Morgunblaðið - 16.12.1938, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.12.1938, Qupperneq 7
Föstudagur 16. des. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 7 Flýgur fiskisagan! Nýjar birgðir af jólahveiti á 2 krónur pokinn 10 lbs. Ávaxtasulta. Jarðarberjasulta. Möndlur. Succat. Kókosmjöl. Vanillestengur. Sýróp, ljóst og dökkt. Margt fleira nauðsynlegt í jólabaksturinn. Góðar vörur. — Fljót afgreiðsla. — Lægsta verð. Versl. Þórsmörk Sími 3773 Motorgalease til §alg' Lasteevne 70 tons. Ny istandsat og med ny 35 Hk. Dieselmotor. Pris 16000 Kr. contant. J. Neergaard-Möller, Taastrup St. Danmark. www Tíl jólanna: Elsku drengurinil okkar, Sigurjón Eiríksson, andaðist í gær í Landspítalanum. Sigríður og Eiríkur, Sólvöllum, Keflavík. Lík móður okkar, Ingibjargar Bjarnadóttur, frá Nýjabæ á Þingeyri, verður flutt til Dýrafjarðar. Kveðju- athöfn fer fram frá heimili hennar, Lokastig 15, föstudaginn 16. J). m. kl. 11 f. h. Soffía, Valgerður og Hjálmar. PianóleiKur Rögnvalds Sigurjónssonar Pessi kornungi píanóleikari hefir áður látið Reykvík- inga heyra til sín, þá einungis útskrifaður af Tónlistarskólanum hjer, en síðan hefir hann verið við nám í París, og þó dvölin þar hafi ekki verið löng- enn sem komið er, hefir hann ótvírætt liaft gagn af henni. Hann hefir nú þegar fengið mjög örugga tekniska undirstöðu, hann „ræð- ur fyllilega við“ alt sem hann fer með, og var þó sumt af því erfitt útfærslu. Rögnvaldur er nú kominn svo langt, að hann getur farið að varpa af sjer skólafjötr- unum. Hann virðist hafa nóg .skap og fjör til að bera, en það er enn of bundið og niðurbælt. Þessvegna datt t. d. hinn stór- fenglegi endir á Bacli-fúgunni nokkuð máttlaust niður og þungi undirstraumurinn í Schumann- ■sónötunni varð að ljettum lækj- arklið. Langbest tókust smálögin eftir Debussy. Yfirleitt var hljómléikurinn hinn ánægjuleg- asti; vandvirkni og tónlistar- hæfileikar Rögnvalds gefa hinar bestu vonir um framtíð hans. Hjer áður fyr, meðan menn- ingin var ekki komin á eins hátt stig og nú, var oft kvartað vfir því í blöðunum, að Reykvíkingar levfðu sjer að klappa á milli kaflanna í sónötu! Nú er „dann- elsið“ komið svo hátt, að ef ein- hver, sem ekki veit betur, dirfist uð klappa á milli tveggja „etudes“ eftir Debussy, þá upp- götvar sá hinn sami fljótlega, að hann hefir gerst seltur um helgi- spjöll. En hvað öllu flevgir fram! E. Th. DEILA UM SJÓ- VEÐSRJETT FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Varð því niðurstaða Hæsta- rjettar sú, að Einar M. Einars- son skyldi greiða Bjarna Vil- mundarsyni kr. 541,13, auk vaxta, og að Bjarni skyldi hafa sjóveðsrjett í uppboðsandvirði ,,Stathav“ til tryggingar kr. 241,53. Auk þess skyldi Einar greiða kr. 95,35 í málskostnað í hjeraði, en málskostnaður í Hæstarjetti var látinn falla nið- ur. Hæstirjettur fann ástæðu til að átelja drátt á málinu af hálfu umboðsmanns áfrýjanda. Theodór Líndal hrm., flutti málið fyrir Útibú Útvegsbank- ans, en Stefán Jóh. Stefánsson fyrir þá Bjarna og Einar. SIGUR ÞJÓÐVERJA í MEMEL FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Endanleg úrslit í Memel-kosningun- um eru nú kunn. ÞjóSverjar fengu 25 þingsæti af 29, bættn við sig einu (ekki tveimur eins og fyrst var talið). Lit- hauar fengu 4 þingsæti. Atkvícðatölurnar voru: 1.800.000 greiddu Þjóðverjum atkvæði, 250 þús. Lithauum. Þýsk blöð segja í dag, að þessi kosn- ing sýni og sanni að Memel sje þýskt land. Qagbófc. I. O. O. F. 1 = 12012168V2 = E. I.; E. S. * Veðurútlit í Rvík í dag: A- kaldi. Dálítil rigning. Veðrið (fimtudagskvöld kl. 5) : SA-læg átt og þíðviðri um alt land og rigning um SA-hluta landsins. Iíiti 2—7 st. Víðáttu- mikil hæð er yfir Norðurlöndum, en lægðir fyrir sunnan land og vestan. Næturlæknir er í nótt Karl S. Jónasson, Sóleyjargötu 13. Sími 3925. