Morgunblaðið - 07.02.1939, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. febr. 1939.
Stjórnin á Spáni leitar um frið
Vill fa óháðan Mið-
og Suður-Spán
Endanlegur sigur
Francos í Kataloníu
Frá frjettaritara, vorum.
Khöfn í gær.
Franco hefir endanlega sigrað her stjórnarinnar
í Kataloníu. Hersveitir hans nálgast nú landa-
mæri Frakklands á stóru svæði.
Dr. Negrin og sex aðrir ráðherrar flúðu yfir landa-
mærin til Frakklands í morgun. Á bílum þeirra voru merki
eftir byssukúlur, svo að augljóst er að skotið hefir verið
á þá á leiðinni.
Azana forseti, Company, forseti Kataloníu, og margir
ráðherrar flúðu til Frakklands þegar í gær.
Daily Mail skýrir frá því að dr. Negrin hafi falið sendi,-
herrum Breta og Frakka á stjórnar-Spáni að leggja fyr-
ir Franco tillögur um frið. í þessum tillögum lofar dr.
Negrin að leggja niður vopnin, með því skilyrði, að sá
hluti Spánar (austurhluti Mið- og Suður-Spánar), sem
enn er í höndum stjórnarinnar verði óháður. Þótt því
hafi síðar verið mótmælt, að dr. Negrin hafi lagt fram
nokkur friðartiiboð, er alment fullyrt, að friðarsamn-'
ingar eigi sjer nú stað.
Því til sönnunar.er m. a. bent á ,að del Vayo utanríkismála-
ráðherra, sat lengi á ráðstefnu með sendiherra Breta og Frakka
í dag. Ýmsar lausafregnir ganga sem erfitt er að henda reiður
á, m. a. að Azana forseti, sem talinn hefir verið einn hinn harð-
snúnasti af stjórnarliðum, vilji gefast upp skilyrðislaust. Miaja
hershofðingi er aftur á móti sagður vilja halda stríðinu áfram.
„Daily Telegraph" í London hvetur í dag Spánverja til
þess að stöðva blóðsúthellingarnar. „Frekari mótstaða af hálfu
stjórnarinnar er tilgangslaus“, segir blaðið.
Franska stjórnin hefir lýst
hjeruðin við landamæri
Stjómar-Spánar í hernað-
arástand.
í Frakklandi hefir í dag gætt
nokkurs ótta við það, að ítölsku
hermennirnir í liði Francos
myndu e. t. v. elta flótta Kata-
loniuhersins yfir landamærin til
Frakklands. En árekstur milli
franskra og ítalskra hermanna
myndi geta gefið Mussolini til-
efni til nýs fjandskapar við
Frakka, með hinum alvarleg-
ustu afleiðingum.
Síðdegis í dag hafa borist fregnir frá
Spáni, sem benda. til þess að Fran-
co hafi ákveðið samkvæmt ósk frönsku
stjómarinnar, að halda ítölsku her-
sveitunum til baka, svo að þær færi
ekki alla leið til landamæranna.
HERMENNIRNIR AFVOPN-
AÐIR I FRAKKLANDI.
Margir mikilsmetnir Spánverjar eru
flúnir til franska landamærabæjarins
Þerthur. Þrjú þúsund bílar, troðfull-
ir af flóttamönnum komu til Perthur í
morgun.
' Hart nær tvö hundruð þúsund
reyndum Kataloninhermönnum hef
ir verið þjappað saman á 15—50
km. breiðu svæði við landamærin.
Franska stjórnin hefir nú ákveðið
að leyfa hermönnunum að flýja yfir
landamærin. Eru hermennimir, sem
ekki hafa þegar kastað frá sjer vopn-
um sínum á flóttanum, afvopnaðir um
leið og þeir koma til Frakklands.
Hópur óbreyttra borgara kvenna og
bama, sem flúið hafa undan Franco og
safnast saman við frönsku landamær-
in, verð'ur stöðugt meiri. Frjettaritárar
lýsa mjög átakanlega hinni hræðilegu
sýn sem mæti augunum við landamær-
in, þar sem flóttamennirnir bíða í kíló-
metra löngum og breiðum röðum.
Margir em aðfram komnir af hungri.
Sjerstaklega er átakanlegt að sjá
bömin þreytt og hungruð.
Flóttamennirnir eru fluttir irin í
Frakkland í hópum, 2 þús. í einu.
KULDALEG OG SORG-
LEG SJÓN.
London í gær. FU.
Frjettaritari Reuters við frönsku
landamærin skýrir svo frá, að það hafi
verið kuldaleg og sorgleg sjón, sem
fyrir augun bar, þar við landamærin,
snemma í morgun. Era Iandamærin
lokuð til’ld. 7,45 á morgnana.
Segir hann, að fögnuður þessa ör-
magna flóttafólks hafi verið svo mik-
ill í morgun, er landamærjn voru opn-
uð, að Iíkast var sém verið væri að
opna fyrir þvi hlið Paradísar.
ERFIÐLEIKAR FARA '
VAXANDI.
