Morgunblaðið - 29.04.1939, Síða 7
Laugardagur 29. apríl 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Rússneska
flugvjelin
FBAMH AF ÞRIÐJU 5ÍÐU.
hjeldu að nú væri sú rússneska
að koma. En brátt gengu menn
úr skugga um, að þar voru heima-
menn á ferð.
Nú hiðu marglr á götum úti til
þess að verða þeirrar sjónar að-
njótandi ef eitthvað örlaði á
þeirri rússnesku í skýjum uppi.
Loft var skýjað, en nokkuð hátt
til skýja. En alt kom fyrir ekki.
Og klukkan eitt kom fregn frá
Búðardal um að nú væri þar flug-
vjelaþytur í lofti. Þar fóru þeir
rússnesku sína leið og yfirgáfu
^sland.
Þeir munu hafa tekið stefnu
hjeðan á Angmagsalik, og farið
síðan suður með Grænlandsströnd
að Hvarfi. Þaðan tekið stefnu yf-
ir á Labrador. Það fór tvennum
sögum af því, hvenær þeir fóru
framhjá Hvarfi í gær.
Þegar flugvjelin var komin í
skeytafæri við GufUnesstöðina,
sintu flugmenn því ekki nema lít-
ið, því þeir höfðu samband altaf
við Moskva.
Kl. 6% kom skeyti liingað frá
flugvjelinni yfir Moskva til síma-
manna. hjer, þar sem flugmenn
‘þökkuðu góða aðstoð hjer.
Kl. 10% í gærlivöldi frjettist
af flugvjelinni að hún var komin
inn yfir landamæri Bandaríkj-
anna.
Svo hefir talist til, að vega-
lengdin sem flúgvjelin fór á þess-
ttm eina sólarhring, hafi verið um
7500 km. Svo meðalhraðinn hefir
orðíð alía leið yfir 300 km. á
klukkustund.
KLUKKAN Á ÍÞRÓTTA-
YELLINUM.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
R. R. fyrir forgöngu þess í þessu
máli. Virðist ráðið ætla að vera
vel á verði fyrir hagsmunamálum
knattspyrnumanna, og er það vel.
‘Nokkuð mun þó há starfsemi K.
jR. R., að það verður að vinna eft-
ir gamalli reglugerð, þar sem nýja
reglugerðin, sem samþykt var á
knattspyruuþinginu, hefir enn
okki hlotið staðfestingu í. S. í.
Er sá dráttur á staðfestingu reglu-
gerðarinnar lítt skiljanlegur.
Dómatar á
vormótunum.
Dómaráfjelagið hefir nýlega út-
nefnt þá menn, sem dæma eiga
k-appleiki í sumar og K. R. R.
staðfest útnefninguna. Dómarar
vormótanna verða: Guðjón Ein-
arsson, Gunnar Axelsson og út-
lendu þjálfararnir þrír, Fritz
Buchloh, Mr. Divine og Herman
Lindemann.
Vivax.
LUDVIG STORR.
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
verið búsettur hjer í Reykjavík
x 17 ár. Hann er einn af þeirn
mönnum sem byggja fyrirtæki sín
upp smátt og smátt á traustum
grundvelli. Slíkir menn eru far-
sæiir bæði fjrrir sig og sína og
atvinnulífið í landinu.
Akranesbátar hefja
síldveiðar i Faxaflóa
E1 yrsta síldin, sem berst á land
*• á Akranesi á þessu vori, kom
á land í gær. Var það vjelbát-
urinn „Höfrungur“, sem veiddi
síldina í reknet hjer í flóanum í
fyrrinótt. Hann fjekk 17 tunnur.
Formaðurinn á „Höfrung“ seg-
ir mjög síldarlegt hjer vestan til
í Faxaflóa.
Fimm bátar Haraldar Böðv-
arssonar fóru út í gærkvöldi á
síldveiðar með reknet. Síldin, sem
kann að aflast, verður fryst og
flutt út með b.v. Gullfossi til
Þýskalands.
Þorskafli liefir verið tregur hjá
Akranesbátunum undanfarið. B.v.
Sindri kom til Akraness í nótt
með 80 smálestir af saltfiski.
20 manns á þorsk-
veiðar með
.Fagranesi*
menn, aðallega skrifstofu
menn, hafa leigt Akra-
nesbátinn „Fagranes“ til að fara
í skemtiferð á morgun. Er ætlun-
in að fara upp í Hvalfjörð á
þorskveiðar og veiða á handfæri.
