Morgunblaðið - 12.08.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1939, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. ágúst 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Svifflug á íslandi Samtal við Schauerte iiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiH!iuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii]iiiiiiii!]iiiiiiiiiiiiiMtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiMiiiiM - _ -<i ijo = um J Fritz Schauerte. eg trúi k framtíð íslenskra tt J flugmála vegna þess að jeg treýsti drengjunum í Svifflugfje- lagi íslands til þess að halda merki þeirra á lofti‘‘. Eitthvað á þessa leið fórust þýska svifflugkennar- anum, Fritz Schauerte, orð er tíð- indamaður Morgur.blaðsins átti tal við hann hjer á dögunum. Fritz Schauerts, sem er full- orðinn maður (38 ára), he'fir dvalið hjer á vegum Svifflugfje- lags Islands síðan um miðjan júlí. Hann lijelt námskeið með svifflug- nemum í fjelaginu og stóð það yf- ir þar til 7. ágúst. Nú er hann á förum norður á Akureyri og dveiur nokkra daga með svifflugsáhugamönnum þar. En, laust eftir 20. ágúst fer hann aftur til Þýskalands. Jeg spurði haiin um kunnáttu íslenskra svifflugmanna. ,,Jeg get ekki annað sagt en að hún sje að mörgn leyti góð. En aðalatriðið er þó, að þeir eru þrungnir eldlegum áhuga fyrir hugðarefni sínu. Það er þessi eld- móður sem ber þá langt“. Þótt námskeiðið, sem Schauerte hjelt með ‘svifflugmönnunum, hafi ekki verið langt, náðist þó tals- verður árangur á því. 7 nemendur tóku B-próf í svif- flugi og aðrir 7 luku A-prófi. En prófiii eru í alt fjögur, eða C-próf og’sílfur C-próf, auk þeirra sem t.alin voru. — Til ]iess að ná hæsta prófinu þarf svifflugmaður- inn að svífa 50 krii. vegalengd í ákveðinni hæð, og leysa af hendi aðrar þrautir. Annar árangur af námskeiðinu var, að 4 inenn lærðu svifflug fneð flúgvjelaslefi. Schau- erte dró þá á loft í TF-STJX. Schauerte lagði áherslu á það, að þótt svifflug væri íþrótt, þá væri hún á ýmsan hátt frá- brugðin öðrum íþróttum. Him hef- ir ni. á. sjefstákán tilgárig. I Þýskalandi og víðar er það orðin venja (þótt að vísu sjeu undantekningar frá reglunni) að piltar, sem leggja flugnám fyrir sig, byrji með því að æfa svif- flug. í þessu sambandi sagði Schau erte, að það sje ckkert aðalatriði að svifflugmönnunum lærist að 1 Viðtöl í dönskum I I blöðum 1 FiIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMM MllMIMIIIM.IIIIIMIMIIMIIMIIMMtMIIMIIMlíÍT ■ . Frá frjettaritarn vorum. fv.Khöfn í gær. STAUNING er nú kominn heini úr íslandsför sinni. I samtali yið Social-demokraten segir hann meðal annars: ,,Jeg mintist á sambandsmálið í einkasamtölum á meðan jeg dvaldi í Reykjavík, íslensku stjórnmálaflokkarnir hafa ekki að svo stöddu tekið afstöðu jtil þessa máls“. „Formaður Framsóknárflokksins rær undir með fullkomnu sjálfstæði, hamast einkum gegn konungssámbandinu“. „Margir flokksmenn hans í Framsóknarflokknum eru andvígir skoðunum hans“. H. M. S. „Pelican“. Frjettaritari Politiken spurði Stauning: — Verður sambandslagasátt- málanum sagl upp. „JEG VIL —“ Stauning svaraði: „Um þetta er ekkert hægt að segja. Mjer virtist menn vera vinveittir Dön- um. Jeg vil að sambandið haldist áfram milli hinna tveggja ná- grannaþjóða. Jeg held að marg- ir Islendingar óski hins sama. Mjer var tekið með afburða mikilli gestrisni. Mjer finst landið bera mik- inn svip af framförum og dugn- aði. „VARLA NOKKUR MAÐUR“. Khöfn í gær F.