Morgunblaðið - 16.12.1938, Side 3

Morgunblaðið - 16.12.1938, Side 3
Föstudagur 16. des. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Aldrei verkföll eSa verkbSnn I Svfþjóð! Khöfn í gær F.Ú. Amorgun verður undir- ritaður samningur milli sambands sænskra at- vinnurekenda og landssam- bands sænskra verklýðs- f jelaga, sem talinn er muni verða einstæður í sinni röð í öllum heimi. Samkvæmt samningi þessum skuldbindur at- vinnurekendasambandið sig til þess að beita ekki verkbönnum um aldur og æfi, en landssamband verkamanna skuldbindur sig hinsvegar til þess, að beita ekki verkföllum um aidur og æfi, heldur skuli allur ágreiningur milli þessara aðila framvegis jafnaður með friðsamleg- um samningi, og gerðar- dömi. Lögbann við verkfalli í Noregi Khöfn í gær. FU. Norska stjórnin liefir gefið tit bann við því, að kaupdeil- an milli síldveiðimanna og útgerð- armanna vei-ði látin lenda í verk- falli. Sennilega verður tii þess gripið að láta lögþvingaðan gerðardóm gera lit, uni málið. Ný vatnsveita í Vík í Mýrdal Ný vatnsveita var á síðast- liðnu hausti tekin til notkunar í Vík í Mýrdal. Eldri vatnsveita kauptúnsins var frá árinu 1923 og var vatnið í hana tekið úr lítilli lind ofan við kauptúnið. Sú vatnsveila ’ ar nú orðin ónóg, svo að nokk- ur íbúðarhús þorpsins voru því- næst vatnslaus. Hin nýja vatnsveita er tek- in úr uppsprettulind fyrir inn- an og ofan kauptúnið, í svo- nefndum straumtungum. Er vatnið 'leitt í 4 og 5 þumlunga víðum trjepípum, nálægt 1.150\ metra löngum. Víitnið er bæði mikið og gott og þrýstingur á- gætur, enda verða brunavarn- ir fyrir alt kauptúnið í sam- bandi við vatnsveituna. Bænd- ur Víkurjarða fá einnig vatn úr vatnsveitunni. •— Allur kostnaður við hina nýju vatns- véitu nemur um 10.500 kr. Um- sjÓn með verkinu hafði Gústaf E. Pálsson verkfræðingur. FÚ. „Fljúgandi ornstuskip1 ‘ bef.ir Jiessi flugvjel ameríska liersius verið kiilluð. Þettu er ein stærsta flugvjel í heimi. Smíði lienuar kostaði jrfir 5 miljón krónur. Ðeila um sjó- veðsrjett fyrlr Hæstarjetti Hæstirjettur kvað í fyrrad. upp dóm í málinu Úti bú Útvegsbanka Islands h.f. á Akureyri gegn Bjarna Vilmund- arsyni og Einari Malmquist Einarssyni. Með dómi sjórjettar Reykja- víkur 16. júlí 1936 var Einar Malmquist Einarssön útgerðaiý maður á Siglufirði dæmdur til að greiða Bjarna Vilmundar- syni vjelstjóra á Akureyri kr. 541.13^ er taldar voru eftir- stöðvar af ógoldnu kaupi Bjarna frá sumrinu 1935, á v.k. „Stat- hav“, SI 21. Skyldi Bjarni hafa sjóveð í skipinu fyrir hinu ó- goldna kaupi. Enginn ágrein- ingur var um kröfurnar, og mun málið aðallega hafa farið af stað vegna sjóveðskröfunnar. Útibú Útvegsbankans á Ak- eyri skaut (sem meðalgöngu- maður) málinu til Hæstarjett- ar, og gerði þá kröfu, aðallega að s jóveðsrj etturinn yrði ó- merktur, en til vara, að sjóveð- rjettur yrði aðeins viðurkend- ur fyrir nokkru af upphæðinni, sem nánar var tiltekið. En úti- búið taldi sig ekki fá greiðslu veðskulda á skipinu, sem selt var á uppboði, ef þessi sjóveð- rjettur yrði viðurkendur. Niðurstaða Hæstarjettar varð sú, að viðurkendur var sjóveð- ur fyrir kr. 241,53, sem var ól greitt af andvirði kaups á tímæ bilinu frá 5 julí til 3., sept 1935. r' 5 Hinsvegar taldi Hæstirjéttur. að fyrndur væri sjóveðsrjettl ur fyrir 120 kr. kaupteöfu.