Morgunblaðið - 25.03.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1939, Blaðsíða 3
taugardagur 25. mars 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Sjálfum sjer líkir „Arbejderbladet" birtir ekki grein- argerð stjórnar- innar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Oll blöðin í Kaupmannahöfn, að undanskildu blaði komm nnista, „Arbejderbladet", birta ííreinargerð íslensku stjórnarinn- ar um viðræðurnar, sem hjer fóru fram við fulltrúa frá þýska flug- fjelaginu Luft-Hansa. Blöðin birta greinargerðina athugasemdalaust með öllu. ★ Hjer er kommúnistum rjett lýst. Pyrst breiða þeir út lygafregnir txm viðkvæm mál, sem hljóta að skaða landið. Þegar svo greinar- gerð kemur frá ríkisstjórninni, sem tekur af allan vafa, stinga kommúnistar henni nndir stól. Þeir viija halda fast við lyga- fregnina, vegna þess að hxtn skað- ar okkar land. ---------Birger---------- Ruiid stekkur 40 m, Birger Ruud, norski skíða- kappinn, stökk tvisvar af pall inum í Flengingarbrekku í gær. Bæði stökkin voru afar falleg og í síðara skiftið stökk hann 40 metra. Birger Ruud fór 3trax í fyrrakvöld að skoða stökk- pallinn. Leist honum vel á hann, nen*?. hvað honum þótti aðrenslið áður en stokkið er full lítið. Eftir að hann hafði reynt pallinn í gær, sagði hann að hægt væri að líkindum að stökkva 50—52 metra fram af pallinum, þegi?s- búið væri að bera í hann nægan snjó. I allan gærdag var yerið að bera snjó í pallinn. Onnu að því 36 verkamenn. Tvær svargrein- ar I „Manch. Guardian" «----• I Tvær greinar birtust í „Man- schester Guardian“ sem svar við greininni „Augu Þjóð- verja á íslandi". önnur grein- in var frá dr. Jóni Stefánssyni og birtist hún 9. mars. Mótmælir Jón fregn blaðsins um nazistaáhrif hjer á landi, vopnasmyglið, frásögninni um niðrandi viðskifti Breta og Þjóð verja hjer á landi o. fl. Þessari grein svarar „Manschester Gu- ardian“ þegar i stað og segir að ekki muni allir íslendingar vera sömu skoðunar og Jón um starf- semi Þjóðverja hjer á landi. Hin greinin birtist 11. mars og er eftir Louis Zöllner kaup- mann. ZöIIner segist vera sann- færður um að samúð Islendinga sje með Bretum. I grein sinni vekur Zöllner at- hygli á orsökinni til þess, að viðskifti Breta og Islendinga hafi minkað og segir sökina vera Breta, þar sem þeir hafi síðan 1932 sett hömlur á inn- flutning ísl. afurða til Bret- lands. Samsæti fyrir Birger Ruud Kveðjusamsæti fyrir norska skíðakappann Birgev Ruud og frú.hans fer fram-á mánudag- inn. Verður snæddur íirdegis- verður að Hótel Borg kl. 12Va- „Jín Ólafsson" Hinn nýi togari „Alliance" Olafur H. Jónsson fram- kvæmdastjóri Alliance var meðal farþega á Goða- fossi frá Englandi í fyrra- kvöld. Svo sem kunnugt er fór Olafur utan, ásamt Guðmundi Markús- syni skipstjóra. Erindi þeirra var að athuga togara, er Alliance-fjei lagið ætlaði að kauþa. Morgunblaðið hefir áður skýrt frá því, að þeir fjelagar hafi f^st kaup á togara í Hull. — Jeg er mjög ánægur með ferðina, sagði Ólafur. H. Jónsson framkvæmdastjóri við tíðindamann Morgunblaðsins í gær. Togari sá, sem við keyptum, er sjerlega vand að skip. Hann hjet áður „Loch Seaforth" og er bygður í Bever- ley 1933. Ilann er 423 tonn brúttó og 162 tonn nettó. Ilann er lölþíj fet á lengd, 25Mj fet' á, breidd og 15 fet á dýpt. IJanri er 4% feti lengri en Hannes ráðherra var. , Togarinn hefir yfirhitun og er búinn öllum nýjustu og fullkomn- ustu tækjum. Gengur. 