Morgunblaðið - 12.08.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.08.1939, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAf, IÐ Laugardagur 12. ágúst 1939. Um konungs- sambandiD FRAMH.. AF FIMTU SÍÐU. hlutinn kemst svo ac? 'órði í néínd aráliti sínu, að ætlast‘sje. til „að vjer eftir aldarfjörðpng eig-um að vera éinráðir þess, að hafa eigi annað sameiginleg-t með Dönum en kpnunginn, einan Það virðist því hai'a verið öllum íslendingum ljóst, tíséði miklum meirihluta þjóðarinnar, sem að- hyltist lögin, og þeim Jitla minni- hluta, sem á móti var, er lögin voru samin og sett, að samning- urinn í lögunum náði ekki til konungssambandsins. í riti sínu um þjóðari'jettarsamband íslands og Danmerkur (1923) slær Einar Arnórsson þessu föstu. Hann segir m. a., á bls. 19;' ,.Það var álitið að konungssambandið væri grund- völlur undir samningnum, en eigi eitt samningsatriðanna'k Það er þessvegna ekki heimilt skv. sambandslögunum að segja upp konungssambandinu. Það fell- ur pkki undir uppsagnarheimild- ina ,í 18. gi': 'Og hvergi annars- staðar er að firtna heimild til þess. M. ö. o. við höfum ekki, að minni skoðun, lagalega eða “sainninga- lega, heimild til þess að slíta ein- hliða konungssambandinu, eins og er um annað efni sambanclslag- anna en I. kaflann. Þetta virðast allar heimildir, án undantekning- ar, staðfesta. Allar sögulegar á- stæður, orðalag sjálfra sambands- laganna, nefndarálit og umræður er lögin væi'u samin og sett. Sú skoðun, að uppsagnarheim- ildin nái til allra sambandslag- anna, virðist þannig bygð á mis- skilningi. Þessi misskilningur þyrfti að hverfa sem fyrst — af ýmsum ástæðum. Vegna sjálfra okkar. Við hljót- um á komandi árum að einbeina hugsun vorri að framtíðarsamn- ingum við Dani. Tel jeg mikils virði að menn einbeiti sjer um það sem raunverulega er eða get- ur orðið efni þeirra samninga, en láti það liggja milli hluta, sem eftir núgildandi ákvæðuni um það efni liggur utan við slíka samninga. Við megum heldur ekki gefa neinuný öðrum tilefni til þess að gruna okkur i:m áform um að við sjeum að hugsa um "að“'tra'iíg<r á gerða samninga. Við erum vopn- laus þjóð. En við eigum annað sem betra er enn margá PWflbyssur. Það er að njóta virðingar annara þjóða vegna sannfæringar þeirra um áð því megi trej^s höldtim gerða samninga. íMerkur Skáli templara. Tomplarar vfgja útiskemtlstað sinn á morgun u . . viS gerða samnu>ga. * breskur stjórnmálatúbfhír S^gði við mig fyrir nokkrum árum eitthvað á þjpsa leið: ,.Það er bresku stjórþinni mikils virði að vita það um Norðurlöndin, að ef þau gera samninga við okkur, megum við treysf-p því að þau haldi þá samn- inga. Okkur er hagur í því — og ykkuf á líka að vera hagur í því“. Jeg |eld að þeíta sje rjett. Og okkur Islendingum er lífsnauðsyn að halda þessum skildi vel fáguð- um. Að þar sjáist hvorki blettur nje hrukka. Sjómannakveðja. Byrjaðir veið- ar við Austurland. Kærar kveðjur. Skipverjar á Karlsefni. (FB.). m 3 km. leið frá Baldurs- haga, á