Morgunblaðið - 15.01.1939, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. janúar 1939.
ábyrgðarlaust þvaður?
veit, að þeir menn, sem viðræðu- J
partarnir eru liafðir eftir, taka:
því eins o" það er meint, þó jef?
vitni hjer opinberlega í ummæli
þeirra, aðeins til þess að sýna, að
hjer er um staðreyndir að ræða, j
og er þess fuHviss, að þeir vildu
fúsir leggja frarn riik fyrir orð-
um sínum, ef þess væri óskað.
Togaraskipstjóri sagði í talstöð
7. okt. kl. 17.50:
,.IIann talaði um NNV átt, en
það er svo sem ekkert að marka
hann, það er eins til með að verða
gæti talist prenthæft, en sem þó,
þrátt fyrir mergjað orðalag, eiga
fullan rjett á sjer, sjeð frá sjón-
armiði mannsins, sem situr af sjer
dýrmætan róður í góðu veðri, af
því að spáð hefir verið illviðri,
eða glæpst á að trúa spánni um
gott veður, en fær á sig hrak-
viðri, þegar hann er kominn út á
íiskimiðin, sjer máske fram á að
missa veiðarfærin og tapa þannig
hálfri lífsafkomu sinná. Þessutan
óviss um að ná nokkurntíma heim
til sín og sinna aftur.
iErHBEru íslenskar veðurfregnir
stórhýsa, sem veita skjól fyr-
ir vindbrigðum, verða menn
lítt varir þeirra veðurbreyt-
inga, hvort áttin er norðlæg,
eða suðlæg og því síður að
almenningur veiti því sjer-
staka athygli, hvort Veður-
stofan spái þessu eða hinu
og hvort að spáin kemur ná-
kvæmlega eða nokkurnveg-
inn fram.
Bn úti í strjálbýli sveitanna og
á fiskimiðunum kringum landið,
þar sem hver dagur er þæginda-
snauð barátta við erfið lífskjör,
•er veðurfarið þungamiðjan, sem
athafnirnar miðast við. Á þessum
stöðum leggja menn því eðlilega
mikið upp úr starfi slíkrar stofn-
unar, sem Yeðurstofan íslenska er,
«g það mun ekki ofsagt, að það
sje föst og rjettmæt skoðun
fjölda manna, að Veðurstofan sje
stofnsett og viðhaldið íneð það
fyrir augum að ráða fram úr og
segja fyrir um veðurbreytingar
■af fregnum, sem hún fær víðsveg-
nr að, löngu áðuv en þær skella
yfir land vort, þannig að bæði til
sjós og sveita geti menn gert ráð-
stafanir sjálfum sjer og öðrum í
liag eða til varnar. Og eðlilegt að
iagt sje talsvert gildi í orð þeirra
manna, sem hafa öll bestu gögn
í höndunum, hafa veðurfræði að
sjergrein eftir margra ára nám
«g eru launaðir af ríkinu til að-
stoðar þeim mönnum, sem í hörð-
ustu baráttunni standa við að afla
þeirra lífsgæða, sem afkoma þjóð-
arinnár byggist að mestu leyti á.
Hver er svo árangurinn?
Eftir Halldór Jónsson
loftskeytamann
Jeg ætla aðeins að snúa mjer
að þeirri hliðinni, sem veit að okk-
ur sjómönnunum.
Hvenær sem Veðurstofan berst
í tal, hljómar sama vafningar-
lausa viðkvæðið: ,,Það er ekkert
að marka þessai spár þeirra á
Veðurstofunni".
Hjer eru nokkur dæmi, og jeg
þveröfugt, heila klabbið helvítis
vitleysa. Það er ekki ósjaldan, að J
þegar hann spáir vestan, komi
hann á austan“.
Porm. v.b. Ingólfi-Bggert 2.
nóv. kl. 19.20:
„Hann ætti bara að fara að
hætta þessum spám sínum, að spá
klukkan 15.00 kalda og svo kl.
19.00 stormi“.
Form. Ármann-Ver 2. nóv. kl.
19.34:
„Það er alveg yfirtak hvernig
hann getur spáð, þessi blessaður
maður. Hann spáir bara eftir því
sem hann frjettir að veðrið er
orðið á hverjum klukkutíma. Það
er lítill fyrirvari k þessu hjá hon-
um“.
★
Þetta segja mennirnir, sem
eiga að styðjast við veður-
fregnirnar í starfi sínu á sjónum,
og eru þessi urnmæli þó öll af
betri tegundinni. - Annars eru
' mörg með því orðbragði, sem illa
Framhalds-aðalfundur
Sölusambands fslenskra
fiskframleiðenda
wm
hefst í Kaupþingssalnum kl. 10 n.k. mánudags-
morgun.
