Morgunblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 8
r 8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur I. mars 1939.. Fyrir nokkrum dögum kom maður með 9 ára gamlan son sinn á Tendrup-sjúkrahúsið hjá Álaborg. Héstur hafði hitið af drengnum annað eyrað. Faðir drengsins tók eyrað og vafði það inn í brjefaumbúðir. Á sjúkrahús- inu var eyrað hreinsað og saumað á drenginn. Er búist við að eyrað verði gróið fast eftir nokkra daga. Líkt tilfelli kom fyrir á sama sjúkrahúsi fyrir nokkrum árum. tJng stúlka kom með nefbroddinn af sjer í pappírspoka. Hestur hafði bitið af henni nefbroddinn. Stúlkan náði í stubbinn og það tókst að græða hanri á sinn gamla stað. 1 fyrstu var nefbroddurinn blár, en varð síðan rauður og að lokurii fekk hann sinn eðíilega lit. ★ Það hefir víðar verið metafii en í verstöðvum hjer á landi í janú- armánuði. Frá Gautaborg kemur frjett um það að í fiskihöfn einni þar hafi verið seld 11% miljón kíló af fiski í janúar móti 5.1 miljón kg. á sama tíma í fyrra. ★ Ungur maður í Austur-Prúss- landi ætlaði að útvega sjer „Aría- vottorð“ og til þess þurfti hann að skrifa embættismanni í Ameríku sem gat gefið upplýsingar um for- feður hans. En nú kom í ljós, að ainerísk yfirvöld höfðu einmitt, verið að grafast fyrir um heimil- isfang þessa sama pilts, vegna þess, að afi hans — Gyðingur — sem var látinn, liafði arfleitt hann að fjárupphæð sem nam 1% rniljón marka! ★ Atkvæðagreiðsla hefir farið fram um það, innan margra há- skóla í Bandaríkjunum, hver sje smekklegast klædda konan í heim- inum. Elísaheth Englandsdrotning fekk langflest atkvæði. ★ Tvær frúr fóru saman í kvik- myndahús. Á undan aðalmyndinni var sýnd aukamynd. Það var dýra- mynd, og sást fyrst asni sem stóð við stall. Onnur frúin þýtur upp úr sæti sínu og hrópar: — Almáttugur — jeg gleymdi að taka til mat handa manninum mínum! ★ Franskt máltæki segir: Konur eru eins og gátur, maður hefir gaman af gátunni þar til maður hefir leyst hana. ★ Hansen kennari hafði orð á sjer fyrir að vera utan við sig. Einu sinni var hann í boði hjá kunn- ingja sínum og spilaði bridge við vini sína. Vinunum kom saman um að reyna hve oft þeir gætu íatið Hansen gefa spilin án þess að hann tæki eftir því. Hansen gaf spilin aftur og aftur án þess að láta sjer bregða. — Þú átt að gefa, sagði Lind kapteinn, þegar Hansen hafði gef- ið 11 sinnum í röð. En þá henti Hansen kennari frá sjer spilunum ög sagði -móðg- aður. — Nei, jeg held nú ekki Lind. Þið ætlist víst ekki til að jeg gefi tvisvar í röð! ★ Utbreiddasta tímarit í Evrópu er án efa vikublað þýska nazista- flokksins, „Schulungsbriefe", sem gefið er út í 5 miljón eintökum. ★ MÁLSHÁTTUR: Góðan vin þarf sem eld og vatn. KANÍNUSKINN keypt hæsta verði. Magni h.f. Þingholtsstræti 23. STÓRT Vz-SILFURREFASKINN er til sölu með tækifærisverði. Upplýsingar í síma 3492. MEÐALAGLÖS Fersólglös, Soyuglös, og Tom- atglös keypt daglega. Sparið milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glösin. Laugavegs Apótek. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda þorskalýsi í sterilum ílátum kostar aðeins 90 aura heilflask- an. Sent um allan bæ. Sími 1616. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. Björn Jónsson, Vesturg. 