Morgunblaðið - 02.05.1939, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 2. maí 1939,
Samtal við Þórð Sveinsson, próf.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
1— Hvað fara menn alment í
heitust böð?
— Okkar mæti og ágæti
maður, dr. Ólafur Daníelsson,
sagði mjer t. d. um daginn, er
hann kom í'heimsókn til mín, að
hann hefði í mörg ár vikulega
farið í hreinsunarbað, eins og
hann kallaði það, og haft það
44—45° heitt á Celsius. — „Þá
lield jeg, að hafi bogað af þjer
svitinn“, sagði jeg. „Hann bog-
ar ekki, hann beljar!“ sagði Ól-
afur. „En það er hressandi“,
bætti hann við. — Og Ólafur
sagði mjer, heldur prófessor
Þórður Sveinsson áfram, — að
hann ætti kunningja, sem færi
í enn heitari böð og kvaðst hann
ennfremur hafa lesið um það,
að Japanir færu í alt að 59°
heit böð.
En þetta var útúrdúr! Ætli
fólk vogi sjer venjulega hærra,
en 37° ? En slík blöð eru aðeins
til þvotta, ekki til þess að örfa
starf kirtlanna. Eigi þau að
gera það, mega þau ekki vera
kaldari en 40° til þess að byrja
með, og síðan hækkandi upp í
alt að 44°.
— Hvernig reyndust svo þessi
fyrstu tilraunaböð? spyr frjetta
ritarinn.
— Vel. Sviti kom fram á
öllum sjúklingunum þegar í
baðinu, og þeir hjeldu áfram að
svitna lengi á eftir, meðan þeir
lágu í umbúðunum.
— Eru sjúklingarnir einnig
látnir í umbúðum í baðið?
— Já, nema þeir, sem er batn
að svo, að þeir sitja rólegir í
baðinu. En það er vissara með
alla geðveikisjúklinga að leggja<
þá í umbúðir strax. — Hend
urnar eru lagðar niður með
síðunum, og laki vafið uian um
þá. Síðan er strigi látinn utan
yfir og bundinn, svo að sjúkling
arnir geti ekki losað sig. Eftir
baðið eru þeir látnir í þurt eða
rakt lak, þar utan yfir er ull-
arábreiðu vafið og loks striga.
Hendurnar eru fyrst lagðar
niður með hliðunum, eins og fyr,
og sjúklingarnir látnir í rúm
sitt. Þá halda þeir áfram að
svitna um allan líkamann.
— Ástand sjúklingsins eftir
baðið?
— Það er mismunandi. En
meðan líkamshitinn er að lækka
bregður stundum fyrir breyt-
ingu til batnaðar á andlegu á-
standi sjúklingsins. En hann er
auðvitað lítill fyrst í stað og
skammvinnur í senn. Hjá öðr-
um ber aftur á móti á rugli
vénju fremur, er þeir koma úv
báðinu.
En svitaútlát fara hægt og
hægt vaxandi, eftir því sem
bÖðin verða fleivi, og eftir þau
getur sjúklingur verið að svitna
í alt að þrjár klukkustundir.
i:— En eitt þarf að athuga,
seÆ'ir prófessor Þórður ennfrem-
ur. — Sjúkling má ekki leggja
í bað, nema með tóman maga
c|nýútskoluðu rectum og jeg tel
ekki vogandi, að setja í heit
böð sjúklinga með skemd í lung
um, óheilbrigt hjarta eða æða-
kölkun.
— Hve langt er látið líða á
milli baðanna?
— Það er misjafnt, eftir því,
hvernig áhrif þau hafa á hvern
einstakan sjúkling. Sumir þola
þau hvern dag á fætur öðrum.
En aðra verður að hvíla lengur.
á milli.
— Hve lengi er sjúklingur-
inn látinn liggja í baðinu?
— Frá 17—20—25 og upp í
alt að 60 mínútur, eftir ástandi
hans, hjarta og líkamshita, og
kringunístæðum öllum við bað-
ið, hve vatnið kólnar fljótt o. s.
frv. —
— Böðin reyna mikið á
hjartað?
