Morgunblaðið - 08.02.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1939, Blaðsíða 3
3 Mförikudagur 8. febr. 1939. „Goðafoss" vestur á heiinssýninguna Eimskipafjelag íslands hefir ákveðið að senda eitt af skipum sínum, Goðafoss, vestur til New York á heimssýninguna, ef nægileg þátttaka fæst í förina. Ráðgert er að Goðafoss fari hjeðan í byrjun maímánaðar og standi við í New York í 10—14 daga. eftir ástæðum. Ferðirnar á milli er ráðgert að taki 10—12 daga, svo öll ferðin myndi standa yfir í rúm- lega einn mánuð. Á Goðafossi er rúm fyrir 67 farþega, 40 á I. far- rými og 27 á II. farrými, fargjald er ákveðið 900 krónur á I. og 600 á II. farrými, fyrir utan fæði, en fæði kostar kr. 5,00 á dag á II. farrými og kr. 8.00 á I. farrými. Forð þessi verður ekki farin nema að nægjan- leg þátttaka fáist og verða þeir, sem hugsa sjer að fara vestur, að tilkynna það á skrifstofu fjelagsins fyrir febrúarlok. Bits saknað i Skagatirði Súðin leitaði í gær Að aflíðandi miðnætti á þriðju- dagsnótt, fór vjelbáturinn Þengill frá Hofsós áleiðis til Siglufjarðar. f gærkvöldi, er blað- ið frjetti síðast, var báturinn ekki kominn fram. Veður var sæmilegt á Hofsós, er báturinn fór þaðan, en blindhríð var þá skolliu á á Siglufirði, með um 8 vindstigum. Iíjelst það veð- ur þar um slóðír fratn á þriðju- dag. Er menn fóru að undrast um bátinn á þriðjudagsmorgun var það tillrynt Slysavarnaf jelaginu, og Súðin, sem þá var á Siglufirði, var fengin til að hefja leit að bátnum. Þannig stóð á ferðum þessa báts, að hann var að flytja mjólk tii Siglufjarðar írá Sauðárkróki, en koru við í Hofsós á leiðinni til Siglufjarðar. Mjólkurflutninga þessa annast Skafti Stefánsson útgerðarmaður. En bátur sá, sem hann hefir not- að í ferðir þessar, liafði bilað, og var ekki ferðafær. Fekk Skafti því bátinn Þengil til þess að fara þessa ferð. Skipstjóri lians Karl Þórðarson, en bátshöfnin alls 4 menn. Var liann nýkominn til Siglufjarðar, af Eyjafirði. Nöfn bátverja er blaðinu annars ekki kunnugt um nema Eðvalds Magn- ússonar frá Siglufirði. Báturinn tók 3 farþega frá Hofsós, Tómas Jónasson kaupfje- lag'sstjóra, Stefán Jóhannesson út- gerðarmann frá Bæ, og Sigurð Jónsson sjómann frá Hofsós. „Kolviðarhóll“, skíðadeild í. R., lieldur skemtifniu ið Ilótel Borg annað kvöld kl. 9. Þar verða sýnd- ar margar kvikmyndir, eins og t. d. kvikmyndir þær.er teknar voru af 200 manna skíðanámskeiði I. R. í. fyrravetur. Þá verður s^trd- ur kvikmyndaþáttur frá Vetrar- Olympíuleikjunum 1936, þar sem Birger Ruud og aðrir hehnsfrægir skíðagarpar sjást; einnig verða sýndir kvikmyndaþættir af heims- frægum skauta-konum og körlum Tveir fundir Sjálfstæöis- manna Flokksskemtun í Grindavík. Sjálfstæðisfjelagið í Griudavík lijelt landsmála- og skemtifund í samkomuhúsinu í Grindavík s.l. föstudagskvöld. Fundurinn hófst með kaffidrykkju kl. 8For- maður fjelagsins, Tómas Snorra- son setti sa.mkomuna og bauð gesti velkomna. Meðan setið var undir borðum, voru fluttar ræður um landsmál óg minni drukkin, en þess á milli sungu allir sam- komugestir ættjarðarsöngva. Með- al ræðumanna voru Sigurður KristjánssoU alþm., sem mætti á fundinum fyrir hönd miðstjórnar flokksins, Helgi Hallgrímsson bókari og Tómas Snorrason. Jakob Hafsteni söngvari og Bjarni Þórðarson píanóleikari skemtu á samkomunni. Söng Haf stein 8 lög. Yar hrifning fólksins mikil jTir song hans og leik Bjarna. Kl. 12 voru borð upp tekin og skemtu menn sjer síðan við dans fram eftir nóttu. Samkoma þessi var fjölmenn og fór á allan liátt ágætlega fram. Og þótt menn gæfu sig gleðinni á vald, ríkti þar hófsemi í allri framkomu og hin dýpsta alvara, er um landsmálin var rætt. Eru Grindvíkingar ráðnir í því að halda sjálfstæðismerkinu hátt og lengi yfir því bygðarlagi. Mátti glögt sjá það á sveit þeirri, sem þarna var mætt, að það vígi, er hún ver, mundi torsótt. Flokksskemtun á Eyrarbakka. Sjálfstæðisfjelag Eyrbekkinga hjelt landsmála- og skemtisam- komu í samkomuhúsinu þar s.l. sunnudagskvöld. Sjálfstæðisfjelag ið þar er ungt, var stofnað í s.L mánuði, en telur nú þegar nokk- uð á annað hundrað manns.