Morgunblaðið - 08.02.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.1939, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Ififtrikudagur 8. febr. 1$39. Ur daglega lífinu Keykvíkingur skrifar blaðinu: — Mjer finst of lítið hafi verið gert til þess að vekja athygli á umniæhmi f|ármálaráðherrans Eysteins Jónssonar á dögunum, þar sem hann í útvarpinu komst þannig að orði: „Ráðstafanir til þess að framleiðslu- störfin verði fýsilegri atvinna en önnur ónauðsynlegri störf, og vænlegra að leggjá. fje sitt í framleiðslufyrirtæki en ýmsar aðrar framkvæmdir, sem minna máli skif'ta fyrir þjóðarheildina þarf að gera“. Ræða ráðherrans birtist í Tímanum þ. 28. f. m. Ráðherrann mintist líka ,á höftin. Lofaði hann verkanir þær, sem þau hafa haft á afkomu þjóðarinnar. Er honum í því nokkur vorkun, því það hefir lengi verið svo, að hverjum þyk- ir sinn fugl fagur. En þeim, sem heil- skygnir ei-u, og vit hafa á, þykir sá umskiftingur, höftin, bæði ljótur, leið- ur, og skaðlegur. Væri vel, ef skíma sú, sem virðist koma fram í orðum ráðherra að ástandið sem ríkt hefir í viðskiftamálum, sje hvorki æskilegt nje viðunandi á venjulegum tímum, væri vottur þess að hann grilti í hvert stefn- ir með núverandi fyrirkomulagi. Í5'" "" ★ Það væri mikið gott, ef f.jármálaráð- herrann hefði nú fyrir alvöru komið auga á, að gera þurfi þær „ráðstaf- anir“ sem hann talar um, til þess að framleiðslustörfin yrðu fýsilegri. En til þess þarf hann, sá góði mað- ur, að breyta allmjög út af sinni fyrri stefnu. Því er. það ekki einmitt hann, sem lengst og mest hefir barist fyrir því, og talið sjer það til gildis, að tekjuskattur væri hækkaður og hon- um baldið svo liáum, að lítil sem engin von er um arð af því fje, sem til fram- leiðslunnar er lagt. ★ Hvað er það sem gerir það fýsilegt að stunda einn atvinnurekstur öðrum frernur? I>að, að líkindi sjeu til að von sje um arð af atvinnurekstrinum, að eigendur og aðrir, sem þar að vinna, fái meira fje til umráða en ella, fje, sem þeir megi svo s.jólfir ráðstafa, eins og þeim þykir hyggilegt. En þessi á- batavon er útilokuð í okkar landi vegna skattafyrirkomulagsins eins og fyrir segir, en það er svo orsökin til að menn eru rnjög ófúsir til að legg.ja fje jafnt í framleiðslufyrirtæki sem annað. Hjer er það komið svo, að fáir kæra sig lengur um að afla meira f.jár en nauðsynlegt er til lífsframfæris. Afli einhver meira, þá lendjr það oft í óþarfa eyðslu, því menn hugsa sem svo, að það sje eins gott eins og láta það lenda í eyðsluklóm ríkisstjórnar- innar, er breytt hefir undanfömum góðærum í óáran. ★ Þegar búið er að eyðileggja löngun fólksins til að eignast fje, — löngun- ina til ,að spara — þá verður þegar til lengdar lætur lítið til, hvorki til að leggja í framleiðslufyrirtæki nje til annara hluta. En um framkvæmdarviljann hjá ráð- herranum má nokkuð ráða af því, að enn hafa ekki komið fram neinar á- kveðnar tillögur til viðreisnar sjávar- útgerðinni, og bendir allur sá dráttur, sem orðinn er á því máli á að stjórnin hafi ekki neina hugkvæmni, jafnvel