Morgunblaðið - 05.05.1939, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 5. maí 1939.
Vestfirskar sagnir
Dann 22. f. m. var flutt út-
varpserindi eftir Jóhann
Ejaltason kennara á Snæfjalla-
strönd. Yar efni þess ýmsar lýs-
ingar úr veiðistöðvum á Vestur-
•landi, einkum Bolungarvík, um og
fyrir síðustu aldamót.
Það er ekki nema gott um það
að segja, að haldið sje til haga
ýmsu því er snertir þennan merka
þátt í þjóðlífi voru, fiskveiðarn-
íir á áraskipunum. Þess verður
þó að gæta að fara rjett með, en
Á það skortir í þessu erindi og
<>ðru því, er þessi höf. hefir sagt
xim svipuð efni, því lýsingar hans
á ýmsu eru villandi og sumar
rangar.
Af því sumt í þessum frásögn-
nm er til ómaldegrar vanvirðu
lífs og liðnum Bolvíkingum, get
jeg ekki látið hjá líða að leið-
rjetta það opinberlega.
í útvarpserindinu sagði höf., að
það ákvæði fiskiveiðasamþyktar-
innar gömlu, um að allir skyldu
róa á sama tíma að nóttu, hafi
Terið sett til þess að koma í veg
fyrir að menn tækju ófrjálsum
höndum fisk hver af annars lóð-
nm,- að hinn svokallaði stúfur hafi
verið afnuminn vegna óvöndunar
háseta, af því að þeir hafi drýgt
hann með fiski af öðrum afl-a; að
gáleysislega eða ljettnðngt hafi
verið farið með sjóferðabænina og
nð Bolvíkingar hafi gengið örna
sinna undir búðarveggi. Alt er
þetta ómaklega mælt. Þetta á-
kvæði fiskiveiðasamþyktarinnar
var sett vegna slysahættu, og skal
jeg ekki fara frekar út í það hjer,
því það verður ekki vel útlistað
nema í nokkuð löngu máli. Um
óvöndunina að öðru leyti, guð-
leysið og sóðaskapinn er það að
segja, að ef höf. þekkir einhver
dæmi um slíkt, þá tilheyrir það
sárfáum undantekningum, en als
ekki því almenna og er því í
fylsta máta óviðeigandi að segja
alþjóð frá þesskonar, alveg at-
hugasemdalaust.
Jeg skrifaði hjá injer 12 rang-
hermi úr þessu erindi, en hirði
ekki um að tilgreina fleiri að
þessu sinni, meðal annars af því,
að áður en langt um líður munu
koma fyrir almenningssjónir rjett-
ar lýsingar á fiskiveiðum á ára-
skipum í Bolungarvík og annars
staðar þar vestra.
í grein, sem. birtist í tímariti
1937, eftir þenna sama höf., eru
og villur. Þar segir t. d. að hestar,
sem lógað var til beitu, hafi ver-
ið bundnir (senuilega þá reyrðir
uiður) fremst í flæðarmáli um há-
fjöru og látnir kafna þar, er að
fjell. Jeg hefi þekt margt fólk,
sem mundi vél eftir sjer á fyrri
hluta nítjándu aidar, og hefi jeg
aldrei heyrt um þetta getið. Þeir
oldri menn, sem jeg hefi spurt um
þetta, kannast heldur ekki við
þetta og hafa aldrei heyrt frá því
sagt. Jeg verð því að efast um,
að þessum höf. hafi nokkurntíma
verið sagt frá þessu. En þó svo
kynni að vera, þá er það eigi að
síður rangt, að segja frá svona
ógeðslegum glæpum opinberlega,
án þess að færa fullar sönnur á,
eða að minsta kosti tilgreina heim-
ildir.
Enn skrifar þessi sami höf.
grein í blaðið Vikan, sem kom út
30. f. m. Er þar gefin ófögur lýs-
ing á sveitabæ einum í Nauteyr-
arhreppi og viðtökum, sem ferða-
menn áttu að hafa fengið þar,
fyrir rúmum 40 árum. Eru lýsing-
ar þessar hinar ótrúlegustu og
síst eru þær vel fallnar til kynn-
ingar landi og þjóð.
Er furðulegt hversu höf. þessi
er natinn við að grafa upp og
draga fram það, sem vansæmd er
að, en verst er þó, þegar þessar
sögur eru vafasamar að sannleiks-
gildi. 2. apríl. Jóh. Bárðarson.
Uppsögn
Flensborgar-
skólans
Tjl lensborgarskólanum í Hafn-
arfirði var sagt upp mið-
vikudaginn 3. maí kl. 4 e. h.
af Lárusl Bjarnasyni skcla
stjóra.
I skclanum voru í vetur
skráðir 134 nemendur, þar af
voru 24 í heimavist.
Burtfararprófi, eða prófi úr
3ja bekk luku 23 nemendur.
Hæstu einkunn yfir skólann
hlaut Hermann Jónsson frá
Keldnúpi á Síðu; fekk hann 9
í aðaleinkunn. Hann tók próf
upp úr 1. bekk.
