Morgunblaðið - 14.07.1939, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.07.1939, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. jálí 193ft^ Jeg tel mi" í fyrri hluta þess- arar greinar hafa sýnt fram ■k, að ummæli -Tóns Árnasonar í Tímagreininni 8. þessa mánaðar eru röng og villandi, m. a. að því er snQrtir ástæður fjelagsstjórnarinn- ar fyrir því að láta smíða hið fyrirhugaða farþega- og flutninga- •skip, um vöruflutningaafköst hins nýja skips og einnig viðvíkjandi afstöðu Jóns sjálfs til vöruskipa- katipá Eimskipafjelagsins. Vil jeg þá sniia mjer að þeim hluta greinar Jóns, sem ræðir um væntanlegan tekjuhalla nýja skipsins. Ait er það á sömu hók- ina lært. Hann segir, „að jafnvel harðsnúnustu formælendur „lux- usskipsins“, eins og Eggert Cla- essen, treystast ekki til að færa neinar líkur fyrir. því, að komist yrði hjá tekjuhalla — mörg hundruð þvisund króna tekju- halla á ári“. Hann segir ennfrem- ur: „Það er af öllum talið alveg sjáifsagt, að' mikill tekjuhalli verði á rekstri þessa luxusskips“ ■og í niðurlagi greinarinnar talar hann um skipið sem fyrirtæki ef „fyrirsjáanlega vantar nokkur hundruð þúsund króna á ári til að svara kostnaði“. Jeg vil biðja menn að hafa hugföst þessi um- mæli, þegar jeg nú sýni fram á hver er sannleikurinn í þessu máli. Þegar stjórn Eimskipaf jelags- ins í síðastl. september sneri sjer til ríkisstjórnarinnar með tilmæl- um um liðsinni til þess að koma í framkvæmd smíði skipsins, þá hafði framkvæmdastjóri fjelags- ins áætlað árlegan reksturshalla skipsins 345 þús. kr. Þaraf voru meðtalin til útgjalda 130 þús. kr. ríkissjóðsgjöld af skipinu (vita- gjöld, lestagjiild o. fl.) Á þessum grundvelli lofaði fyrv. atvinnu- málaráðherra Skúli Guðmundsson, með brjefi til fjelagsstjórnarinn- ar, dags. 3. nóv. f. á., að ráðu- neytið skyldi: . „leggja til við Alþingi að H.f. Eimskipaf jelagi Islands verði veittur sjerstakur styrkur úr ríkissjóði, vegna þessara skipa- kaupa, að fjárhæð kr. 150,000.00 á ári um 10 ára skeið, þó þann- ig, að ef reksturshalli skipsins verður lægri en kr. 345,000,00, ■svo sem áætlað er, þá lækki þessi styrkur hlutfallslega jafn mikið sem reksturshallalækkun- Síðari grein Eggerts Claessen Deilan um nýja skip Eimskipaf ] elagsins mm nemur . Jafnframt var sett það skilyrði að viðunandi lausn fengist á gjald- eyrishlið málsins. Þannig leit sjálf Framsóknar- flokksstjórnin á málið síðastliðið liaust. Hún hjet framkvæmd máls- ins stuðningi sínum jafnvel þó reksturshalli skipsins væri þá á- ætlaður 345 þús. kr. Ilún hlýtur því að eiga sinn part af aðkasti Jóns Árnasonar í nefndri blað- grein. Það, sem hann segir þar um glapræði okkar meðstjórnenda hans í þessu máli, hlýtur þess- vegna að eiga jafnt við flokks- stjórn Jóns, sem er okkur samsek um að vilja koma málinu í fram- kvæmd. Mjer er það mikil huggun að vera þannig samskipa þeim stjórnmálamönnum, sem jeg hlýt að telja víst að Jón Árnason álíti Jítt skeikula frá rjettu ráði í úr- skurðum um hvaða leiðir skuli halda á hafi þjóðmálanna. Fyrst þá, þegar fenginn var þessi stufiingur Framsóknar- flokksstjórnarinnar í málinu, hófst fjelagsstjórnin hánda um að leita tilboða erlendis í smíði skips- ins. Er útboðið dagsett 21. nóv. síðastl. Þegar tilboð voru fengin í miðjum janúar síðastl. fór fram- kvæmdastjóri fjelagsins til út- landa