Alþýðublaðið - 17.06.1958, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 17.06.1958, Qupperneq 3
Þriðjudaginn 17. júní 1958 Alþýðublaðið 3 Alþýöublaöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmund:.;son. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Seytjándi júní SEYTJÁNDI JÚNÍ minnir okkur íslendinga á úrslitasigurinn í sjálfstæðisbaráttu okkar við Dani. Hann vannst ekki með vopnum heldur sögulegum, menningarlegum og þjóðernislegum rökum. Og víst ber okkur að muna, að við áttum lokaátakið éinhug þjóðarinnar að þakka. Þá þagnaði dægur- þras og rígur á örlagastund, íálendingar tókust í hendur og komu fram sem einn maður — ekki gegn einu eða öðru ríki heldur með sóma sínum og' vilja. Aldrei hefur sambúð okkar við Dani verið betri en síðan. Báðar þjóðirnar hafa borið gæfu til skilnings og samvinnu og tengzt nýjum vináttu böndum, sém vonandi rofna aldréi. Einnig sú stað reynd á að vera okkur minnisstæð og j'afnan til fyrirmyndar í framtíðinni. En sjálfstæðisbaráttan heldur áfram. Hún er og verður ríkur báttur í lífi okkar og starfi, þó að viðhorfin séu önnur en forðum daga. Og enn ríður okkur á því að vera menn til einingar og samstöðu, þegar mikið liggur við. Svo er ein- mitt nú. Landhelgismálið er þessa daga tákn sjálfstæðisvilja okkar og frelsidhugsjónar um leið og það telst lífsnauðsyn íslendinga. Þess vegna ber að vænta bess, að dægurþrasið og ríg urinn þagni, Islendingar komi fram sem einn maður í undirbúningi og afgreiðslu málsins og sanni þannig heiminum, að þeir séu vaxnir á- byrgð þjóðarsómans. Hér er um að ræða þá ei lífu sjálístæðisbaráttu smáþjóðar, sem aldrei má hætta. En sigur hennar verður því aðeins tryggð ur, að þjóðareining komi til sögunnar. Góðu heilli virðast allar horfur á því, að ís- lendingar þekki sinn vitjunartíma í þessu stór- máli. Þjóðin ætlast til þess af stjórnmálaflokkun- um, að þeir f jalli af varúð og alvöru um landhelg- ismálið, sanni rétt og nauðsyn Islendinga og Háti engin annarleg sjónarmið segja til sín. Hún mun dæma hart hvern þann, sem skerst úr leik á örlaga stund. Og sigurinn í landhelgismálinu mun marka ný íslenzk tím'amót. Aiþýðublaðið óskar öllum Islendingum til ham ingju með hátíðahöld dagsins og vonar, að seytj- ándi júní efli samhug okkar og giftu. Áuglýsing um lögtak á ógreiddum gjaldföllnum út- svörum og fasteignagjöldum til Bæjarsjóðs Akraness. Samkvæmt úrskurði uppkveðnum í fógetadómi Akr-aness í dag, verður ógreiddur gialdfallinn hluti út- svara til Bæiarsjóðs Akraness fyrir árið 1958 (50% af útsvörum ársins 1957), svo og fasteignagiöd öll til Bæj- arsjóðs Akraness, þ. e. fasteignaskattur, vatnsskattur og lóðaleiga, lögtakskræþ áamt dráttarvöxtum. og kostnaði, að iiðnum 8 — átta dögum —• frá birtingu þessarar aug- lýsingar. Bæjarfógetinn á Akranesi, 10. iún'í 1958. ÞÓRHALLUR SÆMUNDSSON. DAGURINN á morgun er j merkisdagur í sögu náttúruvís ; indanna. Liðin eru hundrað ár frá því Charles Darwin lagði fram ritgerð sína um þróun lifandi vera, — kenning sém i olli byltingu í flestum greinum j vísinda, heimspeki og guðfræði, og hafði auk þess mikil áhrif á bókmenntir og listir. Á næsta ári kom út hið mikla verk hans „Uppruni tegundanna“. — eða eins og bókin nefnist á ensku: „On the Origin of Species by Means of Natural Selection11. Kenningar Darwins vöktu strax mikla athyglf. í stað hinn ar yndislegu frásögu Biblíunn- ar: um upphaf lífsins í aldin- garðinum Eden kom nú vísinda leg kenning um baráttu allra lifandi vera fyrir tilverunni, — eilífa og miskunnarlausa, sem aðeixrs hinir hæfustu lifa af. —- í þessari hræðilegu baráttu höfðu allar dýrategundir orðið tii og þróazt. Fyrsta útgáfa bókarinnar seldist á einum degi, og V3r hún snarlega þýdd á flest menn- ingarmál. Ekkert vísindalegt verk hefur vakið jafn heitar