Morgunblaðið - 16.05.1939, Blaðsíða 7
jÞriðjudagur 16. maí 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Gúlfklútar
Burstar
Ræstiduft
Fægilöffur
Bón
Rykþurkur
og allskoíaar búsáhöld
best frá
Einhig' mikið úrval af góðum og
ódýrum plöntum.
Blóma- off ffrænmetissalan,
Laugaveg 7. Sími 5284.
„Sðlioss**
fer annað kvöld um Vest-
mannaeyjar til Rotterdam
<og' Antwerpen.
“Brnarioss"
fer á fimtudagskvöld 18.
maí, um Vestmannaeyjar til
Leith og Kaupmannahafnar.
Pantaðir farseðlar óskast
sóttir í dag', verða annars
seldir öðrum.
„DottUoss^
fer vestur op,- norður laugar-
daa' 20. maí. •
A ÍJ O A Ð hvílist
gleraugum txk
Svefnpokar
frá Magnit
6ru ómissandi í ferðalöj?.
Þrjár gerðir fyrirliggjandi.
Einnig- hlífðardúkai’.
Utsæðiskartöílur
3 jíóðar tegundir.
vmR
Laupave.Q: 1.
Útbú Fjölnisveg’i 2.
Hæstirjettur.
Meðlags-
skyldan
Hæstirjettur kvað í gær upp
dóm I málinu: Erlendur
Erlendsson gegn Jóhönnu Guð-
jónsdóttur.
Málavextir eru:
Með úrskurði fógetarjettar
Reykjavíkur 18. ágúst f. á., var
fastsett af kaupi Erlends Er-
lendssonar (Laugavegi .81) hjá
Sláturfjelagi Suðurlands kr. 50,-
00 mánaðarlega, til greiðslu með
óskilgetnu barni hans og Jó-
hönnu Guðjónsdóttur. Áfallið
meðlag var alls kr. 383,00 og
skyldi fyrnefndri kaupupphæð
haldið eftir mánaðarlega, uns
krafan væri að fullu greidd.
Erlendur áfrýjaði ip'skurðin-
um, þar eð hann taldi að. kaupið
lijá Sf. Sl. þyrfti hann að hafa
til að framfleyta heimili sínu,
en hann hafði fyrir konu að sjá
og tveim börnum í ómegð. Kaup
hans hjá Sf. Sl. var a. m. k.
300 kr. á mánuði, en hann ljet
þar af störfum um mánaðamót-
in jan,—febr. s. 1.
Hæstirjettur staðfesti úrskurð
fógetaréttarins og dæmdi Erlend
til þess að greiða 150 kr. í máls
kostnað.
I forsendum dóms'Hæstarjett-
ar segir m. a.:
„Ileimildin til að taka af laun
um eða kaupi manns meðlagseyri
með óskilgetnu barni hans verð-
ur að teljast því skilyrði bundin,
að efni hans, þau sem hann hefir
eftir til frjálsra umráða, sjeu
viðhlítandi til viðurværis honum
og þeim, sem dveljast á heimili
hans og framfæri sitt eiga að
honum, s’;r. meginregluna í 59.
gr. framfærslulaga nr. 135 frá
1935 og ennfremur 3. og 5. gr.
bráðabirgðareglugerðar nr. 41
frá 1937 og 3. og 4. gr. laga nr.
65 frá 1938. Það þykir verða að
ætla, að áfrýjandi hafi verið af-
lögufær um þá fjárhæð, sem fó-
getinn setti fasta af kaupi hans
til reiðslu fúlgu barns hans og
stefnda, meðan áfrýjandi vann
hjá Sláturfjelagi Suðurlands fyr
ir kaupi því, er í hinum áfrýj-
aða úrskurði greinir. Af þeim
ástæðnm, sem nú var lýst, þykir
bera að staðfesta úrskurðinn að
niðurstöðu til“.
Gunnar Þorsteinsson hrm.
flutti málið fyrir Erlend, *en Ein-
ar B. Guðmundsson fyrir Jó-
lrönnu.
Bæjarráð hefir samþykt tillögu
Skipnlagsnefndai' um að ætla
kirkju stað á Skólavörðútoi’ginu í
því skipulagi, Se'm af því verður
gert. Er það gönml liugmynd að
ætla. kirkju stað þar, en frá því
hafði þó verið horfið aftur.
Póstar á morgun: Frá Reykja-
vík: Mosfellssveitar, Kjalarnéss,
Reykjaness, Ölfitss og Flóapóstar,
Ilafnarfj., Seltjarnarnes, Þingvell-
ir, Fagfanes til Ákraness, Álfta-
nesþóstur, Garðsauki, Vík í Mýr-
dal. — Frá ReykjavíkMosfells-
sveitar, Kjalarness, Reykjaness,
Ölfuss og Flóapóstar. Ilafnarfj..
