Morgunblaðið - 16.05.1939, Qupperneq 6
6
M © R G U N B L A í) IÐ
Þriðjudagur 16. maí 1939.
1 ÚR DAGLEGA 1
I LlFINU |
Sjj5fi.-M.Tll5ia nr=?ir=^—-ir=-n
Skeiðöndin, sem kom á Tjörnina um
daginn, og getið var um hjer í blaðinu,
er þar enn daglega. Hafa því margir
haft tækifæri til þess að virða fyrir
sjer þenna gest í hinu íslenska fugla-
ríki.
Pjetur Ingimundarson slökkviliðs-
stjóri er meðal þeirra manna, sem hefir
ánægju af því, að athuga fuglalífið á
Tjörninni. Hann skýrði blaðinu svo frá
í gær.
„ Ekki verður annað sjeð en Skeið-
andarsteggurinn hafi með sjer kollu.
En hvort hún' er af sömu tegund og
hann, skeiðandarkolla, það þori jeg
ekki að segja. Jeg get ekki sjeð mun á
henni og öðrum kollum á Tjöminni.
Er margt um endur þarna hjá ykk-
ur um þessar mundir?
Mjer telst svo til, að það sjeu ein 16
anda hjón, sem koma daglega á norð-
anverða Tjömina. Það er með fleira
nióti.
Eru þær ekki farnar að verpa?
Jú.
Hvar verpa þær?
Það viljum við ekki láta hafa eftir
okkur, því af því gæti leitt að koll-
uinar yrðu fyrir óþarfa ónæði á eggj-
unum.
Kóma þær á Tjörnina meðan þær
liggja á eggjum?
Já, á hverjum degi, einkum á morgn-
ana til þess að fá sjer æti í Tjöminni
og brauðmola við bakkann. Nú er krí-
an komin. Hún kom fyrst í gær.
Kemur alt kríugerið í einu, sem hef-
ir aðsetur í Tjarnarhólmanum?
Nei, nei. Fyrsta daginn, sem krí-
unnar verður vart, sjást hjer ekki
nema 4—5 kríur eða svo. Svo er þeim
að fjölga í nokkra daga, uns þær hafa
náð fullri tölu. Þær eru ekki farnar að
setjast að ennþá, eru að svipast ur.i
þessa daga.
Hve margar skyldu Tjarnarhólma-
kríurnar vera?
Við töldum hreiðrin í hólmanum fyr-
ir nokkrum árum. Þá voru þau 70. .—
Síðan hefir hólminn verið stækkaður.
Jeg býst við að hreiðrin hafi í fyrra
verið alt að því 100.
Hafa engar álftir komið á Tjörnina
upp á siðkastið?
Jú. Tvær álftir hafa oft komið í
vor, stundum dag eftir dag. En önnur
þeirra er villiálft. Hin er ein af okkar
gömlu Tjarnarálftum, sem enn hefir
Jaman af að koma í heimsókn við og
við og fá sér brauðbita.
Eimskip. Gullfoss fer frá Kaup-
mannahöfn í kvöld, i'ileiðis til
Leith. Goðafoss er á leið til Hull
frá Yestmannaeyjum. Brúarfoss er
í Reykjavík. Dettifoss kom til
VeStmannaeyja kl. 12 í gærkvöldi,
kemur hingað eftir hádegi í dag.
Lagarfoss er í Kaupmannahöfn.
Selfoss er í Reykjavík.
Þusundir vita
að gæfa fylgir góðum hring.
Kaupið trúlofunarhringana
hjá Sigurþóri. Sendið ná-
kvænrt mál.
SIGl'RÞÓR
Hafnarstræti 4. Revkjavík.
Dóröur Sveinsson
bankabókari látinn
Lát hans kom ekki óvænt. Um
nokkurra mánaða skeið var
hanu dauðadæmdur maður, en,
sem vænta máttí af manni með
hans skaplyndi, gekk hann tii
vinnu sinnar þar til viku áður en
hann andaðist. Hann dró aldrei
af sjer, um æfina, og vissu það
allir kunnugir. að hann mundi
aldrei gefast upp fyrir sjúkdómi
sínum, fyr en yfir lyki. Bar hann
það alt með hinni mestu karl-
mensku og æðruleysi og kom það
engum á óvart, sem Þórð þekti.
