Morgunblaðið - 29.04.1939, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 29. apríl 1939L
gmdbfyu/nho. 'ft/riíi
Kona ein í Suður-Ameríku,
ungfrú Anna Swanepoel,
hefir síðastliðin 25 ár legið í svefn-
dái. Nýlega var hún flutt á stórt
sjúkrahús í Johannesburg og hafði
hún þá ekki verið flutt úr stað
síðustu 19 árin. Á sjúkrahúsinu
verða gerðar tilraunir til að vekja
konuna til lífsins, en litlar líkur
eru taldar til þess að það takist
vegna þess að læknar geta ekki
gert sjer Ijóst í hverju svefnmók
þetta er fólgið nje af hverju það
stafar. Það er afar einkennilegt að
í þau 25 ár sem stúlkan hefir
legið í þessu dái hefir hún lítið
sem ekkert vaxið og lítur því út
eins og ung stúlka.
★
Keykurinn heimsfrægi í London
kostar borgarbúa 88 miljón krón-
ur á ári, að því er hagfræðingur
einn segist hafa reiknað út. Sami
hagfræðingur segir að 240 smá-
lestir af sóti falli árlega á hvern
ferkílómeter í borginni. Loks upp-
lýsir hann að húsmæður í London
þurfi samanlagt að eyða 5 miljón
krónum meira í þvotta á ári held-
ur. en ef þær ættu heima í ,hreinni‘
borg.
★
Fordbílasögur ganga enn ljós-
nm logum víða um lönd. Hjer er
ein dönsk: Maður nokkur kom
SKC&ynnbmjuv
VENUS SKÓGLJÁI
mýkir leðrið og gljáir skóna af
burða vel.
VENUS-GÓLFGLJAI
afburðagóður og fljótvirkur. —
Ávalt í næstu búð.
FRIGGBÓNIÐ Fl'NA,
er bæjarins besta bón.
akandi í bíl sínum í hörkufrosti
og stöðvaði á bílastæði. Vegna
kuldans breiddi hann teppi yfir
vatnskassann. Smástrákur horfði
á bílstjórann og sagði hæðnislega:
— Það er óþarfi að vera að
breiða yfir hann. Jeg er biiinn að
sjá að það er Fordari!
★
— Þjer hafið erft offjár, en
samt neitið þjer að greiða skuldir
yðar 1
— Já, jeg kæri mig ekki um
að fólk segi um mig að jeg lifi í
óhófi þó mjer hafi áskotnast aur-
ar. —
★
I Dagblaðinu í Osló stendur eft-
irfarandi: „Nýlega var skýrt frá
því hjer í blaðinu að norska rann-
sóknalögreglan hefði komið upp
um glæp“. Síðar kom í ljós að
þetta var „1. apríl skrítla“.
★
MÁLSHÁTTUR:
Alt verður þeim til góðs, sem
Guð elska.
ÍBÚÐIR, stórar og smáar og
einstök herbergi.
LEIGJENDUR, hvort sem er
fjölskyldufólk eða einhleypa.
Smáauglýsingar Morgunblaðs-
ins ná altaf tilgangi sínum.
Jfoup&ÍUyuw
GARÐÁBURÐUR
(Nitrophoska) og útsæðiskart-
öflur í heilum pokum og smá-
sölu. Þorsteinsbúð, Grundarstíg
12, sími 3247, Hringbraut 61,
sími 2803.
ÍSLENSKT BÖGLASMJÖR,
harðfiskur, riklingur, ostar. —
Reyktur rauðmagi nýkominn.
Egg, lækkað verð. Brekka, sími
1678 og 2148.
ÍSLENSKAR OG DANSKAR
kartöflur og valdar gulrófur.
Egg, lækkað verð. Reyktur
rauðmagi nýkominn. Tjarnar-
búðin, sími 3570.
KJÓLAR
í miklu úrvali. Saumastofa Guð-
rúnar Arngrímsdóttur, Banka-
stræti 11. Sími 2725.
TILVALIÐ í
FERMINGARVEISLUR:
Nýtilbúið dessert-konfekt. —
Fæst daglega í Tjarnargötu 18
— sími 3084.
SALTFISKUR
ágætur, siginn fiskur og kinnar,
Fiskbúðin Baldursgötu 31. —
Sími 4385.
HANGIKJÖT
á 50 aura 1/2 kg. Verslunin
Krónan, Vesturgötu 35 A. Sími
1913.
TAKIÐ EFTIR.
Þeir, sem kaupa kringlur úr
: hinu hvíta hveiti fara á mis
j við næringarefnið sem heilhveiti
| inniheldur. Heilhveitikringlur
með sama verði og venjulegar
kringlur hjá Sveinabakaríinu,
Frakkastíg 14, sími 3727.
