Morgunblaðið - 25.05.1939, Blaðsíða 2
2
M ^RGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 25. maí 1939.
Stjórnarskrárbreyt-
ingin í Danmörku feld
Þingrof og nýjar
kosningar í vændum
Christmas Möller segir af sjer
flokksforustu íhaldsflokksins
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Danmörku um stjórnar-
skrána nýju fór þannig, að ekki fengust nægj-
anlega mörg atkvæði með stjórnarskránni. Alls
greiddu 966.037 atkvæði með stjórnarskránni. 85.401 sögðu
nei, en 1.121.982 greiddu ekki atkvæði.
Með stjórnarskránni greiddu því 44,4% þeirra, er voru
á kjörskrá atkvæði, en til þess að hin nýja stjórnarskrá
Dana hlyti staðfestingu, þurfti hún að fá 978.039 atkv.
eða 45% allra atkvæða. Talið er að þessi úrslit megi frek-
ar kenna því hve almenningur er á móti þjóðaratkvæða-
greiðslu, heldur en hinu, að þjóðin sje á móti hinni nýju
stjómarskrá.
tJrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar mun hafa það í för með
sjer, að þing verður rofið og efnt til nýrra kosninga í haust.
Formaður Ihaldsflokksins danska, Christmas Möller, hefir sagt
af sjer formensku fyrir flokkinn. Hafði hann barist ötulllega
fyrir því að stjórnarfrumvarpið næði fram að ganga. Christ-
mas Möller hefir um margra ára skeið verið formaður íhalds-
flokksins.
Ríkisjárnbrautirnar dönsku hafa látið setja kvikmyndatæki,
til að sýna kvikmyndir með í nokkra járnbrautarvagna, og
er ætlast til þess að farþegar með dönsku járnbrautunum geti
eftirleiðis skemt sjer við að horfa á kvikmyndir, meðan þeir
eru á ferðalagi. — Myndirnar eru af kvikmyndasal í járnbraut
arvagni og vagninum að utan.
Samkomuiag í grundvallar-
atriðum milli Breta og Rússa
Lohdon í gær. FTT.
Viðræður þeirra Halifax lávarðar, Bonnets utan-
ríkismálaráðherra Frakka og Maiskys sendi-
herra Rússa í London, sem fram fóru í Genf,
hafa borið þann árangur, að samkomulag um grundvallar-
atriði hefír náðst milli stjórna Bretlands og Sovjet-Rúss-
lands.
Mr. Chamberlain forsætisráðherra tilkynti þetta í neðri
málsstofunni í dag, og gaf hann stutta yfirlýsingu um samkomu-
lagsumleitanirnar í Genf og þennan árangur þeirra.
Það hefir komið mönnum yfir
leitt mjög á óvart, að þjóðarat-
kvæðagreiðslan skyldi hafa far
ið á þessa leið, þar sem lögin
höfðu verið samþykt bæði í
fólksþingjinu og landsþinginu
með atkvæðum þingmanna úr
þremur stærstu stjórnmálaflokk
um landsins, jafnaðarmanna-,
radíkala og íhaldsmanna.
ENGAR BREYTINGAR
Á DÖNSKU STJÖRNINNI
Ekki er búist við, að neinar
breytingar verði gerðar á
dönsku ríkisstjórninni, þrátt fyr
ir þessi málalok, sjerstaklega
þar sem í síðustu kosningum var
eingöngu kosið um stjórnar-
skrárbreytinguna. — Ráðherra-*
fundur kemur saman, þegar bú-i
ið er að telja atkvæðin á ný.
Við fyrstu talningu atkvæða
voru 12000 atkvæði úrskurðuð
ógild, þar á meðal voru mörg
atkvæði, sem ef til vill verða
skoðuð sem gild já atkvæði við
síðari talningu, en það eru
atkvæði, sem kjósendur hafa
skrifað „já“ á atkvæðaseðilinn
í staðinn fyrir kross. Ólíklegt
er þó talið, að seinni talning at-
kvæða breyti úrslitunum.
ÚR SÖGUNNI
Dómar blaðanna í Danmörku
um þjóðaratkvæðagreiðsluna
eru afar misjafnir. Málgagn
jafnaðarmanna í Árósum sting-
ur upp á því, að þjóðaratkvæða-
greiðsla verði látin fara fram
á ný í haust og færir þau rök
að tillögu sinni, að tilviljunin
ein hafi ráðið um, hvernig at-
kvæðagreiðslunni lauk.
Önnur blöð, þar á meðal
Kaupmannahafnarblöðin Póli-
tiken og Nationaltidende telja
að stjórnarskrárbreytingin sje
hjer með úr sögunni fyrst uni
sinn.
Höfuðblað jafnabarmanna,
Social-Demokraten í Kaup-
mannahöfn, segir (skv. FÚ) um'
niðurstöðuna, að hún sýni það
. eitt, að fólkið í landinu óski
eftir lýðræðisfyrirkomulagi.
Höfuðmálgagn íhaldsflokks-1
ins, Berlingske Tidende, segir,
að með þessu sje baráttunni um
stjórnarskrármálið lokið í Dah-
mörku, og sje það einungis til
góðs fyrir landið.
ÚRSLIT í EINSTÖKUM
LANDSHLUTUM
Samkvæmt frjett frá sendi-
herra Dana hjer í bæ urðu úr-
slit í einstökum landshlutum
þessi: Á Færeyjum greiddu
8,9% atkvæði með stjórnar-
skrárbreytingunni, á -Jótlandi
33%, á eyjunum 46% og í
Kaupmannahöfn sjálfri 63,8%.
