Morgunblaðið - 29.04.1939, Síða 2

Morgunblaðið - 29.04.1939, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. apríl 1939. Hitler seglr upp Iveint lamningum: I) við Pólverja. 2) við Breta Pólverjar segjast ekki munu hlíta ofbelði Danzig aðal ágreiningsmálið segja Þjóðverjar Frá frjettaritara, vorum. Khöfn í gær. Iskjalinu um uppsögn bresk-þýska flotamálasátt- málans, sem afhent var í breska utanríkismála- ráðuneytinu í dag, segir að Þjóðverjar sjeu fús- ir til þess að taka upp samninga að nýju, hvenær sem er, að því tiiskyldu, að hægt verði að komast að glöggu og ótvíræðu samkomulagi. í skjalinu er aðeins sagt upp þeim kafla samninganna, sem mælir svo fyrir, að Þjóðverjar skuli ekki hafa flota sinn stærri en sem svarar hlutfallinu 35:100, móts við breska flotann. Önnur ákvæði, varðandi stærð herskip- anna og vídd fallbyssuhlaupanna o. fl., standa óhögguð. I skjalinu eru færð þau rök fyrir uppsögn samningsins, að hann hafi verið bygður á gagnkvæmu trausti, sem nú væri ekki lengur fyrir hendi. Hann hafi verið gerður í því trausti að aldrei myndi koma til styrjaldar með Þjóðverjum og Bretum. En nú hefðu Bretar sýnt það með því, að gera bandalag við Pólland, að þeir ætluðu að berjast gegn Þjóðverjum, jafnvel þótt engir breskir hagsmunir væru í veði. Grundvöllurinn undir samningun- um væri því ekki lengur fyrir hendi. HARÐORÐIR YIÐ PÓLYERJA. Orðsendingin, sem afhent var í pólska utanríkismála- ráðuneytinu er öllu hvassyrtari og ákveðnari. Segir þar að Pólverjar hafi með því að gera bandalag við Breta sem stefnt væri gegn Þjóðverjum, rofið þýsk-pólska vináttu- sáttmálann. 1 skjalinu segir ennfremur að eina ágreiningsefnið, sem óútkljáð sje milli Pólverja og Þjóðverja sje Danzig, og er það athyglisvert, þar sem Hitler sagði í ræðu sinni í dag, að við- kvæmasta mál Þjóðverja væri pólska hliðið. 1 skjalinu er síðan rifjað upp tilboðið, sem Þjóðverjar gerðu Pólverjum fyrir skömmu og Pólverjar höfnuðu. Þetta tilboð var á þá leið, að Þjóðverjar fengju Danzig, og bifreiðabraut um pólska hliðið til Austur-Prússlands, og það teldist til yfirráða- svæða Þýskalands. I staðinn lofuðu Þjóðverjar að tryggja við- skifti Pólverja um Danzig, viðurkenna núverandi landamæri þeirra og gera við þá ekki-árásar-sáttmála til 25 ára. Pólverjar höfnuðu þessu boði, segir í skjalinu og hafa gert bandalag við Breta, sem stefnt er gegn Þjóðverjum. — Þeir hafi með því sýnt, að þeir ætl- uðu að berjast gegn Þjóðverj- um, jafnvel þótt engir pólskir hagsmunir væri í veði. Grund- völlurinn væri þessvegna hrun- inn undan þýsk-pólska sáttmál- anum. SVAR PÓLVERJA í Varsjá er vakin athygli á því, að síðastliðin fimm ár hafi Þjóðverjar lagt litla áherslu á málefni Danzig, og úr því hún væri komin svo ofarlega á dag- skrá hjá þeim nú, þá sýndi það að breyting hefði gerst á utan- ríkismálastefnu þeirra. Því er haldið fram að Pólverjar hafi hvað eftir annað boðist til þess að greiða fyrir samgöngum Þjóðverja um pólska hliðið, til Austur-Prússlands. En þeir myndu aldrei leyfa að Þjóðverj- ar gerðu bifreiðabraut yfir hlið-í ið, og að brautin og svæðið um- hverfis yrði undir stjórn Þjóð- verja. Auk þess muni Pólverjar aldrei, sem sjálfstætt ríki hlíta c-fbeldi af hálfu Þjóðverja, eins og aðrar þjóðir hefðu verið neyddar til að gera. HernaðarbanúalaQ Ráðherrar í Japan hafa verið á stöðugum fundum undanfarið til að ræða um tillögu frá Þjóð- verjum um hernaðarbandalag irálli Þjóðverja, Japana og ítala. Vlgbúnaðurinn i hafi ■.ý.