Þórður Sveinsson var framúr-
skarandi maður í öllu því, er hann
ljet sig máli skifta. Og hann hafði
þann höfuð kost, sem, því miður,
er of sjaldgæfur: Hann var heið-
ursmaður, sem ekki vildi vamm
sitt vita í neinu. Jeg þekti hann
vel um áratugi og vann lengi með
honum, og jeg verð að segja það,
nú er hann er látinn, að jeg liefi
aldrei þekt mann, sem jeg vildi
heldur trúa fyrir starfi, en hann.
Þetta er sagt alveg skrumlaust,
og án þess að jeg vilji ‘með því
halla á þá mörgu góðu menn, sem
jeg hefi þekt. Það virtist svo, að
öll sviksemi í orði og verki væri
Þórði gersamlega andstæðar og
óþektar kendir, þar var hans höf-
uð kostur og átti hann þó marga
góða kosti.
Þórður Sveinsson var óvanalega
óskiftur og alhuga við störf sín.
Hann var afburða verkmaður og
svo viljugur og áhugasamur við
vinnu, að það var vissulega um
of. Þegar hann var á pósthúsinu
vann hann oft dag og nótt og
þegar aðrir voru uppgefnir, stóð
hann oft einn eftir. Vinnuþrek
þessa grannvaxna og ekki hraust-
lega manns virtist óþrjótandi. —
Góðsemi Þórðar og hjartagæska
er annáluð hjá öllum, sem til
þektu. Hann átti erfitt með að
neita um bón og notuðu sjer það
margir. En það mátti með sanni
segja urn hann, að þar vissi hin
vinstri höndin ekki hvað hin
hægri gerði. Munu þeir fjármun-
ir aldrei taldir, er þannig fóru frá
Þói’ði til annars, árx þess að sjáan-
legt endurgjald kæmi. — En fáir
menn munu nú J.jeðan fara með
jafn óskiftri virðingu og viður-
kenniugu fyrir gott og mikið starf
og Þórður Sveinsson.
T>að er að vísu mikill skaði skeð-
ur, er ágætismenn hverfa hjeðan
á besta aldri. Þórður Sveinsson
var enginn tildursmaður og hafði
sig lítt í frammi opinbðrlega. All-
ur fagurgali og orðagjálfur var
honum á móti skapi, svo og æðru-
orð og harmatölur. Hann bar sinn
þvtnga sjúkdóm rneð karlmensku
og dó eins og het.ja. —
Iiitt var hinum góða, dreng-
lynda og hreinhjartaða manni
Ijúft, að hver og einn fengi að
njóta sannmælis, — og því hefi
jeg ritað þessar línur. Þ. J.
★
Þórður Sveinsson var fæddur á
Húsavík þ. 1!). júlí 1885. Poreldr-
ar hans voru Sveinn Magnússon
veitinganiaður og Kristjana Sig-
urðardóttir kona hans.
A unga aldri stundaði Þórður
.vepsluijarstörf hjá Guðjohnsen á
Húsavík, en flutti síðan til Reykja-
Þórður Sveinsson.
víkur og rjeðst í þjónustu. Póst-
hxlssins. Þar varð hann brátt ann-
álaður verkmaður og hvers manns
hugljúfi er viðskifti hafði við
hann. Síðar stofnaði hann umboðs-
verslunina „Þórður Sveinsson &
Co“, en fór út úr því firma eftir
nokkur ár og varð starfsmaður
hjá Landsbankanum. Er Búnaðai'-
bankinn var stofnaður tók hann
að sjer aðalbókarastarfið þar. Hef-
ir hann verið þar önnur hönd
bankastjóra, og settur bankastjóri
í forföllum þeirra er þar hafa
haft bankastjórn á hendi. Lengi
var hann endurskoðandi Eimskipa-
fjelags íslands.^
I september síðastliðnum kendi
hann sjúkdóms þess er dróg hann
til bana. Var gerður á honum
uppskurður skömmu síðar. En þá
hafði sjúkdómurinn þegar náð
þeirn tökum að urn lækning var
ekki að ræða. Með frábæru þreki
sínu og karlmensku reis hann upp
af sjiikrabeði sínum, er sár hans
var gróið, og gekk til vinnu sinn-
ar uns hann átti eina viku eftir
ólifað.
