Enginn þeirra er atvinnutónlistamaður. Aðeíns brennandi áhugi og ást á tónlistinni hefir knúð þá til að taka að sjer forystu í þessu mikla menningarmáli þjóðarinnar, og það svo, að þeix’ hafa leyst af hendi hlutverk, sem annarsstaðar er talið skylda hins opinbera að annast. Þeir hafa komið upp tónlista- skóla, svo að nú þurfa foreldrar ekki að senda börn sín út til hljóðfæranáms fyr en þau hafa fengið þroska og undirbúning til þg sýnt hvað í þeim býr. Sjást nú orðið greinilega merki þessar- ar starfsemi, því á kaffihúsum og skemtistöðum bæjarins, þar sem áður voru nær eingöngu erlendir hljóðfæraleikarar, sjást nú svo að segja aðeins nernendur Tónlista- skólans. Þeir hafa skipulagt og endurbætt Hljómsveit Reykjavík- ur og útvegað henni hina hæfustu stjórnendur. Þeir hafa útvegað hingað úrvals tónlistamenn er- lenda og tekið sjálfir af því alla fjárhagsáhættu. Þeir hafa orðið fyrstir til að sýna hjer á landi óperettur með hljómsveitarundir- leik, ekki aðeins hjer í höfuðborg- inni, heldur einnig út um bygðir landsins. Og loks hafa þeir kom- ið hjer á reglubundnu hljómleika- haldi, með tilstyrk valinna styrkt- arfjelaga, þar sem altaf er skipað hvert sæti. Slík starfsemi, sem hjer hefir verið talin, á skilið fylstu samúð og stuðning allra þeirra manna, sem ekki láta sjer á sama standa um íslenska þjóðmenningu. Vivax. Sigtfirðingar byggja nýjan skfðaskála Skíðafjelag Siglufjarðar er að koma sjer upp myndarleg,- um skíðaskála hjá Saurbæjarás, þar sem skíðaskáli fjelagsins, sem það á nú, er orðinu of lítill. Til þess að afla sjer fjár tii skálabyggingarinnar hefir fjelag- ið stofnað til happdrættis með um 20 góðum vmiingum. Meðal vinninganna eru peningar, 50 og 25 ltrónur, málverk, skíði, far- seðlar með flugvjel og skipum, síld, kol og fleira. Dregið verður í happdrættinu 1. des. n.k. Happ- drættismiðar kosta 1 krónu. Eflaust eru margir hjer í bæ, bæði Siglfirðingar og fleiri, sem vildu styrkja Skíðafjelag Siglu- fjarðar til þess að koma upp skíðaskála, og margir muna liina frækilegu framkomu siglfirsku skíðamannanna hjer á skíðamót- um. Happdrættismiðar fást á af- greiðslu Morgunblaðsins. Vivax. Ráðstefnu Breta um Palestfnumátin vel tekið London í gær. FÚ. AÐ er ekki að fullu ljóst hvernig Gyðingar og Arab- ar í Palestínu snúast við þeirri ákvörðun bresku stjórnarinn- ar að hún hefir hætt við hug- myndina um skiftingu Pale- stínu. Þó er það kunnugt, að meðal Araba hefir hugmynd- inni verið vel tekið, en .jafn- framt kennir hjá þeim ótta um að ekki verði fengin viðunandi lausn. Meðal Gyðinga er þeirri hug- mynd fagnað, að reynt verði að leysa deiluna með samningum, en þó þykir þeim varhugavert að breska stjórnin hefir látið sjer koma til hugar, að kalla fulltrúa frá nágrannaríkjunum til fundar um þessi mál. Ekki er von að vel fari FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ari atvinnubótavinnu? Hefir ríkisstjórnina þetta fje á reiðum höndum, og ef svo er, hví kem- ur það þá ekki fram í dagsins Ijós? Nei ;ríkisstjórnin hefir ekkert fje til aukinna atvinnubóta. Það er öðru nær. Hún er svo að þrotum komin, að hún kippir að sjer hendinni á þessu sviði. ■— Undanfarin ár hefir