— Auðvitað. Þegar líkams-
hitinn vex, getur púlsinn farið
upp í alt að 170—180—200 slög
á mín. Og líkamshitinn vex að
sama skapi venjulega upp í
41.5—42° og hefir orðið 42.6°
hæst. i ’
— Hvernig er ástand sjúkl-
inganna í baðinu?
— Þeir eru sofandi — í hálf-
gerðu móki. Sumir muna ekki
eftir því eftir á, að þeir hafi
verið í baði. Þeir eru flestir ró-
legir og segja, að sjer líði vel.
En aðrir eru stundum órólegir
og verður líkamshiti þeirra þá
hærri.
— Verða sjúklingar ekki þyrstir
við öll þessi svitaútlát?
— Það eru þeir að sjálfsögðu,
en það kemur misjafnlega fram.
En biðji- þeir um vatn að drekka
fá þeir heitt vatn. Og það er ein-
mitt oft fyrsta merki um skyn-
samlega athugun þeirra og athuga-
sernd, að þeir biðja urn heitt vatn,
því að annað fá þeir ekki.
En aðalatriðið er þetta, segir
prófessor Þórður Sveinsson. —
Svitinn fer vaxandi eftir því sem
böðin verða fleiri, og geðveikin
virðist fara batnandi um leið.
★
— Hvernig er aðstaða með öll
þessi böð á Kleppi?
— Erfið! Við höfum aðeins tvö
baðker fyrir alla sjúklingana, bæði
til hreinlætisbaða og lækninga-
baða. Og eins og gefur að skilja
liafa, þessi böð aukið mjög vinnu
starfsfólksins. En það hefir alt
brugðist ákaflega vel við því
aukna starfi sem á það hefir bæst
við tilraunaböðin.
Aðstoðarraaður minn héfir frain
kvæmt full. 200 tilrauiiaböð og
hefir ekki eitt éinasta óliapp vilj-
að til — hingað til. En þetta er
mjög vandasamt verk. Hann þarf
sjálfur að gæta hvers einasta sjúk-
lings, leggja hann í umbúðir fyrir
og eftir baðið, hafa gætur á lík-
amsástandi hans í baðinu, gæta að
púlsi, líkamshita o. s. frv. og
tempra sjálft baðið.
Er þetta svo mikil vinna, að
jeg er farinn að hafa áhyggjur
út af, að jeg ofbjóði heilsu hans.
En jeg vona, að ríkisstjórnin leyfi
mjer að fá annan aðstoðarmenn í
hans stað, svo að jeg geti fengið
hann til að hvíla sig.
— Hver er aðstoðarmaður yðar?
— Olafur Tryggvason stud. med.
—■ Hann framkvæmir hugraynd-
ir yðar?
— Já, og gerir það prýðilega,
því að hann er vir juvenis sagax
et fortis.
— Hver hefir árangur yerið
með þá sjúklinga, isem böðin hafa
verið reynd við?
— Allgóður, er óhætt að segja.
Það er greinilegt á öllum, að auk-
ið starf svitakirtlanna og bati
haldast nokkuð í hendur, og því
meiri sem svitaútlát eru, því meira
skánar sjúklingnum.
— Hefir nokkrum batnað?
— Já. Af þeim 12 sjúklingum,
sem hafa verið settir í böðin, .eru
tveir karlmenn orðnir albata.
Annar er 26 ára gamall, var
búinn að vera veikur í 10 ár, en
hjer í 5 ár. Veiki hans var schizo-
phrenia simplex. Hann fekk 15
böð alls. Þykir mjer það sjálfum
ótrúlega lítið. En maðurinn er
prýðilega greindur og’ get jeg mjer
til, að það og persónuleiki hans
hafi hjer ráðið nokkru um. Tekur
hann sjer nú sjálfur stundum böð
eftir eigin ósk.
Hinn er um þrítugt. Búinn að
vera geðveikur í 3—4 ár, en ytar
sendur til mín 14. mars síðastlið-
inn. Hann var með schizophrenia
paranoides (ofsóknargeðveiki).
Hann fekk um 40 böð og er nú
heilbrigður og fer brátt heim til
sín. Síðustu dagana stjórnaði hann
sjer sjálfur í baðinu, og svitinn
hefir streymt af honum eins og
hverjum öðrum heilbrigðum
manni.
— En hvað er að segja um hina,
sem • tilraunum með er ekki lokið
enn?
