Morgunblaðið - 18.01.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1939, Blaðsíða 8
s MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudag’ur 18. jan. I93Sfe. Aflugvellinua't í Kaunas í Lit- hauen vildi það til á dögun- um að mannýgt naut slapp út á flugvöll borgarinnar og gerði þar mikinn usla. AðalslátrUnarhus borgarinnar eru rjett hjá flugvell- innm og hafði boli sloppið þaðan. Á meðan nautið var á flugvellin- um kom flugvjel og ætlaði að lenda. Br nautið sá flugvjelina óð það bölvandi á móti henni. Flug- maðurinn gat með naumindum hafið vjelina til flugs og forðað með því árekstri. Mörgum sinnum reyndi flugvjelin að lenda, en boli gaf sig ekki. Loks endaði þessi leikur með því að lögreglumaður skaut nautið. Atburður þessi varð til þess að nokkrir ungir flugmenn komu upp „nautaati“ með flugvjelum á bóndabæ Jiálægt Kaunas. Hingað til hafa tvö naut verið drepin í leik þessum og þrjár flugvjelar eyðilagst, en flugmennirnir hafa sloppið ómeiddir. ★ Reykingakepni var nýlega hald- in í Nizza. Þátttakendur voru nm 100 frá Ítalíu og Frakklandi. Kept var um liver gæti reykt flestar sígarettui' á 10 klukkustundum. Tveir þátttakendur reyktu á 9 klukkustundum um 600 sígarettur, en fjellu því næst í öngvit. Nu kom lögreglan til skjalanna og tók fasta þá menn, sem fyrir kepn- inni stóðu. ★ Þann 3. janúar s.l. voru liðita 60 ár frá því að Edwar Cottón fekk atvinnu á skrifstofu einni í Lond- on. I öll þessi ár hefir hann aldrei mætt mínútu of seint á skrifstof- unni nje vantað svo mikið sem hálfan dag. Yngsti skíðamaður heimsins heit ir Mieliael og er sonur Sir James Jean. Miehael er tveggja ára og þriggja mánaða. Þegar hann var 15 mánaða var hann fyrst látinn stíga á skíði, og nú er hann far- inn að taka þátt í skíðakepni barna sem eru miklu eldri en hann. ★ — Þegar jeg raknaði úr rotinu, varð jeg þess var að lögreglu- þjónninn stóð við hliðina á mjer og fanst rajer þá skynsamlegast að láta líða yfir mig aftur. Þannig lýsti maðnr einn hand- töku sinni fyrir rjetti í London á dögunum. ★ Frægur pólskur kraftajötunn, Radwau að nafni, varð á dögun- Um fj'rir bíl, sem ölvaður bílstjóri ók. Radwau gerði sjer hægt um við er bíllinn ók á hann og þreif með báðum höndum undir bílinn að framan og kastaði honum þversum á götuna. Bílstjórinn slasaðist töluvert við áreksturinn! ★ Hjá þorpinu Sakkarah, skamt frá Kairo, hefir fundist konunga- gröf og í gröf þessari fundust meðal annars matarleyfar, sem taldar eru vera að minsta kosti 5000 ára. Þar var og að finna mataruppskriftir og hefir komið til mála að þýða og gefa út þessa 5000 ára gömlu matreiðslubók. ★ Búnaðarsamband Norður-írlands hefir bannað að rækta chrystan- ténnun í görðum þar í landi. Hef- ir komið í ljós að baktería, sem er afar skaðleg öðrum jurtum, þrífst vel á chrystantemum. ★ Scott, prófessor við háskólann í 3apxi2-fíiruUð GULLHRINGUR Chicago, hefir reiknað út hvað Bandaríkjamenn eyða iniklu fje í áfenga drykki .árlega og komist að þeirri niðurstöðu, að það sje sem svarar 20 miljónum í íslensk- um krónum. Það er með öðrum orðum jafnmikil upphæð og út- gjöld íslenska ríkisins í heilt ár. ★ Vísindamaður einn í Kalifornín þykist hafa fundið nýtt fjörefni, sem komi í veg fyrir að menn j verði gráhærðir. Fjörefni þetta nefnist B-Filfraktor, eftir því sem segir í dönsku blaði. ★ f sögu-tíma: j Kennarinii: Hvað skeði 1769? Pjetur litli: ? ? ? Kennarinn; Þá fæddist Napo- leon mikli. Og hvað skeði svo 1774? Pjetur: Þá varð Napoleon fimm ára. ★ Sænskt blað gefur eftirfarandi lýsingu á gangandi manni: — Það er venjulega maður, sem á konu, tvær dætur, þrjá syni — og einn bíl! GÓÐ TAÐA til sölu. Uppl. á Bjarnastöðum?, sími 9320. GULRÓFUR með rauðum steini, tapaðist á eru seldar daglega í heilumi skemtun að Korpúlfsstöðum um pokum. Sendar heim. Sími 1619. hátíðarnar. Skilist afgreiðslu blaðsins. Fundarlaun kr. 30.00. HVÍTUR KÖTTUR er í óskilum í Ártúnsbrekku. Uppl. síma 3493. J&mjis&afuœ NÝKOMIÐ. Alexandrahveiti í smáum og stórum pokum. Hænsnabygg. Hveitikorn. Blandað fóður. Heill og kurlaður mais. Mais- mjöl. Lægst verð í borginni. — Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. Verslun til sölu nú þegar, af sjerstökum ástæð- um. Lítil útborgun. Tilboð merkt ,,1939“, sendist Morgun- blaðinu fyrir fimtudagskvöld. Gagnið að auglýsingum fer auðvitað eftir því hvað marg- ir lesa þær. Munið að Morg- unblaðið er langsamlega út- breiddasta blaðið. Tugir þús- unda lesa það daglega. Það ber boð yðar til allra. Það selur fjrrir yður. Það tryggir gamla viðskiftavini og útveg- ar nýa. Það er boðberi við- skiftalífsins. ÞEIR, SEM VERSLA VIÐ okkur, eru ánægðastir, því þeir lifa ódýrara en aðrir. — Góð brauð! Ódýrastir í bænum! Sveinabakaríið Frakkastíg 14. Sími 3727. KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. KAUPUM FLÖSKUR, soyuglös, whiskypela, bóndósir. Sækjum heim. ----- Sími 5333. Flöskuversl. Hafnarstrœti 21. SiCáynnin^av VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur.- Ávalt í næstu búð. VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skóna af— burða vel. FRIGGBÓNIÐ FÍNA* er bæjarins besta bón. SLYSAVARNAFJELAGIÐ, skrifstofa Hafnarhúsinu vi(7> Geirsgötu. Seld minningarkort„. tekið móti gjöfum, áheitum, ár^- illögum o. fl. I. O. G. T. ST. EININGIN NR. 14. Fundur í kvöld á venjúlegunB tíma. Hagnefndaratriði. Kynn ingarkvöld, spíl, tafl o. fh Æt. KJÖTFARS OG FISKFARS, heimatilbúið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. — Sent heim. VJELRITUN OG FJÖLRITUNi, Fjölritunarstofa Friede Páls- dóttur Briem, Tjarnargötu 24^ sími 2250. FATAVIÐGERÐIR (Kunststopning), Sparta,.Laugaa veg 10. Sími 3094. SOKKAVIÐGERÐIN, Hafnarstræti 19, gerir við kven-*- sokka. Fljót afgreiðsla: — Símh 2799. Sækjum, sendum. E. PHILLIPS OPPENHEIM: 58. MIUÖNAMÆRINGUR I ATVINNULEIT. Maðurinn leit aftur undarlega á Bliss. Hann virt- ist hafa mikinn áhuga á útliti hans. „Hafið þjer meðmæli?11 spurði hann „Já, jeg hefi góð meðmæli", svaraði BIiss. „Myndi það koma sjer vel fyrir vrður að fá stöðu til bráðabirgða?“ „Sem bílstjóri?“ „Bf til vill. En við skulum tala nánar um það á morgun. Hjer eru 5 skildingar fyrir ómakið“. „Hvert á jeg að fara með bílinn?“ spurði Bliss, er hann opnaði hurðina fyrir hinum tilvonandi vinnu- veitanda sínum. „Farið með hann í bílskúrinn í Búlowstreet 14“. „Vilduð þjer að jeg sækti yður síðarf“ Hinn hristi höfuðið. „Ekki í kvöld. En þjer getið ltomið og talað við mig á morgun“. „Vissulega“. „Arleton Court 27, Arleton Street. Þjer spyrjið eft- ir Mr. Dorrington“. „Hvað var götunúmerið ?“ spurði Bliss undrandi. „Arleton Court 27“, kallaði Mr. Dorrington og leit um öxl. „Komið ekki seinna en kl. 10. Það getur vel verið, að jeg geti útvegað yður atvinnu“. Þegar Bliss var búinn að jafna sig eftir undrunina, lagði hann af stað með bílinn og kom honurn fyrir í bílskúrnum. Síðan flýtti hann sjer í veitingahúsið í Drury Lane, þar sem Frances beið eftir honum. Hann sýndi henni peningana, sem hann hafði unnið sjer inn, og bað þjóninn þegar um eina flösku af Ijettu víni. „Svona á það að vera“, sagði hann. „Jeg fer át og vinn fyrir matnum, meðan þú pantar hann!