Morgunblaðið - 16.12.1938, Blaðsíða 5
Fostudagur 16. des. 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
S
&
Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgSarmaBur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgréiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutSl.
í lausasölu: 15 aura eintakiB — 25 aura meB Lesbók.
Páll Bjarnason skólastjóri
„VANDRÆÐI BÆJANNA"
-V
andræði bæjanna verða
$9 V aldrei leyst nema
Framsóknarmenn leggi þar mik
inn hlut til mála. Fram að þessu
jhefir stuðnings okkar ekki ver-
ið óskað •— —“.
Þessar tvær setningar eru
teknar orðrjett upp úr grein í
Tímanum í gær, eftir Jónas
íJónsson, formann Framsóknar-
flokksins.
Hvað meinar eiginlega for-
maður Framsóknarflokksins
með þessum ummælum? Hann
lilýtur þó að vita það, að Fram-
sóknarflokkurinn hefir farið
með völdin í landinu síðustu
11 árin. Og þótt Jónas Jónsson
liafi nú um nokkurt skeið stað-
ið „utan gátta“ í pólitíkinni,
jþar sem hann hefir verið á
skemtiferðalagi í fjarlægri
lieimsálfu, getur hann ekki ver-
ið búinn að gleyma því, sem
.gerst hefir hjer undanfarin 11
éx. Hann veit vel, að „vand-
ræði bæjanna“ er ekkert ein
istakt fyrirbrigði, heldur aðeins
•einn þátturinn í því almenna
"vandræðaástandi, sem skapast
3hefir í landinu undir miður far-
Æælli stjórn Framsóknar og
.sósíalísta.
★
En einmitt vegna þess að
.„vandræði bæjanna“ eiga ræt-
w sínar að rekja til hins aÞ
menna ástands í landinu, leiðir
^eðlilega af því að ef þeir flokk-
ar, sem fara með völdin í land-
inu fást ekki til að gera neinar
ráðstafanir til þess að ráða bót
á ástandinu, þá verða seint
Tundin bjargráðin.
Það er öllum kunnugt, að
-„vandræði bæjanna“ stafa af
Jhruni atvinnuveganna við sjó-
inn, og þá fyrst og fremst sjhv->
arútvegsins. En hrun sjávarút-
vegsjns er ekkert sjermál kaup
staðanna, heldur er það mál,
:sem aljijóð varðar. Og það dett-
ur sjálfsagt engum í hug, að
unt verði að bjarga sjávarút-
’vegnum, eins og nú er komið,
án þess að Alþingi geri ein-
hverjar ráðstafanir honum til
viðreisnar. Og ,,óskir“ hafa ver-
ið fram bornar um þetta árlega
nndanfarin 6—8 ár, þótt for-
maður Framsóknarflokksins
virðist hafa gleymt því, sem
gerst hefir á þessum árum.
★
Máske ummæli formanns
Framsóknarflokksins, að ekki
hafi verið „óskað“ stuðnings
flokksins til þess að leysa
„vandræði bæjanna“ eigi að
þýða það, að flest bæjarfjelög-
in eru að reyna að basla
sjálfstæð og hafa ekki enn
gefist upp og flúið á náð-
ir ríkissjóðs. Tvö hreppsfje
lög og einn kaupstaður í kjör
dæmi f jármálaráðherra hafa
neyðst til að stíga þetta spor.
En enginn hefir orðið þess var,
að þetta hafi verið neinn gróði
fyrir ríkið. Þvert á móti hefir
þetta eymdarástand eystra kost
að ríkið mikið fje og á vafa-
laust eftir að kosta miklu
meira.
Stundum hefir manni fund-
ist það skína út úr blaðaskrif-
um Tímamanna, að þeim væri
það einhver fróun ef illa gengi
hjá bæjarfjelögunum, og þá al-
veg sjerstaklega, ef þungt væri
fyrir fótinn hjá Reykjavíkurbæ.
Þá hafa Tímamenn einblínt á
það, að það eru Sjálfstæðismenn
sem hafa meirihlutann í bæjar-
stjórn Reykjavíkur.