og almennar deilur. Að sjálfsögðu voru kenningar Darwins rang- færðar og hæddar á ýmsan hátt, ekki sízt af mönnum, sem ekki höfðu lesið bókina eða voru dómbærir á efni hennar. En víða um heim voru margir, sem vörðu bókina og mátu. Sem dæmi um þá sleggju- dóma, sem felldir voi*u yfir bók inni, má nefna ummæl; Benja- mins Disraeli. Hann sagði: — wood. Var hún honum frábær kona. Án umhyggju hennar hefði hann varla afrekað svo miklu sem raun bar vitni. Hún var einnig af mjög auðugum ættum, voru árstekjur þeirra hjóna 20 þúsund sterlingspund sem var óhemju mikið fé á þeim tíma. En auðurinn gat ekki bjargað Darwin úr greip- um sjúkdóms þess. sem þjáði hann frá þrítugsaldri. í fjöru- tíu ár kvaldist hann af höfuð- verk, köldu, magaveiki, ógleði og svefnleysi. Hann var sí- þrevttur og varð að leggjast fyrir á milli þess,' sem hann skrifaði, vinnudagur hans var aldrei lengri en fjórir tímar. — Við slíkar aðstæður gerði Dar- win þúsundir tilrauna og skrif aði þúsundir blaðsíðna af þungu og flóknu efni. — 1844 hafði Darwin lagt höfuðdrætt- ina að kenningum sínum, en birti þær ekki þrátt fyrir ráð- leggingar vina sinna. Það var fyrst 1856, sem hann hóf að rita hina miklu bók síiia um uppruna tegundanna. En þá kom babb í bátinn. Darwdn fékk bréf frá vini sínum, land- könnuðinum og náttúrufræð- ingnum Alfred Russel Wallace, sem þá lá veikur á eyju í Ind- landshafi. I bréfi þessu var að finna kenningu, sem var sam- hljóða kenningu Darwins. Þá ákvað Darwin, að opinbera kenningu sína ásamt bréfi Wall ace. Það var 18. júní 1858, sem Darwin tók þó ákvörðun. 1. júlí hélt Darwin fyrirlestur í Linné félaginu í London. — Wallace og Darwin voru tengd ir traustum vináttuböndum alla ævi. Thomas Henry Huxley var þriðji afburðamaðurinn í þessu triumvirati enskra nátt- úrufræðinga. Darwin lifði það, að vera metinn að verðleikum af sam- tíð sinni. Starf hans var ekki aðeins að beina. náttúrufræð- um inn á nýjar brautir, heldur einnig að breyta viðhorfi manna til flestra hluta. Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar „Vandamálið er: Er maðurinn api eða engill? Eg, herrar mín- ir fylgi englunum“. Disraeli var mikill stjórnmálamaður, en hann nennti ekki að kvnna sér bók Darwios. Darwin tók eng- an þátt í deilunum um kenn- ingar þær. sem hann hafði sett fram og réðu því einkaástæður. Darwin var alla ævi frjáls og óháður fjárhagslega, ien hann var sjúklingur mikinn hiuta ævi sinnar. Hann fædd- ist árið 1809 og varð 75 ára jgamall. Forfeður hans höfðu Imargir getið sér orð fyrir vís- | indastörf, afi hans var frægur læknir og náttúruskoðari. faðir hans auðgur læknir. Darw'- in hóf einnig nám í læknis- fræði, en þoldi ekki að vera viðstaddur krufningar og hóf guðfræðinám af miklu kappi. Það er kaldhæðni örlaganna, að sá maður, sem síðar átti eftir að ryðja burt mörgum kirkju- kenningum skyldi hafa ætlað sér að gerast prestur. Hann stundaði guðfræðinámið í Cam- bridge og þar beindist hugui' hans fyrst að náttúrufræðirann sóknum. Og smám saman náði náttúrufræðin algerum tökum á honum, og reyndir vísinda- menn fóru að gefa honum gaum. Hin miklu þáttaskil í lífi Darwins urðu þegar hon- um, 19 ára að aldri, var boðið að ferðast á herskipinu ,,Beag- le“ kringum hnöttinn. Sú ferð tók fimm ár og' hann gerði fjölda náttúrufræðilegra athug ana 'og safnaði miklu rannsókn | arefni. Steingerðar leifar spen- dýra í Suður-Ameríku og fugla lífið á Galaposeyjum vakti sér staka athygli hans. Þegar ferð- , inni lauk var Darwin orðinn j sannfærður um, að tegundirn- ar voru ekk; óumbreytanlegar, *; 'heldur háðar lögmáli breytinga og þróunar. 1839 kvæntist Darwin frænku sinn; Emmu Wedge- Linnetstíg I. — Sími 50366. * Opið kl. 10-12 og 13-15 nema laugardaga kl. 10—12. *

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.