ekki vilja eða getu til að gera neitt að gagni í því máli. ★ Wells segir í Yeraldarsögu sinni: „Franska stjórnarbyltingin var hafin að miklu leyti til þess að vemda eign- ir manna fyrir sköttum“, og svo sem kumiugt er, hafa einræðisherrar nú- tímans um sig lífvörð vegna ótta síns við reiði fólksins út af höftum þeim og ófrelri sem þeir hafa á það lagt. íslendingar hafa ekki enn gleymt ein- lokun og ófrelsi fyrri alda. Sjálfs- b.jargarhvötin og frelsisþráin era líf- seigar. ★ í þeim löndum, þar sem skattafyrir- komulag og verslunarfrelsi er í lagi, þarf að jafnaði engar sjerstakar ráð- stafanir að gera til að framleiðslustörf- in verði fýsileg atvinna, og vænleg til að leggja fje sitt í, þar er blátt áfram kepni um að komast að því, að fást við framleiðslustörf og allir sem nokkuð hafa, eru fúsir að legg.ja í þau fje, þá kemur vinna og velmegun sjálfkrafa. Ef stjóminni skildist þetta, myndi afkoma þ.jóðarinnar á tiltiilulega stutt- i,m tíma komast í sæmilegt lag. ★ Þetta eru í stuttu máli hugleiðingar þessa Reykvíkings út af ummælum f j á rmál aráðherrans. Óneitanlega væri það ekki nema eðlilegt, að Eysteinn Jónsson lærði með tímanum að draga ályktanir af því, sem hann s.jálfur segir, þó hann eigi erfitt með að fylgja ráðum ann- Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort ríkisstjóminni finnist ekki nokkuð erf- itt að fóta sig á atvinnu-vegunum. Frásögn 100 ára konunnar DESSIAN margar teg., Bindigarn, Saumgarn, Merkiblek, Salt- pokar, Ullarballar, Kjötpokar, Gotupokar, Fiskmott- ur o. fl. fyrirliggjandi. L. ANDERSEN Hafnarhúsinu. Sími 3642. Timburverslun 1 ?. \JJ. lacobsen & 5ön R.s. Rl Stofnuðl82 4. ,ca 'H Símnefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn S. §H Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- •f|§ mannahöfn - Eik til skipasmíða. - Einnig heila i. , skipsfarma frá Svíþjóð og Finnlandi. H Hefi verslað við ísland í cirka 100 ár. FRAMH. AF FTMTU SÚÐU. var í fylgd með honum grannleit- ur piltur, sem síðar varð sýslu- maðurinn okkar hjerna, Jón Thor- oddsen í Haga á Barðaströnd. Mig minnir að hann hafí eitthvað verið til menta hjá sr. Sigurði okkar. Annars var jeg víst fyrsta fermingarbarn sr. Odds Sveins- sonar á Rafnseyri. — Hvenær giftist þú? ■— Þegar jeg var 28 árá. Það var árið 1866. Maðuridn minn var Bjarni Bjarnason frá Sellátr- ifm. Fyrsta árið okkar hjuggum við á móti foreldrum mínum á Rauðstöðum. En síðan fluttumst við að Tjaldanesi. Þar vorum við í þrjú ár. Þaðan fluttum við að Stapa í Tálknafirði. Þar vorum við í 25 ár. Stapi var þá kirkju- jörð og var jarðarafgjaldið greitt í smjöri til síra Lárusar, sem þá var í Selárdal, föður Ólafs Lár- ussonar og þeirra systkina. Eitt sinn þurfti jeg að fá smjör að, til að greiða með landskuld- ina, en síra Lárus hefir víst fund- ið, að það var ekki frá mjer, því næst kvaðst hann vilja að jeg gerði leigusmjörið sjálf. Líklega hefir hann borðað það sjálfur hlessunin. Jeg man eftir, að þegar við komum að Rauðscöðum, var „haft við“ og mikið unnið úr mjólk. Það þótti mjer skemtileg vinna. — Hvert fóruð þið svo frá Stapa ? Döpur jól. — Þaðan foruin við að Botni í- Tálknafirði og bjuggum þar 1 10 ár. Þaðan að Klúku í Fífustaða- dal í Ketildölum hjerna við Arn- arfjörð, og síðast að Auðhrings- dal. Þar bjuggum við til ársins 1923. Þá fluttum við hingað til Bíldudals. Rúmum tveím árum eftir að við koúium hingað misti jeg mann minn og tvö hörn, sem öll þrjú dóu í einu, eða dagana 22.