Seltjarnarnes, Þingvellir, Fagra-
nes frá Akranesi, -Álftanespóstui’;
HúnavatnSsýshipóstur.
Fyrirlestrar dr.
Helga Pjeturss
T fyrrakvöld flutti dr. Helgi
Pjetursson annan fyrir-
lestur sinn um breytinguna frá
Helstefnu til Lífsstefnu. Alls
verða fyrirlestrarnir fjórir.
Það er ef til vill vegna þess,
að dr. Helgi hefir nýjan boðskap
að flytja, að menn fylla ekki
húsið í hvert sinn, er hann tal-
ar. Eða nær hámenning efnis-
hyggjunnar svo hátt nú orðið
hjerá íglandi, að menn þoli ekki
að heyra að mankynið sje að vill
ast út af lífsvegi, vegna þess að
það lifir ekki í samræmi við móð
ur náttúru ?
Ekki eru kenningar dr. Helga
bölsýniskendar, svo að það geti
fælt menn fra þeim. Hann er
bjartsýnni en n ':kur annar, með
óhifandi trú á það, — að máttur
liiannsandans sje meiri heldur en
máttur höfuðskepnanna, og að
maðurinn geti; þyí, raðið fyrir
vindi og sjó á þessum litla hnetti
sem honum hefir verið valinn
til bústaðar. Það er máttur and-
ans, sem mannkynið verður að
læra að beita, en ekki bolmagn.
Með hjálp vísindanna á þetta að
geta. tekist.---
N&'sti fyrirlestur verður á mið
vikudagskvöldið kemur kl. 7Vá í
Nýja-Bíó.
ER BOTNYARPA TOG-
ARANNA OF LÁG?
FRAMH. AF 4NNARI SÍÐU
j»ess var, að fisL rinn var stygg-,
ur oða ,,viltru"‘ eins pg liann
nefndi það. Og þessvegna notaði
liann þar þann vörpnútbúnað, sem
við átti, það er að segja, hann
Ijet vörpuna gapa liærra upp í sjó-
inn en íslen.sku togararnir gera.
Hánn. kvaðst vera sannfærður um,
að þetta liefði gert gæfumuninn
í veiðinni.
Áður en þessi erlendi skipstjóri
]jet hjer úr höfn, fjekk maður
einn hjer úr bíorum tækifæri til
þess að kynnn sjer þenna úthún-
að, eða þessa hreytingu, á hotn-
vörpunni. Ilefir stjórnum togara-
fjelagauna síðan ver.ið. gefin ná-
kvæm lýsing á þessari vörpugerð.
svo. þeir geti reynt hana. Væri
óskandi að gerðar yrðu sem fvrst
ítarlegar tilraúniv, nieð þetta, til
þess að alveg yrði gengið úr
skugga um, livaða þýðingu það
hefir fyrir veiði togaranna, að
bótnvörpurnar sjeu látnar gapa
hærra upp í sjóinn.
Islensku togararnir hafa, eins
og kunnugt er, veitt mjög illa á
vertíðiuni. Er hi.n mesta nauðsvn
á því, að taka til greina hverskon-
ar skynsaiúlegar tillögur nm
breyttar veiðiaðferðir, og vinda
bráðan bug að því að- sannprófa
þær.
Þessar breytingar, sem hjer um
ræðir á botnvörpunni. og sem tog-
araeigendnr nú hafa fengið lýs-
ingu á, er hægt að gera, án þess
að af því leiði neinn teljandi
kosthaður.
Meðal fermingarbarna í dóm-
kii’kjúmii á súnnudaginn tar
Hulda Gígja, Sogabletti 1. Nafn
hennar hafði af vangá fallið nið-
Ut í sunnudagsblaðinu.
Dagbók.
I. O. O. F. = Ob. 1P. £ 1215168Ú4
— Hr.st. = Kp. st.
Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg
V-læg átt. Úrkomulaust.
Veðrið (mánudagskvöld kl. 6):
Fyrir sunnan land-og yfir íslandi
er hæð. Fylgir henni hægviðri hjer
á landi. A V-landi er skýjað en
aimai’s bjartviðri um alt land. Hiti
er 7—15 st. Ný lægð er að nálg-
ast S-Grænland..
Næturlæknir , er í nótt Berg-
sveinn Ólafsson, Ilávallagötu 47.
Sími 4985.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Silfurbrúðkaup eiga í dag frú
Margrjet. Þorvarðardóttir og Túlí-
us Árnason kaupm., Týsgötu 8.
Silfurbrúðkaup eiga í dag Guð-
rúu Hákonardóttir og Magnús
Þórarinsson, Bakkastíg, 1.
Silfurbrúðkaup eiga í dag
Kr.istín Guðmundsdóttir og Jón
Norðmapn Jónsson, Hverfisgötu
62. —
79 ára er í dag frú Guðrún
Magnúsdóttir, Lokastíg 18.
