Morgunblaðið - 16.05.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.1939, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. maí 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Lán§(ilboð Höjgaards & Schulfz HITAVEITAN FULLGERÐ FYRIR LOK NÆSTA ÁRS Lánið endurgreiðist á 8 fyrstu starfsár- um fyrirtækisins BLÖÐUNUM hefir nú verið látið í tje tilboð firmans Höjgaard & Schultz í Kaupmanna- höfn um framkvæmd og fjárútvegun til Hita- veitu Reykjavíkur. Bæjarráð hefir haft tilboðið til athugunar, síðan Val- geir Björnsson bæjarverkfræðingur kom heim, en það var sem kunnugt er hann sem var milligöngumaður bæjarins við útvegun þessa tilboðs. Sömuleiðis hefir ríkisstjórnin og stjórn Landsbankans fengið tilboðið til athugunar. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn á morgun og verður tilboðið lagt þar fram. Tilboð firmans Ilöjgaard & Schultz er í aðalatriðum þetta: 17 vörutegundir (ca. 2 90/o af inn- flutningnum) sett- ar á frílista FYRSTA sporið hefir verið stigið til þess að losa um innflutningshöftin. Viðskiftamála- ráðuneytið tilkynti í gær að eftirtaldar vörur hefðu verið settar á „frílista“, þ. e. að innflutningur þeirra verði leyfður án þess að til þess þurfi sjerstök innflutningsleyfi, (þótt innflytjendur verði auðvitað að Uyggja sjer gjaldeyri hjá bönkunum fyrir innflutningn- um): 9 þús. smálesta hreskt herskip kemur i morgun Breskt herskip, H. M. S. „Vindictive" kemur hing- að til Reykjavíkur 17. maí og dvelur hjer í vikutíma, þar til 24. maí. Skip þetta er 9100 smálestir að stærð og er notað sem skólaskip fyrir sjóliðsforingja- efni. Til samanburðar má geta um það, að þýska herskipið „Emden“, sem hjer var ný- lega, er ekki nema 6 þúsund smál. Almenningi verður leyft að skoða skipið einn dag meðan það dvelur hjer. Verður á- kveðið nánar síðar hvaða dag það verður. Rúgur, rúgmjöl, hveiti, hveitimjöl, hafragrjón, hrísgrjón, bankabygg, kol, salt, brensluolíur, smurningsolíur, bensín, hessian, tómir pokar, prentaðar bækur, blöð, tímarit. Sje miðað við innflutninginn árið 1937, en sundurliðaðar inn- flutningsskýrslur eru ekki til yngri, hafa 29% af heildar- innflutningnum þannig verið sett á frílista. Innflutningurinn nam það ár kr. 53,3 milj. og þar af voru vörur, sem nú eru settar á frílista kr. 15—16 milj. Þessar frílistavörur skiftust þannig (í krónum) : Rúgur (54,317), rúgmjöl (973,390), hveiti (17,629) hveiti- mjöl (1,846,203)', hafragrjón (505,508), hrísgrjón (176,088), bankabygg (21,036), kol (7,014,219), salt (1,530,444), brensluolíur (1,432,402), smurningsolíur (439,736), bensín (745,350), hessian (310,927), tómir pokar (332,279), bækur og tímarit (133,864). Lánstilboðið. Áætlað er að allur stofnkostn- aður Hitaveitunnar verði 6.8 milj. danskar krónur. Býðst firmað Höj - gaard & Schultz til að framkvæma verkið og leggja fram fjeð, er endurgreiðist á fyrstu 8 reksturs- árum fyrirtækisins. Br framkvæmd hugsuð þannig, að bj-rjað verði á þessu ári, en verkinu að fullu lokið um ára- mótin 1940—1941. Myndi þá fyrsta greiðsla af láninu koma á árinu 1941, en síðasta um áramótin 1948 —1949. Vextir skulu vera *4% yfir „diskonto“ danska þjóðbankans á hverjum tíma, þó ekki undir 4)4% og ekki yfir 5V2%- Ekki þarf að greiða vexti af allri lánsupphæð- inni strax, heldur jafnóðum af upphæðum þeim, sem notaðar eru til verksins. Þetta sparar mjög mikla fúlgu, meðan verið er að koma fyrirtækinu upp. En auk vaxtanna á að greiða danska ríkinu 5% affoll.af láns- upphæðinni (6.8 milj. kr.), eða ca. 340 þús. krónur. Ilverjir hinir raunverulegu vext ir verða, er ekki liægt að segja með vissu. En sje miðað við meða.l- vexti (milli 4% og 5(4%), þ. e. 5%,; verða raunverulegir vextir nál. 5.7%. Kostnaðaráætlunin. Með tilboði Höjgaard & Schultz fylgir sundurliðuð áætlun vfir stofnkostnað Hitaveitunnar. Er hún í aðalatriðum þessi: 1. Aðalleiðslan frá Reykjum til geymanna á Öskjiíhlíð, tvöföld leiðsla þaðan að bænum, vinná við þessar framkvæmdir, steypurenu- ur í götum, 5 vatnsgeymar, dælu- hús og þró, alls d. kr. 2.486.211.50. 