Fulltrúar eru beðnir að sækja aðgöngumiða á
skrifstofu Sölusambandsins, Fríkirkjuveg 11, kl.
9—10 á mánudagsmorgun.
STJÓRN S. í. F.
Rúðugler
Útvegum allar tegundir af rúðugleri frá
Þýskalandi eða Belgíu.
Eggert Krisf jánsson & Co. Ii.f.
Reykjavík.
Og livað liafa þeir svo fyrir
sjer í þessu vantrausti? Hjer eru
dæmi, sem tala sínu eigin máli.
Fimtudaginn 29. des. kl. 10.00
spáir Veðurstofan (fyrir Vest-
firði): N hvassviðri og snjókoma.
En einmitt þannig lagað veður
hafði þá staðið alla nóttina fyrir
Vestf jörðum, en lægði skömmu
eftir að spáin um N hvassviðri
kom, og var ágætt veður allan
daginn. Togarar, sem voru að
veiðum hjer í Faxafloa, foru þa
að stíma vestur. Kl. 19.10 spáði
Veðurstofan: Stilt og víðast bjart
veður (veðurútlit næstu tvö dæg-
ur), en varla var veðurfræðing-
urinn búinn að sleppa orðinu, þeg-
ar spá hans var að engu orðin,
eða nánar tiltekið kl. 19.30 sagði
einn togaranna, sem voru að veið-
um útaf Straumnesi, að byrjað
væri að hvessa og litlu síðar var
þar kominn stinningskaldi með
snjókomu og fór vaxandi. Skipin,
sem voru á vesturleið, hjeldu þo
enn áfram í áttina út á Halamið,
í trausti hinnar nýsögðu veður-
spár um stilt og bjart veður. En
um kl. 24.00 bráðhvesti af NA
með kolsvartri hríð, hjá þessum
skipum, sem þá voru komin nokk-
uð NA af Látrabjargi, og skömmu
síðar jók svo sjóinn um leið og
vindur fór vaxandi, að engin fyr-
irsjón var að halda áfram ut á
djúpmiðin lengur, þrátt fyrir góð-
viðri á veðurskeytablöðum. Kl.
1.15 hefir veðurfræðingurinn feng-
ið veðurskeyti frá togara skamt
út af llorni, sen, segir veðurhæð
5—6, snjókoma og vaxandi vind-
ur. Og svo spáir hann: NA kaldi
í nótt, en lægir og l.'ettir til á
morgun. Klukkutíma áður, eða kh
00.15 spáir veðurfræðingur í
Þýskalandi fyrir Vestfirðina: N
eða NA hvassviðri. Alla nóttina
var NA hvgssviðri og snjókoma.
Um morguninn kl. 10.00 kemur
svo íslenski veðurfræðingurinn og
„spáir“ með rödd þrunginni af
virðingu vísindamenskunnar: N
hvassviðri og snjókoma.
Föstudaginn 30. des. kl. 19.10
spáir íslenski veðurfræðingurinn
Minkandi N átt og ljettir til 1
nótt, en gengur í S eða SA síð-
degis á morgun.
Og hvernig reynist það svo ?
Á ísafirði er gefið upp N 8 vind-
stig og snjókoma um morguninn
og í Stykkishólmi N 9 vindst. og
mikil snjókoma. Um morguninu
31. des. verður veðurfræðingur-
inn enn að beygja sig fyrir stað-
reyndum náttúrunnar og spá því
veðri, sem fyrir er, norðan hríð-
arveðri.
Um kvöldið kl. 19.10 31. des.
spáir Veðurstofan; Minkandi NA
átt, Ijettir til í nótt. Um nóttina
var engin veðurspá vegna ára-
mótanna, en um það leyti spáði
þýski veðurfræðingurinn ennþá
þveröfugt við íslensku kvöldveður-
spána, eða „NA 6—8 vindstig“.
Undir morguninn fóru nokkur
skipanna, sem legið höfðu á Vest-
fjörðum, að draga sig iit, þrátt
fjnir að veður var mjög lítið eða
ekkert betra, en sennilega með
tilliti til orða íslenska veðurfræð-
ingsins, að NA-áttin myndi fara
minkandi og ljetta til. Því það
er ilt fyrir togaraskipstjóra að
liggja rólegur inni á fjörðum, þó
hann viti að veður sje slæmt úti
fyrir, ef veðurfræðingarnir spá
besta veðri, því hann verður að
standa reikningsskap gerða sinna
eins og hver annar vinnandi mað-
ur, og það er ætlast til meiri sjó-
sóknar, eins og eðlilegt er, af
togurunum, heldur en smærri
skipum, þótt það hafi sýnt sig
hörmulega, að togararnir yfir-
stíga ekki allar náttúruhamfarir.