Ú. „Berlingske Tidende“ birti þráðlaust viðtal við Stauning um borð í „Dr. Alexandrine“. í við- talinu segir forsætisráðherrann, að hann hafi mætt hinni mestu velvild á íslandi, hvarvetna og hjá fólki af ölJum stjettum. Meðal allra stjetta eru menn einhuga um, að sambúð Dan- merkur og ísJands hefjr batnað, síðan samkomulagið varð 1918. Það er varla nokkur mað- ur, segir Stauning, sem efast um hvers virði það er, að það verði í gildi í framtíðinni. Jeg hefi vitanlega ekki fram að leggja neinar ákveðnar yfirr lýsingar í þessu efni, en mjer skilst, að menn yfirleitt óski þess, að hin góða sambúð hald- ist. FRÁMTÍÐARHORF- UR GÓÐAR. Stauning ræddi einnig fiinar miklu þjóðf jelagslógú framfarir og þróun á íslandi og stórkost- legar framkvæmdir, sem hrund- ið hafi verið af stað af aðdáun- arverðum áhuga og sterkri sjálf stæðiskend. Telur forsætisráðherrann framtíðarhorfurnar góðar á öll- um sviðum á Islandi, einkanlega á sviði landbúnaðarins. Danskur leikíimis- kennari um Ármanns- flokkinn og Jón Þorsteinsson. VRAMH. 1 SJÖTTU StÐU Steuben, þýskt skemtiferðaskip, verður hjer í dag með þýska far- þega. Steuben hefir komið hingað einu sinni áður í sumar, þ. 15. júlí. Hjer í bænum dvelur um þess- ar mundir danskur alþýðu- háskólakennari, Kr. Kristensen Killemose frá Vallekilde. Ætlar hann ásamt fleiri kennurum ís- lenskum og dönskum að sitja kennaramót, sem haldið verður að Laugarvatni dagana 23.—29. ágúst n.k. Hr. Killemose er fim- leikakennari og var sjálfur virk- ur þátttakandi í Lingiaden. Þar sem mjer var kunnugt um að þeir lir. Killemose ,og Jón Þorsteinsson finneikastjóri voru kunnugir frá því að Jón var hjá Niels Bnkh, og að.hann hafði sjeð sýningárfíokká Ármenninga í Stokkhólmi, vakti jeg máls á því við hánií, liverhig lionum hefði litist á líslensku leikfimina. — Maður sjer það á leikfimi Jóns Þorsteinssonar, að hann hef- ir lærf h.já Bukh, segir Killemose. En samt hefir hann bygt upp sitt eigið sjerstaka kerfi, sem vakið hefir athygli yíða um lönd. I karlaleikfiminni hefir hann haldið æfingu á slá, sem Danir hættn við fyrir íiokkrum árum, en. isem: mjög er deilt um, hvort hafi verið rjett. Jeg og margir fleiri hafa þá skoðun, að það hafi . veí’ið mistök að hætta þessum sláæfingum. Karlaflokkurinn er góður, en sjerstaklega vakti kvenfloltkur Ármanns atliygji fyrir fagra leik- fimi og jafvægisæfingar. Það er í ra.uninni undravert, hve Jón hefir koniist langt og tekist vel að æfa þenna framúrskarandi kvenflokk. Þó jeg sje ekki kunnugur ís- lenskum málum, þá er mjer orðifr ljóst, að Jón hefir unnið mikið og þarft brautryðjendastarf, sem mun koma líkamsrækt æskunnar FRAKH. A SJÖTTU SÖ)U Nýjasta herskip, sem komið hef ir til íslands Heimsókn um borð í H. M. S. „Pelican“ BRESKA herskipið „Pelican“, sem liggur