“ Frances leit á hann ásökunaraugnaráði. „Þú ert meiri maðurinn!“, sagði hún. „Þessir pen- ingar ættu að vera upp í fæði þitt og húsnæði“. „Heyrðu Frances“, maldaði liann í móinn, um leið og liann settist. Við erum farin að vera alt of alvar- leg. Við verðum að vera ljettari í lund, temja okkur meiri listamannabrag, ef jeg mætti svo að orði kom- ast. Jeg er sannfærður um, að alt fer að snúast á betri veg fyrir okkur. í fyrramálið----“ „Hvað verður í fyrramálið?“ „í fyrramálið færð þú ágæta stöðu, og jeg fer og heimsæki manninn, sem gaf mjer þessa peninga. Jeg á að koma á þann undarlegasta stað, sem jeg get ímyndað mjer“. „Hvert átt þú að koma?“, spurði hún. „Arleton Court 27“. „Og hvers vegna finst þjer það undarlegur staður?“ „Það skal jeg segja þjer síðar“, sagði hann í leynd- ardómsfullum róm. XXV. Nokkrum mínútum fyrir kl. 10 næsta morgun gekk Bliss inn í hið stóra anddyri í Arleton Court og hringdi á lyftuna. Hann liafði sloppið inn í anddyrið, án þess að dyj’avörðurinn yrði hans var, og honum til mikils hugaljettis var kominn nýr maður í lyftuna. Hann fór upp á fjórðu liæð og var liálfvegis urn og ó, er hann bringdi dyrabjöllunni hjá sjálfum sjer. Að vörmu spori var hurðin opnuð, og' ókunnugur þjónn kom til dyra. „Er Mr. Dorrington heima?“, spurði Bliss. Þjónhinn, sem Bliss virtist mjög lítilmótlegúr í samanburði við hinn fullkomna Clowes, bauð honum sæti í djúpum eikarstól, sem Bliss hafði sjálfur látið smíða, og hvarf inn. Brátt kom hann aftur og sagði, að húsbóndi sinn vildi taka á móti honum. „Gjörið svo vel“, sagði hann lítillátlega. „Þessa leið“. Bliss gekk á eftir honum inn ganginn og inn í her- bergi, sem hann sjálfur hafði haft fýrir tesstofu. Vin— ur hans frá kvöldinu áður sat þar reykjandi í inak-- indalegum hægindastól. Á borðinu fyrir framan hann. stóð kassi með vindlum. Bliss horfði á þá löngunar - fullum augum, og reiði hans við Clowes fór vaxandi.. Þetta voru hans eigin dýrindis úrvalsvindlar, seu;i áttu ekki sinn líka. „Gleður mlg að sjá, að þjer eruð stundvís“, sagðii Mr. Dorrington og gaf þjóninum bendingu um, að- hann mætti fara. „Viljið þjer bíða s-volitla; stundL meðan jeg lýk við að lesa þetta brjef?“ Hann hjelt áfram að lesa brjefið og á meðan not- aði Bliss tækifærið og leit í kringum sig. Alt í einu greip hann mikil löngun í allan þennaa lúksus, sem einu sinni hafði verið ólijákvæmilegur- þáttuin í lífi hans. Inst í lierberginu var opið inn íí snjóhvítt haðherbergið með marmaraba'ðkerinu, og dag- stofan var hlý og vistleg. Myndirnar á veggjunum,. sem hann hafði miklar mætur á, virtust allar seiulai honum kveðju, og bækurnar teygja sig frani úr skápn- um og heilsa hnoum. Honum leið óvenju illa þessa morgunstund. Skórnir- hans, sem höfðu vöknað, voru harðir og meiddu liann. Og fötin hans, sem voru vandlega burstuð, gljáðu af" slitgljáa, sem ómögulegt var að ná úr. Hann fanns. jafnvel til sömu ofþreytunnar, sem hafði í fyrstu rekið hann til læknisins. Hann fjekk sting í hjartað við til- hugsunina um hið gamla og góða lúksuslíf í þessurn húsakynnum — við tilhugsunina um dýrðlegan mat,, valin vín og úrvals tóbak. Löngunin í þenna lúksus hafði alt í einu náð undarlega sterkum tölcum á hon- um, en þó yfirgnæfði fyrirlitning hans og reiði allar- aðrar tilfinningar. Ilver var þessi maður, sem bjó í hans lnisi, reyktf vindla hans og naut þeirra gæða, sem hann sjálfur- var sviftur? Hvar var Clowes? Hann var niðursokkinn í þessar hugsanir, er Mr;.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.