Morgunblaðið - 29.04.1939, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 29. apríl 1939.
Ódýrir
Lcilampar
fást í
Skermabúöinni
Laugaveg: 15.
RIMISINS
Skafifellingur
Meður til Öræfa og Skaftáróss
þriðjudaginn 2. rnaí n.k.
Tekur einnig flutning til Vík-
ur, ef rúnii leyfir.
Siómannaljóð: Tvenn
Skaoabótaskylda 1 |l|Éi
gagnvart bfleiganda 1. verðl. Magnús Stefánsson
E.S. Nova
fer hjeðan á hádegi þriðjudag-
inn 2. maí, samkvæmt áætlun,
vestur og norður um land til
Bergen.
Ilutningi veitt móttaka til kl.
3 í dag.
Farseðlar sækist fyrir sama
tíma.
P. Smith & €o.
r
i
margar nýtísku tegundir.
Lítið í gluggana á
Lanitave^ 1
Sími 4700.
0 0 80
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
bætt hjá vátryggingarfjelag-
inu, vegna þess, að þegar slysið
bar að höndum hafi bílstjórinn,
Karl Pjetur, borið ábyrgð á
bílnum. — Bygði stefnandi
skaðabótakröfu sína á 18. gr.
bifreiðalaganna og taldi, að
vátryggjandi bílsins væri skyld-
ur að greiða þær skaðabætur,
sem Hæstirjettur hafði dæmt
Karl til að greiða.
Undirrjettardómarinn, lög-
maðurinn í Rvík, leit hinsvegar
öðruvísi á þetta. Hann taldi að
í 16. gr. bifreiðalaganna væri
tæmandi talið upp hverjir beri
ábyrgð á bíl, en það sjeu að
eins eigandinn og sá, sem notar
bílinn í heimildarleysi. Ákvæði
18. gr. eigi alls ekki við það, að
sá sem noti bíl í heimild valdi
slysi með bílnum, er sje skaða-
bótaskylt skv. almennum skaða
bótareglum, beri ábyrgð samkv.
sjerreglum bifreiðalaganna,
heldur eigi ákvæðið við það, að
sá maður beri ábyrgð á skaða-
bótaskyldum verkum sínum á
venjulegan hátt, þrátt fyrir
sjerreglur bifreiðalaganna. Vá-
tryggingin sje aðeins gegn þeim
skaðabótakröfum, sem þeim, er
ábyrgð beri á bílnum sje gert
að greiða. Sýknaði því lögmað-
ur váttryggingarfjelagið af
skaðabótakröfu stefnanda, en
ljet málskostnað falla niður.
Hæstnrjettur staðfesti þenna
dóm. í forsendum dóms Hæsta-
rjettar segir: ,,Skyldutrygging
samkvæmt 17. gr. laga nr. 70,
1931 verður ekki talin ná til
tjóns á eiganda bifreiðar sjálf-
um, sbr. 16. gr. sömu laga“.
Málskostnaður fyrir Hæsta-
rjetti fjell niður, en ríkissjóður
greiði málflutningslaun tals-
manns áfrýjanda.
Garðar Þorsteinsson flutti
málið f. h. Sigurbjörgu (áfrýj-
anda), en Jón Ásbjörnsson hrm
f. h. vátryggingarfjelagsins.
2. verðl. Jón Magnússon
Magnús Stefánsson skáld (Örn Arnarson) varð
hlutskarpastur í samkepninni, sem sjómanna
ráðið efndi til um bestu sjómannaljóð.
Fekk hann fyrstu verðlaun (kr. 150), en önnur verðlaun
(kr. 50) fekk Jón Magnússon skáld, og eru ljóð beggja
prentuð hjer á eftir.
Als hárust 42 kvæði. í dómnefnd voru dr. Guðm. Pinnbogason,
próf. Sig. Nordal og Geir Sigurðsson skipstj.
Sjómannaráðið hefir átveðið að veita 300 króna verðlaun fyrir
besta lag við verðlaunakvæðið. í dómnefnd eru: Jón Halldórsson
söngstjóri, Árni Kristjánsson píanóleikari og Halldór Jónasson,
cand. phil.
Hrísgrjóii, Hrfsmjöt, Sigtimjöl. O
.Ef þess er óskað þá afgreiðast pappírar til kaupanda beirit
frá verksmiðju í Hollandi.
Sfig. Þ. Skjaldherg.
(HEILDS ALAN).
Kvæði
Magnúsar Stefánssonar.
íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknarleið,
eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knör,
eftir seglskipið vjelknúin skeið.
En þótt tækjum sje breytt,
þá er eðlið samt eitt,
eins og- ætlunarverkið,
er sjómannsins beið.
Hvort sem fleytan er smá
eða seglprúð að sjá
og livort súðin er trje eða stál,
hvort sem knýr hana ár
eða reiði og rár
eða rammaukin vjel yfir ál, —
hvert eitt fljótandi skip
ber þó farmannsins svip,
hann er ferjunnar andi
og hafskipsins sál.
Hvort ineð heimalands strönd
eða langt út í lönd
á hann leið yfir ólgandi flóð,
gegn um vöku og draum
fljettar trygðin þann taum,
sem hann tengir við land sitt
og þjóð.
Þegar hætt reynist för,
þegar kröpp reynast kjör,
verpur karlmenskan íslenska
bjarma á hans slóð.