Það er nú ekki von að ástand
ið í okkar landi sje gott, ef að
svona hugsun er ríkjandi hjá
þeim mönnum, sem með völdin
fara í landinu. Og — því miður
— er ekki hægt að neita því, að
þessi hugsun hefir ráðið of
miklu á undanförnum árum hjá
núverandi stjórnarflokkum. Til
hennar má rekja ýmsar aðgerð-
ir stjórnarflokkanna, þar sem
beinlínis hefir verið seilst eftir
því, að níðast á höfuðborg
landsins og íbúum hennar.
Ný bók---
Skriftir
heiðingjans
Minning
i
En þessi hefndarpólitík verð-
ur að hverfa úr okkar stjórn-
málalífi. Allir flokkar verða að
skilja það, að hvert einstakt
bæjarfjelag, sýslufjelag og
hreppsfjelag eru meiðir á sama
stofninum. Því er það, að sje á
einhvern hátt gengið á hlut
þeirra hittir það allan þjóðar-
líkamann.
Allir ábyrgir stjórnmála-
menn í landinu vita vel hvar
skórinn kreppir nú í dag. Þeir
vita ,að það er hinn sífeldi
taprekstur sjávarútvegsins, sem
er undirrót allra meinsemda.
Þeir vita, að ef ekki tekst að
bjarga sjávarútveginum, þá er
hrunið skollið yfir, hrunið, sem
ekki aðeins bitnar á bæjarfje-
lögunum og þeim, sem við sjó-
inn búa, heldur á þjóðinni í
heild.
En fyrst stjórnmálamenn-
írnir vita þetta, hví eru þeir
þá að reyna að blekkja þjóð-
ina með því, að láta svo sem
þeir viti ekki hvar meinsemdin
liggur?
Hví hefjast þeir ekki handa
og grafast fyrir meinsemdina,
svo að sjúklingurinn geti lækn-
ast?
Mæðrastyrksnefndin hefir hafið
jólasöfnun eins og- fyrirfarandi ár.
Tekur hún með þakklæti á móti hverri
gjöf, stórri eða smárri, sem getur orð-
ið til að veita gleði eða bæta úr neyð
á heimilum fátækra mæ'Sra. Yæntir
nefndin
Skriftir heiðingjans. Ljóð
eftir Sig. B. Gröndal.
Isafoldarprentsmiðja h.f.
Fyrir úíu árum kom út lítið
ljóðasafn, sem hjet nafninu
„Glettur". Höfundur þess var
kornungur maður, Sigurður Bene-
diktsson Gröndal, Reykvíkingur
í húð og hár og snortinn af nýj-
um tíma — barn hinnar nýju,
alþjóðlegu Reykjavíkur.
Síðan hefir komið út fjöldi af
smásögum eftir hann í blöðum
tímaritum. Ymsar þeirra, á-
samt öðrum fleiri, hafa komið út
í bókarformi, undir nöfnunum
„Bárujárn“ (1932) og „Opnir
gluggar“ (1935). Það sem ein-
kendi sögtrr þessar var næm eft-
irtekt á mannlífinu og djúpur
skilningur á mannlegum tilfinn-
ingum. Og sögurnar voru skemti-
legar aflestrar, því að þær voru
ekki einhæfar, heldur kunni hof-
undur að bregða mörgu fyrir sig
og talaði jöfnum höndum í
gamni og alvöru.
Nú er Gröndal orðinn full-
þroska skáld, sem leitar dýpra
en áður og hiefir markað gleggri
brautir en hann gerði áður. Þeim
sem les nýju ljóðabókina hans,
„Skriftir heiðingjans“, dylst ekki
að hjer er óvenjulegur maður á
ferð, sem síst vill fara troðnar
götur. Svo fruinleg og einkenni-
leg eru kvæðin í þessari nýju
bók hans, bæði af efni og formi.