í/.v. wiw w ^ Beck ofursti, utanríkismálaráðherra Pólverja. Sendiherra Breta, Frakka ogPólverja ekki viðstaddir ræðu Hitlers Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Hitler sagði upp tveim samningum í ræðu sinni í gær, bresk-þýska flotasáttmálanum og pólsk-þýska vináttusáttmálanum. Tilkynn- ingar um þetta voru lagðar fram í London og í Varsjá í dag. Hitler talaði í 2 klukkustundir og 18 mínútur. Nær helming ræðunnar varði hann til þess að ræða um friðar- samningana og afstöðu Þjóðverja til nágranna sinna, og síðari helmingurinn fór í uppgjör við Roosevelt. Hann svaraði Roosevelt lið fyrir lið í 18 liðum. Hann sagðist ekki vita neitt um yfirvofandi styrjaldarhættu, annað en það, sem hann læsi í blöðum lýðræðisríkjanna. Hann sagði, að sjer væri engu síður Ijóst en Roosevelt, hvílíkar hörm- ungar heimsstyrjöld myndi hafa í för með sjer. En hann gæti ekki skilið nauðsyn þess að gerðir yrðu slíkir alþjóðasamningar, að allar þjóðir sem ein, þyrftu að dragast út í styrjöld. Hann lýsti yfir því, að Þjóðverjar myndu aldrei framar taka þátt í alþjóðaráðstefnum, án þess að hafa alt áhrifavald þýsku þjóðarinnar að baki sjer. Hann sagði að Þjóðverjar væru fúsir til að taka ábyrgð á landamærum þeirra ríkja, sem Roosevelt hefði talið upp í orð- sendingu sinni, ef þjóðirnar ljetu í ljós ósk um það sjálfar, og með því skilyrði að öll ákvæði slíkra samninga væru gagnkvæm, og að fram kæmu „hæfilegar tillögur“. Þegar Hitler tilkynti að hann hefði sagt upp samningunum við Breta, kváðú við dynjandi fagnaðarlæti og aftur þegar hann til- kynti uppsögn pólska samningsins. Sendiherrar Breta, Frakka og Pólverja voru ekki viðstaddir þegar ræðan var flutt. ítarlegri frásögn bls. 5 Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. 15 þýsk herskip komu um Gibraltarsund til Ce- uta í spanska Marokkó í dag. Um santa leyti komu enn 5 frönsk herskip til Gibraltar. ★ I gær voru enskir her- menn settir á land í Gi- braltar. Matvælabirgðum, drykkjarvatni og hergagna birgðum, sem nægja til 6 mánaða, hefir verið safnað þangað.HeimiSað hefir ver- ið að kaupa drykkjarvatn frá útldöndum og flytja til Gibraltar. ★ Fjórir hellair hafa verið gerðir í Gibraltar, þar sem samt. 15 þús. mann geta leitað hælis gegn sprengju árásum. HæKan i Póllandi — segja frönsk blöð Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Englandi er því haldið fram að yfirlýsing Þjóðverja beri vott um ótta. Þeir virðast ótt- ast árás af hálfu Breta og Pól-> verja, og ef svo sje, þá sjeu Bretar fúsir til þess að gera við þá samninga um stuðning, ef á þá er ráðist.Markmið Breta sje ekki að gera árás á þjóðir, heldur að gera ráðstafanir gegn árásum. í Frakklandi láta menn í ljós nokkra undrun yfir að bresk- þýska flotasáttmálanum skuli hafa verið sagt upp, en segja að aðalhættan sje fólgin í upp- ógn pólsk-þýska sáttmálans. I Rúmeníu er einnig mest gert úr uppsögn þessa sáttmála og í Búlgaríu hafa blöðin notað tækifærið til að hefja áróður fyrir því, að löndum þeirra verði skilað aftur. í Bandaríkjunum birta blöðin fyrirsagnir eins og: Hitler á- minnir Roosevelt o. s. frv. — 1 Washington hefir engin skoðun verið látin í Ijós. K. R.-ingar. Snjór er ennþó uk- ill á Skálafelli og verðiv i nógur langt fram í maí. Sk. færi síðasta sunnudag var með aibrigð um gott. Verður því farið á skíði í dag kl. 2, í kvöld kl. 8 og á morg un kl. 9 f. h. Farseðlar fást hjá Ilaraldi Árnasyni og farið verð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.