Þórður heitinn lætur eftir sig
ekkju. Olafíu Bjarnadóttur. Þau
hjón voru barnlaus.
Berlingske Tidende
fiytur samtal við
Herniann Jónasson
Khöfn í gær F.Ú.
völdblað Berlingske Tidende
flytur í dag ítarlega grein
um ísland og viðtal við Hermann
Jónasson forsætisráðherra. 1
greininni er skýrt frá stjórn-
málaferli Hermanns Jónassonar
og myndun hinnar nýju stjórnar,
og segir í greininni, að Hermann
Jónasson geti horft með ánægju
til Alþingis þess, er nýlega sje
lokið, því að hann hafi á því
þingi lagt grundvöll að þjjóðlegri
samvinnu og framfarastörfum.
í viðtalinu segir Ilermann Jón
asson, að hann hafi sterka trú
á möguleikum íslands til þess að
fullnægja að verulegu Ieyti sín-
lan eigin þörfum og reka um leið
arðberandi útflutningsverslun.
r Kveðst hann hafa þá trú, að
hin sterka og þróttmikla æska
landsins vilji leggja krafta sína
í slíkt uppbyggingarstarf.
(Grein þessi í „Berlingske Tid
ende“ mun vera eftir Carl Th.
Jensen ritstjóra, er hjer var ný-
lega og fór heimleiðis með Drotn
ingunni fyrir viku síðan).
Hiiaveitan
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
gæta; að Hitaveitan 'gefur ekki
fullar tekjur strax, eða eltki fyr
en eftir 3 ár. Því er það, að fyrstu
3 árin getur fyrirtækið ekki hjálp-
arlaust staðið undir ársgreiðslun-
um. Hefir þá Haudelsbankiun í
Kaupmannahöfn lofað að lilaupa
undir bagg'a og lána bænum það,
sem á vantar, þó ekki yfir 600
þús. d. kr. alls.
Hvað sparast?
Þar sem nú reikna verður ineð,
að greiða þurfi út úr landinu á 8
árum í erl. mynt 8.32 rnilj. d. kr.,
er næst að athuga hvað Hitaveit-
an sparar af kolum.
í brjefi bæjarverki'ræðings er
kolasparnaðurinn áætlaður sem
hjer segir:
1941 21080 tonn
1942 24210 —
1943 27340 —
1944 30470 —
1945 33600 —
1946 33600 —
1947 33600 —
1948 33600 —
Alls 237500 tonn
Þegar Hitaveitan er komin í all-
an bæinn innan Hringbrautar og
auk þess í húsin á Melunum og
Norðurmýri — en við það miðast
áætlunin — nemur árlegur kola-
sparnaður 33.600 tonnum. Sje
reiknað með 45 kr. innkaupsverði
á kolunum nemnr sá gjaldeyris-
sparnaður yfir íy^ milj. krónur á
ári. Af þessu er Ijóst, að kola-
sparnaðurinn nemur meiru en
greiða þarf árlega vegna Hita-
veitunnar fyrstu '8 starfsárin. En
að þeim árum liðnum sparast all-
ur þessi erlendi gjaldeyrir og er
það vissulega fundið f.je.
Yinnulaunin.