Skólalífið var með fjörugra
móti þenna yetur. Starfandi
var eins og venjul. málfunda-
fjelag nemenda, sömuleiðis
heldu nemendur margar skemt-
anir.
Athyglisvert er það, hversu
heimavistardvölin varð ódýr.
Fyrir pilt kostaði fæði, þjón-
usta, ljós og hiti aðeins kr. 1.31
á dag, eða tæpar 40 kr. á mán.
En fyrir stúlku kr. 1.05 á dag
eða kr. 34.50 á mánuði. Þrátt
fyrir þennan fram úr skarandi
lága dvalarkostnað heimavist-t
arnemenda,, voru þeir mjög á-
nægðir yfir fæði og aðbúnaði
öllum.
Ráðskona heimavistar var
frk. Margrjet Auðunsdóttir.
Best að auglýsa
í Morgunblaðinu.
Faðir kirkjusöogsinsi, heimili hans osí skyldulið
MinningarorH ti ni frti
Önnu Ihoroddsen
F. 18. des. 1858. D. 10. apríl 1939.
örg högg og stór hefir
dauðinn greitt undan-
farna mánuði fjölskyldunni,
sem gamlir Reykvíkingar
kenna enn við Pjetur Guð-
johnsen organleikara (f.
1812, d. 1877).
Dætur hans þrjár eru nýdánar,
tengdadóttir einnar þeirra liðið
sumar, — tengdasonur Guðjohn-
sens, Indriði Einarsson og dóttir
hans og tengdasonur. Skarðið
mikla orðið á mínu heimili, og
auk þess þe^sa sömu mánuði dá-
ið þrent eða fleira nátengt vensla-
fólk sumra afkomenda Guðjohn-
senshjónanna.
JEiga því margir uöi stór og
djúp sár að binda innan þeirrar
fjölskyldu nú. Er það ærið ólíkt
því sem áður var, er stærsti syst-
kinahópur Reykjavíkur söng gleði
söngva hjá foreidrum sínum í
Tjarnargötu 6 um 1870, eða um
20 árum síðar, er þessi systkini
höfðu stofnað 11 heimili, þar seiii
mörg brosmild og efnileg börn
voru að hefja göngu sína.
Sá samanburður varð mjer hug-
fastur við lestur æskuminninga
frú Önnu Thoroddsen, er hún rit-
aði fyrir 5 árum og væntanlega
verða prentaðar innan skamms.
Eru þar ýmsar fróðlegar lýs-
ingar frá „gömlu Reykjavík“, og
þá sjerstaklega frá æskuheimili
hennar, sönglistarheimilinu stóra,
þar sem systkinin voru 15 og
tengd'ábörnin urðu 13, gáfað fólk
og duglegt og margt þjóðkunn-
ugt, en nú alt aifarið, nema ein
systranna, frú Kirstín, ekkja sr.
Lárusar Halldórssonar, og einn
af átta tengdasonum, Þórður
læknir Thoroddsen.
Fyrir rúmum 20 árum gekk jeg
um „íslenskt“ þorp í Canada með
gömlum landa mínum.
„Af hverju er þessi garður
miklu fegurri en aðrir garðar
hjer?“ spurði jeg.
„Af því að húsbóndinn er
franskur en ekki íslenskur", var
mjer svarað. „Eldra fólkið okkar
á erfitt með að læra blómarækt,
sá hana, enga í æsku sinni á
Fróni“.
Vera má, að einhver hafi spurt
svipað og jeg, er hann sá frú
Önnu Thoroddseu vera að hlynna
að prýðilegum garði sínum við
Túngötu 12 — eða hafi hugsað:
„Af hverju er hún meiri „blóma-
kona“ en flestar jafnöldrur henn-
ar hjer í bæ?“
Svarið má lesa í æskuminning-
um hennar: Frú Guðrún Guðjohn-
sen, móðir hennar, var dönsk í
föðurætt; fjekk hún erlent blóma-
fræ, þegar ekkert slíkt fjekst
hjerlendis, og vandi börnin sín
við rækt blóma og matjurta, —
og „það ungur nemur, gamall
temur“.
En frú Thoroddsen hugsaði vel
um fleira en blórn og stjórn á
stóru og gestrisnu heimili. Sex ár
var hún með manni sínum í stjórn
stórstúku templara og studdi
bindindismál allá tíð. — Þrjú ár
var hún í sóknarnefnd dómkirkju-
safnaðarins, eina konan, sem þar
hefir starfað — Þorbjörg Sveins
dóttir ljósmóðir var að vísu kos-
in í þá nefnd árið 1890, en var
,,úrskurðuð“ úr nefndinni — kon-
ur ekki kjörgengar á Jreirri tíð!
En langkærust var henni sjálf-
boðavinna að kristindómsmálum.
Hún sýndi það við margra ára
fórnfúst starf bæði í sunnudaga-
skóla og í Kristniboðsfjelagi
kvenna, og á ýmsan annan hátt.