11 mílur og er sjerlega kolaspar; eyðir aðeins 8% tonni á sólarhring. — Þið hafið þegar valið nafn á skipið — er ekki svo? — Jú; togarinn heitir nú „Jón Olafsson".. ★ Hinn nýi togari Alliance, „Jón Olafsson", leggur af stað frá Eng- landi í dag og mun sennilega koma hingað á miðvikudag. Morgunblaðið óskar Alliance til hamingju með skipið. Norðlendingar unnu skiðakappgönguna Magnús Kristjánsson sigurvegari í kappgöngunni. íslandsmynd Dams komin i slandskvikmyndin, sem Or- * logskapt. Dam tók hjer í fyrrasumar og sýnd hefir ver- ið undanfarnar vikur í Kaup- mannahöfn við mikla aðsókn og miklu lofsorði vérið lokið á, er nú komin hingisð. Frumsýning á myndinni fer fram á skemtifundi Ferðafje- lags íslands 1 Gamla Bíó næstk. miðvíkudag 29. mars kl. 9 síð- degis. Olriöaihæltan Flugvjelin TF — Örn flaug norður i gær með póst og far- þega. Farþegar voru: Vilhelmína Þór og Sólveig Axelsdóttir. Flug- vjelin kom aftur um miðjan dag í gær. Þarþegar að norðan voru: Jakob Frímannsson, Þór Björns- sori ög Páll Sigurgeirsson. Fyrirspurn til stjórnarinnar Tveir þingmenn úr Sjálf- stæðisflokknum, þeir Magnus Gíslason og Árni Jóns- son i'lytja i efri deild svohljóð- andí fyrirspuni til ríkisstjórn- . . H"í ? ;ii' ' % annnar: a) Hvað hefir ríkisstjómin gert til þess að tryggja þjóðina, ef ófrið ber að höndum? b) Hvaða ráðstafanir telur stjórnin, að gera beri nú þegar út af yfirvofandi styrjaldar- hættu ? Svigkepnin fer liklega fram i brekkunni við Skíðaskálann Kepnin í svigi á Thule-mót- iiiu í Hveradölum hefst kl. 1 í dag. Ekki var fullráðið í gærkvöldi hvar kepnin skyldi fara fram, en talið var líklegast að það yrði í brekku við Skíða- skálann. Til mála hafði komið að kepnin yrði látin fara fram í Skarðsmýrarfjalli. Kepnin hefst með því, að Birger Ruud opnar svigbraut- ina. ísfirðingur var fyrstur að marki Birger Ruud opnar svig- brautina í dag SIGURVEGARI í skíðakappgönguiini í gær varð Magnús Kristjánsson úr Skíðafjelaginu Ein- herjar á ísafirði. Gekk hann vegalengdina á 1 klst. 13 mín. 0.8 sek. Annar vaj-ð Guðmundur Guðmundsson (Skíðafjelagi Siglu- fjarðar) á 1 klst. 14 mín. 47 sek. Þriðji varð Jóhann Sölvason (Skíðaborg) á 1 klst. 18 m. 57 sek. Sigurvegarinn, Magnús Kristjánsson, fór 15. af stað. Þeg- ar hann kom að markinu eftir fyrri umferðina (8—9 km.) var hann búinn að taka fram úr öllum, sem á undan honum byrjuðu gönguna nema nr. 1. Hjelt hann þeirri röð allan tímann, bg kom sem annar maður að marki. Gangan er flokkakepni, þannig að það fjelag vinnur, sem hefir bestan tíma fjögra fyrstu manna