Morgunblaðið - 20.01.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.1939, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20. janúar 19391. Hjónaskilnaðarmál eitt var á döfinni í Bandaríkjunum nýlega, sem vakti töluverða athygli og ✓ eru Bandaríkjamenn þó ekki van- ir að kalla alt ömmu sína í þeim efnum. Ástæðan til hjónaskilnaðarins er sú, að bóndinn var ákafur fylgis- maður Hitlers, en húsfreyjan mik- ill andstæðingur nazista. Dómar- inn leit svo á, að þessi skoðana- munur hjónanna væri fullkomin skilnaðarástæða. ★ George Bretakonungur hefir fest kaup á 18 manna flug\Tjel, sem hann ætlar að nota í einka- erindum. Hann hefir átt flugvjel, sem hefir rúm fyrir 4 farþega. Hin nýja flugvjel konungs getur flogið með 400 km. hraða á klukkustund. ★ Á gamlársdag s.l. voru rúmlega 5000 manns við snjómokstur á götum Vínarborgar. Reiknings- glöggir menn reiknuðu að verka- mennirnir hefðu til samans mokað «m hálfa miljón kúbikmetra af snjó, og þó var mikið eftir af snjó á götunum. ★ Lögreglan í París tók fasta þrjá bílþjófa á dögunum. Þeir höfðu stolið bíl Euearts heilbrigðismála- ráðherra. Þeir komnst að þeim sannleika að ekki væri holt að stela bíl heilbrigðismálaráðherr- ans! ★ — Nei, sagði gamli formaður- inn. Jeg held að maður treysti nú ekki á þessa nýmóðins veðurfræð- inga — þá get jeg alveg eins lát- ið kaðalspottann þarna á veggn- irm segja mjer um veðrið. Ef kað- allinn er blautur er rigning, ef hann er þur er þurkur og ef jeg sje hann ekki þá er þoka. ★ Einn af þingmönnum ensku lá- varðadeildarinnar hafði nóg að gera fyrir nýárið. Hann og kona lians sendu út samtals 6750 ný- árskort til vina og kunningja. ★ Rafmagnsnotkun við ríkisjárn- brautirnar þýsku fer stöðugt í vöxt og eru rafmagnsjárnbrautir alveg að útrýma eimreiðunum. Nýlega var 'farin reynsluför með nýja járnbrautarlest sem fór 250 km. á klst. og sem hægt var að stöðva á einum 1000 metrum hve hratt sem ekið var. ★ Samgöngumálaráðherrann enski vígði nýlega nýja bílabraut fyrir börn í útjaðri Lundúnaborgar. Bílabraut þessi er 3 km. að lengd. Það er bílaverksmiðja ein sem hefir látið byggja þessa bílabraut og hefir á henni 30 smábíla, sem börn géta fengið leigða til að skemta sjer. ★ Franska Akademiið hefir í mörg ár unnið að útgáfu franskr- ar orðabókar. Um síðustu áramót Ijet einn af þeim, sem vinna að útgáfu bókarinnar, svo ummælt að hún myni sennilega verða ftdl- prentuð árið 2000 ★ Jaeques Duneau heitir yngsti flugmaður Frakka, sem hefir leyfi til að stýra. flugvjel í farþega- flutningum. Varð að fá sjerstaka undanþágu ríkisstjórnarinnar til að hann fengi þessi rjettindi. — Flugmaðurinn ungi er aðeins 16 ára. Hann er sonur flugmanns í Air France flugfjelaginu og hefir fengið vinnu hjá því fjelagi. Kvikmyndaleikkonan Helen Vinson hefir sótt um skilnað frá manni sínum, Fred Perey tennis- leikara. Hún gaf' manni sínum að skilnaðarsök að hann neyddi hana til að horfa á er hann tæki þátt í tenniskappmótum. ★ Franskt fjelag, sem hefir það markmið, að styðja fjárhagslega ekkjur flugmanna, hjelt á dögun- um góðgerðahátíð til ágóða fyrir fjelagið. Nokkrar ungar stúlkur voru þarna sem seldu kossa á 100 franka fyrir sekúnduna. „Paris Soir“ segir að ein stúlkan hafi selt kossa fyrir 16.000 franka á 5 klukkustundum. ★ Markgreifinn af Bute í Eng- landi hefir nýlega selt lóðir, sem hann átti hjá Cardiff. Á lóðum hans var m. a. stór járnbrautar- stöð. Markgreifinn fekk 100 milj. krónur fyrir lóðir sínar. Talið er að þetta sjeu stærstu lóðakaup, sem farið hafa fram í Englandi. ★ Bæjarráð Lundúnaborgar kaus nýlega í fyrsta skifti í sögu borg- arinnar konu í forsetasæti bæjar- ráðs. Konan heitir Ewelyn Lowe. Hún er nú æðsti meðlimur borg- arstjórnarinnar næst aðalborgar- stjóranum, The Lord Mayor. ★ Paramount-kvikmyndafjelagið er nú að láta taka á ný kvik- myndina „Ben Geste“, sem sýnd var sem þögul kvikmynd um all- an heim við mikla hrifningu fyrir nokkrum árum. Þá Ijek Ronald Colman aðalhlutverkið, en nú er það Gary Cooper, sem leikur að- alhlutverkið. ÍSLENSKAR KARTÖFLUR 15 au. % kg. Valdar gulrófur 15 au. t/4 kg. Cítrónur 20 au. stk. Bögglasmjör, nýkomið. 