Morgunblaðið - 02.05.1939, Síða 4

Morgunblaðið - 02.05.1939, Síða 4
4 TVÍORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. maí 1939. Sigufjón Ei tarsson: Pau eru ekki fá þjóðf.ie- lagsmeinin, sem þeir kommúnistar ekki kykjast kunna ráð við. Eitt af því nýjasta, en að vísu gamall draugur samt, er veiðar- færaslit á togurunum, og sem kom fram í kingsálykt- unartillögu, sem flutt var af keim þingmönnunum ísleifi Högnasyni, Hjeðni Valde- marssyni, Einari Olgeirssyni og Brynjólfi Bjarnasyni. Að vísu getur þar um veiðar- færi alment, en hjer verður aðeins rædd sú hliðin, sem að togaraskipstjórunum veit. Hafa þessir þingmenn af vís- dómi sínum fundið það út, að með því að greiða ísienskum togara- skipstjórum laun af nettó, en ekki brúttó afla, myndu þeir ekki eyða «ins miklum veiðarfærum og hag- ur útgerðarinnar því batna að sama skapi. Það er því orðið æði stutt í það, að þessir menn ásaki skipstjórana beinlínis um það, að það sje þeim að kenna, að útgerð- in ekki ber sig, því að þeir eyði of iniklum netum. Ekki hafa þeir þó enn haldið því fram, að taka megi fiskinn með berum höndun- um, en hvers er von næst úr þeirri átt? Þessum mönnum vil jeg nú segja það, að þeir vaða hjer al- gerlega í villu. Jeg hefi áður sýnt fram á það hjer í blaðinu að ís- lenskir togaraskipstjórar muni| komast lengra en aðrir, er veiðar stunda hjer við land, í því að nýta út net, og hefir það staðið óhrak- ið. Jeg tel það grálega gert af þessum mönnum, og til þess brest- ur þá alla siðferðislega heimild, iiema þekking þeirra í þessum efn- um sje víðtækari, en jeg liefi á- stæður til að ætla, að bera skip- stjórastjettina þeim sökum, sem þeir gera, og það enda þótt að þessu gæti verið þannig farið með þá sjálfa, að þeir væru skipstjór- ar upp á brúttó laun, og dæmi þ>ví aðra út frá þeim forsendum. Þeir mega gjörst þekkja sinn eig- in karakter. Nýtt net í hverri veiðiför. Mjer þykir ólíklegt að til sjeu margir menn, sem trúa því að fyrnefndum mönnum liggi hagur útgerðarinnar svo þungt á hjarta, «ða þyngra en okkur skipstjórun- um, að þeir sjeu líklegri til þess €ii, við, að sjá fyrir því, að vel sje haldið á veiðarfærum skipanna. Jeg fullyrði það, að engum tog- urum, sem veiði stunda lijer við land, er njörvað við 'og nýtt út g-ömul net, eins og hjá okkur Is- lendingum, og það má segja skip- verjum til hróss, að þeir mögia ekki þótt það hafi mikla aukna vinnu í för m'eð sjer. Jeg efast um, að t. d. enskur mannskapur fengist tii þess, að fást við jafn slitin net, og í því sambandi mint- ist jeg þess, að jeg, á síðastliðn- xim vetri, spurði enskan skipstjóra, €r jeg átti tal við, hvað þeir not- uðu net lengi. Svarið var: Nýtt net í hverja veiðiferð. Hvað seg.ja þessir háu herrar um það, og svo aftur hitt, að á íslenskum togara var á síðastliðnum vetri verið að taka vörpuna með um 150 körfum veiðarfæi aslit togaram a af fiski í, en þegar verið var að snörla ofan í pokann, sprakk hann í sundur, var orðinn of gamall og slitinn og þoldi ekki einu sinni snörlinguna, enda búinn að vera í notkun megnið af haustinu. Jeg nota hjer