-frá árinu 1934, og var hann því feldur niður. Einnig taldi Hæsti rjettur ekki unt að viðurkenna sjóveðrjett fyrir 200 kr. kaup- kröfu frá 1935, þar eð ekki hefði tekist að gera skýra grein fyrir þessum kröfpm. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Danskan ekki lengur kenslumál í Færeyjum Frá frjettaritara vorum. Færeyjum í gær. konuuglegri tilskipuu um lýð- skóhi í Færeyjum var árjð 1!>12 mælt svo fyrir, að danska skuli vera kenslumálið. Síðan hefir ás ári hverju í 26 ár verið rætt um þetta mikla ágreinings- mál' í ’færeyska LÖg-þingiuu. Líka í ár kom fram tillaga um að néma þetta ákvæð.i ár gildi. Með skeyti til Lögþingsins, sem er dagsett í. gær, hefir danska keiislumálaráðuneytið kunngjört, að ákvæði tilskipunarinnar um dönsku sem kenslumál sje úr gildi nuniið. Yfirbygging bíla Ut af viðtali í heiðruðu blaði yðar í dag við hr. bilakaupmann Egil Vilhjálms- son, þá vil jeg sannleikans vegna og til þess að ekki valdi misskilningi síðar, þegar rituð verður saga bifreiðaiðnaðarins á íslandi, leyfa mjer að geta eftirfarandi. Það er ekki rjett, að hr. Egill Vil- lijálmsson hafi tekið að byggja yft'r bíla árið 1932, heldur var það vorið 1933 nð StrtétisVagnár Reykjavíkur h.f.j byr.j.aðj aþ byggja yfir stnptis- vagna sína á loftinu í húsi Egils, þar s'em nú er málaraverkstæði hans. Rak j elágið þetesa starfsemi sína þar á lfftinn fram á síðari hluta áreins 1934 og ,bj7gði þar yfir 10 bifreiðar sínar og auk þess einn langferðabíl. Um hausúð 1934 flutti fjelagið í hið nýja hús sitt við Hringbraut og seldi þá Agli hringsög sína og ef til vill ein- hver áhöld fleiri, en hann tók þá að roka verkstæðið áfram með sömu mönmnn og áður. Þegar hús Strretisvagna Reykjavík- ■iv h.fyar fullgetþ, helt fjelagið síðan ;áfram yfirbyggingarstarfsemi sinni, frnm til 1. febr. s.l., að Egill Vil- hjálsmsson tók við forstöðu fjelagsins þá var bæði trjesmíðaverkstæði og málningaVerkstæðí þess lagt niður. G. B. • Hjer um daginn talaði AlþýðublaðiS um ávaxtainnflutninginn fyrir jólin, sem gjaldeyrisnefnd heimilaði af mik- illi náð, og verðlagsnefnd ákvað verð- ið svo nú yrði ávextirnir ódýrir. Alt í lagi! sagði Alþýðublaðið. Innflutningurinn allur, sem fæst, samsvárar ]>ví, að til jafnaðar komi eitt epli á hvern bæjarbúa! Þegar inuflutningurinn er svona lít- ill, og eftirspurnin margfold á móts við það sem kaupmenn fá, getur hvert mannsbarn sjeð, að þeir einir fá ávext- ina, sem fyrst koma í búðirnar, eftir að sala byrjar' — ef ekki eru gerðar sjerstakar ráðstafanir til þess að al- menningur fái notið þessarar margeft- irspurðu jólavöru. Þetta ætla kaup- menn að gera, með því að hvei' versl- un reynir að sjá um að skifta þessu Htilræði sem jafnast milii viðskifta- manna sinna. Getur enginn liaft neitt á móti þessu. Nema Alþýðublaðið. Þar birtist grein í gær, sem