28. Sími 3594. REYKJAVÍK — HAFNARFJÖRÐUR. Kaupum flöskur, whiskypela, soyuglös, bóndósir. — Sækjum heim. Sími 5333. Flöskuversl. Hafnarstræti 21. KAUPUM FLÖSKUR, flestar teg. Soyuglös, whisky- pela, meðalaglös og bóndósir. Versl. Grettisgötu 45. Sækjum heim. Sími 3562. KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. KJÖTFARS OG FISKFARS, heimatilbúið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. — Sent heim. Notið Venus HÚSGAGNAGLJÁA, afbragðs góður. Aðeins kr. 1.50 glasið. NOTIÐ „PERO“, stór pakki aðeins 45 aura. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarins besta bón. SLYSAVARNAFJELAGIÐ, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árs illögum o. fl. NOTUÐ ISLENSK FRÍMERKI kaupir ávalt Bjarni Þórodds- son, Urðarstíg 12 og Bóka- skemman Klapparstíg. ATVINNA Unglingspiltur getur fengið atvinnu við hænsnabúið við Bú- staðaveg. VJELRITUN OG FJÖLRITUN Fjölritunarstofa Friede Páls- dóttur Briem, Tjarnargötu 24, sími 2250. SOKKAVEÐGERÐIN, Pafnarstræti 19, gerir við kven- jokka. Fljót afgreiðsla. — Sími 2799. Sækjum, sendum. *K&ns£ct' ’ SÖNGKENSLA Get bætt við fleiri nemend- um. Jóhanna Jóhannsdóttir, Þórsgötu 7 A. Símar 4860 og 2562. fJajtað-fipnclið KVENHANSKI hægri handar, dökkblár með loðkanti, tapaðist á sunnudags- kvöld um Skólavörðustíg. Skil- ist á Laugaveg 53 B. KVENGULLÚR tapaðist á sunnudag frá Grettis— götu 71, að Gamla Bíó. Til- kynnið fundinn í síma 5144. miiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiímiiiiuuiiui 2 Off grænar baunir. | Jóh. Jóhannsson | Grundarstíg 2. Sími 4131. mimiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimumuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiii Jtlorgmtblatid Gagnið að auglýsingum fer auðvitað eftir því hvað marg- ir lesa þær. Munið að Morg- j unblaðið er langsamlega út- breiddasta blaðið. Tugir þús- unda lesa það daglega. Það ber boð yðar til allra. Það selur fyrir yður. Það tryggir gamla viðskiftavini og útveg- ar nýa. Það er boðberi við- skiftalífsins. Úrvals íslenskar Kartöflur í sekkjum og lausri vigt. vum Lau^aveg 1. Útbú Fjölnisvegi 2. CHARLES G. BOOTH, ÚTLAGAR í AUSTRI. færum, margar svefndýnur, lítinn suðuofn, matvörur og föt. En Kram fundu þeir hvergi. 'Uti var kominn svalur andvari. Fyrsti stýrimaður tók af sjer húfuna og strauk vfir hár sitt með heud- inni. „Við skulum leita niðri“, sagði haun. Síðan Marchmont kom um borð, hafði skútan Iagst á hliðina, og vatnsskvampið lieyrðist inni í skips- skrokknum. Það var augljóst, að skútan var að smá- sökkva. Wessels og- Simpson opnuðu hlerann og horfðu nið- ur í skipið. Þar var fúlt af vatni. Lítill stigi lá niður, og Marchmont klifraði niður hann. Megna fýlu lagði á móti honum, og vatnið var svart af óhreinindum. Ilann lýsti fyrir sjer með vasaljósinu. Vatnið náði honum upp fyrir ökla og skall við skips- Idiðarnar. En Kram sá hann hvergi. „Skútan er farin að sökkva“, sagði Wessels óró- legur. Þeir rannsökuðu hvern krók og kima í skútunni, en ái angurslaust. Enn einu sinni lýsti Marchmont yfír lík- iu. Mikill óhugnaður stóð af þeim. Rödd hans var enn hörkulegri en áður, er hann sagði: „Við förum í bát- inn!