Morgunblaðið - 24.08.1939, Síða 6

Morgunblaðið - 24.08.1939, Síða 6
6 MORGUNBLAöIÐ Fimtudagur 24. ágúst 1939. Jórsalaförin MEÐ ELDFLUGU TIL TUNGLSINS PEAMH. AF FIMTU SÍÐU. Ur geti komist út í geiminn á „skrefa-eldflugu“. Það er heilt kerfi af eldflugum og dregur hver aðra, en þegar sú fyrsta er út- brunnin hrapar hún, en spreng- ingarnar halda áfram í þeirri úæstu og þannig koll af kolli. Ef byrjað væri með 22 eldflugum, sem samtals væru 225 kg. á þyngd, mundi síðasta flugan komast til tunglsins og sprengingin í henni sjást neðan frá jörðinni, sam- kvæmt því sem Goddard reiknast tfl. Aðrir reiknimeistarar, í Frakk- landi og Þýskalandi, hafa kom- ist lengra. Þeir láta sjer ekki nægja að komast til tunglsins, heldur vilja þeir nota það sem áfangastað, en gera út ferðir til Mars. En svo að maður haldi sjer við jörðina: Margir hafa þá trú, að eldflugan verði framtíðar sam- göngutækið mflli heimsálf anna. Vísíiidamennirnir þykjast hafa komist að þeirri niðurstöðu, að aldrei takist að gera flugvjelar, sem fara hraðar en 1120 km. á klukkustund, eða álíka hratt og hljóðið berst. En eldflugunni verð ur hægt að skjóta á ská upp í 1500 kílómetra hæð, þar sem loft- ið er svo þunt, og þar getur hún borist áfram með 5000 km. hraða á klukkustund. Slíkt farartæki yrði líkt risavaxinni byssukúlu, er væri knúð áfram af gasi, er sífelt spýttist aftur úr henni. Goddard hefir tekið einkaleyfi á einskonar samblandi af eld- flugu og flugvjel, en ekki smíðað hana ennþá. Kallar hann þessa v-jel „turbin-rakettu“. Hún er kmið áfram með gasmótor meðan hún er að komast upp í háloftin, en þegar þangað er komið, á gas- rensli eldflugunnar að reka hana. Það verður varla í bráð, sem þesskonar vjelar fá hagnýta þýð- ingu, en Goddard fullyrðir samt, að sá tími muni koma. Ilann seg- ist hafa sigrast á ýmsum agnúum, sem hver fyrir sig hefðu gert eld- flugurnar ónothæfar, En hann telur nauðsynlegra að endurbæta eldfluguna svo, að hún geti kom- ist hærra en nokkur flugvjel, held ur en að búa til vjel, sem ryðji hraðametum flugvjelanna. ^Farþegaflugvjelarnar fara nú að nálgast 500 kílómetra hraða á klukkustund, svo að manni mætti finnast, að öllum kröfum til að Ifomast fljótt um veröldina væri fúllnægt í bili. En mikið vill alt- af meira. Þeir menn eru til, sem halda því fram, að öld hraðans sje aðeins að byrja, og að lienni Ijúki ekki fyr en allar fjarlægð- ir í tíma eru svo að segja horfn- ar lir veröldinni. Bíll fer til Grundarfjarðar sunnudag- inn 27. þ. m. Nokkur sæti laus. Bæjarbílstöðin, Sími 1395. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU, leið okkar um Palestínu, því að landið er beinlínis í hernaðará- standi og yrði alvarlegt stríð milli Araba og Gyðinga ef Englending- ar skærust ekki í leikinn. Hvað eftir annað vorum við stöðvaðir af hermönnum, og fyrir okkur brýnt, að hættulegt væri að ferð- ast í landinu. Yið gætum átt von á því að á okkur yrði ráðist hve- nær sem væri, eins og margt annað fólk, sem hefði verið skotið niður alsaklaust. Fyrir okkur var mest hætta á, að Arabar tækju okkur fyrir Gyð- inga og þá var voðinn vís. Hinar tíðu sprengjur voru líka ægilegar. Dæmi vissi jeg til að sprengju var komið fyrir hjá barnaskóla, er börnin áttu að koma í skólann, og það var altítt, að reynt væri að sprengja almenningsvagna í loft upp. Yið mistum af því að sjá ýmis- legt vegna hinna miklu óeirða í landinu. En þrátfc fyrir alt höfð- um við af að sjá flest markvert, sem við höfðum hug á. En Jerú- salem var raunalegur bær. Skemt- anir urðum við lítið varir við. Og blöðin voru ófriðleg. JERÚSALEM. Það merkilegasta sem við sáum í Jerúsalem, og þýðingarmesta í allri ferðinni, fanst mjer Grafar- kirkjan, sem bygð er yfir Gol- gata og gröf Krists. Urðum við að sækja um sjerstakt leyfi borg- arstjórans, til þes sað komast á þann helga stað, því að bannað er að sýna hann ferðafólki