Morgunblaðið - 07.02.1939, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.02.1939, Qupperneq 3
Þriðjudagur 7. febr. 1939 MORGUNBLAÐIÐ 3 Sendimenn i fðrum til Spánar Ríkisstjórnin hefir nú loks tekið ákvörðun um að senda menn til Spánar, til þess að eiga viðræður við stjórn Francos og athuga möguleika fyrir fisksölu á Spáni í fram- tíðinni. Stjórn S.Í.F. ski'ifaði ríkis- stjórninni þessu viðvíkjandi 10. f. m. og hvatti mjög eindregið tií þess, að menn yrðu sendir til Spánar. Svar stjórnarninar kom nú um helgina og segir þar, að ákveðið hafi verið að senda Helga Briem suður til Spánar. Jafnframt óskar stjórnin þess, að stjórn S.Í.F. sendi einnig mann, sem kunnugur sje salt- fisksversluninni. Stjórn S.Í.F. mun sennilega á- kveða í dag hvern hún tilnefn- ir til fararinnar. 'k Þá hefir einnig verið ákveðið að hefja á ný samninga við Þýskaland, en eins og kunnugt er hafa þeir samningar gilt fyr- ir eitt ár í senn. Þrír menn múnu annast þessa samninga f. h. íslensku stjórn- arinnar, þeir Sveinn Björnssoil sendiherra, Jóhann Jósefsson alþm. og sennilega Óli Vil- hjálmsson framkvæmdastjóri. Ekki er enn fyllilega ráðið, hvort samningarnir fari fram í Berlín eða Kaupmannahöfn (hjá sendiherra Þýskalands þar). ★ Ekki mun enn fast ákveðið hvenær haldið verður áfram viðræðunum við Norðmenn, en þær eiga nú að fara fram h.jer í Reyk.javík. Ráðgert er að full- trúar Norðmanna komi hingað kring um 20. þ. m. og upp úr því hefjist samningaumleitan- ir. Nefndarkosning á Búnaðarþingi gær var annar fundur Bún- aðarþings. Þar var kosið í íastanefndir þingsins. Kosningin fór þannig: Fjárhagsnefnd: J ón Hannessón, Kristján Guðlaugsson, Björn Hallsson, Hólmgeir Þorsteinsson, Jón Sigurðs- son, Þ. M. Þorláksson, Jakob H. Lín- dal Allsherjarnefnd: Sveinn Jónsson, Þorsteinn Sigurðsson, Helgi Kristjáns- son, Guðjón Jónsson, Þorsteinn Þor- steinsson. Jarðrœktnn/efnd: Ólnfur Jónsson, Hafsteinn Pjetui'sson, Kristján Karls- son, Þórarinn Helgason, Pálnii Ein- arsson. Reikninganefnd: Gunh'ar Þórðarson, Magnús Friðriksson, Guðttiundur Er- lendsson. Búfjárrœktarnefnd: Sigurður Jóm- son, Arnarvatni, Sigurður Jónsson Stafafelli, Kristjón Guðmmrdsson, Páll Stefánsson, Páll Pálssou, Skáli íslendinga á heims- sýningunni í New York Peningar sviknir út úr aðkomumanni Maður einn, sem er gestkom- andi hjer í bænuni, koni til lögreglunnar í gærkvöldi og kærði yfir því að hann hefði verið svikinn af ókunnugum manni. Aðkomumáður háfði fengið sjer herbergi á Hótel Heklu og var hann búinn að Iraupa sjer flösku af víni. A gistihúsinu hitti hann mann, sem gaf sig á tal við hann og sem endaði með því að þeir urðu mestu mátar. Utaubæjarmaðurinn sendi þenna nýja kunningja sinn til. þeps að kaupa flösku af víni og fekk .hon- um 100 króna seðil til fararinnar, en síðan hefir hvorki maðurinn nje seðillinn komið til skila. Lögreglan hefir málið til með- ferðar. Valur, 2. fl., æfing í 1. R.-hús- inu kl. 9. Unglingar játa á sig innbrot og þjófnaði Lögreglan hefir handsamað þrjá unglingspilta á aldr- inum 15 og 17 ára, sem þegar hafa játað á sig fjölda þjófnaði og smáinnbrot. Einn þeirra hefir t. d. átt þátt í 10 þjófnuðum, annar í 9 og sá þriðji í 7. Oft hafa þeir verið sam- an um þjófnaðina, en stundum einir. . Núna um helgina brutust þeir inn hj á Jóni & Steingrími fisk- •sölum, Bankastræti 2, og Mána- g'ötu 18. Þýfið hefir jafnan verið rýrt í livert einstakt sirrni, *en þó nema þjófnaðir þeirra töluverðu verð- mæti þegar alt et lagt saman. Piltar þessir hafa ekki áðuf' komist undir manna liendnr fyrir þjófnað og er því ekki getið um nöfn þeirra hjer að þéssu shini. Tilhðgun sýningarinnar: Skýrsla sýningarráðs og framkvæmdarstjórnar N Sýningarráð og framkvæmdastjórn, sem undirbýr og annast þátttöku okkar íslendinga í heimssýningunni í New-York, hefir nú ákveðið tilhögun alla á sýningunni. Er nú í óða önn verið að senda sýningarmuni