“ Rjett í því, er þeir ýttu frá skútunni, var eitthvað, sfm slóst við borðstokkinn á bátnum. Fyrsti stýrimað- ur lýsti með vasaljósi sínu þangað og sat síðan sem slirðnaður. I skininu frá vasaljósinu var eins og höfuðið á Kram væri rifið frá bolniim, svo að andlitið flaut 0 ofan á sjónum eins og pappírsgríma. Augun voru opin ög einblíndu út í bláinn. Og um fölar varirnar Ijek stríðnisbros. Það mínt'i á þann svip, sem Kram hafði oft sýnt Marchmont, sem honum hafði verið lítið um. Þetta dauðans glott var eitt af því hræðilegasta, sem Marehmont bafði sjeð á æfinni. Hann audvarpaði djúpt, og menn hans hvíldu á ár- unum og störðu út í loftið. Þá mundi Marchmont alt í einu eftir því, að hann var fyrsti stýrimaður á hinu mikla skipi „Prins Aust- urlanda“. Ilann þreif í Iíkið og dró það bjálparlaust upp í bátinn. Þegar hanij var búinn að því Ieit hanii á það. Honnm brá undaríega við, er hann sá, að í kreptri liægri hendi þess var samanböglaður hundrað punda enskur bankaseði!!. Hann Ijet hann vera og sagði: „Róið út að skipinu drengir ....“ * Nokkrum klukkustundum síðar, þegar tunglið gægð- ist fram og samlagaði hina daufu birtu sína ljósunum frá enska varðbátnum, sökk kínverska skútan. Fram- stefnið stakst niður á undan, og það var eitthvað tign- arlegt við hreyfingar djúnkarans, er hann hvarf hægt og hægt niðnr í djúpið. Eftir á kyrðist hafið aftur, og fáeiu brot úr skips- flakinu sýndu staðinn, þar sem skútan hafði legið. 1. onsieur Conti lióf glas sitt á loft: „Skál fyrir fyrirtækinu. Mádanie“, sagði hann. Iren§ Mollory 1 eit á hann og rólegur svipur færðist í gullbrún augun. Hún virtist öll, jafnvel glampinn á hinu fagra hári hennar, sem var hvorki rautt eða koparlitt þessa stundina, deyfast. Undarleg ró færðist yfir liana. Það var eins og hún hlustaði eftir einhverju í sínum innra manni. Svo fór hún að hlægja og lirærði í kaffinu sínu. „Hvaða fyrirtæki, Monsieurspurði hún. Monsieur Conti varð gletnislegur á SYÍp. „Madame hefir ávalt eitt eða annað fyrir höndum, þégar hún kemur til Shanghai“. Monsieur Conti leið vel, þegar hann var búinn að synda í klukkutíma í klúbbnum sínum, en það gerði hann á hverjum morgni kl. 11. Ifann fór venjulega fótgangandi til baka eftir Rue Montauban, með nokkra. koniakssnapsa undir vestinu og þunnan, svartan viadil í muunvikinu. Þessi för afmáði gersamlega of mikit áfengisáhrif kvöldið áður, sem liefðu annars getað1 eyðilagt hina dæmalausu sjálfsánægju hans og góða skap, sem hann var frægur fvrir. Auk þess hafði sund- förin þau áhrif, að liið svarta og hrokna hár hans lifn- aði alt við, og vöðvarnir í móbrúnu andliti hans styrkt- ust og spentust, svo að hann var líkari Monsieur Dumas en nokkru sinni áður. Og því hafði hann gam- an af, þó að hann segði oft, að liann vissi ekki, hvort Monsieur Dumas liefði verið heiðursmaður. Eftir sundið byrjaði Monsieur Conti að hugsa um morgunverðinn. Morgnnverður hans var jafn rófnaðnr og hann sjálfur og gistihús hans. Menn töluðu um hann alt írá Vladivostok að Höfðaborg. Það er að segja þeir, sem á annað borð ljetu aig nokkru skiftaa andrúmsloftið í Hotel Pierre Conti. -x- Hótelið var tvílyft steinhús, með járnbentri hurð og* svölum. Það var lítt áberandi að sjá og svo gamalt og i 11a haldið, að maður befði getað ímjndað sjer, að það hefði verið flutt beint á þenna stað úr einhverri smá- götu í Marseille. En þyrfti maður að ná tali af umboðsmanni Mau- sjúríu-hershöfðingja, var mjög líklegt, að maður hitti hann í Hótel Pierre Conti í franska bæjarhverfinu í Shanghai. Og- ef maður var silki- eða tekaupmaður, lengra að úr landinu, og kunni ekki við sig í klúbb- ttm eða gistihúsum í alþjóðahverfinu, leitaði maður ásjálfrátt til föður Conti. Væri maður að liefja upp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.