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi sent um allan bæ. —
Björn Jónsson, Vesturgötu 28.
Sími 3594.
HEILHVEITIBRAUÐ
og heilhveitikruður altaf ný-
bakað allan daginn. Jón Sím-
onarson, Bræðraborgarstíg 16. j
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð
mundsson, klæðskeri, Kirkju-
hvoli. Sími 2796.
MEÐALAGLÖS
Fersólglös, Soyuglös, og Tom-
atglös keypt daglega. Sparið
milliliðina og komið beint til
okkar ef þið viljið fá hæsta
verð fyrir glösin. Laugavegs
Apótek.
ÞORSKALÝSI
Laugavegs Apóteks viðurkenda
þorskalýsi í sterilum ílátum
kostar aðeins 90 aura heilflask-
an. Sent um allan bæ. Sími
1616.
NÝ ÝSA
Nýr færafiskur og rauðmagi.
Útvatnaðar kinnar o. fl. Fisk-
salan Björg, sími 4402.
STULKA
óskast í vist frá 14. maí til júní
loka. Friede Pálsdóttir Briem.
Tjarnargötu 24.
DUGLEGUR DRENGUR
ekki yngri en 16 ára, óskast.
Sveinabakaríið, Frakkastíg 14.
SAUMUM ÓDÝRT
Sumarkjóla, Blússur, Barnaföt.
Einnig Kápur og Dragtir. Saum*
um vöflusaum og allan útsaum..
Saumastofan Bergstaðastræti 8.
GLÆNÝR RAUÐMAGI
og smáýsa, daglega. Fiskbúð
Víðimels. Sími 5275.
LEGUBEKKIR
allar stærðir fyrirliggjandi —
sterkir og ódýrir.
Bankastræti 10.
KAUPI GULL
hæsta verði. Sigurþór, Hafnar-
stræti 4.
KAUPUM FLÖSKUR
giös og bóndósir af fíestum teg-
undum. Hjá okkur fáið þjer á-
valt hæsta verð. Sækjum til yð-
ar að kostnaðarlausu.Sími 5333.
Flöskuversl. Hafnarstræti 21.
%K&tt*£4X'
SKÓLAFÓLK
Látið mig hjálpa yður með
upplesturinn í reikningi, eðlis-
fræði og tungumálum. Páll
Jónsson, Leifsgötu 23 II.
HREINGERNINGAR.
Jón og Guðni. Sími 4967.
TEK AÐ MJER
hreingerningar. Vönduð vinna..
Sími 5133.
HREINGERNINGAR
í fullum gangi. Guðjón og GeirL
Sími 2499.
VORHREINGERNINGAR
í fullum gangi. Pantið í tíma«..
Helgi og Þráinn. Sími 2131.
HREINGERNING
fer í hönd.Vanir menn að verkL.
Hjer er hinn eini rjetti Guðnf i
G. Sigurdson, málari, Mána—
götu 19, sími 2729.
TIL LEIGU
þriggja herbergja íbúð með öll—
um þægindum. Upplýsingar í'
síma 2727.
2 HERBERGI OG ELDHÚS
óskast til leigu 14. maí. UppL.
í síma 1299.
LÍTIL BÚÐ
í eða við Miðbæinn óskast 14..
maí. Tilboð merkt XX leggist
inn á afgreiðslu Morgunblaðsins-
fyrir 4. maí.
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ
EKKI — — ÞÁ HVER?;
CHARLES G. BOOTH.
ÚTLAGAR í AUSTRI.
þetta með peninga Yangs fyrir augum. Það ímynda
jeg mjer að minsta kosti. En jeg held þessu áfram af
öðrum ástæðum. Janice Ingram fer með „Prins Aust-
nrlanda“. Það gerið þjer aftur á móti ekki. Þjer farið
með flutningaskipinu „Mary B. 01sen“, eins og jeg
sagði áðan, ef þjer þá komist hjeðan. Og þjer verðið
borinn um borð eins og þjer hafið verið í landi að
skemta yður. Ef þjer komist hjeðan, segi jeg. Skiljið
þjer mig nú ?“
„Þjer eruð ekki með fullu ráði“, sagði Marcelles með
hásri röddu. „Við erum trúlofuð, ungfrú Ingram og
jeg, og við ætlum að láta gifta pkkur um borð. Alt er
tilbúið til þess. En þjer og sú rauðhærða — þið ætlið
að spilla á milli okkar .... “
„Alveg rjett, Marcelles!“
„En það skal ekki takast! Jeg sleppi Janice aldrei.
Og jeg er eini maðurinn í heiminum, sem hún lítur
við. Spyrjið hana og sjáið, hvort hún lætur ykkur
spilla á milli okkar“. Hann reyndi að standa á fætur.