venjan ver- ið sú, að ríkisstjórnin hefir lagt fram helming á móti bænum, þegar sumarvinnan var búin og atvinnuleysið fór að aukast. Nú mun ríkisstjórnin hinsvegar ráð- in í, að leggja ekki fram nema þriðjung á móti bænum, og það enda þótt atvinnuleysið sje meira nú en undanfarin ár. ★ Þegar ríkisstjórnin synjaði um innflutning á byggingarefni fyrir einar 170 þús. krónur, vit- andi það, að þessi litla fjárhæð bjargaði 20Ö0 manns út vetur- inn, þá bar hún fyrir sig gjald- eyrisskort. En á sama tíma ræðst stjórn- in í smíði á nýju strandferða- skipi, sem kostar 1*4 miljón krónur. Þá vantar ekki lengur gjaldeyririnn! Öllu þessu fje er ráðstafað út úr landinu. Þegar svo á það er litið, að þetta nýja strandferðaskip er ekki bygt til þess að koma lagi á samgöngurnar hjer innan- lands, og þegar þar við bætist að ríkissjóður verður árlega að gefa með þessu skipi hundruð þúsunda krónur, þá verður ekki annað sagt um þessa ráðs- mensku en það, að hún sje full- komið hneyksli, og því ætti að hindra framkvæmd hennar, áð- ur en það er orðið of seint. ★ Hvað hefði mátt gera fyrir þessa 1*4 miljón króna, sem nú verður kastað út fyrir þetta skip, sem engum kemur að gagni? Hugsum okkur að ríkisstjórn- in hefði haft 1/2 miljón króna — það er þriðjungur skips- verðsins — til umráða nú, til þess að skapa fullkomin skil- yrði fyrir innanlandsflug. Við hefðum fyrir það getað komið upp ágætum flugvelli í Reykja- vík og lagfært flugvelli annars staðar á landinu. Alt þetta fje hefði orðið til í landinu, farið í vinnu, sem hefði skapað var- anlegt verðmæti í landinu sjálfu. Skyldi fjeð ekki hafa orðið að meira gagni á þennan hátt, í stað hins, að kasta U/2 miljón króna út úr landinu, og um leið baka ríkissjóði árlega byrði, sem nemur hundruðum þúsunda króna? Hæsti vinningurinn í liapp- drættinu, 25 þús. kr., kom upp á miða. Miðinn var seldur í um- boði Einars Eyjólfssonar, Týs- götu 1. Fmnski sendikennarinn, herra J. Haupt, flytur næsta háskóla- fyrirlestur sinn um fransltar í káldsögur á 19. öld, í kvöld kl. 8. Gisli Kristjánison Minning Hann Ijest á Landakotsspítala hinn 5. þ. m. eftir stutta legu og verður jarðsunginn í dag. Gísli sál. var 71 árs að aldri. Hann var fæddur 28. ágúst 1867 í Görðum við Reykjavík. Hann var sonur hins dugmikla manns, Krist- jáns Gíslasonar útvegsbónda þar og konu hans, Kristjönu Ólafs- dóttur, hinnar mestu ágætiskonu. Hin fyrstu bei-nskuár sín ólst Gísli sál. upp hjá foreldrum sín- um, en þá er hann var fjögra ára gamall, dó móðir hans. Var það mikill missir fyrir hinn unga svein. Ólst hann nú upp ásamt syst- kinum sínum hjá föður sínum og undu þau vel hag sínum. En er Gísli var aðeins 11 ára að aldri dó faðir hans, og var nú mikill harm- ur kveðinn að hinum ungu syst- kinum. Heimilið tvístraðist og fóru börnin sitt í hvora áttina. Gísli fór 11 ára gamall upp í Hvítársíðu í Borgarfirði og dvaldi þar til 15 ára aldurs. Ekki festi hann samt yndi í sveitinni, en fluttist á 16. aldurs- ári út á Akranes. Þar stundaði hann sjómensku af karlmensku og dugnaði miklum. um 10 ára skeið, en fluttist þá aftur hingað til Reykjavíkur og ól hjer síðan allan sinn aldur. Þá er Gísli dvaldi á