okkar sjómannamál, án sjerstakra skýringa. Umræddir þingmenn hljóta að vera svo fróð- ir um þessa hluti, að þeir skilji hvað við er átt. Þegar þess er gætt, að 150 körfur af þorski gera á meðal markaði 75 sterlingspund, en varpan sjálf kostaði um 45 stpd. í Englandi í vetur (en nú í Hampiðjunni kr. 7—800) má sjá, að það má auðveldlega spara net sjer til skaða og það er nokkur vandi að stilla þar öllu rjett í hóf. Mjer kemur til hugar atvik frá því er jeg var nýbúinn að taka við skipi hjá Einari heitnum Þor- gilssyni. Það var þá í eitt skifti er jeg kom heim úr veiðiför, að hann sagði við mig, að einn af skipverjunum hefði látið svo um mælt, að jeg gæti aflað miklu meira, ef jeg sparaði ekki svo mjög netin. Eins og hans var von sagðist hann ekki vilja hvetja mig til neins óhófs i þessu efni, en sagði á þá leið, að gæta skyldi jeg þess, að ekki borgaði sig að hirða evririnn, en fleygja krónunni. ★ Með því að jeg get vel heyrt talað um sparnað, og þá helst í alvöru, og mjer finst að það sje, ekki livað síst, þörf á að spara fyrir ríkissjóð, vil jeg snúa þess- ari sparnaðartillögu þeirra þing- manna við og mjuita hana á þá sjálfa með þeirra eigin rökum. Tillagan mundi þá koma til með að líta út svona: Þar sein útgerð- ariíostnaðui' þjóðarskútunnar er nú orðinn æði.mikill, og það svo að varla verður undir risið, þykir ástæða til að gæta hins ítrasta sparnaðar í hvívetna. Einn af stóru útgjaldaliðunum er alþingis- haldið. Þar sem nú það er vitan- legt, að þingmenn taka laun fyrir þingstörf af brútfó, og geta því orðið fyrir þeirri freistingu, að hugsa meira um sinn eigin hag en útgerðarinnar og þannig lengt þinghaldið með vafasömnum til- lögum og málalengingum, sjer til ágóða, þykir rjett, að breyta til um ráðningarkjör þeirra, t. d. þannig, að þeir sjálfir beri nokk- urn kostnað af tillögum sínum og allan af þeim, sem þannig eru vaxn ar, að þær fela í sjer ómaklegar aðdróttanir að stjettum eða ein- staklingum. Ætla jeg, að flestir munu geta komið sjer saman um það, að tillagan, í þessari mynd, mundi geta orðið regluleg sparn- aðartillaga, sparað ríkinu margar ómissandi krónur. Laun íslenskra togara- skipstjóra og enskra. Flutningsmenn þingsályktunar- tillögunnar hafa ef til vill haft einhverja nasasjón af því, að á enskum togurum er skipstjórum greitt kaup af því, sem þeir kalla þar nettó, en þessi nettó er ekki hinn raunverulegi nettó útgerðar- innar, heldur er hann þannig fund inn, að frá söluverði aflans í hverri veiðiferð, eru dregnir nokkrir liðir útgerðarkostnaðar- ins, og svo launin reiknuð af af- ganginum. Þessir liðir hafa, til skamms tíma, numið nokkuð mis- munandi upphæðum, eftir stærð skipanna, eða frá 350—500 ster- lingspundum í veiðiferð. Laun ensks togaraskipstjóra, samkvæmt þar til gerðri útreiknaðri töflu í enska fiskimannaalmanakinu fyr- ir 1939, bls. 433, og miðað er við 14 manna áhöfn á skipi, eru rúm 98 stpd. af 1000 stpd. nettó sölu. Stýrimaðurinn hefir, af þessari sömu upphæð, rúmt 71 stpd. Hugs- um okkur nú tvo togara, annan íslenskan og hinn enskan, landa í Englandi og selja báðir