Hvort heldur hann yrkir
vögguvísuna eða ádeiluna ferst
honum jafn vel. Það * er fögur
hamning yfir þessari vögguvísu:
Dauft er yfir austurheiðum,
álfaborgin hljóð,
yfir landið svefninn sígur,
sú er miskunn góð. —
Eg skal vaka og vaka ein,
vöggu þinni lijá —
aðeins myrkrið má
móðurtárin sjá.
Og það er neyðarleg nepja í
kvæðinu um hana kisu (XVIII),
sem mjálmar við dyrnar og minn
ist svo liðinna tíma, er;
„Úti í horni átti jeg ból
og átta börnin fríð —
og alt ljek í lyndi, þangað til
t . . í poka setti hún börnin blíð,
blessuð frúin góð —
og steini í annan endann tróð.
En slíkir harmar gleymast, og
eftir að búið er að drekkja ketl-
ingunum fer svo, að
Kisa malar mett og vær —
og minningarnar flýr —
Mikið er það svipað
um manneskjur og dýr.
— — — En það er rangt að
t vera að birta tilvitnanir. Bókin
að Reykvíkingar mnni. er stutt og þeim sem unna ný-
reynast henni vel og; mæli j ijóðagerð, skal ráðlagt
þess,
eins og fyr reynast l’cnni vel og
greinilega. Skrifstofan er opin kl. 4- ag ]RSa bókiua Sigurðlir Gröndal
7 daglega í Þingholtsstræti 18. Þeir,
sem vildu gefa föt eða annað,, en ættu,
óhægt með að senda það, eru beðnir a
að gera viðvart í síma Mæðrastyrks-
nefndarinnar: 4349.
yrkir ekki til þess að ríma. Hann
sjerstæða skáldbæfileika, sem
væntanlega eiga eftir að koma
enn betur í ljós síðar. S.K.
dag verður borinn til moldar í
Vestmannaeyjum Páll Bjarna-
son, skólastjóri barnaskóla Vest-
mannaeyja, er andaðist hinn 5.
þ. m. að heimili sínu eftir stutta
legu.
Páll Bjarnason var Arnesingur,
fæddur að Götu á Stokkseyri 26.
júní 1884 og voru foreldrar hans
þau Bjarni Pálsson organisti,
bróðir þeirra „Selsbræðra", m. a.
Jóns, ísólfs og Gísla Pálssona, og
Margrjet Gísladóttir, sem enn er
á lífi — um áttrætt — -og býr í
Traðarholti í Stokkseyrarhreppi
með Jóni bónda Þórðarsyni.
Faðir Páls druknaði í Þorláks-
höfn, er Páll var kornungur, og
ólst hann síðan upp með móður
sinni.
Systkini Páls er upp koniust
eru: Friðrik, söngkennari og tón-
skáld í Hafnarfirði, Þórður,
starfsmaður á Vífilsstöðum og
Páll Þorgeir, sem dvelst í Ame-
ríku. Þrjú systkini önnur átti
hann, er dóu í æsku.
Nokkru eftir að Páll Bjarnason
settist að í Vestmannaeyjum,
kvæntist hann — li. 14. maí
1921 — eftirlifandi konu slnni,
Dýrfinnu Gunnarsdóttur, hinni
mestu ágætiskonu, dóttur merk-
ishjónanna Gunnars Andrjesson-
ar hreppstjóra í Hólmuhl í Austur-
Landeyjum, og konu hans, Kat-
rínar Sigurðardóttur, sem dvelst
á heimili Dýrfinnu dóttur sinnar.
Hugur Páls mun snemma hafa
hneigst að bóklegum fræðum.
Hann gekk á Flensborgarskólann
og er mjer t.jáð að bræður hans
Friðrik og Þórður hafi stutt hann
fjárhagslega til námsins.