svonefndri Elliða- vatnsheiði, er lítil tjörn, er nefn- ist Kirkjuhólmatjörn. Upp frá tjörn þessari hefir Þingstúka Reykjavíkur fengið land til um- ráða og ræktunar. Landið er um 11 ha. að stærð. Er um helmingur þess í hraun- jaðrinum, en hinn helmingurinn utan hraunsins og skiftist þar á mýrlendi, melar og lyngmói. Land þetta, sem er í eign Rafmagns- veitu Reykjavíkur, fekk Þingstúk- an sjer mælt í fyrra óg hóf þá þegar starf þar. Var landið þá af- girt og lagður og ruddur vegur því og um það. Landnámsstarfi jessu hefir nú verið haldið áfram í sumar Voru í vor settar þar nið- ur um fjögur þúsund trjáplöntur og þar af um þrjú þúsund barr- trjáplöntur, sýnist svo sem þessar plöntur hafi kunnað vel við sig í hinu ný.ja heimkynni. Ætlun templara er sfi, að gera þarna fjölbreyttan og- fagran skemtistað, og virðist landið ágæt- Jega til þess fallið sakir fjölbreytni sinnar. Hraungróðurinn hefir þeg- ar tekið afar miklum framförum, við friðunina. Alt það sem þarna hefir verið gert, svo sem plöntunin, girðingin, vegalagningin o. s. frv., hefir verið unnið af sjálfboðaliðum. Var á síðastliðnu sumri lagt þar fram á þriðja hundrað dagsverka og mun vera orðið eins mikið í sumar eða meira. Það sem þurft hefir að kaupa, svo sem bifreiðar og efni til girðingar o. fl., hefir verið greitt með fje sem einstakir templ- arar og stúkur hafa lagt til land- námssins. Auk þess, sem áður hefir .verið ji.efnt, hefir yerið reistur Skáli, sem er 6.40x4.30 m. að grunnmáli, Mun bann einkum ætl- aður sé$ skýlj fyrir ífeáÉöS:.' áð ■landnáminu vinna. Það má segja, þótt land það, sem þarna hefir verið tekið til fegrunar, sje stærra en að framan getur, að þá bíði þar mikið verk- efni, verkefni, sem ekki sje hægt að leysa á einu eða tveimur árum, heldur kynslóða verk. Væri það vel, að templarar gætu orðið sam- hentir um þessa landgræðslu og gert sjer þarna fagran skemti- og samkomustað. Er það vel, að á-j „Menningin vex í lundi nýrra skóga“. Næstkomandi sunnudag á að vígja land þetta og verður þá haldin þar fjölbreytt skemtun fyr- ir templara og gesti þeirra og sennilegt að marga fýsi að fara þangað og sjá það sem þegar hefir verið gert — og. gera sjer grein fyrir þeim framtíðarmöguleikum, sem þar blasa við. K. Þ. SVIFFLUG Á ÍSLANUI FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐD fara með stýrissveifina á flugum sínum. Þeir læra að hugsa, starfa og lifa eins og flugmenn. Þeir fá smátt og smátt hinn innri þroska flugmannsins. Hann hjelt því fram að þegar hjer væri vaxinn upp hópur svif- flugmanna, þá myndi það koma af sjálfu sjer, að flug í flugvjelum efldist hjer og þróaðist. Svifflug- mennirnir myndu bera það áfram. Fyrir hina íslensku Svifflugmenn væi’u aðstæðurnar að ýmsu leyti örðugar. Flugurnar væru dýrar, og piltarnir í Svifflugf jelaginu yrðu að standa straum af kostn- aðinuin að mestu eða öllu leyti sjálfir. En þeir sýndu frábæra '*v-, (• JSj . -Xr -i X-li?