2. Stáirör innan bæjar, þenslu- stvkki, lnkur, dœlur, hreyflar o. fl„ alls d. kr. 614.000.00. 3. Ýmislegt efni og vinna. með einingar verði, innanbæjar og ut- an, alls d. kr. 2 207.000.00. Knud Höjgaard. 4. Ýmsar framkvæmdir, er bær- inn annast, svo sem leiðslur í hús- in, mælar, framhaldsboranir o. fl„ alls d. kr. 750.000.00. Tekjur Hitaveitunnar. Svo sem fvr segir er ætlast til, að lánið greiðist á fyrstu 8 starfs- árum Ilitavejtunnar. Spurningin er þá sú, hvort fyrirtækið sjálft, getur risið undir þessu. I brjefi bæjarverkfræðings til bprgarstjóra, þar sem lánstilboðið ei- skýrt, eru brúttótekjur Ilita- veitunnar áætlaðar sem hjer segir: 1941 d. kr. 720.000.00 1942 860.000.00 1943 — — 990.000.00 1944 _ 1.130.000.00 1945 —' — 1.270.000.00 1946 1.270.000.00 1947 1.270.000.00 1948 1.270.000.00 Alls d. kr. 8.780.000.00 I áætlun þessari er reiknað með kolaverði 45 d. ltr. pr. tonn. En árleg greiðsla af láninu er um 1.040 þús. d. kr. Sje ]>ví litið á heildartekjur fyrirtækisius 8 fvrstu starfsárin, nægja þær ríf- lega til þess að greiða lánið upp á þessu tímabili. En þess ber að Togsrarnir lenda I aflahrotu ð Hornbanka Frjettir bárus-t um belgina frá togurum, sem eru að veiðum vestur á Hornbanka, að þar væri nú góður afli. Strax og þessar aflafrjettir komu var farið að gera ráðstaf- anir til að senda togarana, sem búið var að leggja, út á veiðar. Yar mikið að gera við höfnina í gær við að setja kol og salt í skip- in, sem fóru á veiðar. Togararnir, sem fóru út í gær, voru: Snorri goði, Arinbjörn hers- ir, Gulltoppur, Trvggvi gamli og Baldur. Hafnarfjarðartogararnir bjugg- ust einnig allir á veiðar og fóru í gær vestur. Fleiri munu far í dag ef sarni góði aflinn helst vestra. Skipin, sem voru á Hornbauka er aflahrotan kom, voru þessi: Karlsefni, Snrprise, Skutull, Gylfi og Belgaum. Fengu þeir í fyrri- nótt alt að 12 pokum frá miðnætti til kl. 9 í gærmorgun. Norræn lista- vika í Stokk- hólmi ¥ sambandi A7ið norrænu listsýn- inguna í Svíþjóð í sumar verð ur sjerstök „list-vika“ í Stokk- hólmi dagana 15.—22. júní. Ýmsir þektir listfræðingar frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlaaidi flytja þarna fyrirlestra um list, sömu- leiðis nokkrir frægir listamenn. Meðal ræðumanna verða einn- ig- mentamálaráðlierra Svía, Art- hur Engberg og form. Norræna fjel. överstáthállari Nothin, fyrv. dómsmálaráðherra. Nokkrir um- ræðufundir verða á mótinu, söfnin verða skoðuð og farnar ferðir, m. a. til Uppsala í boði Norræua fje- lagsins. Mót þetta er ætlað listamönn- um, kennurum og öðrum, sem á- hdga liafa fyrir listum. Þeir, sem hug hafa á að taka þátt í þessu móti eða öðrum mót- um Norræna fjelagsins, sem háð verða í sumar, verða að sækja um þátttöku fyrir 20. maí tib ritara Norræna fjelagsins í Reykjavík. Kvennaskólanum verður sagt upp kl. 2 í dag. ★ Um helgina kom hingað lít- ið breskt hersekip, „Leda“. Hefir það verið við fiskiskipa- eftirlit. Rafmagnseldavjelar orðnar á 4. þús.: Voru árið 1936 að eins ca. 600 N»kkuð á fjórða þúsund raf- magnseldavjela eru nú aðeins hjer í bænum. Fyrir árið 1937 var talið að hjer hafi verið notkun á heimilum um 600 raf- magnseldavjelar. Aukningin hefir aðallega orðið síðan rafmagnsgjaldskránni var breytt, gjaldið lækkað, 1. nóv. 1937. Alt árið 1937 voru settar upp 626 rafmagnseldavjelar, þar af þriðjungur (219 vjelar) í einum mánuði, desember. Árið 1938 voru settar upp 1661 vjel, eða aH-miklu fleiri vjelar en til voru samtals í bæn- um í ársbyrjun það sama ár. I ár er og gert ráð fyrir að ca. 1000 rafmagnsvjelar verði settar upp. Aukningin hefir verið sem hjer segir: 936 voru rafm.eldav. ca. 600 937 fjölgaði þeim um 626 938 — — — 1661 939 fjölgar þeim væntanl. 10 10 3887 Tveir þriðju hlutar vjelanna, sem settar hafa verið upp, hafa verið keyptar upp á afborgun. Af 1359 vjelum seldust 362 upp á 12 mán. afborgun, en 997 gegn 24 mán. afborgun. Langmest hefir selst af Rafha vjelum (57%) og af Siemens- vjelum (23%). Engin hinna vjel anna fer yfir 4%. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.