- Samkoman var fjölmenn, og voru mættir þar gestir víðsvegar að úr sýslunni, bæði úr Sjálfstæð1- FRAMH. Á SJÖTTTJ Sfi)U MORGUNBLAÐIÐ Alfons konungur flytur þakkarbæn eftir fall Barcelona Myndiu er tekin í Róm, þegar Alfonso 13. fyrv. Spánarkonungur og Ena drotning fluttu þakkar- bæn í tilefni af falli Barcelona. Þau hafa verið fráskilin um nokkurt skeið og er þetta fyrsta mynd- in, sem tekin hefir verið af þeim, síðan þau tóku saman aftur. Lengst til vinstri er sonur þeirra, Don Juan, Asturiuprins. Bátar snúa frá lendingu í Grindavík Frjettaritari vor í Grindavík, símar í gærkvöldi; I morgun réru hjeðan 5 bátar, en á skömmum tírna brimaði svo mjög, að ekki var viðlit að lenda hjer neinstaðar. Með aðstoð SlysaVarnafjelagsins var náð sambandi við björgunar- skútuna Sæbjörgu, er var stödd nálægt Garðskaga. Fór liún þegar til móts við bátana og mun hafa mætt þeim nálægt Reykjavík. Yarðbáturinn Óðinn kom einn- ig á vettvang og fylgdist með bátunum, ásamt Sæbjörgu til Keflavíkur. Marío Markan á kgl. leikhúsinu í mars Khöfn í gær F.Ú. kveðið hefir verið að gesta- leikur ungfrú Maríu Markan á Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn fari fram í marsmánuði næstkomandi. Á hún að syngja og leika greifa- frúna í „Brúðkaupi Figaros“. Social-Demokraten í Kaupmanna- höfn birtir grein um Maríu Markan, þar sem svo er látið um mælt, að hón hafi verið irieðal þeirra listamanna, sem mesta athjrgli vöktu á norrænu tón- listarhátíðinni síðastliðið haust. BlöS jafnaðarmanna í Dan- mörku skýra frá því í dag, að almennar kosningar muni fara fram í landinu 3. apríl' n. k. og hið ný kjÖrná þing koma saman 4. maí. (F.Ú.). - Rannsókn!— Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. „The Times“ ræðir í dag um grein Signors Gayda í gær, þar sem sagt var að ít- alir myndu ekki kalla heim hermenn sína frá Spáni, eftir að styrjöldinni er lokið. „The Times“ segir að þessi ummæli fari algerlega í bág við loforð Mussolinis og þess vegna verði að rannsaka þau nánar með sðstoð erlendra fulltrúa í Ítalíu. Togaraveiðar Norðmanna Khöfn í gær F.Ú. orska blaðið „Norges Hand els og Sjöfartstidende“ birtir í dag grein um togara- veiðar og telur óhjákvæmilega nauðsyn að taka þær upp, ef fiskveiðar Norðmanna eigi ekki algerlega að dragast aftur úr. Blaðið segir, a'S Norðmenti ættu í þessum efnum aS taka ísland sjer til fyrirmyndar og ættu að eyða fje og tíma í það að rannsaka nákvæmlega þróun íslenskra fiskiveiða. Síldveiðar Norðmanna hafa gengið svo vel undanfarið, að afjinn er nú orðinn meiri en hann var í fyrra. Sjálfstæðismenn í Innri Akra- neshreppi hjeldu skemtun í hreppn um laugfirdaginn 28. f. m. Þar töluðu Pjetur Ottesen alþm. og Páil Guðmundsson oddviti. Hall- steinn bóndi í Skorholti flutti kvæði eftir sig. Fleira var til skemtunar. Skemtunin vár mjög vel sótt og fór hið hesta fram. T. d. sást þar ekki vín á neinum manni. í Innra Akraneshreppi er mikill áhugi fyrir Sjálfstæðis- stefnunni og fer stöðugt vaxandi. 611161 úrskurðaður skákmeistari Reykjavíkur Níunda umferð á skákþingi Reykjavíkur var tefld á sunnudaginn. IJrslit urðu þessi: Meistaraflokkur: Sturla vamt Ingvar, Einar vann Sæmund, Gil- fer og Ásmundur biðskák. Iiigvar hafði svart og Ijék Gam- bridgesprings vörnina. Fekk frjálsa stöðu upp úr tiyrjuniimi. en í miðtaflinu tapaði liann tveim peðum fyrir framan komginn, sem síðan var varnarlaus. Einar liafði svart og lj'ek Buda- pestar vörnina. Fekk ágætt tafl í bj’i'j un skákarinnar og náði sókn snemma í miðtaflinu. Sæmundur langhrókaði og náði mótsókn kongsmegin, fórnaði riddara og síðan skiftamun. En vörnin reynd- ist sterkari en hann gerði ráð fvrir. Ásmundur hafði svart og tefld'x vörn, sem líktist helst Orthodox. Fekk þröngt tafl í hyrjuninni. Gilfer náði snemma sókn og vann lirók og peð fjmir riddara. Eftir það náði Ásmundur mótsókn, án þess þó að vinna aftur það lið, sem hann kafði tapað. Umhugsun- artími beggja gekk mjög til þurð- ar og' þegar Gilfer Ijek sinn síð- asta leik var umhugsunartími hans þrotinn. Gilfer átti hinsveg- ar unna stöðu. Málið var afhent skákstjóra til úrskurðar. I fyrrakvöld lívað svo skák- stjórinn upp úrskurð sinn, sem var á þá leið, að Gilfer hafi ekki tapað á tíma. Úrskurðinum verð- ur væntanlega áfrýjað. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir á morgun gamanleikinn „Fljettuð reipi xxr sandi“- Þessi skemtilegi leikur heiir íxú verið sýndixr tvisv- ar við hinar bestxx viðtökxxr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.