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. 70 ára er í dag Helgi Jónsson fyr kaupfjelagsstjóri á Stokkseyri, nú til heimilis á Hverfisgötu 35. Hjónaband. Gefin voru saman í hjónaband 9. þ. m. á Akureyri Gígí Jónsdóttir, Hótel Akureyri, og Sigurður Pálsson umsjónar- maður við Gefjun. Brúðhjónin taka 5jer far til 'útlanda með Goðafossi í kvöld. Sigurður Eggerz bæjarfógeti á Akureyri og frú hans eru nýkom- in hingað til bæjarins og munu dvelja hjer fram yfir jól. Guðspekifjelagar. Fundur í Septímu í ltvöld kl. 9. Erindi: Or- sök og afleiðing. Afgreiðsla Morgunblaðsins tek- ur á móti peningagjöfum til Vetr- arhjálparinnar. Reykvíkingar. Munið að síma Vetrarhjálparinnar er 5164. Skrif- stofan er í Varðarhúsinu uppi, og er er þar tekið á móti peninga- gjöfum og hverskonar öðrum gjöf- um. Einnig er tekið á móti gjöf- um í Franska spítalanum. Þess fyr sem gjafirnar berast, þess betra fyrir starfsemina. Ríkisskip. Súðin var á Hólma- vík í gær. Prjónlessýningin. Dregið var í happrætti Prjónlessýningarinnar í gær hjá lögmanni og komu upp þessi númer: 223 — 290 — 382 — 446 — 1314 — 1686 — 1800 — 2268 — 2496 og 2780. — Vinning- anna sje vitjað á skrifstofu sýn- ingarinnar í Mjólkurfjelagshúsinu (gengið inn frá Tryggvagötu) í dag og á morgiin kl. 2—5. A sama tíma eru menn beðnir að sækja pantaða muni. Útborgun vinnu- launa á sýningarmunum fer fram þriðjudag 20. des. og miðvikudag 21. des. á skrifstofu Happdrættis- ins, Túngötu 6, kl. 10—1. Á sama stað og tíma fer og fram útborgun fyrir selda mujii — og afhentir óseldir munir. Gestir í bænum. HóteL Borg: Hallgrímur Björnsson læknir, Akranesi; Þórður Ásmundsson út- gerðarm., Akranesi. Hótel Vík: Þorsteinn Jóhannsson, Gerðum; Ögmundur Jónsson, Hvalsnesi; Sigurður Helgason, Bíldudal. Síra Helgi Hjálmarsson biður þess getið, að hann hefir ekki skrifað, og ekki látið skrifa, Víð- sjá Þjóðviljans 15. þ. m.: „Hvers vegna var Ármann stofnaður f! Pjetur Sigurðsson, erindreki Stórstúkunnar, kom í fyrradag til bæjarins úr hringferð um landið. Hann var 2a/2 mánuð í ferðinni, og hjelt fyrirlestra á Austfjörð- um og Norðurlandi. Peningagjafir til Vetrarhjálpar- innar. N. N. 100 kr. Starfsfólk hjá Timburversl. Völundur h.f. 105 kr. N. N. 10 kr. N. N. 20 kr. N. N. 1 kr. S. V. Þ. 10 kr. P. II. 2 kr. AUGAÐ hvílist TU||I| C með gleraugum frá • ■ ■ Starfsf. hjá L. Storr 40 kr. Starfs- fólk hjá Timburverslun Árna Jóns sonar 25 kr. Frk. Jóhanna Magn- úsdóttir 100 kr. M. J. 2 kr. Starfs- menn hjá H. í. S. 50 lu*. Kærar þakkir. F. h. Vetrarhjálparinnar. Stefán A. Pálsson. Til Strandarkirkju afh. Morg- unblaðinu: N. N. 2 kr., S. J. 5 kr., D. S. 5 kr., J. P. 4 kr., í. B. 4 kr., N. N. (gamalt áheit) 15 kr., ó- nefndur 2 kr., S. G. 5 kr. Blik, blað málfundaf jelags Gagnfræðaskólans í Vestmanna- eyjum er nýkomið út og flytur m. ú. þessar greinar: „Vetur kon- uíigur' ‘ eftir síra Halldór Kolbeins, „St. Bára nf. 2 