til nánári samningsumleit- ana. Honum tókst í utanförinni að fá svo hagkvæm tilboð um vá- trygging nýja skipsins, að munaði 88 þús. kr. á ári til lækkunar á- ætlaðra vátryggingargjalda. Enn fremur hafði fengist lækkun hafn- argjalda í Reykjavík um 20 þús. kr. frá því, sem áætlað hafði ver- ið. Þessar 88 þús. kr. og 20 þús. kr., eða samtals 108 þús. kr. máttu því dragast frá ofangreindri á- ætlaðri upphæð reksturshallans, 345 þús. kr., og var þá áætlaður reksturshalli kominn niður í 237 þús. kr. En í þessari upphæð eru 130 þús. kr. ríkissjóðsgjöld svo sem fyr segir. Þetta eru vitagjöld, lestargjöld, afgreiðslugjöld o. fl. sem ríkissjóður tekur án nokkurs sjerstaks tilkostnaðar af sinni hálfu vegna hins fyrirhugaða skips. Tilsvarandi ríkissjóðsgjöld af „Gullfoss" eru um 30 þús. kr. á ári. Auknar tekjur ríkissjóðs vegna nýja skipsins eru því um 100 þús. kr. á ári, sem ríki-.sjóður hvergi fær, ef nýja skipið ekki kæmi. Þegar því litið er á málið frá þjóðhagslegu sjónarmiði, er ómögulegt að telja með reksturs- halla skipsins þessar 100 þús. kr., sem ríkissjóður beinlínis græðir á komu nýja skipsins. Það er því fyllilega rjettmætt að draga tjeð- ar 100 þús. kr. frá ofangreindum 237 þús. kr. og er áætlaður ár- legur reksturshalli skipsins þá kominn niður í 137 þús. kr. En við þetta er það að athuga, að í áætlun þeirri, sem liggur hjer til grundvallar, er ekki gert ráð fyrir að fargjöld á nýja skipinu sjeu hækkuð um meira en 15% frá því, sem þau eru nú á skipum fjelags- ins, og nemur hækkun þessi lítið meiru en sparnaði farþega á fæð- ispeningum vegua fljótra ferða skipsins. En eftir þeim upplýsing- um, sem framkvæmdastjóri fje- lagsins fekk í utanför sinni, virð- ist ekki ólíklegt að á sumrin megi hækka fargjöldin milli landa nokkru meira og jafnvel svo rnik- ið, að ekki þurfi að áætla teljandi meiri reksturshalla á skipinu en nemur áætluðum gjöldum, til rík- j issjóðs. Þetta er þá sannleikurinn um áætlaðan reksturhalla hins nýja skips. Meðal annars eru þessu lýst nákvæmlega í brjefi fjelagsstjórn- j arinnar til atvinnumálaráðherra, dags. 13. f. m., sem prentað er í fyrgreindri skýrslu fjelagsstjórn- ^ arinnar til síðasta aðalfundar og eins og þar sjest, hef jeg sem for- maður fjelagsstjórnarinnar skrif- að undir brjefið ásamt ritara henn- ar. Jóni Árnasyni var því fylli- lega kunnugt um þessar upplýsing- ar í málinu þegar hann skrifaði umrædda blaðgrein. En þrátt fyr- ir þessa vitneskiu skrifar hann í greininni framangreind ummæli m. a. um að jafnvel þeir „harð- snúnustu“ —- eins og jeg —- telji víst að reksturshalli nýja skipsins verði „mörg hundruð þúsund“ á ári. i Jeg læt þá, sem þetta lesa, dæma sjálfa um þessa framkomu. Jón Árnason segir í grein sinni, að jeg hafi rjettlætt tekjuhalla hins nýja skips með því að land- ið mun græða svo mikið á aukn- ingu ferðamannastraumsins að hallinn vinnist upp óbeint. Þetta er ekki rjett með farið. í greinargerð um málið, sem jeg flutti á fundi fjárveitinga- nefndar Alþingis 21. apríl síðastl. og prentuð er í ágripi í skýrslu f jelagsstjórnarinnar til síðasta aðalfundar, benti jeg á reynslu Norðmanna að því er snertir er- lendan gjaldeyri, sem skenptlferða- menn flyttu árlega til Norges. — Jeg leiddi athygli að því, að ætla mætti að hið nýja skip gæti flutt um 1000 fleiri skemtiferðamenn til landsins á