Morgunblaðið - 11.11.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur II. nóv. 1938. London í gær. FÚ. E M A L Atatiirk, forseti tyrkneska lýðveldisins, and- aðist í Istambul klukkan 9 í morgun. Hann þjáðist af innvortis sjúkdómi um langt skeið. Um miðbik síðastliðins mán- aðar versnaði honum skyndilega cg var honum var líf hugað í þrjá daga, en fór þá aftur að batna og var talinn á allgóðum batavegi, er honum skyndilega Vernsaði aftur. síðastl. þriðju- dag. í morgun snemma hafði hann mist meðvitund. Kemal Atatiirk hefir rjetti- lega verið nefndur skapari hins nýja Tyrklands. Hann var fæddur 1881 af tyrkneskum foreldrum og var snemma sjálf- stæður í lund og einráður. — Hann hlaut frægð, sem herfor- ingi í heimsstyrjöldinni og í stríðinu við Grikki. Hann átti mestan þátt í því, að Tyrkland varð lýðveldi 1923, og hefir hann verið forseti þess frá stofnun þess. Alt frá stofnun þess hefir hann unnið ósleitilega að því að innleiða vestræna menningu í Tyrklandi og unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru. Tyrkir hafa mist vitran og dugandi stjórnanda og heimur- inn mikinn stjórnmálamann. Tyrkneska stjórnin kemur Tyrkneska þjóðþingið kemur saman á morgun til þess að kjósa nýjan forseta lýðveldis- ins. I anda fasismans — London í gær. FÚ. AMKVÆMT nýjum lögum, sem út hafa verið gefin í ítalíu, verður það framvegis talið alvarlegt brot, ef foreldrar vanrækja að ala börn sín upp í anda fasismans. Er þess kraf- ist að öllum börnum verði kent að hagsmunir ríkisins skuli jafnan ganga fyrir hagsmunum einstaklingsins. Mót hjúkrunarkvenna í Kaupmannahöfn hefir ákveðið að leigja norska skipið „Berg- ensfjord" til þess að flytja nor- rænar hjúkrunarkonur á hjúkr- unarkvennamótið á fslandi. FÚ Fríherra von Schwerin flytur síðasta háskólafyrirlestur sinn um byggingarlist í Svíþjóð í dag kl. 6 í Rannsóknarstofu háskólans. Hamslausar Gyðingaof- sóknir um alt Þyskalanð Kirkjur þeirra brendar og verslanir eyðilagðar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. EFTIR að fregnin um dauða von Raths, starfs- manns í þýsku sendisveitinni í París, sem pólskur Gyðingur skaut, barst til Þýskalands, hófust þar hinar hamslausustu Gyðingaofsóknir, svo fá eða engin dæmi munu til annara eins ofsókna eftir að nazistar komust til valda. Ráðist hefir verið á verslanir Gyðinga víðsvegar um land og þær rændar eða vörur og verslunarhús þeirra eyðilögð. Kirkjur Gyðinga hafa verið brendar og sprengd- ar í loft upp. Fjöldi Gyðinga hafa verið handteknir og margir hafa beðið um að þeir yrðu hafðir í varðhaldi til verndar gegn ofsóknum. Kirkjubrennur. Hin opinbera þýska frjettastofa tilkynnir, að lát von Raths hafi vakið óhemju gremju gegn Gyðingum, en að yfirvöldin hafi reynt að koma í veg fyrir ofsóknir. Reuterskeyti frá Berlín og Munchen herma, að Gestapo-lögreglan hafi handtekið alla karl- menn af Gyðingaættum í Munchen í morgun. Reuterfrjettastofan tilkynnir ennfremur, að Gyðingaofsókn- irnar hafi verið svo ofsafengnar í Berlín, að Kurfúrstendamm sje eins og þar hafi verið gerð loftárás. Níu af tólf kirkjum Gyðinga í Berlín standa í björtu báli og tvær kirkjur Gyðinga í Vínarborg hafa verið sprengdar í loft upp með dynamiti. Lögreglan í Vínarborg hefir látið hand- tekna Gyðinga vinna að því í dag, að taka til í rústum verslana og annarsstaðar þar, sem Gyðingaárásir hafa átt sjer stað. 22 sjálfsmorð í Vín. Tuttugu og tveir Gyðingar í Vínarborg hafa framið sjálfs- morð í dag á meðan á Gyðingaofsóknunum stóð. Alls hafa verið handteknir um 10 þúsund Gyðingar. Óhemju fjöldi Gyðinga stóð í hóp fyrir utan skrifstofu breska ræðismannsins og beið eftir því, að fá vegabrjef sín árit- uð. Allir þessir Gyðingar voru handteknir. Lundúnaútvarpið segir meðal annars svo um Gyðingaof- sóknirnar (samkv. FÚ) : Gyðingaofsóknir þessar hófust í Múnchen, • þar sem naz- istar höfðu efnt til hátíðahalda þ. 8. nóv., til þess að minnast nazistabyltingar tilraunarinnar 1923, og var þeim hátíðahöldum ekki lokið, er fregnin barst um and.lát von Raths. Hófust nú Gyðingaofsóknir þar í borginni með því að kveikt var í Gyðinga- kirkju, rúður brotnar í Gyðingaverslunum, en jafnframt hóf- ust handtökur Gyðinga 60 ára og yngri. Samskonar árásir hóf- ust brátt í ýmsum borgum víða um Þýskaland og Austurmörk. Yfirvöldin banna árásir. I dag er tilkynt af hálfu hins opinbera í Þýskalandi, að fólkið