Morgunblaðið - 25.11.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.1938, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLÁÐIÐ Föstudagur 25. nóv. 1938. JCaup&fíufuu Hveiti Alexandra í 10 pd. ljereftspokum 2.25, í 50 kg. pokum 19.50. — Swan hveiti í 7 pd. ljereftspokum á 1.50. Hveiti 1. flokks í 50 kg. pokum 17.50. Þorsteinsbúð, Hringbraut 61. Sími 2803. Grundarstíg 12, sími 3247. Þurkuð bláber. Kúrennur, Gráfíkjur. Þorsteinsbúð. Hring- braut 61, sími 2803, Grundar- stíg 12, sími 3247. Hvítkál, Rauðrófur, Gulræt- ur, ódýrt í Þorsteinsbúð. Hring- braut 61, sími 2803. Grundar- stíg 12 sími 3247. Hvítt bómullargarn, bleikj- að og óbleikjað í stórum og litl- um hnotum. Þorsteinsbúð. — Hringbraut 61 sími 2803. -— Grundarstíg 12 sími 3247. Hornaf jarðarkartöflur og valdar Gulrófur í heilum pok- um og smásölu. Þorsteinsbúð, Hringbraut 61, sími 2803, Grundarstíg 12, sími 3247. Bækur keyptar hæsta verði. Fornbókabúðin, Laugaveg 63 (Áður Drífandi). Kápubúðin, Laugaveg 35 — Ódýrir frakkar. Einnig lúffur fóðraðar og fóðraðir hanskar. Kventöskur. Alt íslensk vinna. Sigurður Guðmundsson. Stofuborð tvöföld kr. 35.00. Kollstólar mjög snotrir og hent- ugir kr. 5.00. Laugaveg 18. — Elfar. Til sölu er: Illustreret dansk Konversations Leksikon útg. Berlingske Forlag, Köbenhavn. Ritið er í 24 bindum (hvert ca. 500 bls.) og kom það út á ár- unum 1933—1937. Upplýsing- ar gefur Friðrik Þórðarson. — Sími 4, Borgarnesi. íslensk frímerki kaupir hæsta verði Gísli Sigurbjörnsson Aust- urstræti 12 (áður afgr. Vísir), pið 1—4. Ódýrir frakkar fyrirliggj- andi. Guðmundur Guðmundsson dömuklæðskeri. Kirkjuhvoll. Kaupum flöskur, flestar teg. Soyuglös, whiskypela, meðala- glös, dropaglös og bóndósir. — Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). Sækjum heim. Sími 3562. KAUPUM FLÖSKUR soyuglös, whiskypela, bóndósir. Sækjum heim. — oími 5333. Flöskuversl. Hafnarstræti 21. KlæSisfrakki á lítinn mann, til sölu strax. Verð kr. 50.00. Vesturgötu 29 (búðin). Verslunin Fram býður yður: Kjóla- og Káputau, Kápuskinn í úrvali. Undirföt 7,75 settið. Buxur og bolir 5,25 sett. Falleg dömuveski frá 16,50. Slæður, Georgette 4,50 og 6,50. Vasa- klútar, Georgette 1,75. Sokk- ar, margir litir. Handklæða- dregill og handklæði o. m. fl. gott og ódýrt. Versl. Fram, Klapparstíg 37. Sími 2937. Leikföng: Dúkkur (sem loka augunum), kommóður — þrí- hjól. Elfar. Laugaveg 18. Haustfrakkar og vetrarkápur kvenna, mjög fallegt úrval. — Verslun Kristínar Sigurðardótt- ur. SilkiundirfatnaSur kvenna. Settið frá kr. 9.85. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. Heimalitun hepnast best úr Heidmann’s litum. — Hjörtur Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. VandaSir ullarsokkar á telp- ur og drengi. Allar stærðir. — Lágt verð. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. Dömukragar í fjölbreyttu úr- vali. Georgetteklútar, blóm o. fl. Versl. og saumastofan „Ey- gló“, Laugaveg 58. Kvenpeysur, fallegur ísaum- ur, skíðapeysur, ódýrar. Versl. Kristínar Sigurðardóttur. Dömuhattar, nýjasta tíska. Einnig hattabreytingar og við- gerðir. Hattastofa Svönu og Lárettu Hagan, Austurstræti 3. Sími 3890. 1 Telpna og drengja peysur, allar stærðir. Mjög ódýrar. — Versl. Kristínar Sigurðardóttur. Kaldhreinsað þorskalýsi sent um allan bæ. Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. Kaupum flöskur, stórar og smáar, whiskypela, glös og bón- dósir. Flöskubúðin, Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. Herra rykfrakkar, smekk- legt úrval. Verð kr. 44.00 til 120.00. Vesta, Laugaveg 40. Herra peysur, golftreyjur, Fóta-aðgerðir. Geng í hús og vesti og treflar. Bæjarins bestu veiti alskonar fóta-aðgerðir. — kaup. Vesta, Laugaveg 40. Unnur óladóttir. Sími 4528. Venus skógljái mýkir leðrið og gljáir skóna afburða vel. Fundur í K. F. U. K. í Hafn- arfirði í kvöld kl. 8^/2. Síra Friðrik Friðriksson talar. Inn- taka. Alt kvenfólk velkomið. Heimatrúboð leikmanna — Hafnarfirði, Linnetsstíg 2. — Vakningarsamkomur í kvöld og annað kvöld kl. 8. Allir vel- komnir. Friggbónið fína, er bæjarine 1 besta bón. Munið Húlsaumastofuna, — Grettisgötu 42 B. Einnig saum- aður rúmfatnaður. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. Guðrún Pálsdóttir. Otto B. Amar, löggiltur út- varpsViki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Minningarspjöld fyrir minn- ingarsjóð Einars Helgasonar, fást á eftirtöldum stöðum: 1 Búnaðarfjelagi Isl., Gróðrar- stöðinni, Laugaveg 50, Þing- holtsstræti 33, Túngötu 45 og afgreiðslu Morgunblaðsins. — 1 Hafnarfirði á Hverfisgötu 38. Hreinsa og Iagfæri í geymsl- um og þurkloftum. — Tilboð merkt: „Jólin“, sendist Morg- unblaðinu. Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19, gerir við kvenso^ka, stopp- ar í duka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum, sendum. Fasta fæði og einstakar mál- ,íðir. Ennfremur smurt brauð ?áið þjer á Laugaveg 44. Sími 5192. Rammalistar I marg eftirspurðu hinir jnarg eftirspurðu Guðm. Ásbjörnsson Laugaveg 1. Sími 4700. 0 0 S ® • 0 0 s ® fKOIííMT EF.LOFTUR GETUR ÞAÍ> EKKI-----ÞÁ HVER? m Verið í§leodingar. Kaupið og nolitS ÁLAFOSS Föt. BESTU jólafötin getið þjerfengið með því að koma í ÁLAFOSS og kaupa þar föt. Margar tegundir af nýjufataefni komnar. betri eða ódýrari vara. DRENGJAFÖT, föt á fullorðna, frakkar, buxur allskonar. Verslið við Álafoss. Það er ódýrast. Hvergl ÁLAFOSS, Þingboltsstræd 2. iam E. PHILLIPS OPPENHEIM: 26. MILJÖNAMÆRINGUR 1 ATVINNULEIT. Æfintýralöngunin, sem hafði gripið hann fyrst í stað var orðin undarlega óljós. Nú var það ömurleiki fá- tæktar og óþrifnaðar, sem hjelt honum í klóm sínum. Hann batt hestinn við staur og geklt yfir torgið, til þess að fá sjer heitt kaffi í kaffivagni, sem þar var. Kaffið var sterkt og hressandi, og það var eins og nýtt líf færðist um hann allan. Hann lagði við hlust- irnar. Veikur ómur af hljóðfæraslætti barst til eyrna honum. „Hjer verður mannmargt áður en langt um líður“, sagði maðurinn með kaffivagninn. „Þeir koma hingað altaf tveir eða þrír, þegar þeir hafa verið á dansleik, og kaupa kaffi hjá mjer“. „Er grímudansleikur þarna í kvöld V spurði Bliss. Maðurinn kinkaði kolli. „Já. Fólkið streymdi þangað í kvöld. Það hefir nóg af peningum, ef maður hefði bara lag á því að krækja í þá“. Bliss fór aftur að vagni sínum. Nokkrir vagnar voru komnir í viðbót. Einn vTagnstjórinn, sem kannaðist yið hestinn hans, sneri sjer að honum. „Þjer eruð frá Mott gamla“, sagði hann. „Hvaða þýðingu haldið þjer, að það hafi, að koma svona snemma 1“ „Kem jeg of snemma?