Akranesi kvongaðist hann. Kona hans, sem er dáin fyrir nokkrum árum, var Halldóra Sigurðai'dóttir frá Mið- sýruparti á Akranesi. Var hún indæl kona og hugljúf mjög, öll- um þeim er hana þektu, enda var hún af góðu bergi brotin. Þau hjónin eignuðust 5 mann- vænleg börn, 1 son og 4 dætur og eru þau öll á lífi. Sonur þeirra Krisján þótti á sínum tíma einn hinn vinsælasti og efnilegasti versl unarmaður lijer í bæ, en á besta aldursskeiði tók hann sjúkdóm, sem gerði hann ekki færan starfa. Dætur þeirra hjóna eru þær Guð- rún, gift í Levanger í Noregi; Kristjana aðstoðarráðskona á.Elli- heimilinu hjer; Hólmfríður versl- unarmær hjá Haraldi Árnasyni, og Rósa gift Jónatan Hallvarðssyni lögreglustjóra. Voru þær dætur allar aldurhnignum foreldrum sín- um til mikillar ánægju og gæfu og veittu mörgum sólargeisla á líf þeirra. Enda taldi Gísli sig lánsaman mann; því þótt hann ætti við ýmiskonar andstreymi að stríða, eins og svo margur, ekki síst í hans stjett, þá tók hann því með karlmensku og kjarki. Gísli stundaði sjósókn og erfiða landvinnu frá bernskuárum og svo að segja til hinstu stundar. Hann 'gekk ávalt að verki með víkings- lund og vinnugleði hins sanna verkamanns; sem með skyldurækni og prúðmensku vninur sjer traust. Gísli var skemtilegur fjelagi og söngelskur. Ilann skipaði sess hins góða og glaða manns og göfugt hjarta barst i brjósti hans. Sól lífs hans er gengin til viðar lijer á jörð, en við trúum því að andi hans ljómi með nýjum degi á landinu hinum megin. Blessuð sje minning hans. Vinur. Gísli Kristjánsson. Kveðja til frú Sigríðar og Sigurjóns Jóns- sonar fýrv. læknis í Svarfaðardal,, frá fjölskyldunni á Bráutarhóli. Áratugir enda, aldir renna, einnig líður starfsins tímabil, líkt og barnsins töfraborgir brenna burtu hverfur alt í tímans hyl. Ekkert stöðvar, þótt menn þrái og sakni, þetta rnikla tímaus furðuhjól. Hvern undrar þó að vors á tíma vakni viðkvæm þrá, þá hæst er æfisóL Eitt er sumar enn á enda gengiÖ aftur komið haust og lækkuð sól, þyngist kliður, þýtur svali um eng- ið þrunginn klökkva, strýkur laut og hól. Með farfuglunum fóruð þið úr dalnum, að finna ykkur annan dvalarstað. Þið eigið blóm í fagra fallasalnum, sem fölnar ei þó vetur leggist að. Það er til fræ sem blómgvast vel um vetur og verður aldrei fyrir liaustsins sigð. Það vexti nær og visnað aldrei getur, þó vefjist klaka og snævi fjöll og bygð. Það fræ á rót í hverju kærleiks- hjarta. í kyrþey fellur heilagt regn á grund, ,því kraft og þroska sendir sólin bjarta, það sífelt vermir Drottins heilög mund. Vekur þíðleik, þökk frá minsta barni, en þessi orð ei túlka hjartansmál, þau eru bara eymur af þeim arni, sem inni býr í hverri og einni sál. Já, verið blessuð alla æfidaga, uns akker látið falla í sæluhöfn. Þið gleymist ei þá skráð er sveit- arsaga, Svarfaðardalur geymir ykkar nöfn. Hugrún. Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld. Fundarefni: Sitt af hverju. I frásögninni um skipsmennina á togaranum Olafi láðist að geta þess, að Sigurjón Ingvarsson há- seti lætur eftir sig aldraða móð- ur, Guðrúnu Jónsdóttur. Hún er ekkja og býr á Túngötu 40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.