sinna. Skíðafjelagið „Skíðaborg“ (áður Siglfirðingur) vann göng- una í þetta sinn. Er það í annað sinni, sem það fjelag vinnur Thulebikarinn. „Skíðaborgin“ átti 3., 5., 6. Og 10. mann. Samanlagður tími 5 klst. 21 mín. 40 sek. Annað var Skíðafjelag Siglu- fjarðar, átti 2., 7., 9. og 11. mann ; samanlagður tími 5 klst. 23 mín. 39 sek. Þriðju voru Einherjar á ísa- firði, áttu 1., 4., 8. og 20. mann; samanlagður tími 5 klst. 24 mín. 26 sek. Magnús Kristjánsson, sigur- vegari í skíðagöngunni er 22 ára gamall. Hann er ísfirðing- ur að ætt og uppruna og hefir stundað skíðaæfingar með skátafjelaginu ,,Einherjar“. Magnús er kunnur öllum sem áhuga hafa fyrir skíðaíþrótt-i inni af fyrri afrekum sínum. Hann hefir 4 sinnum unnið hið svonefnda „Fossavatns- hlaup“, sem árlega fer fram á Isafirði og orðið sigurveg- ari í 10 kílómetra göngu. — Bróðir hans, Gísli, er afar efni- legur skíðamaður. Hann vann Fossavatnshlaupið í vetur, en þá tók Magnús ekki þátt í því. I gær varð Gísli þriðji að marki. Magnús kepti hjer syðra á fyrsta Thule-mótinu 1937 og varð þá annar, Jón Þorsteins- son varð á undan honum. Þriðji varð Magnús á Thule- mótinu 1938 og fyrstur á Lands- mótinu á Siglufirði í fyrravetur. Núna í vetur kepti hann í inn- anfjelagskepni Skíðafjelags Siglufjarðar og varð þriðji. Var hann svo óheppinn að brjóta skíði sitt á því móti. Magnús byrjaði 15—16 ára að iðka skíðaferðir. Jeg átti tal við hann í gær um gönguná. Kvað hann hana ekki hafa verið erfiða, nema hvað verst hefði verið að smyrja rjett. Einnig sagði hann, að víða hefði verið snjólaust á brautinni og á einum stað varð hann að taka það ráð, að stökkva yfir blett sem var alauður og ekk- ert nema bert grjót undir. GÖNGUBRAUTIN. Kappgangan hófst hjá þjóð- veginum rjett fyrir ofan Skíða- skálann. Fyrst var haldið niður með veginum og síðan suður í hraunið hjá Meitli. Þá var beygt til austurs og komið í dal- verpi og tók þá við flatneskja. Snúið var við í hrauninu og gengið í ótal hlykkjum og loks komið aftur að marki. Voru ppendurnir þá búnir að ganga 8—9 km. eða helming leiðarinnar rúmlega. Frá mark- inu var haldið í norður upp brekku þar sem hæðarmismun- urinn er um 75 metrar og síðan norður með Hellisskarði og inil undir Skarðsmýrarfjall. Þar vari enn snúið við og haldið suðúr og fram hjá Flengingarbrekku. Lokaspretturinn 800—1000 metrar lá í stórri beygju rjefct hjá marki, svo áhorfendur Attú gott með að fylgjast með k'ðþp- endum er þeir komu að marki. Öll leiðin var um 16 kílÓ- metrar. Öll var brautin greinilega merkt með flöggum og grætafift pappír, sem stungið var riiðúf 4 snjóinn meðfram brautinni. Var unnið að lagningu brautarinnar á fimtudagskvöld og síðan geng FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU. í. R. STÖKKBRAUTIN AÐ KOLVIÐARHÓLI VlGÐ I DAG Stökkbraut í. R.-inga að Kolviðarhóli verður vigð í dag kl. 4—5. Fyrstu stökkvaramir verða Siglfirðingar, sem taka þátt í Thule-skíðamótinu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.