íslands Hrafnistumenn
eru hafsæknir enn,
ganga hiklaust á orustuvöll
út í stormviðrin höst,
móti straumþungri röst,
yfir stórsjó og holskefluföll,
flytja þjóðinni auð
sækja barninu brauð,
færa björgin í grunn
undir ffamtíðaihöll.
TiOÐRIÐ EKKI 6IL
Slæm smurning veldur orku-
ts.pl og bensíneyðslu ....
— Ljeleg smurning er bensínþjófur, heldur ekki
'timplunum þjettum, gerir ventlana stirða og sótuga — veldur
óþarfa eyðslu og kostnaði. Komið í veg fyrir þetta með því
að nota Veedol, „the extra mileage motor oil“ — sem búin er
Jtil úr heimsins bestu hráolíu.
VESDOL
Kvæði
Jóns Magnússonar.
Sjómenn íslands, hetjur hafsins,
halda vörð um land og þjóð.
Djörfum sonum fjalls og fjarðar
flytur Ægir, töfraljóð.
Gnýr og liljómar hafsins átt.
Hugi unga
aldan þunga
dregur út á djúpið blátt.
Glampar sjór í sólareldi.
Siglir knörr á ystu mið.
Daga, nætur stolt að starfi
stendur valið kajipalið.
Streymir þrek í þreytta hönd.
Ljómar háa,
hvíta bláa
Islands kæra stormaströnd.
H'eim að landi hugur flýgur,
lieim í kæra vina sveit.
Göfugt starf um arð og yndi
öllum gefur fyrirlieit.
Stendur vörð hin vaska drótt.
Ruggar alda
kjölnum kalda.
Dregur mökk úr djúpi skjótt.
Brýtur sjó á breiðum herðum.
Beitir knörrinn undir strönd.
Himinglæfur háar rísa.
Hvar er íslands móðurhönd?
Rýkur gráu drifi Dröfn.
Gnoð úr voða
brims og boða
fylgdu, Drottinn, heim í höfn.
Engar frjettir bárust í gær frá
togurunum, sem eru í fiskileit.
Tryggvi gamli hafði, orðið lítils-
háttar var, en það hvarf aftur.
Þórólfnr símaði ekkert, enda var
hann á leið upp að landinn, og
Gulltoppur er á leið vestur í Græn
landshaf.
Súðin fer frá Reykjavík kl. 9
í kvöld í strandferð austur um
land til Siglufjarðar.
iUGAÐ hvíli«t HIELE
með gleraugum frá 1
MOTOR
OIL
Pergament og:
Silkiskermar
Mikið úrval.
5kermabúðin
Laugaveg: 15.
Glerslípun og
speglagerð h.f.
Ludvig Storr.
Við Klapparstíg 16 er einlyft
verksmiðjubygging, auðsjá-
ánlega þannig bygð, að ætlast er
til að bæta við hana fleiri hæðum.
Þaðan heyrist ýmiskonar hvinur
hverfisteina. Þetta er glerslípun
og speglagerð, er Ludvig Storr
kaupmaður kom upp fyrir ári síð-
an, en hann hefir um alllangt
skeið haft mikla glerverslun hjer
í bæ.
Notkun á gleri við húsbygging-
ar og húsgagnagerð evkst með ári
hverju. En til þess hægt sje að
grípa til glersins í þeim mynd-
uin ,sem hver þarf í það og það
skiftið, þurfa að .vera áhöld og
útbúnaður til þess að skera það og
slípa 'og laga í hendi sjer eins og
með þarf til hvers eina. Eins og
kunnugt er, eru glerhurðir not-
aðar mjög í allskonar húsgögn,
glerplötur í búðargögn, borðplöt-
ur, innan á veggi, í hyllur o. fl.
o. fl. En alt verður að sníða þetta
til eftir þörfum og slípa brúnir
og þessháttar.
I sambandi við þessa gleriðju
hefir Storr komið upp speglagerð.
Til þess að koma henni af stað
þurfti hann að gera margvíslegar
og erfiðar tilrannir. En nii er
þeim lokið. Og nú eru gerðir þarna
speglar af öllum stærðum, alt frá
vasaspeglum og upp í 3 metra
háa spegilfleti.
I verksmiðjunni'við Klapparstíg
vinna 5 menn að staðaldri. Yerk-
smiðjustjórinn er þýskur, M.
Perschil að nafni. Hann er lista-
maður í sinni grein. Hann slípar
alskonar útflúr og skraut í spegil-
gler og glervasa með þeirri fimi
og hagleik, að ánægjulegt er að
sjá hvernig hann vinnur.
Ætlast er til að hann kenni hin-
um ungu mönnuni sem á verk-
stæðinu vinna, svo glerslípunin og
speglagerðin geti í framtíðinni að
öllu leyti verið unnin af íslensk-
um höndum.
Liðin eru 7 ár síðan Storr byrj-
aði á glerslípun. Fyrst var það
aðallega slípun á bílarúðum, sem
hann fekst við, þörfin fyrir það
mest aðkallandi.
En húsgagnasmiðir, bílaviðgerð-
armenn og býggingameistarar, sem
þurfa á gleri að halda í iðn sinni,
finna best til þess hve mikill mun-
ur það er fyrir þá, að geta fengið
þessa glervinnu hjer, í stað þess
að áður þurfti að senda jafnvel
smámuni af því tagi til útlanda
eða fá það fullunnið þaðan eftir
pöntun.
Ludvig Storr kaupmaður liefir
FRAJVTH. Á SJÖUNDU SÍÐU.