KRÓNPRINSHJÓNUNUM
ÞÖKKUÐ
AMERÍKU FERÐIN
Sendinefndir og fulltrúar frá
helstu stofnunum og fje-
lögum í Danmörku hafa farið
á fund krónprinshjónanna, eftir
að þau komu úr Ameríkuferð
sinni og afhent þeim skjal, þar
sem krónprinshjónunum er
þakkað fyrir hina framúrskar-
andi góðu framkomu þeirra sem
fulltrúa fyrir Danmörku og ís-
I land. (Sendiherrafrjett).
Amerfskur kaf-
bátur hjðlpar-
laus á hafs-
botni
26 manns íarast:
von um að þeim
sem eftir liía
verði bjargað
London í gær. FÚ.
aust eftir hádegi í dag
voru kafarar komnir nið
ur að kafbátnum ameríska, sem
sökk undan strönd New Hams-
hire í Bandaríkjunum í gær með
56 manna áhöfn og 3 farþeg-
um.
Kafararnir og kafbátsmenn-
irnir töluðust við með merkj-
um, og að þeim viðræðum lokn-
tim kom það í ljós, að 26 menn
af kafbátnum druknuðu, þegar
hann sökk og sjór flæddi inn
i í tundurskeytabyrgið.
Kafbátsmennirnir hafa
hvorki ljós eða ráforku. Níu
björgunarskip eru komin á vett
vang, og kafarar frá einu björg
unarskipinu eru síðdegis í dag
að vinna að því að koma niður
loftheldu byrgi til björgunar.
Kafbátsmennirnir eiga að
hafa nægilegt súrefni í nokkra
daga Seinasta Lundúnafregn
segir, að köfurunum hafi tek-
ist að festa taugar við kafbát-
inn, og sje verið að byrja að
draga hið lofthelda byrgi, sem
á að verða mönnunum til bjarg-
ar, niður að kafbátnum.
SJÖ MANNS BJARGAÐ
Síðustu fregnir af starfinu
við björgun ameríska kafbáts-
ins herma, að búið sje að bjarga
sjö af kafbátsmönnum. Um ger-
völl Bandaríkin bíða menn með
j
óþreyju frekari fregna af björg
unarstarfinu.
Maður hverfur
á Akureyri
Tj^ rjettaritari vor á Akureyri
símar í gær, að s.l. sunnu-
dag hafi maður horfið á Akur-.
eyri og hefir ekkert spurst til
hans síðan.
Maður þessi hjet Tryggvi
Guðmundsson, ekkjumaður, og
nokkuð við aldur.
Síðast sást Tryggvi út á Odd-
eyrartanga. Fanst þar fyrir
framan mannlaus bátur á reki.
3 fangelsisdómar
20 dagar fyrir rangar
sakargiftir. — 3 mán-
uðir fyrir skjalafals. —
30 dagar fyrir þjófnað.
Lögreglustjóri kvað í gær upp
dóma í þremur málum, Voru
tveir kvemrenn og einn karlmað-
ur dæmd í fangelsi.
Stúlka ein var dæmd í 20 daga
fangelsi fyrir rangar sakargiftir.
Hafði hún borið á mann einn að
hann hefði rænt frá henni 10
krónum í peningum. Við yfirheyrsl
ur kom í Ijós að þetta voru ó-
sannindi.
Stúlkan gaf þá skýringu á fram-
komu sinni, að hún hefði ætlað að
hefna sín á manninum, sem húu
kærði vegna þess að sá maður
hefði barið vin hennar!
★
Maður nokltur var dæmdur í 3
mánaða fangelsi fyrir skjalafals.
Hann hafði tekið út kaup annars
manns og falsað kvittun fyrir
kaupinu.
Hr
Loks var kona ein dæmd í 30
daga fangelsi fyrir þjófnað. Hún
hafði stolið peningum og gull-
hring.
Chamberlain sagði, að alt,
sem vafa var bundið, hefði ver-
ið rækilega skýrt í umræðum
þessum, og kvaðst hann hafa
alla ástæðu til að yona, að fulln
aðarsamkomulag myndi nást
bráðlega milli bresku stjórnar-
innar og sovjetstjórnarinnar, þó
að enn væru nokkur atriði, sem
ræða þyrfti frekar.
Kvaðst hann þeirrar trúar,
að engir alvarlegir erfiðleikar
myndu koma til sögunng,r úr
þessu. Fyrirspurn frá Attlee,
leiðtoga jafnaðarmanna, sem
mæltist til þess, að forsætisráð-
herrann gæfi frekari upplýsing
ár, svaraði Chamberlain á þá
leið, að eins og hann hefði þeg
ar tekið fram, væru nokkur atr
iði, sem þyrftu frekari meðferð-f
ar, og væri því ef til vill betra
að bíða þar til þingið kæmi sam
an aftur eftir hvítasunnuhlje.
Kvaðst hann vona, að hann gæti
þá gefið fullnaðarupplýsingar
um árangurinn.
Við atkvæðagreiðsluna um
Palestínu-málin, sem fór fram
í neðri málsstofu breska þings-
"ins í gærkvöldi, hefði ríkisstjórn
in aðeins 89 atkvæða meiri
hluta. Churchill 0g 19 aðrar
fiokksmenn stjórnarinnar
greiddu atkvæði á móti henni,
en blöðin segja, að á annað
hundrað þingmanna, þeirra er
viðstaddir voru, hafi ekki greitt
atkvæði.