um þess- ar mundir. yið komum og á via doloris, og í Getsemanegarðinn, í vesturhlið Olíufjallsins. Það er hátíðlegt að koma á slíka helga staði, segir prófessorinn, Sagan verður lifandi fyrir manni og minningarnar dýrmætar alla ævi. Uppi á Olíufjallinu er kapella í hringmynduðum garði. Þar er marmarahella með spori, sem sagt er að sje eftir fót Ki’ists. BETLEHEM. I Betlehem skoðuðum við m. a. fæðingarkirkjuna og úr ánni Jordan, sem hulin er í trjágróðri, fengum við okkur vatn, þar sem Kristur á að hafa verið skírður. Við Dauðahafið er hitabeltis- gróður og þar var mikill hiti. Á ferðalaginu kom það stundum fyr- ir, að við urðum lasnir af hita, en það var ekki oft. Frá Jerúsalem fórum við 11. júlí til Nazaret, um Samarin, Silo og Sike, segir prófessorinn enn- fremur. Einu sinni gengum við á Taborfjall og sáum við þaðan glitta á hið langþráða Generaset- vatn. En frá Nazaret fórum við eftir fjóra dag, en höfðum þaðan farið um marga fræga sögustaði. Þorpið Tapgha, niður við Gen- erasetvatnið, er yndislegt. Þann 19. júlí fórum við frá Tapgha og var ferðinni heitið til Haifa. Ferðnðumst við í bílum með grindum fvrir, til þess að forðast sprengjur. í þessari aðalborg Gyðinga reyndum við að fá að sjá það merkilegasta, en hjeldum þaðan þann 21. júlí, í bíl, norður með ströndinni, fram hjá Tyrus og gegn um Sydon, og skoðuðum þær frægu systraborgir. En hjeldum síðan alla leið til Bairuth, sem er höfuðborgin í Sýrlandi. í Bairuth vorum, við svo hepnir, að ná í skip, sem sigldi meðfram strandlengjunni til Haifa. En að kvöldi dags hinn 26. júlí lögðum við úr höfn Haifa með ítalska skipinu ,,Galilea“ og íór- um skemstu leið til Brindisi á ít- alíu. Til Triest komum við 31. júlí og sama dag til Feneyja, hinnar dásamlegu borgar. Þaðan fórum við eftir tveggja daga dvöl tfl Múnchen og þaðan til Berlín. Loks hjeldum við svo til Kaupmanna- hafnar frá Þýskalandi og komum þangað sunnudaginn 6. ágúst. Eftir það er lítið í frásögur fær- andi, segir próf. Ásmundur Guð- mundsson að lokum. Próf. Magnús Jónsson fór með „Konprins 01av“ til Noregs, en eg silgdi með Gull- fossi heim til fslands 16. ágúst. Höfum við í hyggju að skrifa langa ferðasögu, þar sem við er- um fyrstir íslenskra prófessora, sem styrktir eru af sáttmálasjóði til Jórsalafarar. Þetta er lang merkilegasta ferða lag mitt á ævinni, sem mikla þýð- ingu mun hafa fyrir líf mitt og starf. Og eftir það finst mjer jeg 'eiga tvö lönd — Island og Landið helga. SIR ROBERT VANSITTART ann er eigi aðeins ráðgjafi bresku stjórnarinnar í utanríkismálum. Hann er líka skáld og rithöfundur. Hann hef- ir gefið út Ijóðabækur eftir sig, svo sem ,,Foolery“ og „The singing Caravane“. Og nú ný- skeð var byrjað að sýna leikrit eftir hann í London. Það heitir „Dead heat“, og í formála hef- ir hann gert grein fyrir því, hvaða skoðanir það eigi að túlka. Hann segir, að bæði menn og konur baki sjer mikið amstur og gremju með því að gera of mikið úr tilfinningum sínum og æsa sig upþ. Vjer ættum held- ur segir hann, að þroska vora meðfæddu, syndandi rósemi, og vofn „skemtilega skort á eldi“. Ef vjer gerðum það, inundi ver- öldin vera laus við vitfirring ó- friðar, og einstakir menn lausir við harðstjórn ástarinnar. Hann hefir fengið mjög harða dóma fyrir þetta leikrit sitt. Menn segja að þama sje lif- andi lýst utanríkispólitík Breta, sem leggi stund á að þroska sína með fæddu, syndandi rósemi, þegar hvorki hafi skort á áræói nje eld hinum megin. Mr. W. A. Darlington, gagnrýnandi „Daily Telegraph“ segir að ef eitthvað eigi að ganga þá dugi ekki „dead heats“ heldur brennandi áhugaeldur, en það sje auðsjeð að Sir Robert Vansittart hafi breytt eftir sínum eigin kenn- ingum. Erlendar fregnir Þýsk flugvjel skotin niður af Pólverjum í nýkominni frjett frá þýskri frjettastofu segir, að Pólverj- ir hafi skotið niður þýska flug- vjel með loftvarnabyssum. í