—24. des. Sjálf hlynti jeg að þeirn á banabeðnum eftir því sem jeg gat.. Ekki gat jeg farið til kirkju þegar þau voru jörðuð, sökum þreytu og lasleika. Það voru döpur jól hjá mjer þá. — Hvað áttir þú mörg hörn? — Þau voru nú fjögur, blessuð, sem upp komust. 4 dóu í æskú, 2 synír og 2 dætur. En nú eru þau öll dáin. Það voru góð og mann- vænleg börn. Gamla konan hendir nú á liandklæðabretti, sem liangir upp á vegg. — Þetta saumaði nú önnur dóttir mín, þegar við vor- um í Auðhringsdal, Hún var lag in í höndunum stúlkan sú. — Jú, það þótti mjer. Sonar- sonur minn blessaður sendi mjer það fyrir þrem árum. — Hvað þykir þjer mest ga'man að hlusta á? — Á messurnar hlessaðar. Mjer finst alt annað hálfgert rugl, og engin ánægja vera að, að hlusta á það. Lítið gefið um blöð. — Finst þjer ekki mikill mun- ur á, hvað allar frjettir berast fljótar nú en áður? — Jú, það er víst mikill munur. Þá var heldur enginn póstur, enda fáir til að skrifa. Og ekki voru blöðin, enda hefir mjer verið lítið gefið um þau. Jeg hefi aldrei ver- ið gefin fyrir að hnýsast í annara manna hagi. — Hvaða hlöðum manstu nú fyrst eftir? — Það er víst Þjóðólfur. Það voru vondar neðanmálssögur í honum. Þær voru nú samt kliptar úr og heftar saman í hók. Jeg lánaði svo einhverjum hókina og fjekk hana aldrei aftur, og var jeg hálffegin því. Svo var „Arn- firðingur“ líka á ferðinni; mjer var lítið gefið um hann og var feg in þegar hann hætti að koma, þó ritstjórinn væri góður. Kirkju- blaðið er besta blaðið, sem jeg hefi sjeð. Talið harst svo að ýmsu, þar á meðal spurði jeg gömlu konuna, hvort hún hefði r.okkurntíma sjeð flugvjel. „Gott eins og það var“. — Hvað heldurðu að hafi veitt pjer mesta ánægju í lífinu? — Því get jeg ekki svarað. Mjer þótti altaf mesta skemtun að vinna. Ileyvinna þótti mjer skemtileg, sömuleiðis öll mjólkur- vinna. IJm skeintanir var nú lítið í þá daga. — Finst Jijer ekki að tímarnir liafi breyst til batnaðar? — Nei, það helcl jeg elíki. Það var gott eins og það var, að minsta kosti var jeg ánægð. Síðasta bónin. — Jú, jeg hefi sjeð flugv.jel setjast hjer á voginn og svífa hjer yfír. — Heldurðu að þ.jer þætti ekki gaman að ferðast í svona farar- tæki? — Nei, ekki' nú orðið. En það hefði sjálfsagt verið gaman, hefði jeg verið yngri. — Jæja, það er nú orðið frarn- orðið og jeg er víst farinn að halda fyrir þjer vöku. Jeg þakka þjer nú kærlega fyrir ánægjuna af að heimsækja þig og óska þjer alls góðs á æfikvöldinu. — Má ekki bjóða. þjer kaffi- sopa? — Nei, þakka þjer fyrir, ekki núna. En kannske kem jeg seinna og þá þigg' jeg það. — Ef ] jeg niætti biðja þig um að