Prófi frá Flensborgarskólanum
lauk Páll vorið 1907 og stundaði
kenslu eftir það austanfjalls í
ýmsum stöðum. Varð síðar kenn-
ari og skólastjóri á Stokkseyri
alt til 1917, er hann fluttist til
Vestmannaeyja, og gerðist þar
ritstjóri að blaðinu „Skeggja“,
en ritstjórnarstörf hafði hann áð-
ur haft með höndum, því hann
var ritstjóri að „Suðurlandi" á
Eyrarbakka meðan hann var
skólastjóri á Stokkseyri.
Árið 1920 tók Páll við stjórn
barnaskóla Vestmannaeyja og
gegndi því starfi til dauðadags.
Hafði hann gegnt þessu vanda-
sama starfi nær 20 ár er hann
ljest. Barnaskóli Vestmannaeyja
er einn hinna stærstu á landinu
og skólastjórastarfið vandasamt
og erfitt. Öllum sem til þektu
mun bera saman um, að Páll hafi
haft mikinn áhuga fyrir því að
leysa það starf vel af hendi og
lagt mikið á sig í því skyni, en
það var honurn þeim mun erfið-
ara fyrir þær sakir, að liann var
ávalt, einkum síðari árin, mjög
veill á
ur undir höfuð leggjast að full-
komna þekkingu sína til að gera
sig hæfari til skólastjórnar og
kenslustarfa. Fór hann fjórum
sinnum utan í því skyni og sótti
námskeið á Englandi og Norður-
löndum.
Á landsmálum
Páll Bjarnason.
um hafði Páll mikinn áhuga og
átti sæti í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja fyrstu árin, og um
langt árabil í sáttanefnd: Gætti
áhrifa hans víða í almennuini
velferðarmálum Vestmannaeýinga
og myndi þó liafa betur gert, ef
heilsan hefði verið sterk. Hann
kom til Eyja þegar liið mikla
f»amtak í björgunarmálum var
að hefjast. Lagði hann þeim mál-
um ávalt hið besta lið og var síð-
ar einn af forgöngumönnum að
stofnun slysavarnafjelagsins „Ey-
kyndill“.
Ræktun Eyjanna og búnaðax-
mál voru honum sjerstakt hugð-
arefni. Hann gekst fyrir stofnun
búnaðarfjelags Vestmannaeyja og
var í stjórn þess fvrstu 10 árin,
og var jafnframt trúnaðarmaður
Búnaðarsambands Suðurlands.
Hinn sjerstaka áhuga hans á
ræktunarmálum Eyjanna og skiln
ing hans á því, fiversu þýðingar-
mikil þau eru fyrir afkomu
fólksins, má einnig á þvi marka,
að hann lagði þar sjálfur hönd á
plóginn, tók verklegan þátt í
ræktuninni á eigin kostnað, fyrir
utan það sem hann var óþreyt-
andi í að leiðbeina öðrum í þeim
efnum.
í sögu landsins var Páll óvenju
fróður, og var ættfræði eitt af
þeim málum, sem hann lagði við
sjerstaka rækt.
Allur almenningur í Vest-
mannaeyjum mun sjá Páli skóla-
stjóra á bak með söknuði. Hann
var góður viðurtals, glaðlyndur
og skemtinn á að hitta, trygg-
lyndur og vinfastur. Munu þeir
ótaldir, er til hans leituðu í yanda
málum og sóttu hann að ráðum,
því Páll var prýðisvel gefinn og
ráðhollur.
Nemendur Páls Bjarnasonar
eldri og yngri og vinir þeirra
hjóna munu í dag minnist hans
með virðingu og þakkiæti og
senda ástvinum hans hugheilar
samiiðarkveðjur, J. Þ. J.
Börnin skrifa nefnist nýútkom-
heilsu. Ekki ljet Páll held- in barnabók, sem _ er sjerstök í
sinni röð. I bókinni eru eingöngu
sögur og ljóð, sem börnin hafa
sjálf skrifað og samið. Eru það
börn á aldrinum frá 6—13 ára og
aðallega skólabörn í barnaskólum
Reykjavíkur. Tveir kennarar hafa
hafa valið efnið í bókina, en bóka-
| útgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar
og hjeraðsmál-' gefið út.