fregninni eru Pólverjar sakaðir um að vera að reyna að egna upp' Þjóðvérja með slíku at- hæfi. Þýsku blöðin halda áfram að birta fregnir um ofsóknir í garð Þjóðverja í Póllandi. í fregnum frá Varsjá er sagt frá árekstri, sem orðið hafi á landamærum Póllands og Aust- ur-Prússlands. Segir í fregninni, að þrír þýskir hermenn hafi elt liðhlaupa 7 yfir landamærin. Pólskir landamæraverðir komu á vettvang og skipuðu hinum þýsku hermönnum að hverfa aftur yfir landamærin, en þeir neituðu því, og skiptust síðan Pólverjarnir og Þjóðverjarnir á skotum. Einn hinna þýsku hermanna særðist. (FÚ). Sendinefndirnar f Moskva hafa frí Hermálafulltrúar Breta og Frakka komu tvisvar saman á fund í gær. Hvorki í gær né í dag hafa farið fram viðræður milli þeirra og rússnesku her- málafulltrúanna. Hinir bresku og frönsku fulltrúar skoðuðu Moskvaborg í dag, og voru sum- ir hinna rússnesku heriválasér- fræðinga í fylgd með þeim. (FÚ) Flugbann við landa- mæri Póllands Tilkynt hefir verið í Berlín, að bannaðar sjeu allar flug- ferðir annarra en flugmanna hersins um tvö tiltekin allstór svæði. Er bannaö að fljúga yf- ir svæði þessi frá kl. 6 í kvöld til kl. 8 á laugardagskvöld. Er annað þetta svæði alt Austur- Prússland, og gildir flugbannið þar til á sunnudagskvöld. Hitt' svæðið nær alt frá suðurlanda- mærum Austurríkis til Eystra-1 salts og felur í sjer landhelgina við strendur Þýskalands þar. (FÚ) Eystrasaltsríkin hafa ekkert að ótíast í þýskum og ítölskum blöð- um er lögð mikil stund á að leiða athygli að því, að fregn- irnar um hlutleysissamninginn hafi valdið hinu mesta óðagoti og hræðslu í lýðræðisríkjunum. Þýsku blöðin lýsa yfir því, að Eystrasaltsríkin hafi ekkert að óttast. Itölsku blöðin segja, að yfirlýsingar Breta og Frakka sjeu ómerkilegir pappírsmiðar. Blöð einræðisríkjanna neita því, að það sje í ósamræmi við andkommúnistíska bandalagið, að Þjóðverjar og Rússar geri með sjer hlutleysissamning, því að sáttmálinn sé óviðkomandi ríkjandi stjórnmálastefnum og innanlandsfyrirkomulagi í hlut- aðeigandi ríkjum. Smáþjóðirnar hræddar Frá Finnlandi koma fregnir um það, að þar í landi sjeu menn áhyggjufullir út af hlut- leysissamningi Þjóðverja og Rússa. Óttast Finnar, að Þjóð- verjar sjeu með sámningi þess- um að gefa Rússum frjálsar hendur gagnvart Finnlandi. (FÚ). I Ungverjalandi, Rúmeníu og Júgóslavíu hefir fregnin um fyrirhugaðan hlutleysissamning Þjóðverja og Rússa vakið skelf- ingu. (NRP). Ráðstefna Oslóríkjanna I Brússel var í dag haldinn. fundur á ráðstefnu Oslóveld- anna. í fundarhljei settu full- trúarnir sig í samband við ríki isstjórnir sínar. Búist var við því, að samþykt myndi verða- siðar í dag yfirlýsing og áskor- un um varðveislu friðarins. Leo- pold Belgíukonungur flytur út- varpsávarp í kvöld og gerir grein fyrir ákvörðunum ráð- stefnunnar. (FÚ). Svissland hafnaði þátttöku í fundi Óslóríkjanna í BrússeL Fundurinn var settur í morgun og verður að líkindum lokið í kvöld. Búist er við, að samþykt verði áskorun til allra þjóða um að varðveita friðinn. — Koht utanríkismálaráðherra er vænt- anlegur aftur til Osló annað kvöld. (NRP). 1 Stórviðburðir í vændum í Rómaborg gengur orðróm- ur um, að stórviðburðir sjeu £ vændum. (F.Ú.). % Fornleifafundur Osló 23. ágúst F.B. Um það 1 km. fyrir vestan Grinde í Roysen hefir fundist. steinhrúga rhikil, einkennilega hlaðin. Við nánari athuganir kom í ljós, að þar undir var gröf lögð hellum, og er ætlað að hún sje frá bronseöld eða 1500 árum fyrir Krists burð. (NRP)- LögjafnaðarnefRdin Khöfn í gær F.Ú. Lögjafnaðarnefndin dansk-ís- lenska kemur saman á fund í Kristjánsborgarhöll í dag eða á morgun. Norðmenn selfa flsk Khöfn í gær F.Ú. Norðmenn hafa gert samn- ing um sölu á 15(7.000 pökkum á saltfiski til Portúgal og fer afhending fram í haust. Verðið' er 30 shillings pakkinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.