Mjög margt starfsfólk er komið til
frönsku landamæranna til þess að leið-
beina flóttafólkinu, og peningar, mat-
væli og lyf berast að hvaðanæva. Samt
er það miklum erfiðleikum bundið, að
bæta úr þörfum allra, og fara erfið-
leikamir váxandi með fjölda flótta-
mannanna og einkum vegna þess, hve
margt fólkið er veikt og þarf hjúkr-
unar við.
Hermenn
Mussolinis
verða kyrrir
i Spáni
Myndarlegt afmælishóf
Glímufjel. Ármanns
Rúmlega 300 manns sátu hátíðaveislu glímufje-
lagsins Ármanns að Hótel Borg s.l. sunnu-
dag, sem haldin var í tilefni af 50 ára af-
mæli fjelagsins. Margar ræður voru haldnar undir borð-
um og barst fjelaginu mikið af gjöfum, heillaóskaskeyt-
um og blómum.
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
CT undi stórráðs fascista á
■ laugardagskvöldið lauk
án þess að Mussolini flytti
opinbera ræðu, sem þó al-
ment hafði verið búist við.
í Berlín er sú skoðun lát-
in í ljós, að Mussolini telji
að tími sje ekki til þess kom-
inn enn að setja fram opin-
berlega kröfurnar á hendur
Frökkum.
I ^taðinn er talið, að rætt hafj
verið um Spán og samþyjct að
kalla ítölsku hermennina ekki
heim fyrst um sinn, jafnvel þótt
Franco vinni úrslitasigur.
Signor Gayda segir, að Fran-
co ætli ekki aðeins að vinna
hernaðarlegan sigur, heldur
líka pólitískan sigur. Hann seg->
ir, að ítölsku hermennirnir verði
ekki kallaðir heim fyr en búið
sje að hrekja rauðu hermenn-
ina frá Spáni og nálægum lönd-
um, þar sem rauðliðar ieiti hæl-
is og fái hjálp. Er augljóst, að
með „nálægari löndum“ á hann
við Frakkland.
London í gær E.Ú.
Mörg frönsk blöð eru í dag’ ærið
þungorð út af þessum skoðurmm, sem
koma. fram í ítölskum blöðum. Eina
hvössustu greinina skvifar Madame
Tabois í 1‘Ouvre og minnir þar á það
loforð Mussohnis, sém var höfuðgrand-
völlur bresk-ítalska sáttmálans, að hin-
ir ítölsku hermenn skyldu fluttir heim
frá Spárii undir eins og stýrjöldifini
væri lokið.
Útgáfa rita Sveins
Pálssonar læknis
Skemtikvöld heldur skíðadeild
íþróttafjelags Reykjavíkur að
Hótel- Borg n.k. fimtudagskvöld.
Ýmislegt verður þar til skemtun-
ar, t. d. kvikmyndasýningar, daris
o. fl.
Aðalfundur var haldinn í Nátt-
úrufræðifjelaginu á laugar-
daginn var.
Afgreidd voru venjuleg aðal-
fundarstörf, og síðan var samþykt
tillaga frá Pálma Ilannessyni
rektor, þess efnis, að Náttúru-
fræðifjelagið leitaði samvinnu við
iækna landsins mn útgáfu á, rit-
um Sveins Ólafssonar læknis, en
handrit að þeim er geymt á safn-
inu.
Stjórn fjelagsins var endurkos-
in, en hana skipa: Bjarni Sæ-
mtindsson form., og meðstjórnend-
ur, Þorkeli Þorkelsson, Pálriri
Hannesson, Árni Friðriksson og
Gísli Jónássori.
Trúlofun. Nýlega hafa opinber-
að trúlofun sína ungfrú Kristín
Sigurðardóttir, Laugaveg 24 B, og
Daníel Sigurbjörnsson rafvirki,
Njálsgötu 98.
Sá eini sem nú er lifandi
af stofnendum Ármanns og’
annar aðalhvatamaður að
stofnun fjelag’sins, síra HeFi
Hjálmarsson, sat hófið.
Glímufjelagið Ármann er eitt
af fjölmenmistu fjelögum bæjar-
ins, telur ríiml. 1200 fjelaga. Er
svo oft búið að lýsa starfsemi fje-
lagsins. hjer, að. ekki gerist. þörf
á að telja Jiað upp enn einu sinni.
Þessi 50 á.ra afmælishátíð fór
í alla staði hið besta fram og var
fjelaginu ti 1 sóma og öllum, sem
viðstad.dir voru, til ánægju.
Formaður Ármarins, Jens Guð-
björnsson bókbindari bauð gesti
og fjelaga veílcomna.’ Mintist hann
aðal hvatamanns að stofriun fje-
lagsins og leiðtoga þess í fjölda
rnörg ár, Pjeturs Jónssonar blikk-
smiðs. Synir Pjeturs, Kristinn og
Bjarni og konur þeirra sátu veisl
rina sem gestir fjelagsins.
Eyjólfur Jóhannsson framkv.-
stj. hjelt aðalræðuna og leiddi
full rök að því, að Ármann var
stofnaður 15. des. 1888. Rakti
Eyjólfur sögu fjeiagsins frá 1888
■—1906, en þá var fjeiagið end-
urvakið og af flestum talið stofn-
að 7. janúar 1906, þangað til sr.