1 Egg, lækkað verð. Verslunin 1BREKKA Ásvallagötu 1, sími 1 1678 og Bergstaðastíg 33, sími 2148. GASELDAVJELAR íitið notaðar, til sölu. Uppl. í síma 1821. ___________________________________________ l ÞEIR, SEM VERSLA VIÐ okkur, eru ánægðastir, því þeir lifa ódýrara en aðrir. — Góð brauð! Ódýrastir í bænum! Sveinabakaríið Frakkastíg 14. Sími 3727. GULRÓFUR eru seldar daglega í heilum pokum. Sendar heim. Sími 1619. MATROSAFÖT blá og brún. Sparta, Laugaveg 10. Sími 3094. KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. KAUPUM FLÖSKUR, soyuglös, whiskypela, bóndósir. Sækjum heim. ------ Sími 5333. Flöskuversl. Hafnarstrœti 21. VJELRITUN OG FJÖLRITUN* Fjölritunarstofa Friede Páls- dóttur Briem, Tjarnargötu 24,- sími 2250. GERUM HREINT og pússum rúður. Ódýr og: vönduð vinna. Hringið í síma- 1910. MUNIÐ Húlsaumastofuna GrettisgötiEi 42 B. Einnig saumaður rúm- fatnaður. Vönduð vinna. Fljófc. afgreiðsla. Guðrún Pálsdóttir. OTTO B. ARNAR, löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn>~ ing og viðgerðir á útvarpstækjr- um og loftnetum. SOKKAVIÐGERÐIN, Hafnarstræti 19, gerir við kven- sokka. Fljót afgreiðsla. — Símis 2799. Sækjum, sendum. Tek að mjer að kenna alls^ konar handprjón nú þegar. — Guðný Pálsdóttir, Tjarnargötui 47. Sími 2121. VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. — Ávalt í næstu búð. VENUS SKÓGLJÁI mýkir Ieðrið og gljáir skóna af burða vel. FRIGGBÓNIÐ FlNA, er bæjarins besta bón. J&orðtmMaðid Gagnið að auglýsingum fer auðvitað eftir því hvað marg- ir lesa þær. Munið að Morg- unblaðið er langsamléga út- breiddasta blaðið. Tugir þús- unda lesa það daglega. Það ber boð yðar til allfa. Það selur fyrir yður. Það tryggir gamla viðskiftavini 0g útveg- ar nýa. Það er boðberi við- skiftalífsina. £. PHILLIPS OPPENHEIM: 60. MIUÓN AMÆRIN GUR 1 AT\ INNULEIT. „Þjer eruð heppinn“, sagði Bliss og tók andann á lofti. „Er — er vínið gott“. „Jeg hefi t. d. fengið portvín frá 1868 — —■“ „Hafið þjer drukkið mikið af portvíninu fc“, spurði Bliss með ákefð. Mr. Dorrington leit undrandi á hann. „Nei, ekki mjög mikið“, svaraði hann. „Jeg er ekki hrifinn af portvíni. En kampavínið! Jeg hefi aldrei smakkað annað eins vín“. „Ekki jeg heldur“, tautaði Bliss svo lágt, að ekki heyrðist. „Jeg hefi leitað mjer upplýsinga um þenna Bliss“, hjelt Mr. Dorrington áfram, „og jeg held, að það sjeu ekki mikil líkindi til þess að hann korni fyrst um sinn. Hann hlýtur að hafa komist í einhverja klípu. Jeg hefi heyrt ýmsan orðróm. Og eitt virðist víst, að hann hafi gert eitthvað, sem gerir það að verkum, að hann sýnir sig ekki fyrst um sinn. Flest brjef hans fara til lögfræðmgs hans, en við og við kemur þó brjef hingað. Um daginn var stórt umslag sent hingað, og þar sem jeg er Mr. Bliss sem stendur, opnaði jeg það. Hvað haldið þjer að hafi verið í því? Yiðskifta- bók hans við London og Southampton banka! Og hvað haldið þjer, ungi vinur, að þessi Bliss, hver sem hann kann að vera, eigi mikið í bankabók? Getið þjer!“ Bliss hugsaði sig um. „Það hefi jeg enga hugmynd um“, sagði hann. „Lík- lega um 160 þúsund pund?