Morgunblaðið - 14.07.1939, Page 5

Morgunblaðið - 14.07.1939, Page 5
Föstudagur 14. júlí 1939. ; ' jfftorgtmMaðið _ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjörar: Jón Kjartanaaon og Valtjr SteffLnaaan ULbyrKttttrnutDnaJ. Auglýsingrar: Árnl Óla. Rltstjörn, auglýsmgar o* afgTeiOala: Austurstrœtl t. — Slnri 1800. Áskriftargjald: kr. 8,00 & uÁnuOl. t lausasölu: 15 aura eintaklb — 26 aura »et5 LeabOk. FJÁRHÆXrUSPILIÐ Sennilega hefir íslenska þjóð- in aldrei þreifað á því ■ «ins greinilega og einmitt nú á þessu ári, hve miklum og góð- um kostum okkar land er bú- ið og hve miklir eru möguleik- . arnir fyrir því, að öllum þegnum Jjjóðfjelagsins geti liðið vel. Frjósemi hinnar íslensku moldar er mikil; það finnum við best, þegar tíðarfarið leik- ur eins í lyndi við okkur og síð- .astliðinn vetur og vor. Sláttur mun víða hafa byrjað fullum mánuði fyr en venjulega og faðan náðst inn jafnóðum ilm- andi og hvanngræn. Sumir bændur munu nú búnir að -ihirða alla töðuna. Fyrir nokkrum dögum byrj- uðu Akurnesingar að taka upp kartöflur. Þær voru þá orðnar eins þroskaðar o'g bestar verða oft á haustin. Mun slíkt fátítt ef ekki einsdæmi hjer á landi, í byrjun júlímánaðar.t Undanfarna viku hefir hinn mikli síldveiðifloti landsmanna fært þjóðarbúinu ógrynni verð- mætis. Skipin hafa fylt sig á svipstundu, fast upp við land- steinana. Svo mikið hefir borist .að af síld, að verksmiðjurnar hafa ekki haft við að vinna úr • síldinni. En' í birgðageymslum 1 verksmiðjanna safnast verð- mæti, sem nemur miljónum króna fyrir þjóðarbúið. Og alt er þetta vara, sem auðvelt er . að selja á erlendum markaði. Alt þetta, sem hjer hefir ver- :lð drepið á, sýnir okkur og sann' ar, að gæði okkar lands og möguleikarnir mörgu, sem við það eru tengdir eru svo miklir, að vissulega ætti öllum þegnum landsins að geta liðið vel. • ★ En þegar minst er á síldveið- :arnar og þær miklu vonir, sem eru tengdar við þenna atvinnu- veg, bæði nú og síðustu árin, verður ekki hjá því komist, að benda einnig á skuggahliðarn- •ar. Við vitum vel, hvers er vænst af síldveiðunum nú í ár. Við vitum einnig, hvað þær þurfa að færa þjóðarbúinu, til þess að vel fari. Meðalveiði og meðal- verð fyrir afurðirnar er ekki snóg. Til þess að alt fari vel, þarf síldin að færa þjóðarbúinu 25—30 milj. króna. En til þess að það geti orðið, þarf annað- hvort veiðin að verða langt yf- ir meðalveiði undanfarinna ára, eða þá hitt, að verðið, sem fyrir síldarafurðirnar fæst, verði mun hærra en verið hef- ir. Um verðið er það að segja, að það er nú nokkurnveginn á- kveðið, svipað og undanfarið, og mikið af afurðunum; selt fyrirfram. Verður því von manna um, að síldarútvegurinn íbjargi þjóðarbúinu að þessu sinni, að byggjast eingöngu á mikilli veiði. Þetta, að eiga ár eftir ár alt undir velgengni eins atvinnu- vegar, sem er áhættusamur og getur brugðist, er vissulega of mikið fjárhættuspil. Hvar stæði ríkisbúskapurinn, ef síldveiðin brygðist? Við þurfum ekki ann- að en að líta á kaldar tölur hag-. skýrslanna til þess að sannfær- ast um, að ef slíkt ætti fyrir að koma, myndi það ríða ríkisbú- skapnum að fullu. ★ Þetta fjárhættuspil í atvinnu- lífi okkar íslendinga verður að hverfa. Við megum ekki halda áfram uppteknum hætti, að tefla altaf á tæpasta vaðið. Það þykir ekki forsjáll bóndi, sem ár eftir ár treystir á vetr- arbeitina og blíðviðrið — og setur því á miklu meiri fjenað, en hann getur fóðrað á heyjun- um. Hjá honum hlýtur að verða fellir, ef verulega harður vetur kemur. Eins fer fyrir ríkinu, ef það heldur áfram að tefla á tæpasta vaðið og byggir alla sína af- komu á velgengi eins atvinnu- vegar. Þegar hann bregst, hryn- ur alt í rústir. Ríkisbúskapurinn verður í framtíðinni að byggjast upp á traustari grundvelli en nú er. Við