-• 1»*^ • •• fórnfýsi, til þess' að sigrast á þess- um örðugleikum, ' Fórnfýsi og starfsgleði. Þeir ættu’nú óTð'ið 3 svifflugur. Og. vnjer skildist á Schauerte, að. lílxindi yau'u til að þeir . fengjxx að háldá eftir flug- unni, sem hann kojn nieð'hingað, og sem f'logið var á póslflugið frá Sandskeiðinu á döguiium. Enginn yafi er á því, að íslensku svifflugmebnirnir hafa míkið gagn af komu jafn reynds og duglegs flugxnanns og kennara ög Schau- erte virðist vera. Auk þes|,;.;-:g'ein hann hefir kept þeim, hefir halxn á ýmsan hátt v-rið þeim hjálp- 'legur og hann er in, a. að reyná að koma tveim ísl. þilfrtm fýíhrþun stundarsakir á svifflnguverkstæoi í Þýskalandi. 1 Þannig hefir hann, þótt fram- andi sje, lagt fram skerf fil fram- dráttár ísl. flugmálum. Norræna listvikan í Stokkhólmi 5 vj}t&fesí $ i* ''•■■ýtHNrŒrÍ’ Eimskip. Gullfoss kom til Kaup- mannahafnar kl. 9 í fyrrakvöld. Goðafoss er í Reykjavík. Brúar- , ,foss fór vestur og norður í gær- huga uppvaxandi kynsloðar «1« !kvö)di kl. 8. Dettifoss fór frá Ham- benxt að þessháttar starfi _ starfi I borf? síðdegis j fyrrada„ 41eiðis sem bæði er fagurt, hexlnæmt og|til HnU. Lagarfoss kom til Leith menningarauki hinn mesti. Mættu kl. 8 í gærmorgun. Selfoss er á þar saDnast orð skáldsins: lleið til Djúpavxkur. Eins og fiestum er kixnnugt, var haldin svokölluð List vika í Stokkhölmi dagána 15.— 22. júní síðastliðiixn að tilhlutun Norræna fjelagsins og sambands myndlistamanna í Svíþjóð Riksförbundet for bildaixde konst. Þátttakendur vorxi á annað hxxndr- að, flestir frá SVíþjóð, en aðeins einn fi’á' ísl'artdi. Fléstir'voru þátt takendur teikni- og handavinnu kennarar, ennfremur listamenn og listvinir af ýmsunx stjettum. Markmið listvikunnar var að veita fræðslu í þróun nxyndlist- arinnár á Norðui’löndum, einnig að vera hvatning til aukins lista- slnekks í skólum og heimilum. L þessu skyni voru fluttir fyrir- léstrar og skoðuð söfn og heimili listamanna víðsvegar um borgina uhdir leiðsögu kunnugra manna. Fyrsta kvöldið hafði Norræna fjelagið í Stokkhólmi miðdegis- boð á Skansen; þar var veitt af mikilli rausn og fluttar fjörug- ar ræður. Sunnudaginn 18. jxiní fór allur hópurinu í boði forstöðu nefndarinnar í bílum til Uppsala og skoðaði bæinn og hina frægu dónxkirkju; einnig var elcið til Gamla Uppsala að konungahaug- ununx. Hverri Norðurlandaþjóð var tiJeinkaður einn dagur í vikunni og töluðu þá fulltrúar frá hverju andi. Um íslenska list talaði list- dómarinn dr. Gustaf Valby. Lýsti hann í stórum dráttum eldri og yngri list á íslandi og sýndi skuggamyndir í því sambandi. Gat hann þess, að hin nýja list væri enn á bernskuskeiði, en eft- ir byrjuniiini að dæma megi hejmurinn vænta mikils frá ís- lenskum listamönnum. Dr. Valby var á íslandi sumarið 1936, þá fulltrúi listarinnar á Sænsku vik- unni, sem haldin var í Reykja- vík. I erindi þessu talaði hann um land og þjóð af mikilli hrifn- ingu, og fjell það í góðan jai'ð- veg, því flestii' áheyrendnr voru harla fáfróðir um ísland. Sænsk- ur listmálari vjek sjer að ínjer, ■að erindinu loknu. og spurði: „Er í ■raunipni eins i'allegt á Islandi og dr. Valbv lýsti því?