fyrir sömu upphæð. Tökum dæmið þannig, að hvor um sig liafi selt fyrir 1500 stpd. og segjum að sá enski hafi haft í frádrátt 500 stpd., þá eru laun skipstjórans, eins og áður segir, rúm 98 stpd., en íslenski skipstjórinn, með sín 3% brúttó, fær 45 stpd. Þegar allir liðir eru reiknaðir með hjá báðum aðilum, kemur í Ijós, að íslenski skip- stjórinn er um hálfdrættingur á við þann enska, hvað launin á- hrærir, og meirj, að segja langt, fyrir neðan enska stýrimanninn í tekjum af veiðiferðinni. En áður áminstur frádráttur mundi hafa orðið mjög líkur á báðu’m skipunum, ef íslenski tog- arinn hefði byrgt sig upp að neyslu þörf í Englandi, eins og venja er til þegar búið er að selja þar úr fyrstu veiðiför ísfiskveiðanna. Jeg geri því ekki á fæturna, að það sjeu þessi nettó kjör, sem flutn- ingsmenn höfðu í huga skipstjór- um til lianda, nje bónusar þeir, er enskir skipstjórar fá þar á ofan. þegar vel gengur, því að jeg er ekki alveg viss um það, að þeir meti verk íslensku skipstjóranna jafnt og Englendingar gera um sína skipstjóra, þótt þeim hins vegar mætti vera það ljóst, að ekki verður með neinni sanngirni sjeð, vegua hvers þeir ættu að vera lakar launaðir en aðrir starfs bræður þeirra, sem á engan sam- bærilegan hátt eru þó eins áríð- andi fyrir sitt þjóðfjelag, þar sem alt stendur og fellur hjer með af- rekum þeirra, sem á sjóinn fara, og þá fyrst og fremst þeirra, sem með formenskuna fara. Annað það, að við lifum hjer í hinu dýr- asta landi, hvað alla lífsframfærslu snertir, sem þynnir svo út laun manna, og þá ekki síst skipstjóra. Oll þessi dýrtíð er að mínu áliti einskonar veiðarfærakostnaður og er það, sein jeg vil kalla svívirði-' lega hár pólitískur beitukostnað- ur, sem til kjósendaveiða fer, þar sem hver reynir að yfirbjóða ann- an. Þetta hefir reynst okkar fá- mennu þjóð of neikvæð útgerð og meðan þessi beitukostnaður er ekki skorinn niður, verður erfitt um hjá okkur. En um þennan út- gerðarkostnað tala þeir, sem nokk- uð verulegt meina með sparnaði, en sá eini sparnaður, sem fram hefir komið í þessum efnum eru kosningaloforðasvikin. Þegar svo þeir, sem jafnvel frakkastir eru í þessum efnum, fara að skeggræða um beitu og veiðarfærakostnað við að veiða þorsk, þá liggur rjett fyrir málshátturinn: „Maður, líttu þjer nær“. Toffaraskipstjóri endist í 15 ár. Það má öllum vera Ijóst, að sjó- menn geta menn ekki verið til æfiloka, þótt það verði oft svo, þegar.sjór og vindur klippa æfi- þráðinn í sundur. Það telja ýmsir meðal endingu, ef togaraskipstjóri endist við sitt starf í 15 ár. Þetta virðist Englendingum ljóst, eftir því sem þeir koma fram við þá. Ennfremur það, að þessum mönn- um er erfitt um að finna sjer verkefni í landi þegar þeir verða að hætta, eftir að hafa eytt sín- um bestu árum á sjónum. Jeg vil nú spyrja: Er þessi skilningur á- berandi fyrir hendi hjer hjá okk- ur? Jeg mundi svara því þannig, að jeg hefði kosið að verða hans meira var. Það opinbera mætti gjarnan sýna hjer skilning sinn með einhverri hugulsemi. En hvernig fór þegar hr. Sig. Kristj- ánsson alþm. bar fram tillögu á