sumri heldur en „Gull- foss“, getur gert. Jeg skýrði frá því að samkvæmt opinberum skýrslum Norðmanna hefðu tekjur Noregs árið 1936 verið 291 kr. fyrir hvern skemtiferðamann að meðtöldum þeim, sem aðeins koma við í landinu sem farþegar á ferða- mannaskipum annara þjóða. AIls hefðu skemtiferðamenn þar verið það ár 164,184 að tölu og tekjur af þeim alls taldar 48 milj. kr. í er- lendum gjaldeyri. Jafnframt benti jeg á að þeir skemtiferðamenn, er kæmu hingað til landsins með hinu nýja skipi Eimskipafjelagsins, sem sigldi í fastri áætlun, mundu senni lega dvelja hjer a.m.k. viku til háljjjn mánuð og því koma með talsvert meira fje til landsins en þeir, sem aðeins dvelja hjer einn eða tvo daga sem farþegar á skemtiferðaskipum annara þjóða. Jeg Ijet því í Ijós þá skoðun að svo virtist sem gera mætti ráð fyrir að um 1000 skemtiferðamenn með nýja skipinu mundu flytja til landsius 300 til 400 þús. kr. á ári í erlendum gjaldeyri. Komst jeg síðan að orði á þessa leið: ,,Þó að sjálfsögðu verði að nota nokkurn erlendan gjaldeyri m. a. til bensínkaupa vegna bílakeyrslu ferðamannanna og ýmislegs ann- ars þeirra vegna, þá verður samt við athugun þessa máls, sjerstak- lega gjaldeyrisþarfar vegna af- borgana og vaxta af hinu fyrir- hugaða skipi, að taka hæfilegt til- lit til þess að skipið mundi aðeins með auknum ferðamannastraumi til landsins bæði flytja hundruð þúsunda kr. í erlendum gjaldeyri til landsins og veita fjölda lands- manna atvinnu og miklar aðrar tekjur á ýmsan hátt“. Á þessu sjest að það var aðal- lega vegna gjaldeyrishliðar máls- ins, sem jeg leiddi athygli að hin- um aukna ferðamannastraum, sem hið nýja skip mnn skapa, þó því verði auðvitað heldur ekki neitað með rökum að hjer verður einnig um að ræða aukna atvinnu fyrir landsmenn. í sambandi við þetta kemur Jón Árnason fram með þá mótbáru gegn auknum ferðamannastraumi að við getum ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum -en nú koma hingað með núyerandi skipakosti. Hann virðist vera í þessu efni á mjög annari skoðun en. formaður fjárveitinganefndar Alþingis, Jón- as Jónsson, sem í grein í Nýja dagblaðinu 3. mars f. á., viðvíkj- andi hinu nýja strandferðaskipi, taldi því skipi mjög til gildis að það myndi flytja hingað til lands 1800 — átján hundruð — skemti- ferðamenn á hverju sumri, er gætu dvalið hjer á landi 1 til 2 vikur, með þessu fengist mikill gjaldeyrir inn í landið og þetta þýddi „vernlega aukna atvinnu af erlendum ferðamönnum“. Jafn- framt er tekið fram í nefndri grein í Nýja dagblaðinu: „Þó að þetta skip (þ. e. nýja strandferðaskipið) verði bygt, er engu síður þörf fyrir Eim- skipafjelagið að auka skipakost sitin eftir því, sem efni og á- stæður fjelagsins leyfa. Ekki síst er þörfin fyrir ferðamanna- flutnmga á sumrin nálega ótak- mörkuð þó að því verði að fylgja mjög bætt gistihúsaskil- yrði víða um land“. Þannig lítur Jónas Jónsson á þetta mál og jeg treysti því, að honum takist að sannfæra Jón Árnason. Vil jeg aðeins bæta því við, að eftir því, sem sagt er mun nýja Esja ekki fara nema hálfs- mánaðar ferðir til Glasgow í stað vikuferða, sem Jónas gerði ráð fyrir. Hún mun því ekki flytja nema um helming þeirra 1800 ferðamenna, setii Jónas Jónsson ætlaði henni. Verða þá eftir um 900 ferðamenti á bverju sumri, sem ,hið nýja skip Eimskipafjelagsins gæti fengið til