Morgunblaðið - 01.03.1939, Side 2

Morgunblaðið - 01.03.1939, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. mars 1959, Hótanir Pólverja við nazista í Danzig Pólsk-þýskar óeirðir í Danzig og Póllandi i Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Nýir alvarlegir árekstrar hafa orðið milli þýskra og pólskra stúdenta í Danzig. í dag rjeðust þýskir stúdentar á pólska stúdenta í tækniháskólanum í Danzig og hröktu þá með barsmíðum út úr kenslu- stofunum. Póllandi hafa þessir árekstrar vakið miklar æsingar. Pólska stjórnin hefir sent forseta senatsins í Danzig mótmælaskjal, þar sem segir m. a., að Pólverjar neyð- ist til þess að taka pólska íbúa í Danzig undir sína vernd, ef stjórn nazista í fylkinu geti ekki haldið uppi aga og reglu. Áróðurinn gegn Þjóðverjum, sem stúdentar í Póllandi hófu í síðastliðinni viku, hefir haldið áfram, síðustu dagana í mörgum pólskum borgum. Gluggar í þýskum verslunarhús- um og þýskum skólum hafa verið brotnir. Stúdentar, vopnaðir skammbyssum, hafa víða tekið lögregluvald- ið í sínar hendur.í gærkv. rjeðust þeir inn á skrifstofu þýska sambandsfjelagsins í Varsjá, á meðan stjórnarfundur stóð þar yfir. Þeir tóku mikið af húsgögnum og brutu þau og fóru í skjalasafn fjelagsins og rannsökuðu það. Sumt af þessum skjölum höfðu þeir á burt með sjer. Síðan fóru um 1000 stúdentar hópgöngu um götur borgarinnar, og ætluðu m. a. að fara heim til Becks ofursta, utanríkismálaráðherra. En lögreglan kom í veg fyrir það. Þýsk blöð.hafa fram til þessa tekið vægt á þessum áróðri pólskra stúdenta. Hafa þau látið sjer nægja að vitna í ummæli pólskra blaða, þar sem atburðir þessir eru harmaðir, vegna þess að þeir geti ekki annað gert, en skaðað hagsmuni Pólverja. M. a. hefir hið hálfopinbera málgagn Gazetta Polzka látið falla ummæli í þessa átt. I Póllandi vakti það mikla athygli, er Hitler flutti ræðu sína 30. janúar síðastliðinn, að hann sagði, að Þjóðverjar væru ánægðir með núv. landamæri sín í norður, vestur og suður — en slepti að nefna landamærin í austur, þ. e. pólsku landamærin. í hinni opinberu pólsku ræðuþýðingu, er send var frá Berlín til Varsjá, stóð að vísu, að Þjóðverjar væru ánægðir með landamæri sín í norður, vestur, suður og austur En í öllum öðrum þýðingum var austur slept og í hinni þýsku útgáfu er austur líka slept. jarðarförin á Akranesi Jarðarför Bjarna Ólafssonar skipstjóra og háseta bans Tóm- asar J. Þorvaldssonar fór fram á Akranesi í gær að viðstöddu því mesta fjölmenni, sem sjest hefir samankomið þar. Allir vjelbátar voru í landi. Þorsteinn Briem og sr. Priðrik Friði.ksson hjeldu ræður, aulc þess flutti Oddur Sveinsson tvö kvæði, sem ort voru við þetta tækifæri. Fulltrúar frá skipstjórum á Átta skipstjórar úr skipstjóra- fjel. Aldan í Reylrjavík báru kistu Bjarna sál. í kirkju, en skipstjórar af Akranesi báru úr kirkju. Auk þess báru báðar kistur frá heimili Bjazma sál. tít skiftis skip- verjar af Ólaíi Bjarnasyni, hreppsnefnd og fulltrúar frá sjálfstæðisfjel. Akraness. Akranesi stóðu heiðursvÖrð í kirkjunni. Landvarnir Svía; Heil neðanjarðar- borg í Stokkhólmi Sænska stjórnin hefir ákveðið að láta byg’gja í nánd við Stokkhólm heila neðanjarðarborg, sem notuð verði til almennings- þarfa, ef til loftárásar kæmi á borgina. Verða bygðar geysimiklar stein- steypuhvelfingar neðanjarðar og þar komið fyrir dvalarstöðvum fyrir þiisundir manna, matvæla- birgðum, sjúkrahúsi með 2000 sjúkrarúmum og þar fram eftir götunum. (FÚ) Eimskip. Gullfoss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 10. Goða- foss kom að vestan og norðan í gær um kl. 3. Bxúarfoss er á leið til London frá Rvík. Dettifoss er á leið til Khafnar frá Hamborg. Lagarfoss fór frá Leith í fyrra- kvöld áleiðis til Austfjarða. Sel- foss er á leið til útlanda frá Siglu firði. Miaja sagður vilja frið. 72 skip i smfð- um fyrir breska flotann Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Samkvæmt skýrslu um áætl- uð útgjöld til breska rlot- ans á þessu ári, sem birt var í dag, nema útgjöldin 3,3 miljörð- um króna (149 milj. stpd.). Er það talsvert meir en siðastliðið ár og 40 miljón sterlingspund- um meir en öll hernaðarútgjöld Breta námu fyrir 4 árum. Bretar hafa nú 72 skip í smíð um fyrir flota sinn, þar á meðal 2 orustuskip (35 þús. smál.) 4 beitiskip. 