Aætlað er, að af heildarupphæð-
inni, 6.8 milj. d. kr., sem er stofn-
kostnaður Hitaveitunnar, komi
sem svarar 1 y2—2 milj. d. kr. til
greiðslu hjer heima, vinnulaunin
o. fl. Ef bærinn ætti kost á þess-
ari fjárhæð hjer heima, myndi lán
Ilöjgaard & Sehultz minka að
sama skapi og er þetta fram tekið
í tilboði firmans. Eig'i bærinn hins
vegar ekki kost á þessu fjármagni
lijer heima, þá skal no,ta til þess
fje, sem dönsk firmu eiga „inni-
frosið“ lijer í bönkunum.
Ýms skilyrði.
Arlegar afborganir lánsipseiga
að greiðast ársfjórðungslega,: í
fvrsta sinn 31. niars 1941 og síð-
asta sinn 31. des. 1948, og er þá
miðað við, að fyrirtækinu sje að
fullu lokið í lok næsta árs.
Verktaki hefir 1. veðrjett í fyr-
MUNIÐ!
Reiðhjólin
ð Hamlet og Þór
| fást hvergfi h.jer á landi
jj nema hjá
§i^urþór.
□ Lt=^JEH====JE1 1=1 EK==-~J E1 E==
□
I
□
□
1Ð
EF LOFTUR GETUR ÞAP
EKKI — — ÞA HYER'
irtækinu ineð öllúm rjettindum, til
tryggingar árlegum greiðslum,
meðan lánið stendur. Ríkið skal
ábyrgjast lánið og Landsbankinn
árlegar yfirfsérslur.
Heknilt er Reykjavíkurbæ að
gr'eiða lánið fyr en áskilið er. T.
d. gæti svo farið, að eitthvaö liðk-
aðist, með lán til lengri tíma, og
gæti þá verið hagkvæmt fyrir bæ-
inn að taka slíkt: lán og greiða.
þetta að fullu.
Minning Sigrúnar
V. Mýrdal
Pann 4. þ. m. andaðist á Landa
kotsspítala Sigrún V. Mýr-
dal, 22 ára gömul. Hún var dóttir
hjónanna Árnínai Gnð.jónsdóttur
og Valtýs Br. Mýrdal híjóðfæra-
viðgerðarmanns. Er þetta fimta
barnið, sem þau bjónin missa.
Þó árin væru ekki mörg er
Sigrún dvaldi hjá okkur, hafði
hún mikla lífsreynslu að baki sjer,
þar sem heilsa hennar var ekki
góð.
Hún sýndi mikinn kjark í veik-
indum sínum. Hún var jafnan glöð
og hamingjusöm, þó henni liði oft,
ekki sem best.
Sigrún mín! Þú ert farin frá
okknr. Við minnumst þín, hve-
viljasterk þú varst og hve oft þn
gafst okkur vonir fneð vilja þín-
um. Við munum, hve trúarsterk
þú varst og livt oft þú brostir
gegnum tárin.
Við ástvinir þínir niinnnmst þín
og þökkum samvérustundh'naiy
sem við áttum öll saman. Við þökk
um þjer fyrir þitt síðasta bros, er
þú kvaddir þenna heim. Það var
huggun, sem foi'eldrnm og syst-
kinum nmn ve.rða minnisstæð þar
t-il við finmnnst öll heima hjá
þeim, ei' sótti þig frá okkur.
Guð stvrki foreldra þína;
Blessnð s.je minning þín. L.
„Elona“ heitir olíuflutningaskip,
sem verið er að afferma hjá h.f.
Shell í Skerjafirði. Skipið er nieð
stærstu flutningaskipum, sem liing
að hafa komið. Er það 9000 smá-
lestir að stærð og flytur hingað
6000 smálestii' af olhl. Á skipimr
er um 50 manna áhöfn, t'lest. Kín-
ver.jar, neina yfirmenn, sem eru
enskir.
Adam Rutherford, sem altir ís-
lendingar kaunast við, er Væntan-
legiu' liingað með Gullfossi næst-
komandi máiiudag, og mun flytja
hjer tvo fyrirlestra, hinn fyrri í
Iðnaðarmannahúsinú 25. þ. m., en
hinn síðari í Príkirkjnnni á ann-
an í hvítasnnmi. Með honnm er-
ritari hans, Willíám P. Fraser.