— Mismunandi árangur, en
greinilega áframhaldandi bati á
kirtlastarfsemi og geðveikinni, þó
ekki sje tímabært að svo komnu
að segja meira um bata á sjálfri
veikinni.
★
— Er margskonar geðveiki hjá
yður á Gamla Kleppi?
— Auk sehizophrenia, sem jeg
nefndi áður, er manio depressiv,
en af henni hefi jeg mjög lítið nú.
Hefi þó gert tilraunir með eitt til-
felli, er virðast miða í rjetta átt.
Mania er engin. Og melankoliá
ekki heldnr. Annars höfum við
ekki fengið einri einasta sjúkling
til reynslu, nýbúinn að taka veik-
ina. Hjer hefir verið svo fult og
er svo fult, að ekki hefir verið
hægt að koma fleirum. nema ef
hægt væri nú að fara að rýma til.
-r- Haldjð þjer, að truflanir á
starfsemi kirtlanna sje orsök geð-
■veikinnar ?
— ¥m það ér ómögulegt að
segja á þessu stigi — hvort: post
hoc eða propter hoc, hvort geð-
veikin kemur eftir að þdir eru
truflaðir, eða þeir truflast af geð-
veikinni. En tilraunum verður auð-
vitað haldið áfram, eins og áður,
eftir því sem kringumstæður leyfa.
Að lokum tíI jeg taka þetta
fram, segir prófessor Þórður
Sveinsson að síðustu •
Vegna þess nána sambands, sem
virðist vera á milli truflana í
starfsemi svitakirtla og geðveiki
(að minsta kosti schizophrenia),
þá eru þessar tilraunir orðnar
beinar lækningatilraunlr á geð-
veiki.
FEAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU
Fundur Sjálfstæðismanna
við Varðahúsið í gær
FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐD.
um sigur, ef við stöndum sam-
an. Það ætti ekki að vera erf-
itt fyrir okkur Islendinga, því í
raun og veru erum við allir ein
stjett. Allir eigum við að vinna
saman í baráttunni fyrir hags-
munum þjóðarheildarinnar, og
leggja fram krafta vora til þess.
Þá talaði Sveinn Sveinsson.
Lýsti hann, m. a. afstöðu mál-
fundafjelagsins Óðins í mál-
efnum verkalýðsins, þeim
straumhvörfum, sem þar hafi
orðið, hvernig verkamenn, sem
fylgja Sjálfstæðisflokknum að
málum hafi orðið frá stefnu
sósíalistanna og inn á braut
samvinnu og samúðar með at-
vinnurekendum. Við finnum
það, sagði hann, að velferð at-
vinnuveganna er velferð okk->
ar.
Þá talaði Bjarni Benedikts-
son. Aðalatriðin í ræðu hans
voru þessi: Sjálfstæðisflokkur-<
inn hefir sett markið hærra en
aðrir flokkar með því að gera
þá kröfu til sjálfs sín, að vera
flokkur allra stjetta í landinu.
Erfiðleikar eru á því að full-
nægja þessum kröfum, þar sem
hagsmunir manna eru ólíkir. En
hina ólíku hagsmuni innan
flokksins þarf að sameina, þann
ig, að starfsemi hans verði til
þjóðnytja.
Allir aðrir flokkar landsins
hafa talið þetta vera óvinnandi,
og verið yfirlýstir sjerhagsmuna
flokkar. Þeir hafa því reynt að
auka á sundrungina í staðinn
fyrir að jafna úr henni.
Reynslan hefir nú sýnt, sagði
hann, hvílíkur þjóðarvoði staf-
ar af þessu, en sundrungaröflin
fá að vaða uppi í landinu.
Það kann að vera álitamál,
hvort styrkleiki flokksins stafi
af misgerðum annara flokka,
ellegar hans eigin verðleikum.
En í því efni er eftirtektarvert
að sjá hve flokkurinn er sterkur
hjer í Reykjavík, þar sem al-
menningur hefir átt kost á að
sjá og reyna tvær ólíkar stjórn-
arstefnur í bæjarstjórn og í rík-
isstjórn.
Dómur almennings um þess-
ar tvær stefnur hafa fallið
sjálfstæðisflokknum í vil.