hjer á höfninni þessa dagana, er þeirrar tegund- ar, sem ætlast er til að fylgi verslunarskip- um á ófriðartímum og er það útbúið með loftvarnabyss- um og öðrum tækjum til að verjast árásum flugvjela. Einnig hefir „Pelican“ útbúnað til að varpa út sjósprengj- um til þess að sprengja upp kafbáta. „Pelican“ er, eins og áður hefir verið getið hjer í blaðinv. útbúið öllum nýjustu hugáanlegum tækjum, bæði sjóhernaðar- legum og hvað snertir stjórn og öryggi skipsins. Blaðamenn fengu í gær að skoða skipið áður en almenningi var boðið um borð. S.ióliðsfor- ingi fór með þá um þvert og endilangt skipið. „Pelican“ getur gengið alt að 20 sjómílur á vöku. Það hef- ir tvær gufuvjelar, og brennir ol íu. Afl vjelanna er 3400 hö. Fallbyssurnar eru 8 stórar, 4 þumlunga. Eru tvær og tvær saman í hverju byssustæði og má skjóta úr þeim á flugvjelar. Þá eru og vjelbyssur, sem skjóta 500 skotum á mínútu og er einkum ætlað að vera til taks gegn flugvjelum, sem hætta sjer of nærri skipinu. Ljóskastari einn geysistór er á sjerstökum palli. ÖLLU STJÓRNAÐ FRÁ EINUM STAÐ. Öllum þeim tækjum, sem að framan greinir má stjórna á mjög einfaldan hátt frá stjórn- palli. Með því að þrýsta á hnapp eða hnappa þar uppi, er hægt að hleypa af fallbyssun- um, einni eða öllum í einu, varpa út sæsprengjum, stjórnal ljóskastaranum o. s. fr.v. Á stjórnpalli gefur að líta einskonar miðstöð nútíma tækni og uppfinninga á sviði sjómensk unnar. Maður sá, sem við stýrið stendur getur ekki sjeð beint fram fyrir skipið, heldur horfir hann í gegnum víðsjá (peri- scop). Áttavita tvo hefir skipið. Annar er ' vénjulegur segul- magnaður áttaviti, eri hinn er rekinn með rafiftagni og hár- nákvæmur. A hann hafa segul- skekkjur eða þessh. engin á- hrif. Þá eru hraðamælar og fjarlægðarmælar og ótal fleira, sem of langt yrði upp að telja. MERKILEGT ÁHALD. Ekki má gleyma einu áhaldi, sem skipstjórum okkar og stýri- mönnum myndi eflaust þykja fengur að. Áhald þetta markar á sjókort með blýantsstriki þá leið, sem skipið hefir farið, er sama hvort skipið fer hægt eða. hratt, beint eða í ótal hlykkj- um. Blýanturinn setur stryk á kortið. Rafmagnsdýptarmælir er þarna að sjálfsögðu. Þá er úr stjórnpalli hægt að stjórna vjelum skipsins án þess, að fyrst þurfi að senda boð til vjelstjóra í vjelarrúmi. ★ Er blaðamenn höfðu skoða^ herskipið, bauð skipherra, Commander Bosswell, þeim upp á hressingu í móttökuherbergi sínu. Var þar veitt af rausn og rætt um stjórnmálaviðhorfið í heiminum, hinn vitfirringslega vígbúnað þjóðanna og annað er á góma bar. Soffía Skúladóttir matreiðslukona andaðist í gær- morgun á Sjúkrahúsi Hvítabands- ins. — Loftvarnir Breta London í gær F.Ú. Lundúnaborg og helmingur Englands voru í kola- myrkri frá miðnætti síðastliðnu til kl. 4 í morgun, og var það einn þáttur loftvarnaæfinganna sem fram fóru i nótt. Hafa öll Jjós aldrei verið slökt á jafn- stóru svæði og áður vegna loft- varna. Alls jferfí 28 greifadæmi á þessu svæði. Hvarvetna voru eft- irlitsmenn og loftvarnaliðsmenn og eiga allir yfirmenn að gefa skýrslur um árangurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.