1 flugvjelastöðvarskip. 20 tundurspilla. 4 kafbáta. 20 fylgdarskip (convoy). Fundur Stúd- entafjel. Rvíkur um sjálfstæðis- málið Stúdentafjelag Reykjavíkur ætlar að boða til almenns stúdentafundar um sjálfstæðis- málið í lok næstu viku, Fjelagið hefir snúið sjer til ýmsra mætra manna og fengið hjá þeim loforð um að taka þátt í umræðum á fandinum. Azana sngir af sjor; dr. Negrin kallar saman (leyni- Ingan) skyndifund spönsku stiórnarinnari Vill Miaja frlð ? m V Ármenningar fara í skíðaferð í kvöld kl. 8 upp að Lögbergi, ef veður leyfir. Tilkynnið þáttöku í síina 2165 fyrir kl. 4. Frá frjettaritara vorum. ,, v, Khöfn í gær, IÐURKENNING Breta og Frakka á stjórn Francos hefir í dag haft ýmsar mikilvægar «f- leiðingar. 1) Azana forseti hefir sagt af sjer. 2) dr. Negrin stjórnin var kölluð saman á skyndifund í dag, einhversstaðar á Spáni, að líkindum nálægt Valen- cia. Engar upplýsingar hafa borist af þessum fundi, nje hvar hann var haldinn. 3) Sendiherra Spánverja í París afhenti fulltrúum frá Fhanco spánska sendisveitarbústaðinn í París. 4) Tvö ríki viðurkendu stjórn Francos í dag: Jugo- slafia og Ástralía. Tilkynning frá Azana um að hann hefði sagt af sjer, vár birt í þorpi einu nálægt Genf, þar sem Azana hefir tekið sjpr aðsetur. Hún var send Barrio, forseta spánska þingsins. í tilkynningunni segir A-éana, að forsetí herforingjaráðs stjórnarliðsins á Spáni, hafi tjáð sjer að frekari barátta væri vonlaus. Hann hefði þá strax beitt sjer fyrir að friður yrði sam- inn með heiðarlegum skilyrðum og lagt fram tillögu um það víð forsætisráðherra sinn, dr. Negrin. En dr. Negrin hafi ekki viljað fallast á þessa tillögu. Nú eftir að Frakkar og Bretar hefðu samþykt stjórn Fran- cos á Spáni, væri enginn grundvöllur lengur fyrir því, að hann hjeldi áfram að gegna embætti forseta, ekki öíst vegna þe$s að ekkert þing væri lengur til á Spáni. Umboði sínu væri því lokið. Eftir aS Azana forseti er búinn að segja af sjer starf ar stjórn dr. Negrins ekki lengur á stjórnskipulegum grundvelli, þar sem dr. Negrin var kallaður til þess að gegna embætti for- sætisráðherra af Azana. Lausafregnir ganga um það að Miaja hershöfðingi vilji semja frið við Franco. Þýsk-íslensku samn- ingarnir ganga í gildi í jag Pýsk-íslenski viðskifta- samningurinn nýi geng- ur í gildi í dag, 1. mars. Samningur þessi var undirritað- ur í Kaupmannahöfn fvrir síð- ustu helgi. Það hefir ekki verið venja að birta í heild þenna viðskiftasamn- ing og það mun heldur ekki verða gert að þessu sinni. Morgunbiaðið getur þó frætt um það, að þessi nýi sanmingur er mun hagstæðari fyrir okkur ís- lendinga eri fyrri samningar. Fá- um við aukinn innflutning í Þýska landi fyrir ýmsar framleiðsluvör- ur okkar, og elcki síst þær, sem við erum að koma á markaðinn. Hingað til liöfum við mátt selja ísfisk fyrir 900 þús. Rm. Þessi kvóti hefir nú verið hækkaður um 100 þús. Rm., upp í 1 miljón Rm. Þá fáum við nú sjer kvóta fyrir kryddsíld, upsaflök, hrognkelsa- hrogn, niðúrsuðuvörur og fiski- mjöl til manneldis. Alt er þetta mjög til bóta frá því er áður var. Má því vænta mikilla viðskifta við Þýslraland á þessu ári. LEGGUR MIAJA NIÐUR HERSTJÓRN Lonaon í gær. FÚ. I París gengur sá orörómur, að Casadore hershöfðingi, sem hefir stjórnað her lýðveldis- sinna á Mið^Spáni, muni á næstunni taka við herstjórninni Franco flutti ræðu í gærkvöldi í til- efni af viðurkenningu frönsku og bresku stjómanna og komst meðal annars svo að orði, að nú væri sigur- stundin upp runnin. „f dag viðurkenn- ír Bretland oss, og á morgun mun allur heimurinn viðurkenna oss. En vjer megum ekki gleyma þeim, sem hafa trúað á oss frá upphafi, og vjer finn- um oss skylt á þessari stund að lýsa yfir vináttu vorri viS Portúgal og við vora elskuðu Ítalíu og hi’S vinsamlega Þýskaland. Einnig lýsum vjer ýfir þakklæti voru til þeirra ríkja í Ame- ríku, sem hafa stutt oss“. í tilkynningu frá Burgos segir, aS meðal fjármuna þeirra, sem Erakk- land hefir fallist á að skila stjóm Erancos, sje gullforði sá, er Spánar- banki átti í Frakklandi, ásamt verð- brjefum hans, skuldabrjefum og gjald- eyrisbirgðum. Ennfremur hergögn og spönsk skip í frönskum höfnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.