fordæmir alveg þenna jöfnuð. Blaðið heimtar, að hver kaup- maður ha.fi ávextina á boðstólum jafn- óðum og þeir fást, svo fáir menn geti keypt þá upp alla, en flestöll heimili í bænum fái ekkert af þeim. Það þarf mikinn strákskap og mikla skammsýni til þess að gera slíka kröfu. Má af þessu smáatriði marka, hve „jafnaðarmenskan" er á lágu stigi hjá Alþýðublaðsmönnum, en ójöfnuður og ráðríki þeim í bióð runnið. ★ Fvrirspurn barst biaðmu um það í gær, hvernig hin liæstvirtu stjórnar- völd lands vors hefðu getað af hyggju- viti sínu fundið út, að sóttþveikjur gin- og klaufaveiki í jólátrjáiú, gætú ekki lifað lengur en til 20. desember. En á þeim drottinsdegi, sem er Tmbru- dagur, hefir stjómin leyft að dreifa grenitrjám þeim út, sem fram að þeim degi eiga að vera í sóttkví sakir gin- og klaufaveikishættu. En vafalaust kemur á þessu einhver skýring, þó hún kannske komi „eins og þjófur úr heiðskíru lofti". ★ Mikla undrun hefir það vakið ög gremju mj ólkurf ramleiðenda, sem senda mjólk í Samsöluna hjer, að öll viðleitni skuli gersamlega hafa doðnað út. af í því, að auka mjólkurneyslu Reykvíkinga, með almennings, og almennri auglýsinga- starfsemi . Ef mjólkurmálið væri ekki í hönduín áhugalausra stjórnarvalda, hefði vafa- iaust verið liægt að auka hjer mjólkurneysluna talsvert, enda þótt nokkrar kvartanir hafi átt sjer stað um það, að mjólkurgæðin væru á stund- um ekki sem skjddi. Með því að sýna þann sofandaskap í þessu máli, sem gert hefir verið, er mjólkurframleiðendum gert mikið tjón. En auk þess, sje um gallalausa mjóik «8 ræða, missa bæjarbúar hollustu þeirrar áf mjólkurnéyslu, sem þeir annat's fengju, ef neýslan fengist auk- in. ★ Ef málinu væri fylgt eftir með al- vöru, ætti að vera hægt, að fá meg- inþon-ann af reykvískum heimilum til þess að taka upp þá reglu, að hafa skyr eða annan mjólkurmat til mið- degisverðar fleiri daga í riku, en ver- iö hefir. Meðan Samsalan heldur uppi nú- verandi skipulagi aðgerðaleysisins, er erfitt fyrir aðra að gera nokkuð sem .ð gagni kemur í þessu efni. ★ Þrifnaðarkona ein hjer í bænum benti mjer á það í gær, að hún hefði orðið vör við, að krakkar hefðu það að leik, að dreifa pappírsrenningum Út um allar götur, hefðu það sjer til gamans að sjá pappírsdruslur þessar fiaksast í goln og vindi. En þar sem mikil brögð eru að slíkum leik, verður pappírsrusl þetta til mikils óþrifnaðar út um götur og torg. Pappírsrenninga þessa fá bömin oft prentsmiðjum og bókbandsstofum. ★ Hjer um daginn heyrði jeg þessa sögu: Það vav eitt sinn hjer á árum áður, er hráðapestin gerði mikinn usla í sauðfje bænda, að bóndi einn, lítt eínum búinn, hafði þann sið, að slátra iitlu að haustinu, til heimilisins, en basl- aðist við að nota kjotiö af því f je, sem 'veiktist af pestinni. Yor eitt kom liaim til nágranna sinna, óg var í mestu vandræðum, orð- inn heylaus og heimilið bjargarlaust. „Pestin brást" — sagði hann. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer, hvem- leiðbeiniagum til'g á að beygja jámkarl,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.