síðasta þingi, að mig minnir, sem fór í þá átt, að Ijetta á skatta- klónni gagnvart sjómönnunum, til að rnæta halla af óhagræði því, sem sjómaðurinn rökstyðjanlega hefir, af fjarveru sinni. Eða tó- bakið, sællar minningar, sem sjó- menn höfðu fengið tollfrjálst í Englandi, eins og enskir sjómenn, því Englendingar og fleiri láta sínum sjómönnum í tje tollfrjálst tóbak til að reykja á sjónum, en þegar hingað kom var annað hljóð í strokknum. Nei, góðir hálsar, Englendingar uin það þótt þeir sjeu svona bljúgir, við erum það ekki. Og tóbakið var telcið. Per- sónulega sakna jeg ekki tóbaks- ins, því að jeg tel mig ekki reykja, en mig rak í rogastans yfir ná- nasarhættinum og þeim kulda til sjómanna, sem mjer fanst þetta lýsa. Og jeg skiJ ekki livað veld- ur að ekki skuli vera búið að kippa þessu í lag, sem er hjá öðr- um þjóðum. Boðið í veiðiför. En flutningsmönnum tillögunn- ar vil jeg segja það, að til þess að þeir mættu öðlast ofurlítið brot af þeirri þekkingu, sem til þarf til að vera dómbær um veiðar- færaslit á togara, þá gæti jeg hugsað mjer að leggja það á mig að taka þá með í veiðiferð að haustinu, jiegar fæst er af mönn- um um borð og nógar kojur laus- ar í íúkarnum. Fengju þeir þá tækifæri. til að sjá allar þessar svaða aðfarir og þá talað af nokk- urri reynslu, sem mjer keraur þó ekki til hugar að kalla fullkomna reynslu. Þetta boð mitt er þó þeim skilyrðum bundið, að útgerðar- menn skipsins samþykki, og auð- vitað vilja hvorki þeir nje jeg hafa þar af neinn kostnað. Því jeg tel ekki meiningu eða þekk- ingarleysi þessara manna á þess- uin málum neitt verulegt þjóðar- mein, ef aðeins Alþingi ekki eyðír of miklum tíma í hugaróra þeirra. Jeg væri mótfallinn því, að þeir fengju ríkisstyrk til fararinnar. Hins vegar gæti það komið til at- hugunar eftir á, ef að það kæmi í Ijós, að þeir hefðu áhuga á því að gera sig gagnlega um borð og Ijetta undir með skipshöfninni, til dæmis við það, að gera við gömul net, að þá yrði dregið úr uppí- haldskostnaði þeirra, fengju kann- ske frítt fæði. Þangað til þeir svo eru komnir um borð, hefi jeg ekkt nieira við þá að tala. ★ Síðan jeg skrifaði þessa grein hefir meiri hluti Alþingis samþykt ályktanir, sem fara mjög í sömu átt og þingsályktunartillaga sú, sem jeg geri að umtalsefni. Breyt- ir það í engu um það, er jeg hefi um þessi mál sagt, að því er snert- ir veiðarfæraslit. Sigurjón Einarsson. skipstjóri. Norðmenn vilja fá Grænland Khöfn í gær. FÚ. ópur þekktra Norðmanna, þar á meðal rithöfundur- inn Hamsun og fyrverandi ut- anríkismálaráðherra Braadland. hafa gefið út opinbert skjal, þar sem þeir krefjast þess, að Græn land verði aftur afhent Noregí. Kvennadeild Slysa- varnafjelags íslands heldur fund miðvikudaginn 3. maí kl. 8% í Oddfelldwhúsinu. STJÓRNIN. AUQAÐ hvíim Tyjri P með gleraugum frá 1 lllLLL EGrGERT claessen hæstarjettarmáiaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, V onarstræti 10. (Inngaagar um aueturdyr). Veggfóður margar nýtísku tegundir. Lítið í gluggana á Laugaveg 1 Sími 4700. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.