Farið verður hjeðan kl. 6 í
fyrramálið og komið aftur um
kvöldið.
Undanfarna daga hefir verið
töluverð fiskganga hjer í sund-
unum, og aflast dável ,-á smábáta
af þoífeki.
Verður þetta án efa 'hin besta
skemtiför, ef vel viðrar og- sæmi-
lega aflast.
RÆÐA HITLERS.
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
hvert ríki gæfi hreinar yfirlýsingar um
stefnu sína, en þetta kvaðst hann nokk-
urum sinnum hafa gert ,og það öðním
stjómmálamönnum fremur, og hvers,
vegna er þá Roosvelt a'S beina þessari
áskorun sjerstaklega til Þýskalands, en
ekki annara landa, sagði hann. Þá
kvaðst Hitler hafa spurt nokkur ríki,
hvort þau teldu sjer vera óguað af
Þýskalandi, og hefðu þau öll svarað
neitaudi. Hanri vildi þess ií -gna fai’u
fram á það við Roosvelt, atS hann til-
greindi þau ríki, sem álitu sjer ógnað
af Þýskalandi, og gerði grein fýrir,
í hverju ógnunin væri fólgin. Því næst
lýsti Hitler yfir því., að hann værí
reiðubúinn til þess að gera vináttu-
samninga.við hvert einasta af ríkjum
þeim, er Roosevelt heföi taliS upp, með
eftirfrandi þrem skilyrðum: 1) að allir
samningar væru gagnkvæmir, 2) að
beiðnin um samninga kæmi frá hlutað-
eigandi ríki, 3) að hún hefði inni áö
lialda sómasamlegar tillögur. Að lokum,
sagði Hitler, mega Bandaríkjamenn
vera fullvissir um það að Þýskal. niun
aldrei ráðast á þau. Roosevelt er leið-
togi ríkis, sem ræður yfir stórkostleg-
um auðæfum, og hann liefir því ráð á
að taka sjer áhugamál úti urn víða ver-
öld, en jeg liefi tekist á liendur for-
ystu fyrir ríki, sem var sokkið í ör-
birgð, og minn heimur er lokaður sín-
um vissu takmörkunum. Báðir berum
vjer hina sömn ósk inst í hjarta, en
það er friður með öllu mannkyninu.
(Samkv. FTJ.)
Dagbók.
Stuart 5939517 VII R. S.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Stinnixigskaldi á S. Rigning xneS
köflum.
Veðrið í gær (föstud. ld. 5):
SV-gola með 8—12 st. hita um
alt land. Lægðin við S-Grænland
breiðist. nú NA-eftir og mun valda
vaxandi S-átt hjer við land. Skamt
fvrir norðan landið er köld NA-
átt og nær hún ef til vill til út-
kjálka norðan lands í bili.
Næturlæknir er í nótt Daníel
Fjeldsted, Hverfisgötu 46. Sími
3272.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Messur í dómkirkjunni á morg-
un: kl. 11 síra Friðrik Hallgríms-
son (ferming), kl. 2 síra Bjarni
Jónsson (ferming).
Messað í fríkirkjunni á morg-
un kl. 12, sr. Árni Sigurðsson.
Ferming.
Engin messa og engin barna-
guðsþjónusta í Laugarnesskóla á
morgun vegna handavinnusýning-
ar í skólamun.
Messað í Hafnarfjarðarkirkju
á morgun kl. 5 síðd. I Bessastaða-
kirkjú kl. 2 e. h. Síra Garðar
Þorstelnsson.
Messað í Keflavíkurkirkju á
morgun kl. 2 og barnaguðsþjón-
usta kl. 5, sr. Eiríkur Brynjólfs-
spn.
70 ára verður í dag frú Guðný
Guðmundsdóttir, kona síra Matt-
híasar Eggertssonar fvrruni prests
í Grímsey. Heimili hennar er nú
KIöpp á Seltjarnarnesi.
Tveir norskir línuveiðarar komu
bingað í gær. Annar var með full-
fermi af fiski, á leið heim til Nor-
egs.
Leikfjelag Reykjavíkur bafði
frumsýningtt á ^amanleiknttm
Tengdapabbi á fimtudag og fjekk
leikurinn ágætar viðtökur. Næsta
sýning er á morgttn.
