Morgunblaðið - 30.11.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. nóv. 1938. KVEFÍDJÓÐIM OG MEIMILIM Fegurðaráætlunin. Andlits-„grímur“ Frá tískusýningu Versl. Gullfoss Eftir ósk margra lesenda „Kyennasíðunnar“ verða hjer birtar nokkrar uppskriftir af ,,andlits-grímum‘“; sem svo eru nefndar. Notkun þeirra er þó eng- inn grundvöllur undir fegurðar- rækt, en það er ágætt að grípa til þeirra við tækifæri, þegar maður vill vera sjerstaklega vel fyrir kallaður, til þess að hressa, styrkja eða mýkja þreytt hörund. And- litið verður að vera vel hreint, áður en gríman er lögð á. Og meðan hún er að stífna, verðið þjer að liggja kyr, hvorki tala nje brosa, hvíla yður sem allra best og slappa alla vöðva. Þegar ,,gríman“ er búin að liggja á andlitinu 10—15 mín. er hún tekin af með mjúku stykki undnu upp úr volgu vatni eða •olíu. Úr eggjahvítu og sítrónusaft er þeytt ljett og fín „<gríma“, sem dregur svitaholurnar saman og gerir hörundið fölt. Eggja- og olíugríma mýkir hörundið og< dregur svita- bolurnar saman. Hún er búin til úr eggjarauðu, sem er hrærð sam- an við 2 tesk. af olivenolíu og nokkra dropa af hamamelisvatni (fæst í apótekum: aqua hama- tnelis). Henni er smurt á andlitið og látin liggja á ca. 15 mín. Þá tekin af með volgu vatni og hör- undið klappað Ijettilega, áður en andlitssnyrting er viðhöfð. Eggjagríma er búin til úr eggjarauðu, sem er þeytt, og nokkrir dropar af benzoe tinktúru settir saman við. I hafragrímu er haframjöl, sem hrært er sam- an við eggjarauðu og hamamelis- vatn eða vatn eingöngu, ef „gríman“ á að vera mjög væg. Eau de cologne er hressandi fyrir hörundið og dregur það saman eins og sítrónu- safi og agúrkusafi. Má vel nota það endrum og eins fyrir feitt hör- und. En virðist það herpa hör- undið um of saman, verður að nudda góðu nærandi smyrsli inn í hörundið. — Flestar and- litsgrímur hafa þurkandi áhrif á hörundið og er því gott að mýkja það með rnöndlu- eða oli- venolíu eftir notknn „grímu“ eða góðu nærandi smyrsli. Gríma úr geri. Svolítið af geri er hrært sam- an við hamamelisvatn, svo að úr verði mjúkt deig. Þessi gríma er sjerstaklega góð fyirr óhreint hör- und og þurkar það lítið upp. Slá úr loðskinni eru mjög vinsæl, enda mjög hentug, þar sem hægt er að nota þau jafnt við dragtir, kápur og kjóla. ^ Efst t. h.: Kjóll, sem sýnir greini- lega ,,tournure“-tískuna. 1 miðið: Hf ' I „Créole“. Hlýralaus kniplingakjóll, sem haldið er uppi með þar til gerðum stífum. Um hálsinn hafði ■ . sýningarstúlka svart flauelsband ; ' ] og kniplingasjal á herðum. Pilsið er me^ mikilli vídd og röðum af '■ smápífum. T. v.: Kvöldkjóll, bleik- ESjjgg ur, úr tyll og tafti, með breiðu belti, eins og tíðkast nú mjög. Svartnr barðahattur með liáum Pilsið er lagt mjóum pífum. Yið Þessi hattur er úr hárfilti, með kolli að framan, úr „velour“. kjólinn var borið íburðarmikið slá strútsfjöður, hattprjóni og slöri og Fjaðraband ixr smáum fjöðrum er úr hvítum refum frá Andrjesi situr uppi á hvirfli hallandi fram alt í kringum hattinn. Andrjessyni. í enni. Hattar