Og hvernig er svo með góða
veðrið veðurfræðingsins ? Togar-
inn Þórólfur segir um morgun-
inn kl. !9.00 (þegar veður átti að
vera bjart og gott): „Erum útaf
Isafjarðardjúpi, versta veður,
stímum upp aftur“. Togarinn
Garðar segir um svipað leyti:
„Höfum verið að stíma út, komn-
ir ca. 25 mílur frá Önundarfirði,
hjer ANA stormur, stórsjór og
svartabylur".
Þegar kvartað hefir verið yfir
hinum óábyggilegu veðurfregnum,
er svarið ætíð það sama, að svo
erfitt sje að segja, fyrir eða sjá
breytingar á hraða og hreyfingu
lægðanna. Það má vel vera, að
nokkuð sje hæft í þessu, en að
staðaldri trúi jeg seint að svo sje.
Jeg hefi tekið hjer tvö dæmi að
framan, þar sem þýskur veður-
fræðingur spáir nákvæmar fyrir
Island en sá íslenski. Þetta eru
engin einsdæmi, heldur hefi jeg
og nokkrir starfsbræður mínir
veitt því athygli, að það er marg-
oft betri spáin fyrir ísland lijá
þýsku veðurfræðingunum, sem
hafa hana á hendi fyrir þýsk
veiðiskip hjer við land, heldur en
sú íslenska. Bn af því yfirliti, sem
þeir lesa' upp, virðist, ekki að sjá,
að þeir hafi neinar fregnir fram-
yfir þá íslensku.
★
Það verður sennilega erfitt að
komast að sannri niðurstöðu um,
í hverju þessi mismunur liggur,
en ekki skal dylja, að sú skoðun'
er orðin nokkuð sterk, að hjer
sje um sleifarlag að ræða. Það er
að minsta kosti þjóðkunnugt mál
(og dlla sjeð af þeim, sem strang-
ar kröfur gera til veðurfregn-
anna), að annar veðurfræðingur-
inn hefir í ýmsu öðru að snúast
helur en sjergrein \sinni. Jeg
veit ekki hvort hinn er hlaðinn
nokkrum aukastörfum. Jeg er að
minsta kosti í hópi þeirra manna,
sem treysta því að þessir menn
geti gert betur en raun er á. Þeir
munu báðir hafa margra ára
reynslu að baki sjer við þetta
starf, og þrátt fyrir að þeir sjeu
ekki alvitrir og almáttugir, virð-
ist það lögmál, sem vindarnir lúta,
ekki vera svo yfirnáttúrlegt, að
sú þekking, sem þeir daglega viða
að sjer í starfinu, ætti að færa
þá nær fullkomnum árangri.
Óánægjan með skeikulleik
veðurspánna er orðin svo mikil,
að á þeim verður að gera bót, og
sú krafa skal ekki þagna fyr en
orðin er einhver breyting til batn-
aðar, því líf og lán íslenskra sjó-
inanna er dýrmætara en svo, að
það megi vera háð tímabærum
hentugleikum einstakra manna,
þar sem vera á vísindaleg ná-
kvæmni og alvara.
Halldór Jónsson
loftskeytam.
Ódýr teiklöng:
Bílar
Skip
Fluffvjelar
Húsgögn
Göngustafir
Kubbakassar
Dúkkur
Hrinfflur
Brjefsefnakassar
Barnatöskur
Smíðatól
Dýr ýmiskonar
Sparibyssur
Dátamót
frá
0.75
0.75
0.75
1.00
1.00
2.00
1.50
1.50
1.00
1.00
0.50
0.85
0.50
2.25
og ótal margt fleira ódýrt.
K. Einarsson k Björnsson
Bankastræti 11.
JftorðttnMaðið
Gagnið að auglýsingum fer
auðvitað eftir því hvað marg-
ir lesa þær. Munið að Morg-
unblaðið er langsamlega út-
breiddasta blaðið. Tugir þús-
unda lesa það daglega. Það
ber boð yðar til allra. Það
selur fyrir yður. Það tryggir
gamla viðskiftavini og útveg-
ar nýa. Það er boðberi við-
skiftalífsins.
4UGAÐ hvílist
með gleraugum frá
THIELE
í Morgunblaðinu.
Best að auglýsa