Nú hefir Sjálfstæðisflokkur-
inn tekið á sig meiri vanda,
með því að hann nú fær meiri
áhrif í ríkisstjórn en áður. Slíkt
krefst mikillar víðsýni af hálfu
foringja og liðsmanna flokks-
ins.
Ósýnt er, hvernig þessi til-
raun tekst. En það er undir
Sjálfstæðismönnum komið,
hvort hann geti í framtíðinni
borið rjettnefnið flokkur allra,
stjetta.
Þar næst talaði frú Soffía M.
Ólafsdóttir og talaði sem full-
trúi „Hvatar“.
Síðastur talaði Gunnar Thor-
cddsen, bæjarfulltrúi. Sýndi
hann fram á yfirburði Sjálf-
stæðisflokksins fram yfir aðra
flokka og benti á dæmi máli
sínu til sönnunar.
Að lokum mælti Kristinn
Árnason form. Óðins nokkur
orð og þakkaði áheyrendum
góða fundarsókn.
Kommúnistar verða
enn fyrir vonbrigðum
Eftir bægslagang Hjeðinsmanna,
áróður í Dagsbrún og fyrirskip-
anir til hinna flokksbundnu komm-
únista um þátttöku í kröfugöng-
unni 1. maí, bjuggust forsprakkar
þeirra við því, að nú myndi þeim
loks takast að hóa saman fleira
fólki í kröfugöngu en nokkru
sinni fj7rr.
> Þeir söfnuðust undir fána sína
og merki kl. að ganga tvö, og
voru lengi að komast af stað.
Þegar „gangan“ var komin vel
á leið upp í bæinn var kastað
tölu á þátttakendur hennar. Þar
voru saman komnir 8—900 manns.
Er það svipaður fjöldi og var í
fyrra, eða heldur færra. Þá var
talið að þeir hefðu haft í hóp-
göngunni urn 900 manns.
Það vakti alveg sjerstaka at-
hygli, að kröfuganga kommúnist-
anna kom aldrei í Miðbæinn að
þessu sinni. Þeir „stungu“ sjer
upp Laugaveg og fóru sviptúr um
Austurbæinn og til baka aftur.
Þeir hjeldu ræður sínar á blett-
inum sunnan við Bankastræti.
Þegar þeir kornu úr göngunni
var fundur Sjálfstæðismanna við-
Varðarhúsið nýlega úti. Fór því
margt manna þaðan og staðnæmd-
ist í Bankastræti og Lækjargötu
og hlustaði á kommúnista. Svo
þeir fengu, eins og oft áður marg-
falt fleiri áheyrendur en þá sem
fylkja sjer undir merki þeirra.
Hjeðinn Valdimarsson var fyrsti
ræðumaður þeirra. Ræða hans var
, máttlaus um ópólitískt fagsam-
band, um „nauðsyn" og „bjarg-
ráð“(!) verkfalla. um hitaveituna,
sem hann talaði um eins og hættu-
I lega fyrir kommúnista, því þar
I myndu svo margir fá atvinnu.
iVar hann hræddur um að vegur
kommúnista myndi rýrna við þá
framkvæmd alla.
Meðan á ræðuhöldum þessuta
stóð strjálaðist fólk í burtu og
voru áheyrendur þeim mun færri
sem lengra leið.
★
Alþýðuflokksmenn 'töluðu úr AI-
þýðuhúsinu. Þeir fengu talsvert af
áheyrendum þar. En hópganga
þeirra var fámenn.
Veður var hjer gott í gær, kyrt
og hlýtt, sólskinslaus að vísu að
mestu, en úrkomulítið, nema hvað
gerði dálitla skúr um það leyti
sem útifundur Sjálfstæðismanna
við Varðarhúsið var að enda og
hópgöngur kommúnista og AI-
þýðuflokksins byrjuðu.
E.s. Lyra kom frá Bergen í gær-
dag.
Samningar milli málarasveina
og meistara voru útrunnir 1. maí
og nýir samningar hafa ekki tek-
ist. Fer því fram atkvæðagreiðsla
meðal málarasveina um ]iað hvort
stöðva skuli vinnu. Atkvæða-
greiðslan fer fram í dag og á
mogrun á skrifstofu Sveinasam-
bands byggingamanna.