verðum að læra þá list, ís- lendingar, að kunna áð sníða okkur stakk eftir vexti. Fram- farir eru góðar og sjálfsagðar, pn því aðeins koma þær að fullu gagni, að þær sjeu reistar á ör- uggum og heilbrigðum grund- velli. Ríkisvaldið hefir ekki kunnað sjer hóf undanfarið. Það hefir ger1) of miklar kröfur til þegn- anna. Það hefir hagað sjer eins og bóndinn, sem setur á „guð og gaddinn“. Ár frá ári vaxa kröfurnar og altaf er treyst á velgengni eins atvinnuvegar. Þetta verður að breytast. Rík- ið verður að stilla sínum kröf- um í hóf. Það verður að leggja kapp á, að fá fleiri stoðir und- ir þjóðarbúskapinn, en nú eru, með því að skapa fjölþættara atvinnulíf. Svo verður það á öll- um tímum, að miða sínar kröf- ur við meðal-afkomu hvers at- vinnuvegar. Ef þessari reglu væri fylgt, þyrftum við íslendingar engu að kvíða um framtíðina. Þá myndi eitt gott síldarár verða svo mikill styrkur fyrir ríkis- búskapinn, að hanri gæti safnað sjer stóru forðabúri og fengi staðist aflaleysisár. Nú er hinsvegar alt upp etið jafnóðum og meira að segja fyrirfrarri. Þetta má ekki svo til ganga lengur. Ríkisskip. Súðin var á Stykkis- hólmi í gærkvöldi. m 10. þing alþjóða verslunar- Pi n g i Alþjóðaverslunar- ráðsins í Khöfn er nú lokið fyrir skömmu. — Stóð þingið dagana 26. júní til 1. júlí. Einn af þremur fulltrúum íslands, sem sóttu þingið, dr. Oddur Guðjónsson, skrif- stofustjóri í Verslunarráðinu (auk hans voru Magnús Kjaran og Haraldur Árna- son), er kominn heim fyrir nokkrum dögum, og hefir tíðindamaður blaðsins haft tal af honum. ráðsins Samtal við dr. Odd Guðjónsson Af skrifum erlendra blaða verður sjeð að þingi þessu hef-< ii verið mik.ll gaumur gefinn urn allan heim og ályktanir þess taldar mikilvægar. Þingið sátu alls um 1300—1400 full- trúar frá 41 landi. Þetta var 10 þing alþjóða- verslunarráðsins. Ráðið var stofnað eftir stríðið af nokkr- um stórþjóðum, til þess að greiða fyrir heimsviðskiftun- um. Þessi viðskifti voru þá lömuð. En störf Alþjóðaversl- unarráðsins þóttu gefast svo vel, að nú eru þáttakendur í því nær allar menningarþjóðir heims. Verslunarráð íslands gerðist þáttakandi í því í fyrra. ★ „Þetta er í fyrsta skifti, sem við íslendingar tökum þátt í þingi Alþjóðaverslunarráðsins, sem haldið er annað hvert ár“, segir dr. Oddur Guðjónsson. — „Þingið var sett í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn mánudaginn 26. júní og voru þar viðstadd- ir auk þátttakenda, og stjórn- ar Alþjóðaverslunarráðsins, Kristján konungur, krón- prinshjónin og fulltrúar er- lendra ríkja. Var þingsetning- in hátíðleg mjög. Setningarræðuna flatii Hol- ger Laage Petersen, forseti þingsins. Auk þess fluttu ræður Stauning forsætisráðh., Viggo Christensen, yfirborgarstjóri í Khöfn, Thomas J Watson, for- feeti Alþjóðaversluna'rráðsins og fyrverandi forsetar þess van Vlissingen og Alan Ander- 'son“. Eitt af fyrstu verkum þings- ins var að kjósa nýjan forseta til næstu tveggja ára. Kosinn var Svíinn Sigfrid J. Edström, í stað Ameríkumannsins Mr. Thomas J. jWatson, sem verið hafði forseti í undanfarin tvö ár. „Störfum þingsins var þann- ig háttað, að fundir voru ' haldnir1 á hverjum morgni, þar sem ýms efni varðandi nær all- ar greinar viðskiftalífsins voru rædd. Voru haldnir samtímis' 4—5 fundir og gátu fulltrúar valið sjálfir hvar þeir vildu helst vera. Fundir þessir voru aðallega umræðufundir. Voru þar eink- 'um ræddar álitsgerðir og störf fastra nefnda alþjóðaverslunar- ráðsins, tillögur, sem leggja átti fyrir þingið, svo og ýms tækni- banka-, gjaldeyris-, skatta-, tolla-, iðnaðar- og samgöngu- mála. Síðdegis fóru aðalfundirnir fram, þar sem allir fulltrúarnir komu saman. Á þessum aðal- fundum fluttu ræður nafntog- aðir menn á sviði heimsvið- skiftanna. — Bar þar jafnt á