“ Súískin og sunnapblær jók á fegurð 'Stokkhólmsborgar þessa dagana, svo áhrifin eru Tfk í huga fei'ðalángs frá ísl.nnli, og vonandi yerða þéTr fleiri, sem sækja næstu Listviku á Norðurlöndum. . Jeg vil svo þakka Nori'æJia fje- tógirttþ senj hefir styrkt mig til þesaarar ógleynianlegu ferðar. Kaupmannahöfn í júlí^l939. Gunnhildur Stéinsdóttir. DÖNSK UMMÆLI UM JÓN ÞORSTEINSSON FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. að notum. Þessu starfi hans má líkja við starf Niels Bukh meðal Dana. Þannig fórust hr. Killemose orð um Jóft Þorsteinsson. Hinn erlendi kennari er hjer á námsferðalagi og fer m. a. norður í land. I Sundsýningar I Hveragerði á morgun [ Hveragerði í Ölvesi hefir ver- ið nú í rúmlega eitt ár starf- rækt sundlaug. Eins og mörgunr er kunnugt hóf Lárus Rist bygg- ingu á laug þessari 1937, og hef- ir af mikilli atorku og framsýni ásamt Ungmennafjel. Ölvesinga bygt laug þessa við lítil efni, en þó er frá flestu gengið á hinn vandaðasta hátt, t. d. búnings- klefum. Laugiu er xiú 33% m. á Jengd og verður á næsta sumri, ef nokk- ur tök verða á, lengd upp í 50 m. og verður þá lengsta laug landsins. Að laugarinnai hefir verið mikil þörf, sýnir best sxi mikla notkun, senx hefir verið á henni í sumar. Flesta daga hafa yfir 100 maiins farið í laugina, og fyr- ir hafa komið dagar, er á þriðja hundrað mauns hafa synt þar. Það er sjálfsögð skylda allra íþróttamauna og þeirra, sem íþróttum unna, að reyxia að hjálpa slíkum dugnaðarmönuum, sem hjer hafa verið, mjög fjelitlir, að verki, og er það því mjög ánægju legt, að sundmenn og konur bæj- arins liafa ákveðið að fara aust- ur í Hveragerði n.k. sunnudag og hafa í sundlauginni suudsýningu, kapps- og vatnsknattleik. Verðnr í þessari ferð margt af besta sund fólki Ármanns, K. R. og’ Ægis, þ. á. xn. okkar ágæti siindkappi Jón— as Halldórsson. Með þessari ferð sinni sýnir sundfólk Reykjavikur hinn rjetta íþróttaanda — að gera tilraun til þess að hjálpa þeim, sem er hjálp- arþurfi og á hjálp skilið. Vonandi verður nxargt manim viðstatt við sundsýningarnar í Hveragerði n.k. sxxnnudag og reynæ; á þann hátt að styi'kja gott mál- efni og samtímis njóta góðrar skemtunar. S. P.. Tveir nýir vjelbátar á jsafirði Skipasmíðastöð Marzellíusar Bernharðssonar á ísafirði hefir nýlokið srníði tveggja vjel- báta og hljóp annar af stokkun- um 2. þessa mánaðar og heitir Morgunstjarnan, eign hlutafjelags- ins Muninn. Stærð er rxxmar 18 smálestir og hefir báturinn 60—70 hestafla Völ- undarvjel. Báturinn fer nxx á rek- netaveiðar. Skipstjóri verður Rögnvaldur Jónsson. Ilinn báturinn hljóp' af stokk- unum 3. þessa mánaðar, Heitir hann „Páll Pálsson“ og er eign hlutafjelagsins Hauks, í Hnífsdal, 15 smálestir með 40—50 hestafla Idealvjel. Formaður er Jóakim Pálsson. Hann byrjar bráðlega reknetaveiðar. (FÚ.). Best að auglýsa í Morgrunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.