vestur. Alt verður að vera tilbúið 15. apríl, en sýningin verður opnuð 30. apríl. Fer hjer á eftir ítarleg greinaragerð um tilhögun sýningar okkar. Eins og- alþjóð er kunn- ugt, hefir verið ákveð- ið fyrir alllöngu síðan, að íslending'ar tækju þátt í heimssýnin£U þeirri, sem hefjast á 30. apríl næstk. í New York, í minninR-u þess, að þá eru liðin 150 ár frá því, að fyrsti forseti Banda- ríkjanna tók við stjórn þess ríkis. Eftir því, sem nú er kunn- ugt, munu það vera 62 þjóð- ir, sem taka þátt í sýnino;- unni, og flestar þeirra hafa mjög mikinn viðbúnað og verja til þess of fjár. ★ Það dylst engum, að það er í mikið ráðist fjmir smáþjóð eins og íslendinga að skipa sjer þarna á bekk með miíjónaþjóðum, en þó hefir það verið talið rjett, að ýmsra góðra manna yfirsýn og ráði, að' ekki væri látið undir höf- uð leggjast að nota þetta tæki- færi til þess að vekja þá athygli á þjóðinni, sem þessi mikla heims- sýnitig veitir svo óvenjulega að- stöðu til. Síðari hluta arsins 1937 fór fram töluverð rannsókn á því, hvort þetta fyrirtæki af íslend- inga hálfu mætti virðast gerlegt, og hafði þá rannsókn með hönd- um sjerstök nefnd, sem ríkisstjórn in skipaði. Eftir að nefnd þessi liafði leitað hófanna hjá ýmsum atvinnufyrirtækjum landsmanna um fjárstyrk og annan stuðning við málið, var að því horfið í janú armánuði 1938 að hrinda málinu í framkyæmd á þann hátt, að fyrirtæki þau, sfem heitið höfðu málinu stuðningi, kusu 10 menn í sýningarráð, sem ásanit 5 mönn- um, er ríkisstjórnin skipaði, skyldi hafa mál þetta með höndum. I sýningarráð völdust þessir menn af hendi einstakra fyrirtækja og stofnana, er lofað höfðu fjárfram- lögum. Aðalsteinn Kristinsson framkv.- stj., Ásgeir Þorsteinsson framkv - stj., Eggert Kriscján-sson stórkaup maður, Finnúr Jónsson form. Síld- útvegsuefndar, Guðm. Yillijálms- sön framkv.stj., Hallgrímur Beiie- diktsson stórkauþmaðúr, Helgi Bérgs forstjóri, Helgi Pjetursson verslunarfulltrúi, Matthías Þórð1- arson þjóðminjavörður Thor Thors framkv.stj. En af hálfu ríkisstjórnarinnar voru þessir skipaðir: Áriii Friðriksson magister, Emil Jónsson alþm., Jón Baldvinsson forseti Alþýðusambands íslJón- as Jónsson förmaður Mentamála- ráðs, Steingrímui' Steinþórsson b ú n að arm ál a st j óri. ★ ýningarráð kom fyrst saman 8. febrúar 1938 og valdi sjer að formanni Thor Thors framkv.- stj. Ritárar voru kosnir Stein- grímur Steinþórsson alþm. og Emil Jónsson alþm. Yaraformaður var kosinn Guðmundur Yilhjálms- son framkv.stj. Þær breytingar bafa síðar orðið á sýningarráðinu, að í stað Hall- gríms Benediktssonar stórkaupm. hefir tekið sæti Garðar Gíslason stórkaupm., og í stað Jóns heit. Baldvinssonar hefir tekið sæti Haraldur Guðmundsson alþm. Ríkisstjórnin skipaði síðan i'or- mann framkvæmdarstjórnar Vil- hjálm Þór framkvæmdastjóra, og sýningarráðið kaus í framkvæmda stjórn. þá Harald Árnason, kaup- mann í Reykjavík, og Ragnar E. Kvaran landkynni, og vai'ð hinn síðarnefndi ritari framkvæmdar- stjórnar. Sú verkaskifting var í önd- verðu samþykt á milli sýningar- ráðs og framkvæmdastjórnar, að sýningarráð skyldi ákveða öll meginatriði, er snertu þátttöku vora í sýningunni og fyrirkomu- lag hennar, en einkmn taka á- kvarðariir um allar tillögur, er hefðu fjárútlát i för nieð sjer. Hinsveg'ar skyldi framkvæmdar- Btjórn annast öll dagleg störf í sambandi við sýninguna og sjá um öll einstök atriði, er snertu únd- irbúniiig liennar af vorri hálfu, og .starfrækslu hennar. Samkvæmt þessari verkaskiftingu hefir sýn- ingarráðið og framkvæmdarstjórn síðan nnnið að undirbúningi máís- ins, og hefir sýningarráðið haldið alls 18 fundi, auk þess sem ein- stakar iiéfndir sýningarráðs hafa haldið sína sjerstöku fundi. Fram- kvæmdarstjórn hefir haldið alls nm 70 fuödi, og unnið mikið starf einnið utan’ fundanna. Nú eí svo langt komið undir-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.