En OTIare ýtti honum niður í stólinn aftur. „Sleppið
mjer, O’Hare. Jeg kæri mig ekki um að þjer blandið
yður í mín málefni .... “
„Mareelles“, sagði O’Hare alvarlega. „Alt er úti milli
yðar og .Tanice“.
„Þjer haldið það!“ hvæsti Marcelles og hneig
afÞir niður í stólinn. „Þjer hafið hugsað yður gott
til glóðarinnar. Janice á peninga, og þjer og sú rauð-
hærða ....“
*
O’Hare gaf honum löðrung svo að hvein í og eld-
rauður clíll spratt fram á fölri kinn hans. Það var eins
og Marcelles hefði hálf sljófgast við höggið.
„Hlustið þjer nú á mig, Marcelles“, sagði O’Hare
hörkulega. „Jeg myndi vinna þarft verk, ef jeg færi
með yður út, setti yður upp við vegg og sendi kúlu í
gegnum höfuðið á yður. En það verður sjálfsagt ein-
hver annar til þess fyr eða síðar. Þjer vitið, hvernig
þjer fóruð með konu Jean Dubois, Winston litlu Smith,
Lily Wing og nú síðast E Tsung. Og í tilbót hafið
þjer klófest Janice Ingram, sem er saklaust barn og
ber ótakmarkað traust til yðar. En jeg segi yður það
í eitt skifti fyrir öll, að alt er iiti milli ykkar“.
„O’IIare ....“
, „Já, Marcelles“.
„Er yður alvara?“ Marcelles vætti varir sínar. „Mað-
ur getur stundum gert að gamni sínu, en ....“
„Jeg get ekki annað en hugsað um E Tsung, er hún
lagði hnífinn í hjarta sitt“, sagði O’Hare blíðlega.
„En það er alt öðru máli að gegna með Janice“,
sagði Marcelles og var nú í raun og veru örvæntingar-
fullur. „Og það vitið þjer vel sjálfur. Jeg ætla að
fara að lifa rólegu lífi. Það þráir maður á mínum
aldri. Þráir heimili, konu og börn, eitthvað, sem varir.
Jeg elska Janice og ætla að gera hana hamingjusama.
Og jeg er eini maðurinn sem er til ....“
„Ef þjer segið þetta einu sinni til“, tók O’IIare fok-
vondur fram í fyrir honum, „sný jeg yður úr hálsliðn-
um. Og nú skal jeg halda áfram með það sem jeg var
að segja yður. Nú setjist þjer niður og skrifið Janiee
brjef. Jeg les yður fyrir ....“
„Nei, svei mjer, ef jeg geri það!“
O’Hare brosti. „Annað hvort skrifið þjer, eða jeg
afhendi yður Yang“, sagði hann ofur rólega. „Ef Yang
er ekki hjer í húsinu — jeg segi ekki, að hann ekki
sje hjer — skal jeg sjá um, að hann komi hingað, áður-
en hálftími er liðinn. Jeg gef yður þriggja mínútna
umhugsunarfrest“.
Marcelles var orðlaus. Hann tók vasaklútinn sinn og:
þurkaði svitann framan úr sjer og af lófunum.
„Það gætuð þjer ekki fengið af yður, 0’Hare“, sagð:.
hann loks.
„Jeg myndi satt að segja njóta þess“.
„Janice verður eyðilögð“.
„Það er betra, að hún verði það nú en eftir hálft ár“/
sagði O’Hare, sem stóð með úrið í hendinni. „Nú eru .
70 sekúndur eftir“.
Þá ljet Marrelles undan.
„Jæja“, sagði hann.
OTIare fór inn í búningsherbergið og kom aftur með ■
skrifblokk og umslag, sem hann hafði fundið þar í
skúffu. Marcelles sat við skrifborðið, þegar hann kom
aftur, og grúfði andlitið í höndum sjer. O’Hare lagði
blokkina á borðið fyrir framan hann og rjetti honum
sjálfblekung, með grænu bleki,' sem hann tók upp úr
vasa sínum. Marcelles beit á vörina, einmitt þar sem
plásturinn sat, og blóðið byrjaði að renna niður liöku:
hans. Hann ýtti öskubikarnum og blómsurvasanum til.
hliðar og tók sjer pennann í hönd.
„Tilbúinnf1, spurði O’Hare.
„Já“.
„Janice“, byrjaði O’Hare með áherslu, „það getur -
ekkert orðið úr þessu. Jeg varð hrifinn af þjer ....“
penninn festist í brjefinu, en Marcelles flýtti sjer að
losa hann, „.. en jeg myndi ekki geta verið þjer trúr í
hálft ár. Jeg er þannig gerður. Þegar þú færð þetta
brjef, verð jeg ekki lengur í borginni. Þú mátt ekki.