“, spurði Bliss. „Heilum klukkutíma of snemma“, svaraði maðurinn. Bliss rölti aftur af stað. Hann kveikti í pípu, sem hann hafði keypt sjer ný- lega fyrir einn skilding og gekk sjer til hita um dimm- ar götur og skuggaleg trjágöng. Þar virtust æfintýri liggja í leyni. Bliss var yfirleitt orðinn undarlega at- hugull, síðan hann fór að gefa sjer tíma til íhugunar og hafði enga peninga til skemtana. Hann beygði inn í rólega hliðargötu og heyrði hávaða í fjarska Alt í einu hrökk hann við. Hann sá unglingspilt, að því er honum sýndist, koma hlaupandi fyrir næsta götuhorn. Hann var náfölur í andliti, virtist vera að hníga niður af þreytu og haðaði út höndunum, til þess að verjast falli. Síðan gerði hann síðustu tilraun til þess að kornast áfram, hljóp út af götunni og skaust undir brekán, sem hafði verið skilið. eftir við veginn. Þar hvarf hann sjónum, fáein skref frá Bliss. Brekánið var enn á lireyfingu, þegar mennirnir, sem voru á liæl- v.num á honum, komu fyrir hornið á harðahlaupum. Þeir námu staðar hjá Bliss. Einn þeirra var í lög- reglubúningi. En hinir tveir í samkvæmisfötum. Bliss brá í brún. Hann þekti þá báða. Öðrum hafði hann kynst nýlega. Ilann hafði orð fyrir að vera æfintýra- maður, en aldrei hafði verið hægt að sanna neitt mis- jafnt á hann. Hinn var þektur á skemtistöðum í "West End, sonur auðugs bruggara. „Sáuð þjer nokkurn koma hjer fram hjá?“, spurði lögregluþjónninn lafmóður. Bliss hristi höfuðið. „Jeg var sjálfur rjett að koma fyrir hornið“. • „Ilvaða hornf' BIiss benti þeim leiðina, og þeir þutu af stað í öfuga átt. Hann heyrði þá hrópa og kalla, er þeir hurfu fyrir hornið, heyrði fleiri koma í hópinn og lögregluna flauta. ^ • Gatan var nú auð. Hann gekk yfir hana og í áttina að brekáninu. Það hreyfðist lítið eitt, er hann nálgað- ist. Hann leit í kringum sig og gekk úr skugga um, að enginn væri í nánd og svifti því frá. „Standið* upp“, sagði liann. „Jeg sendi þá í öfuga átt. Segið mjer hvað er um að vera!“ Það eina, sem hann sá fyrst í stað voru stór og ótta- slegin augu í fínlegu og fríðu, náfölu andliti. Síðan skreið „pilturinn" hægt á fætur. „Hamingjan góða!“, hrópaði Bliss. „Þetta er þá stúlka!“ Hún greip hönd hans. Hún var í dökkum flauelsföt- um og silkisokkum eins og skjaldsveinn og hafði aug- sýnilega verið í slái, en af því voru aðeins eftir silfur- spennur. „Bjargið mjer!“, stamaði hún með titrandi röddu.. „Hvað liafið þjer gert?“, spurði hann. Hún hristi höfuðið og sagði aftur í hænarróm: „Bjai-gið mjer! Jeg bið yður!“ Ilann virti hana tortrygnislega fyrir sjer, en skelf- ingin í augnaráði hennar aftraði honum. frá því að spyrja frekar. „Jeg skal sjá hvað jeg get gert“, sagði hann stuttur í spuna. „Þjer getið ekki látið sjá yður í þessum bún- ingi. Skríðið aftur undir brekánið. Jeg ætla að sækja kápuna mína“. Ilún skreið aftur í skjólið, en leit óttaslegin á hann„ áður en hann fór. „Þjer komið aftur ?“, stundið hún. „Já, jeg kem aftur!“, sagði hann sannfærandi. Ilann fór þangað sem vagninn hans var. Enn var ekki kominn tími til þess að fara að versla, og torgið var nær mannlaust. Allir höfðu þyrpst saman á næsta götuhorni. „Hvað er á seiðif', spurði hann mann, sem var aí taka ofan af vagni sínum. „Jeg veit það ekki“, svaraði maðurinn. „Þrír menn. hlupu hjerna fram hjá áðan, eins og skrattinn væri á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.