gera nokkuð fyrir mig, mælti að síðustu gamla konan, þá vildi jeg biðja þig að biðja fyrir mjer. Mjer þætti afarvænt um það. — Jeg skal gera mitt besta í því, lofaði jeg. Og vertu nú bless- uð og sæl og fyrirgefðu ónæðið — Það er ekkert, góði maður. Mjer þykir altaf vænt um að fá að tala við alúðlegt fólk. Góða nótt. Þannig lauk þessu samtali og jeg býst við og vona, að jeg hafi eignast góðan viu þar sem gamla Elísabet er. Ilún er furðu ern enn þá og lítið skjálfhftnt, en kvartar um veiklun fyrir hjartanu öðru hvoru. Ilún hefir altaf fótavist. en finst henni smáhrörna, sjer- staklega upp á síðkastið. Þorvaldur Friðfinnsson. Flokkskemtun á Eyrarbakka FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐU. isfjelaginu, og einnig úr þeim hreppum, sem fjelög eru ekki enn stofnuð í. Samkoman hófst með kaffisam- sæti. Setti formaður fjelagsins, Jóhann Ólafsson fundinn og- stjórnaði honum. Ræður íluttu: Sigurður Kristjáusson, sem þarna var rnættur fyrir hönd miðstjórn- ar flokksins, Jón Jónsson hóndi á Hnausi, Bjarni Júníusson bóndi í Seli, Ólafur Helgason kaupm., Eyrarbakka, Sigurður Kristjáns kaupm., Eyrarbakka, Sigurður Óli Ólafsson kaupm., Selfossi, Jón Sigurðsson, Hjalla í Ölfusi. Á milli ræðanna sungu allir samkomugestir ættjarðarsöngva. En Pjetur Jónsson óperusöngvari og Árni Jónsson frá Múla sungu mörg lög með aðstoð Helga Hall- grímssonar. Var söng þeirra tek- ið með miklum fögnuði. Kl. 12 voru borð upp tekin, og hófst þá dans. Samkoman fór á allan hátt á- gætlega fram. Er áhugi og ein- drægni Sjálfstæðismanna nú meiri en nokkru sinni áður í þessu hjeraði. Hefir ofstæki og ofsókn- aræði Framsóknarforkólfanna í Árnessýslu haft alveg öfug áhrif við það, sem sá flokkur mun hafa ætlað. Mun Framsókn hafa reikn- að lunderni Árnesinga rangt út, og eru mestar líkur til að sú reikningsskekkja komi henni eft- irminnilega í koll áður langt um líður. LOFORÐ FRANCOS VIÐ FRAKKA FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. ,,Le Matin“ segir, að Franco hafi lofað því AÐ víggirða ekki spænsk-frönsku landamærin og' AÐ veita ekki erlendu ríki eða ríkjum nein hernaðarleg eða pólitísk hlunnindi, hvorki á Spáni nje í nýlendum . Spán- verja. BANDARÍKIN OG SPÁNN. London í gær. FÚ. Cordell Hull, utanríkismálaíáð- lierra Bandaríkjanna, lýsti yfir því í dag, að Bandaríkin væru á engan hátt riðin við þær tilraunir, sem stjórnir Frakklands og Bret- lands kynnu að gera til þess aú miðla málnm og koma á friði á Spáni. Hann sagði að áður en Banda- ríkin tækju ákvörðun um að við- urkenna stjórn Francos á Spáni, yrðu atburðirnar að skýrast nán- ar. Ríkisskip. Súðin var á Siglufirði gær. þegar ar ? Þótti þjer ekki vænt úfvarpið kom til um t Málverkasýning' Kjarvals í Mark- SÖ'gúnn-1 aðsskálariu’m er opin frá kl. 10— 10 daglega. Roskinn kvennmaOur sem vill taka að sjer þjónustu sjómanna í verstöð h.jer sunnan lands, getur fengið atviunu strax. Kaup 70 krónur á mánuði og frítt llúsnæöi og fæði. Upplýsingar í síma 2298 kl. 8—9 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.