Sýrdugar á handavinnu barna
t barnaskólum ' bæjarins verða
haldrnr í skölunum á niorgún og
verða opnar frá 10 f. li. til 10 e.b.
í. R. fer í skíðaferð í kvöld kl.
8 og í fyrramálið kl. 9. Lagt af
stað frá Söluturninum. Farmiðar
X Stálliúsgögú til kl. 6 í kvöld.
Gestir í bænum. líótel Borg:
Þór, Daníelsson kattpm., Horna-
firði. Olafur..Sigurðsson kaupm.,
Alct. uesi. Hötel Vík: Steiudór
Ú.ia tlín útgerðarmaður, Sigluf.
S .„tastúíkur eiga að mæta í
búningum síntrtu kl. 2 e. h. á
morgun við Vegbúsastíg.
V.b. Jón Þorláksson kom í fyrra
dag af veiðum með 70 skippund
og fór aftur í gær.
Læknablaðið, 3. tbl.. er komið
út. Kristján Haunesson læknir
skrifar ttm íslenska kveraleðju til
lœkninga. Kjartan J. Jóbannesson
ritar stutt yfirlit yfir framfarir
og nýjungar í meðferð lungna-
bólgu. Ymislegt fleira er í ritinu.
Eimskip, Gullfoss er á Bíldudal.
Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss
er í Kaupmanuaböfn. ilettifoss er
á leið til Grimsby. Lagarfoss kont
til Reykjavíkur kl. 12 í gærkv.
Selfoss kom til Antwerpen í gær-
morgun.
K. F. U. M. Almenn samkoma á
morgttn kl. 8% e. lt. Síra Sigur-
jón Árnason talar. Allir velkomnir
IJtvarpið:
20.15 Leikrit: „Milli hjóna“, eftir
frú Estrid Falberg-Brekkan
(Brynjólfur Jóltannesson, Þóra
Borg). , , '
20.45 Útvarpstríóið leíkur.
21.05 Hljómplotur: Kórlög.
24.00 Dagskrárlok.
Tónskáld
íslands.
Sjómannadagsráðið hefir
ákveðið að efna til samkepni
meðal tónskálda um sjerstök
göng-ulög; (March) við kvæði
Magnúss Stefánssonar (íslands Hrafnistumenn), sem hlaut
1. verðlaun í samkepni meðal ljóðskáida og birtist á öðr-
um stað hjer í blaðinu.
Fyrir besta lagið verða veitt verðlaun kr 300.00.
í dómnefnd verða:
JÓN HALLDÓRSSON,
ÁRNI KRISTJÁNSSON og
HALLDÓR JÓNASSON.
Þau tónskáld, sem vilja sinna þessu, sendi verk sín til
Sjómannadagsráðsins, Box 425, Ingólfshvoli, Reykjavík,
fyrir 20. maí n.k.
Verkið og nafn tónskáldsins verður að vera sitt í hvoru
umslagi auðkendu með sama nafni.
STJÓRN SJÓMANNADAGSINS.
LOGTAK.
Eftir kröfu bæjargjaldkera Reykjavíkur og að undan-
gengnum úrskurði, verður lögtak látið fara fram, fyrir
ógreiddum fasteignagjöldum og lóðarleigu með gjalddaga
2. janúar s.l., svo og dráttarvöxtum af þeim, að átta dög-
um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar.
Lögmaðurinn í Reykjavík, 28. apríl 1939.
BfHifn Þórðarson.
Svefnpokar
frá Magna
eru óraissandi í ferðalög. Þrjár gerðir fyrirliggjandi.
Einnig hlífðardúkar.
Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnuítí; að
EIÐUR JÓNSSON skipstjóri
andaðist að Vífilsstaðahælinu aðfaranptt 28. þ. m.
Fyrir hönd fjarverandi móður og systkina
Guðrún Árnadóttir. Kristbjörn Bjarnason.
Þakka auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
fósturföður míns,
BALDVINS ÁRBJARTSSONAR.
Eskifirði, 14. apríl 1939.
Albert B. Aalen.
4-
Innilegt þakklæti til allra, er sýndu samúð við fráfall og
jarðarför dóttur okkar,
GUÐMUNDU NIELSEN.
Eugenia Nielsen. Ámundi Hjörleifsson.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
GUÐMUNDAR BJARNASONAR
klæðskerameistara.
Aðstandendur.