kaupsýslumönnum, iðj uhöldum, bankamönnum og sjerfræðing- um í hagvísindum. Voru dag- lega flutt 4—5 20-m'ín. erindi, svo að fundirnir stóðu jafnan ýfir í 2—3 klst. Eftir erind- in voru umræður frjálsar um þau efni, sem fitjað hafði verið upp á. Meðal heimskunnra manna^ sem þarna komu fram, voru van Vlissingen, Pirelli (ítalski iðjuhöldurinn), hagfræðingur- inn Condliffe, von Schröder, þýski bankastjórinn, sem á sín- um tíma var sagður hafa átt þátt í því, að Hitler komst til valda, Svíinn Wallenberg, Bramsnæs þjóðbankastjóri, ít- alski bankamaðurinn Conti, danski kaupsýslumaðurinn Svan holm o. fl. o. fl. Erindin voru, eins og vænta mátti mijög fróðleg, enda þótt oft kæmi fram all-mikill skoð- anamunur. Á þessum síðdegis- fundum fóru þó litlar umræð- ur fram, en tækju menn þarna til máls, þá var það aðallega til að bregða aukinni birtu yfir einstök atriði í erindunum, sem ekki þóttu hafa verið dregin nógu glögt fram. Málin, - sem þannig voru rædd, komu síðan fyrir sje-r staka deild þingsins, hina svo nefndu ályktanadeild. — Þar sömdu sjerstaklega kjörnir jfulltrúar ályktanir í hverju máli, sem lagðar voru fyrir að- alfund síðasta þingdaginn. Þó voru ekki aðrar ályktanir lagð- ar fyrir fundinn en þær, sem fult samkomulag - hafði náðst um í deildinni. Samtals voru samþyktar 30 ályktanir og voru þær að efni til mjög márgvíslegar, svo sem um gjaldeyris- og peningamál, skatta og tollamál, iðnaðar- og samgöngumál o. fl. Sú ályktun- ’in, sem út á við hefir sínnilega vakið mesta athygli, er hin svo- kallaða „friðarályktun“, þar sem skorað er á stórveldin að skipa sjerfræðinganefnd til að rannsaka efnahag sinn og fjárhag með það fyrir augum, að síðan verði skipuð alþjóðleg nefnd til þess að gera tillögur um raunhæfa lausn á þeim vandamálum, sem koma fram við þessa rannsókn. Með því að taka þannig á vandamálunum, myndi verða hægt að greiða fyrir friðsamlegum viðskiftum milli þjóða. ★ Um fyrirkomulag þingstarf- anna er að öðru leyti þetta að segja: Þingið hafði Kristjánsborgar höll að n^estu leyti til sinna af- nota. — (Aðalfundirnir voru haldnir í þingsal ríkisdagsins danska, en aðrir fundir í smærri sölum. Annars fekk hver þjóð, eða tvær þjóðir sam- an, sjerstakt herbergi til sinna afnota, þar sem var nokkurs konar skrifstofa eða upplýs- ingamiðstöð fyrir þær. Við höfðum t. d. stórt herbergi á- samt annari þjóð. Þangað gat hver maður komið, sem vildi fá einhverjar upplýsingar um Island, eða komast í samband við íslenska kaupsýslumenn. — Komu til okkar fjölmiargir menn frá ýmsum löndum til þess að fá hjá okkur upplýs- ingar. Eins fórum við til ýmsra þjóða til þess að fá vitneskju um viðskifti þeirra og tilkynn- ingar ★ Það lætur að líkum, að eitt mesta vandamálið á þingi, þar sem fulltrúar frá 41 þjóð koma saman, er málið — hvernig hægt sje að gefa öll- um þjóðum kost á að fylgjast með þingstörfum á máli, sem þær skilja. Þarna á þinginu voru þrjú aðalmál viðurkend jafn rjett- há, enska, franska og þýska. En nú gat það verið að full- trúarnir skildu ekki öll þessi þrjú mál. Því var þess vegna svo fyrir komið, að við hvert borð var haft heyrnartól og á borðinu lítil pjáturdós. Ef nú fulltrúinn skildi ekki það mál, sem erindin voru flutt á í það og það sinnið t. d. frönsku, þá gat hann stilt pjáturdósina á annað mál, sem hann skildi, ensku eða þýsku. Heyrði hann þá ræðuna í heyrnartól fyrir munn túlks, sem þýddi hana jafn ’óðum og hún var flutt. Sjálfir stóðu túlkarnir uppi á svölum, þar sem ekki heyrðist til þeirra nema í hljóðnem- ann • sem þeir töluðu í, en þeir hlustuðu aftur fyr- ir sitt leyti á ræðuna í heyrn- artól frá hljóðnema við aðal- ræðustólinn. Voru þarna þaul- vanir túlkar, sem starfa á veg- um Þjóðabandalagsins. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.