“ Mr. Dorrington varð steinhissa á svip. Hann fölnaði jafnvel og leit tortrygnislega á gest sinn. „160 þúsund — hvernig í andsk.....— Hvemig fór- mð þjer að geta þess?“, spurði hann. „Þetta var bara fyrsta talan, sem mjer datt í hug“, sagði Bliss í sannfærandi róm. „Upphæðin er“, sagði Mr. Dorrington og lagði á- herslu á hvert orð, „158 þúsund, 732 pund, fyrir utan fáeina skildinga. Og þarna liggur alt þetta fje, engum til gagns. Hvernig líst yður á það?“ „Það er skammarlegt“, tautaði Bliss. „Og jeg get sagt yður það“, lijelt liinn áfram, „að þessi Bliss hefir varla tekið út eyrir síðan hann hvarf í desembermánuði. Enginn hefir gagn af peningunum á þenna hátt. En jeg myndi hafa mikið gagn af þeim eða einhverjum hluta þeirra. Þjer mynduð líka þiggja smáupphæð, er ekki svo?“ „Jú, það er enginn efi á því“, andvarpaði Bliss. Mr. Dorrington stóð á fætur og, gekk yfir gólfið. Að vörmu spori kom hann aftur með ljósmynd, sem hann sýndi Bliss. „Finst yður nokkuð undarlegt við þessa mynd!“, spurði hann. Bliss horfði á myndina af sjálfum sjer. „Nei —“, sagði hann. „Ekki nema það sje það, að hún er furðu lík sjálfum mjer“, bætti hann við, eins og hann hefði alt í einu komið auga á það. Mr. Dorrington brosti viðurkennandi. „Það er einmitt það sama og mjer datt í hug, þegar jeg sá yður í gær“, sagði hann. „Þess vegna bað jeg yður að koma hingað í dag. Og þess vegna ætla jeg að bjóða yður að taka þátt í þeirri fyrirætlan minni að losa þenna miljónamæring við eitthvað af pening- um, sem hann á alt of mikið af“. Dauft bros ljek um varir Bliss. Hann átti bágt með að átta sig á því, að þetta væri veruleiki. „Jeg hefi fundið nokkrar eiginhandar undirskriftir hans“, hjelt Mr. Dorrington áfram, „og jeg stæri mig af því, að geta stælt rithönd hans óaðfinnanlega. Til- laga mín er ofur einföld. Stóc. ávísun gæti vakið' grun— semd, hversu góð sem undirskriftin væri, ef ókunnur maður ltæmi með hana. Én ef þjer — í fötum af Bliss- — kæmuð með hana, eru allar líkur tiL að hún yrði. greidd“. Bliss þagði um stund, til þess að jafna sig. „Haldið þjer í raun og veru?“, spurði liann, „at? jeg sje nógu líkur þessum Mr. Bliss!“ „Auðvitað eruð þið ekki alveg eins“, sagði Mr. Dorr- ington; „þjer eruð grófgerðari, en þjer eruð nógu lík- ur honum til að framkvæma þetta, jeg tala nú. eltkit um, ef þjer notið tækifærið og farið í bankann, þegar mikið er að gera og brettið upp kraganum, eins ogr þjer væruð nýstaðinn upp úr kvefi. Mjer var búið að' detta í hug, að skrifa ávísun upp á 2 eða 3 þúsund'. pund og treysta undirskriftinni, en síðan jeg sá yður hefi jeg skift um skoðun. Jeg sje enga ástæðu til, að við ekki reynum að grípa gæsina meðan hún gefsfc- Þeir myndu að sjálfsögðu ekki greiða ókunnum mannS stóra ávísun; en ef þeir halda að það sje í raun ogr veru þjér sjálfur, sem komið með ávísunina hika þeir ekki'við að greiða út hvaða upphæð sem er. Jeg hefi. hugsað mjer að skrifa ávísun upp á 80 þúsund pund. Af því fáið þjer 20 og jeg 60. Ef þeir spyrja hvað þjer- ætlið að gera við þetta, getið þjer sagt,. að þjer ætlið- að ljúka við greiðslu á jörð“. „Hver er refsingin fyrir að falsa naín undir ávís— un?“ — „Það getur verið upp í 14 ár“, svaraði Mr. Dorring- ton. „Þjer mynduð sleppa með helmingi styttri tíma. En spurningin er: Finst yður það þess virði? Jeg: fyrir mitt leyti hika ekki við að segja yður það hrein- skilnislega, að mjer finst lífið einskis virði, ef maður getur ekki lifað sæmilegu lífi. Jeg hefi hugsað málið rækilega, og jeg get sagt yður, að jeg ákvað það eitf:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.