flutnings og er það sæmilegt auk annara. I þessu sambandi vil jeg í við- bót við það, sem tekið er fram í npphafi þessarar greinar um á- stæður fyrir smíði farþegaskips, leggja áherslu á, að eins og öllum er vitanlegt, þá er nú hið mesta neyðarástand um farþegaflutn- inga milli Islands og útlanda á sumrin. Það verðiir að reka skips- menn úr rúmum, til þess að koma farþegum fyrir. Margir þeirra koma ekki í rúm sín alt sumarið. Jafnvel skipstjórar víkja úr rúm- um sínum. Þetta er að mínu áliti mjög varhugavert. Og þrátt fyrir þessar^van'dræða ráðstafanir verð- ur að neita mörgum um far með skipunum. Því verður þessvegna ekki neitað, að lijer er mjög brýn þörf fyrir nýtt farþegaskip þó ekki væri haft annað fyrir augum en að fullnægja samgönguþörfum á þessu sviði eins og þær eru nú þegar. Jón Árnason segir í umræddrí Tímagrein: ‘ „Við íslendingar þurfum mörg skip en smá“. En í niðurlagi greinarinnar fer hann svo að halda taum hins stóra 265 feta vöruskips. sem Alþingi hafði fyrir augum þegar það sara- þykti þingsályktun 26. apríl s.l. um styrk til Ameríkusiglinga. I þessu virðist vera lítið samræmi. Hann vjefengir áætlun þá, sem gerð hefir verið um reksturshalla þessa skips. Hann gengur meira að segja svo langt, að hann segír a^ þeim, sem þá áætlun ljetu gera, muni „hafa verið ósárt um það þó vöruskipið sýndi lakari útkomu en farþegaskipið“. Með þessu gef- ur hann ótvírætt í skyn að rekst- ursáætlunin fyrir 265 feta skipið hafi verið gerð af hlutdrægni. Þetta er furðulega langt gengið. Framkvæmdastjóri Eimskipafje- lagsins ljet 31. maí þessa árs gjöra á ski'ifstofn fjelagsins um- rædda áætlun um rekstur 265 feta vöruskipsins. Sú áætlun sýndi 285 þiis. kr. árlegan reksturshalla á skipinu án þess að ríkissjóðsgjöld- in væru talin til útgjalda, en þau erú áætluð 72 þús. kr. Þegar fje- lagsstjórnin í s.l. október sendi ríkisstjórninni rekstursáætlun fyr- ir 320 feta farþegaskipið, sem nú hefir verið sarnið um, þa fekk rík- isstjórnin Eggert P. Briem prent- smiðjustjóra til þess að rannsaka þá áætlun og láta í tje umsögn um hana. Framkvæmdastjóri Eim- skipafjelagsins sneri sjer því nú til hans, sem þannig var trúnaðar- maður ríkisstjórnarinnar í þess- um efnum, og bað hann athuga nefnda áætlun fyrir 265 feta vöru- skipið. Gerði hann það, og áætlaði að árlegur reksturshalli 265 feta skipsins mundi verða 230 þús. kr. og eru þá ríkissjóðsgjöldin heldur ekki talin meðal iitgjaldaliða. — Mismunurinn lá aðallega í því að Eggert P. Brieui taldi sennilegt að vátryggingargjöld fengjust lækkiað á svipaðan hátt og áður er sagt um vátryggingargjöld 320 feta farþegaskipsins. Frá þessari áætlun var skýn: á aðalfundi fje- lagsins 24. f. m. Jón Árnason hlaut því að vita þegar hann skrifaði umrædda grein sína hvernig þessi rekstursáætlun var til komin. Jeg býst nú við að hann verði fyrir vonbrigðum þegar hann er að reyna að koma því inn hjá fólki að nefndir menn hafi af hlut- drægni gert áætlunina ranga. Flestir munu væntanlega treysta því, að áætlun þeirra sje eins rjett og mögulegt er þegar um áætlun er að ræða. Jón Árnason endar grein sína með því að segja að „þrátt fyrir allar skýrslur, áætlanir og full- yrðingar“, haldi tiann sinni afstöðu til málsins. Ilann er með öðrum orðum ekki koiriinn til að sann- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.