fimtug“, eftir síra Jes Á. Gíslason. „Sigurbjörn Sveinsson sextugur“. „Þegar Vest- mannaéy' fórSt“ o. fl. íþróttaf jelgið Ilörður í Patreks- firði á um þessar mundir 30 ára starfsafmæli, var stofnað síðast á árinu 1908. Aðalhvatamaður að stofnun fjelagsins og formaður þess hin fyrstu ár var Kristján Skagfjörð, stórkaupmaður í Revkjavík. Fjelagið er eitt elsta íþróttafjelag utan Reykjavíkur. Var afmælisins minst með sam- sæti og fjölbreyttri skemtun í gærkvöldi. (FÚ). Orsakir erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismálunum heitir bók (100 bls.) sem kom út í gær. Höf undur bókarinnar er Benjamín it. J. Eiríksson, hagfræðingur. Undir heiðum himni lieitir Ijóða- bók eftir Jón kennara Þórðarson frá Borgarholti, og er hún nýkomin út. í bókinni eru um 30 kvæði öll stutt, enöa er bókin ekki nema 78 bla'ðsíður. Prentun og frágangur er góður að öðru leyti en þeirri foi’dild, sem lýsir • sjer í því, að hafa evður sem allra mestar, fyrirsagnir efst í horni og svo aðeins fjórar Íínur neðst á blaðsíð- únni. Ljóðin eru sjálf snotur, aðal- lega huglirifal.ioð, kveðiu' undir hand- leiðslu íslenskrar háttúni. Kápumynd- in er táknræn fyrir ljóðin: Göngu- maður, sem skimar af hátindi til blán- andi f.jalla, þar sem morgunsól ljómar. Gjöf til Eldsvarnavikunnar, í gær barst Slysavarnafjeíaginu 50 króna gjöf frá vátryggingarfjel. A./S Nordisk Brandforsikring (umboðs- maður hr. Magn. Jochumsson póst- fulltrúi) sem viðurkenningu fyrir gott starf í Eldsvarnavikunni og skvldu peningarnir ganga til hennar. Morgun- blaðið hefir verið beðið að skila kæru þakklætl til gefandans. 50 ára afmæli Ármanns. f til efni af 50 ára afmæli Glímufjelagsins Armann, lagði stjórn f.jelagsins blóm- sveig á leiði Pjeturs Jónssonar, blikk- smiðs og heimsótti síra Helga Hjálm- arssoti, færði honum hlóm og gerði hann að heiðursfjelaga. Báðir þessir 11161111 voru aðalhvatamenn að stofn- un fjelagsins. Eimskip. Gullfoss kom til Leith um kl. 3 í nótt. Goðafoss fer til Hull og Hamborgar í kvöld. Brúarfoss fór frá Vestmannaeyjum í gær áleiðis til Grimsby. Detifoss fór frá Hull í gær- kvöldi áleiðis til Vestmannaeyja. Lag- arfoss er í Kaupmannahöfn. Selfossi er á leið til Vestmannaeyja frá Imm- ingham. Knattspyrnufjel. Akranesss helt 14 ára afmælisfagnað sinn í samkomu- húsinu á Akranesi s. 1. laugardags- kvöld. Formaður fjelagsins, Olafur Sigurðsson kaupmaður setti samkom una og bauð gesti velkomna. Ólafur hefir verið fonnaður fjelagsins í 10 ár, með miklum dugnaði og skiir- ungsskap. Þá flutti forseti I. S. I. ræðu, því næst voru sýndar kvik- myndir í. S. f. Níels Kristmannsson útgerðarmaður las upp skemtiléga sögu. Finnur Ámason trjesmiður söng nokkur lög, Bára Sigurjónsdótt- iv (skipstjóra á „Garðari") sýndi 1 nokkra listdansa- og þar næst dönsuðu þau Bára og Jón Þorbjörnsson nokkra nýtísku dansa. Öll skemti- atriðin tókust vel og virtust áhorf- endur vel ánægðir. Loks var stiginn dans til morguns undir dynjandi hljóðfæraslætti hljómsveitar B.jarna Þórðarsonar. — Þessi afmælisskemt- un Knattspymufjelags Akraness fór hið besta fram og var öllum hlutað- eigendúm til sóma. Utvarpið: 12.00 Hádegisútvarp. 19.20 Erindi Fiskifjelagsins: TJm sjávarútvegsmál (Þorsteinn Þor- steinsson skipstj.). 19.50 Frjettir. 20.15 Ftvarpssagan. 20.45 Illjómplötur: Harmóníku- lög.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.