Helgi Hjálmarssön og fleiri gaml-
ir Ármenningar þentn á, að fje-
lagið væri raunverulega eldra. Að
ræðu Eyjólfs iokimii var sungið
frumort hátíðakvæði eftir ung-
frú Rannyeigu Þorsteinsdóttur.
Næstur talaði formaður Ár-
riianns og afhenti nokkrum mönn-
vun lieiðursmerki fjelagsins. Heið-
ursfjelagar voru sæmdir Ármanns
krossinum, en heiðursfjelagar eru:
Síra Helgi Hjálmarsson, Guð-
mundur Guðmundsson, Sigurjón
Pjetursson, Hallgrímur Benedikts-
son, Haíldór Hansen, Guðmundur
Þorhjarnarson, Guðmundur Stef-
ánsson, Matthías Einarsson' lækn-
ir. Látnir heiðursfjelagar: Páll
Erlingssön sundkennari og ’Jóna-
tan Þorsteinsson kaupm. Kjörnir
heiðursfjelagar við þetta tækifæri:
Hermann Jónasson (var ekki við-
staddur) og Benedikt G. Waage.
Heiðursmérki fjelagsins voru
eftirtaldir menn sæmdir; Eyjólf-
tir Jóhannsson, Gnðmundur Kr.
Guðmundsson, Eggert Kristjáns-
son, Jón Þorsteinsson, Ágúst Jó-
liannsson, Magnús Stefánsson,
Björn Rögnvaldsson, Jakob Möll-
er og Erlendur Pjetursson, form.
K. R. Yakti það sjerstakan fögn-
uð, að Erlehdur Pjetursson skyldi
vera sæmdur heiðursmerki Ár-
manns og þótti bera vott um bróð-
urhug og sannan íþróttaanda hjá
Ármenningum, að meta rjett störf
Erlendar, þó hann væri formaður
þess fjelags, sem Ármann keppir
að jafnaði mest við um efstu sæt-
in í íþróttum.
Er úthlutun heiðursmerkjanna
var lokið, töluðu þessir menn:
Sr. Þorgrímnr Sigurðsson fyrir
minni Islands. Guðm. Kr. Guð-
mundsson fyrir minni í. • S. í. Sr.
Bjarni Jónsson dómkirkjuprest-
nr. fyrir’ minni kvenna. Þórarinn
Magnússon fyrir minni heiðurs-
gestsins sr. Helga Hjálinarssonar.
Þá stóð sr. Heigi Hjálmarsson
upp og lijelt, ræðu. Kom hann
víða, við í ræðu sinni og mátti af
hverri setningu, er hann talaði,
fintia ást hans á þjóðaríþrótt ís-
lendingá, glímunni. Hann henti
m. a. á þá staðreyrid, að bestu
glímnmenn sinnar sveitar eða hæj-
ar hafa jafnan orðið hinir nýt-
■ustu menn, að hverju sem þeir
lia.fa snúið sjer í lífínu.
Hallgrímur Benediktsson stór-
kaupmaður mælti fyrir minni
Pjeturs Jónssonar blikksmiðs og
fór viðurkenningarorðum um leið-
beiningarstarf lians í þágu fje-
lagsins og íslenslaar glímu.
★
Forseti í. S. 1., Ben. G. W'áage.
flutti kveðju frá í. S. í. og af-
henti fj-eiaginu að gjöf frá sam-
bandinu íslenskan þorðfána ,stend
ur stöngin á vörðu útskorinni. Er
þetta hin fríðasti gripur. Sem ]jer-
sónulega gjöf frá sjer færði hann
Jens Guðbjörnssyni og Þórarni
Magnússyni eirskildi og- þakkaði
þeim ágætt starf í þágu íþrótt-
anna.
Stefán Runólfsson flutti þrótt-
mikið kvæði. Sigurjón Pjetursson
flutti ræðu og færði fjelaginu að
gjöf upphleypta silfurmynd af fs-
landi og skal þessi gripur vera
verðlaunagriprir fvrir leikfimi.
Erlendur Pjetursson flutti
kveðjuorð frá K. R. og helt eina
af sínunr þróttmiklu og mergjuðu
ræðum. Lofsöng til íþróttanna ög
hvatningarorð til íþróttamanna.
Kristinn Pjetursson færði Ár-
manni þakkir fyrir hönd ættingja
Pjeturs Jónssonar. Eiríkur Magn-
ússon, form, sundfjelagsins „Æg-
ir“, færði fjelaginn að gjöf hag-
lega brjefapressu og þakkaði sam-
starf undanfarinna ára. Ólafur
Sigurðsson, forrii. knattspyrnufjel.
„Valur“, færði Ármanni eirskjöld
með merki Vals og árnaði fjelag-
inu heilla fyrir hönd fjelags síns.
Þá fekk Ármann fagran silfur-
bik'ar að gjöf frá gömlum Ár-
menningi, sem ekki vildi láta
nafns síns getið, og fánastöng frá
I. fl. karla.
Að lokum mælti Jens Guðbjörns
son nokkur orð og las npp fáein
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.