Þorsteinn Jónsson bankabókari
átti 25 ára starfsafmæli í Lands-
bankanum í gær,
Hjónaefni. S.l. laugai'dag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú Guð-
finna Guðmundsdóttir (Lýðssonar
á Fjalli á Skeiðum) og Valdemar
Bjarnason, Hlemmiskeiði, Skeið-
um.
Trúlofun sína opinberuðu í gær
ungfrú Laufev Ingjaldsdóttir hát’-
greiðslumær og Gunnar A. Jóns-
son verslunarm., Marargötu 6.
Jarðarför frú Vilhelmínu S.
Sveinsdóttur fer í'ram í dag og
hefst á heimili liennar, Bræðra-
borgarstíg 35. kl. 1. Þaðan verður
kisl.an fiutf í Góðtemplarahúsið,
og fer þar fram kveðjuathöín.
Vormót III. fl. Kappleikirnir á
sunnudaginn fóru svo að Fram
vann Víking með 3 mörkum gégn
0 og jafntefli varð milli K. R. og
Vals (0:0). Næstu kappleikir
verða í kvöld kl. iy2. Fyrst keppa
Valur og Víkhigur, dómari Björg-
vin Schram, og síðan Frain og K.
R,. dómari Sighvatur Jónsson.
Knattspyrnumót II. fl. hefst n.k.
fimtudag. Fyrst keppa Fram og
Valur og verður Sigurjón Jónsson
dómari, og strax á eftir Víkingur
og K. R. og þá dæmir Gunnar
Axelsson.
Kartöfluræktun og kvikmynd.
í kvöhl kl. ■ 6 verða í Nýja Bíó
sýndar þrjár fræðslukvikmyndir.
Sýnir ein þeirra kartöfluræktina,
undirbúniug garðanna, niðursetn-
ingu og uppskeru. Onnur myndin
er af' lcálrækt, en sú þriðja af
kornrækt. Allir iieméndúr frá
garðyrkjuuámskeiði því er Luðvík
Guðmundsson liefir stýrt eru vel-
koninir; ennfremur meðlimir í
Jarðræktarfjelagi Reykjavíkur.
Svo og aðrir áhugamenn um garð-
rækt, Árni Eylands forstjóri skýr-
ir myndirnar. Áðgaúgur er ókéýp-
is. —
í éinum sýningarglugga Skó-
vérslunar Larusar G. Lúðvígsson-
ar ern þessa dagana sýnd teþþi,
sem Magnús ■ Göð'mimdsson baív-
arameistari hefir gert. Einnig eru
þar sýndar blýantsteikningar er
gert liefir sonur Magnúsar, 16 ára
að aldri. ’Mág'núS íiéfir í' liyggjii 5
að halda. úámskeið' á liausti koin-
anda og kenna þeim, er kynnu að
hafa áhuga fyrir teppagérð.
Aðalfundur Flugmálafjelágs ís-
lands, sem fresta varð um daginn
vegna fjarveru Agnárs Kofoed-
Hansens, flugmauns/ verður háld-
inn í Oddfellowhúsinu í kvöld kl.
8y2. Áhugi feí’ nú vaxandi fyrip
flugmálúm hjér á landi. Ættn þeir
sem á einhvern hátt vilja greiða
götú þeirra að sækja fundiim í-
kvöld og gerast fjelagar í Flug-
málafjelaginu.
Útvarpið:
20.20 Erindi: Auðæfi jarðar, II.:
Gullið (Guðjón Guðjónsson
skólastj.).
20.45 Tónleikar Tónlistarskólans
■ (ti'íó),.
22.20 Dagskrárlok.
Útför mannsins míns og sonar
SVEINS KRISTJÁNSSONAR
fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 17. maí og hefst
með húskveðju kl. 1 e. hád, a,ð heimili okkar, Kárastíg 3. —
Jarðað verður í Fossvogi.
Þorbjörg Samúelsdóttir, Þuríður Kristjánsdóttir
og börn.
Við þökkum af hjarta alla þá samúð og hjálp, sem okk-
ur var veitt við fráfall og jarðarför
GUÐBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
Suðurgötu 30, Keflavík.
Eiginmaður, foreldrar og systkini.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur
kærleika og vinarhug við andlát og jarðarför
LAUFEYAR dóttur okkar.
Guð blessi ykkur öll.
Þorgerður Jónsdóttir. Aðalbjörn Bjarnason.
Jarðarför mannsins míir,
IÍJARTANS BJÁRNASONÁR,
fer fram laugardaginn 20. maí frá Mosfelli í Grímsnesi kl. 1 e. h.
Kveðjuathöfn á þriðjudaginn 16. á Laugaveg 142 kl. 1 e. h.
Margrjet. Þúrkelsdóttir.