Með einurð og festu vitnaði hún
um trú sína, hvort sem hún gat
búist við fullum skilningi eða
ekki, og eftir því sem árum fjölg-
aði, eftir því fói vaxandi ótti
hennar við að trúað fólk marg-
skifti starfskröftum sínum.
Afturhvarf sitt mun hún hafa
talið frá því um aldamót, er hún
misti 2 börn sín ung nærri sam-
tímis, en frækornin í sálu henn-
ar voru miklu eldri, sem sjá má
í æskuminningum hennar. „Eilífa
lagið við pílagrímsins gleðisöng“
gleymdist ekki á heimili foður
kirkjusöngs vors, „Yið vorum al-
in upp við Guðs ótta og góða
siðu. Mamma varð aldrei þreytt
á að hvetja okkur til kirkjugöngu
og að lesa Guðs orð“, skrifar frú
Thoroddsen. Og eftirtektavert er
mjög það, sem hún segir um
brjefaskifti föður hennar og A.
P. Berggrens tónskálds, er verið
hafði kennari Pjeturs Guðjohn-
sens. Þar stendur meðal annars:
„Þessi gamli maður var sann-
kristinn, trúði eins og ungbarn
og svo vinfastur, að hann skrif-
aði föður mínum með liverri póst-
ferð til íslands. Og þvílík brjef!
Jeg held næstum, þótt jeg viti
það ekki með vifesu, að þéssi brjef
hafi orðið frækorn, sem fjellu í
hjarta mitt og geymdust þar uns
andi Guðs gaf þeim líf löngu
seinna . . . „Berggren samdi for-
spil við öll sálrnalög, sein hann
gaf út, og framan á forspilabók-
ina skrifaði hann þetta erindi:
„Gid vort Liv et Forspil maatte
være,
for vort Liv með Gud i Himlen
hist.
Gid vort Kors i Tro vi maatte
bære
til vil mödes lios den Ilerre Krist‘ ‘.
Vafalaust er það engin tilvilj—
un, að þetta erindi varð henni
hugstætt. Því að svipað bað hún
um sjálf daglega áratugum sam-
an.
Frú Laura, gift síra Jóni
Bjarnasyni, var elsta barn þeirra:
Guðjohnsenshjóna (f. 1842), en
frú Kristjana, gift Halldóri Jóns-
syni bankagjaldkera, var yngst
(f. 1863) ; frú Anna var 13. barn-
ið (f. 18. des/ 1858). Lára systir
hennar, er gengið hafði í heima-
skóla hjá frú Þóru Melsteð, var
aðalkennari hennar í æsku. En
svo ljett var frú Önnu um alt
nám ,til munns og handa, að fað-
ir hennar rjeði hana 18 ára gamla
fyrir heimiliskennara til ísafjarð-
ar.
Þrem árum síðar var hún vetr-
arlangt hjá tengdaforeldrum ir.ín-
um á Valþjófsstað, systur sioni
til aðstoðar, er þá hafði nýverið
mist 2 elstu börnin sín.
Ilaustið 1883 giftist hún Þórði
Thoroddsen, er um það leyti varð
hjeraðslæknir í suðurhluta Gull-
bringusýslu, er seinna var nefnt
Keflavíkurhjerað. Voru þan ungu
hjónin fvrsta veturinn í hús-
mensku í Þórukóti í Ytri-Njarð-
vík, en reistu bú um vorið í Há-
koti í Innri-Njarðvíkum. Tveim
árum síðar fluttust þau til Kefla-
víkur og bjuggu þar í 17 ár. Varo
heimili þeirra góðkunnugt um öll
Suðurnes fyrir gestrisni og lijálp-
semi. Voru þangað ráð sótt í ótal
mörgum fleirum vandamálum en
veikindum, og naut þó læknirinn
óbilandi trausts hjá hjeraðsbúum.
Til Reykjavíkur fluttust þau
1903 og varð Tlioroddsen fjehirð-
ir Islandsbanka um hríð, en
stundar lækningar enn í dag, sem
kunnugt er. Fáir munu eftir leika
56 ár við læknisstörf.
Þeim varð 7 barna auðið í hjóna
bandinu. Dóu 2 í æsku, en hin
eru: Pjetur, hjeraðslæknir á Norð-
firði, Kristín, gift Steingrími
Matthíassyni, Jón, verslunarerind
reki í New York, Emil, píanóleik-
ari og ÞorValdur frargkvæmda-
stjóri.
Er þeim öllum mikill og góður
arfur eftir skilinn, þar sem minn-
ingarnar eru um aðra eins koira
og móður.
Og kunnugt er mjer um, að
fjölmargir vandalausir, og þá
einkanlega fjelagssystkini hennar
í kristniboðsfjelögunum, þakka
Guði fyrir störf hennar og fyrir-
bænir.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
—rrmm ... ...... ...... - n iih m m
Happdræili Háskóla íslands.
Aðeins 4 söludagar eftir fyrir 3. drðtt.