frá Gunnl. Briein. Samtal við frú Guðbjörgu Birkis um ágæti heilhveitis A U G A Ð hvílist með gleraugum frá THIELE Fr jettaritari frá Morgun- blaðinu átti tal við frú Guðbjörgu Birkis í gær um notkun heilhveítis, en eins og' vitað er, er það farið að ryðja sjer til rúms, þó notkun þess sje tiltölulega ný a. m. k. hjer á landi. — Jeg kyntist fyrst hinu svo- kallaða Grahamsmjöli (hveiti, malað með hýðinu, þó nokk- uð blandað) er jeg var við mat- reiðslunám í Danmörku, sagði frú Guðbjörg Birkis. — Þar var töluverður áhugi fyrir að nota grófa hveitið til matgerðar og í bakstur. Þegar heim kom, mætti jeg sama áhuganum á heimili mínu fyrir norðan. Þar höfðum við smákvörn, sem við möluðum hveitikornið í, og reyndist okkur það prýðilega. Þótti öllum gott brauð og kök- ur úr mjölinu. — Hvað teLið þjer heilhveit- inu helst til ágætis? — Það er miklu fjörefnarík- ara en ,,hvíta“ hveitið. Það er auðugra af söltum. Og loks er það meltanlegra, þar sem það ei malað með hratinu, sem hef- ir rn. a. að geyma cellulose. Þá mætti og telja því til ágætis, að það er öllu bragðbetra en fína hveitið. En það verður að vera sem nýjast — og nýrnal- að. Tel jeg sjálfsagt, að sjeð verði um, að húsmæður geti íengið ómalaö hveiti til matar og í bakstur. Auk þess sem þáð væri heilbrigði að því, yrði bæði búbót að því fyrir landið í heild og fyrir einstök heimili að kornið væri flutt ómalað til landsins. Ætti það þá annað- hvort að vera til sölu ómalað, þannig, að hvert heimili malaði fyrir sig jafnóðum eftir þörf- um, eða vera selt í smápokum, malað, rjett eins og „nýbrent og malað kaffi“. Mætti gjarna vera dagsetning á pokunum, er gæfi til kynna, hvenær hveitið væri malað, til þess að trygt yrði, að það væri nokkurnveg- inn nýtt á markaðinum. — Eins og jeg mintist á áðan, er heilhveitið ágætt til alskon- ar matgerðar. — I franskbrauð er það, segir frú Guðbjörg að lokum, fyrirtak, og eihs í smá- kökur, kex, lagkökur og form- kökur. Má nota venjulegar upp- skriftir þó notað sje Grahams- mjöl eða heilhveiti. Þá má og nota það í sósur o. m. fl. Frú Guðbjörg Birkis hefir bakað hinar ljúffengustu kökur og kex úr þessu holla heilhveiti, ( g fekk frjettaritari nokkur sýn ishorn af því. Þá ljet hún blað- inu og í tje uppskrift af sjer- staklega góðri ,,rúllutertu“, sem hún bakar úr heilhveiti. Rúlluterta úr heilhveiti. 100 gr. smjörlíki, 100 gr. syk ur, 100 gr. heilhveiti, 1/2 tesk. lyftiduft, 2 egg, 2 matsk. mjólk, kakaó eftir smekk, eggjakrem, þeyttur rjómi. Tertan er bökuð eins og venjuleg rúlluterta, að öðru leyti en því, að kakaó er sett saman við deigið, svo að það verði brúnt, og eggjakrem er notað í stað sultu. Kakan er skreytt með þeyttum rjóma, og rifnu súkkulaði stráð yfir. Velklædd kona Hattabuðin veit hvar hún á að versla. * • Austurstræti 14, uppi, er altaf fremst. GunnlaugBriem Skíða Peysur. Hiltur Treflar Vetlingar Káleystar. Vesla LauKavep; 40. Langtum betri og’ þó ekki dýrari. Fæst aðeins í dósum og pökkum, en ekki í lausri VÍfft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.