hefði látið nægilega í ljós reiði sína gegn Gyðingum og hefir mönnum verið bannað að halda áfram árásum sínum á verslunarhús þeirra. Jafnframt var tekið fram, að frekari ráð- stafanir gagnvart Gyðingum yrði í því formi, að sett yrði ný lög varðandi Gyðinga. Skipuleg árásarstarfsemi. Erlendum frjettariturum ber saman um, að eigi verði annað sjeð en að um skipulega árásarstarfsemi gegn Gyðingum sé að ræða. í einni fregninni er það haft eftir mönnum, sem tóku þátt í árásunum að þeir viðurkendu, að þeir væru nazistar, en auð- vitað væru þeir ekki einkennisklæddir, og þeir hefðu ekki ráðist að Gyðingum að boði æðstu yfir manna sinna. Framsal árásarmannsins. Forseti franska lýðveldisins, forsætisráðherrann og utanrík- ismálaráðherrann hafa allir sent samúðarskeyti til Berlínar í til- efni af þessum atburði. Þýska stjórnin er nú að hugleiða hvort hún eigi að krefjast þess að árásarmaðurinn verði framseldur, með því að árásin hafi átt sjer stað í þýska sendiherrabústaðn- um, sem megi teljast heyra undir þýsk lög. Lík von Rath sendisveitarritara verður flutt til fæðingar- borgar hans, Frankfurt am Main, og jarðsett þar á kostnað hins opinbera. Roosevelt beið persónulegan ósig- ur í kosningunum Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. REUTERSFRJETT um úrslit kosninganna í Bandaríkjunum segir, að það verði að líta á þau sem persónulegan ósigur fyrir Roosevelt forseta. Þingmannaefni, sem Roosevelt studdi sjálfur af ráð og dáð, töpuðu í kosningunum. Áftur á móti unnu hinir svokaliaðir „hægri demokratar", sem eru í andstöðu við stefnu Roosevelts, mjög á og vorn öll þingmanna- efni þeirra kosin, nema í einu kjördæmi. Norsku samn- íngarnir Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ORSKA dagblaðið „Tidens Tegn“ í Oslo hefir átt við- tal við Svein Björnsson sendi- herra, sem nú er staddur í Oslo vegna verlunarsamninga, sem eiga að fara að hefjast milli Noregs og Islands. I viðtalinu gerir Sveinn Björns- son grein fyrir núgildandi versl- unarsamningum í aðalatriðun- um. Johannesen, verslunarráð er formaður norsku samninga- nefndarinnar, en í nefndinni eru auk hans: Andersen-Rysst, stórþingsmaður, Prebensen, skrif stof ustj óri utanríkismála- ráðuneytisins og forstjóri kjöt- sölusamlagsins norska, Sollid. Af hendi okkar íslendinga eru í samninganefnd, auk Sv. Björnssonar sendiherra: Rich. Thors, Jón Árnason og Harald- ur Guðmundsson. Höfundur „Gott land“ fær Nobetsverðlaun London í gær. FÚ. UTHLUTUN bókmentaverð- launa Nobels fór fram í dag og hlaut þau ameríski skáldsagnahöfundurinn Pearl S. Buck, sem kunnust er fyrir skáldsögu sína „Gott land“. Hjónaband. S.I. laugardag voru gefin saman í hjönaband Guðlín Jónsdóttir frá Miðkoti í Yestur- Landeyjum og Halldór Jónsson frá Hem'Iu. Héimili þeirra er á Ránargötu 5. Lundúnablaðið „The Times“ segir í forustugrein um þessi mál í dag: Ósiffur Roosevelts. — Búast má við, að hið nýkosna þing valdi Roosevelt forseta margskonar erfiðleikum, þrátt fyr ir liinn mikla meirihluta, sem Demokrataflokkurinn hefir í báð- um deildum þingsins. Sigur Republikana. Republikanar hafa unnið mikið meira á en nokkru sinni var hægt að búast við. Þeir fengu kosna 160 þingmenn til fulltrúadeildar- innar, en höfðu áður 90. Republikanar "fengu kosna 23 fulltrúa í öldungadeild, en höfðu áður 16. Þeir fengu kosna 19 ríkisstjóra, en höfðu aðeins 7 áð- ur. Enn vantar úrslitatölur úr nokkrum kjördæmum. Ennfremur segir Times að hinn óvænti sigur Republikana hafi á ný gert þann flokk að pólitísku valdf, sem taka verði tillit til, eftir að sá flokkur hafi nú legið niðri valda- og ahrifalaus í 8 ár. Andúðin gegn „New Deal“. Þá hafi kosningarnar verið mik- ill sigur fyrir þann hluta Deino- krataflokksins, sem er andvígur „New Deal“ stefnu Roosevelts, en það mun hafa örlagaríkar afleið- ingar fyrir Roosevelt og fylgis- menn hans.1 Talið er víst, að Roosevelt muni draga mjög inn seglin eftir að liann hefir nú fundið vilja al- mennings. Demokratar munu velja forseta- efni sitt úr hópi þeirra manna, sem andstæðir hafa verið * „New Deal“ og er því mjög óvíst, að Roosevelt geti nokkur áhrif liaft á val. eftirmanns síns. Hinn kunni og vinsæli lögfræð- ingur, Thomas E Dewey, sem tap- aði fyrir demokratanum Leh- mann, í ríkisstjórakosningunum í New York, er enn nefndur sem forsetaefni Republikana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.