Morgunblaðið - 27.08.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.08.1939, Blaðsíða 7
Sumuidagur 27. ágúst 1939. JáORGUN BLAÐlb Róslnrnar i Siglnfirði Ut af grein í Morgunblaðinu 22. þ. mán. um róstur í Siglufirði, hefir Edvard. Frederik- sen, gestgjafi í Hótel Hvanneyri, þar sem rósturnar urðu, beðið þlaðið fyrir þessar skýringar: 1. Það er stranglega tekið fram við alla þá, sem gangast fvrir dansleikum hjer í hótelinu, hvort faeldur það eru einstakir menn et'a klúbbar, að gestir þeir, sem á hót- elinu búa, hafi frjálsan aðgang að dansleikunum, því að ellá inundu þeir sæta ónæði og hvort sem er ekki geta sofið. 2. Æsingamaður var aðeins einn á þessum dansleik, Jón Gíslason fajá Einco, en Erlendur Þorsteins- son alþingismaður var ekkert við þetta riðinn og kom þarna hvergi nærri, sást ekki á hótelinu þennan •dag nje kvöld. Þormóður Eyólfs- son kom þar ekki heldur. Sveinn Benediktsson, sem býr hjer í hót- «linu, og kom á dansleikinn eins «g aðrir gestir, átti enga minstu sök á því sem gerðist. Hann á held tir ekki sök á því, að hann hefir ■engan frið haft síðan. ★ Ath. í áminstri grein í Morg- tinblaðinu var það hvergi sagt að Erlendur Þorsteinsson hefði verið 5 þessum róstum, heldur að hann mundi standa fyrir æsingum í bæn um út af Kauðku-málinu, sem með- -al annars hafa leitt það af sjer að „Sveinn Benediktsson hefir engan frið haft síðan“. Berjaför. Stúkan Verðandi ætl- nr að fara í berjaför í dag, er ferðinni heitið upx> að Jaðri, land- námi Templara. Þar verður hald- inn útifundur um leið, eins og í fyrra. Lagt verður á stað frá 'Góðtemplarahúsiiiu kl. 12 á há- degi. — Stúkan Einingin ætlar líka að fara í berjaför í dag upp .að Tröllafossi. Amatörar. FRAMKÖLLUN Kopiering — Stækkun. Pljótt og vel af hendi leyst. Notum aðeins Agfa-pappír. Ljósmyndaverkstæðið Laugaveg 16. Afgreiðsla í Laugavegs Apó- teki. » Y| RIMI Ms „Es|a“ fer frá Danmörk kringum 15. september n.k. beint til Vestmannaeyja og Reykja- yíkur. Tekur farþega og flutning eftir því sem rúm leyfir. í Danmörk fást nánari upplýsingar hjá: Samb. ísl. samvinnufjelaga, Khöfn, og .Johs. Utzon, Aalborg. Qagbófc Veðurútlit í Rvík í dag: A-gola. Ú'rkomulaust. Veðrið (laugardagskvöld kl. 6) : Vindur er milli N og SA hjer á landi, allhvass í Vestmannaeyjum og við NA-land. Á S-landi hefir sumstaðar rignt lítið eitt í dag, annars er víðast skýjað. Hiti 7—10 st. Grunn lægð er suður af Islandi, en hæð fyrir austan land. Helgidagslæknir er í dag Ólafur Þ. Þorsteinsson, Mánagötu 4, sími 2255. Næturlæknir er í nótt Karl S. Jónasson, Sóleyjargötu 13, sími 3925. Næturvörður verður þessa viku í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Messað verður í Dómkirkjunni í dag kl. 11, f. h. Síra Garðar Svav- arsson prjedikar. 90 ára er í dag frú Sesselja Guð- mundsdóttir frá Fossi í Hruna- mannahreppi. Hún dvelur nú á heimili sonar síns, Ingimars Jóns- sonar skólastjóra Gagnfræðaskól- ans í Reykjavík — í Franska spítalanum. 70 árá verður í dag Jóhanna G. Jónsdóttir, Lindargötu 28. 60 ára verður í dag Salomon Jónsson, verkstjóri, Hverfisgötu 112. 56 ára er í dag frú Þóra Svein- bjarnardóttir, Bergstaðastræti 43. 50 ára verður á morgun (mánu- dag) Ingibjörg Jónasdóttir, Freyju götu 24. Björn Ólafsson fiðluleikari held- ur hljómleika á þriðjudagskvöld fyrir styrktarfjelaga Tónlistarfje- lagsins. og opinbera hljómleika á fimtudagskvöld. 3. flokks knattspyrnukepnin í gær fór þannig, að K. R. vann Víking með 2:0. Milli Fram og Vals varð jafntefli 0:0. Einn kapp- leikur er nú eftir af fyrri umferð. Fer liann fram á mánudagskvöld. Þá keppa Fram og Víkingur kl. 6Y2, en K. R. og Valur á eftir. Meistaramótið. Keppendur, starfs menn mótsins og stjórnir íþrótta- fjelaganna mæti hjá K. R.-húsinu kl. 1.30 í dag. Færeyjafarar K. R. keptu í Klaksvílr í gær og töpuðu fyrir Færeyingunum með 2:0. í dag eiga þeir að keppa í þriðja og síðasta sinn í Thorshavn. Þýskalandsförin. í dag eiga ís- lensku knattspyrnumennirnir að keppa í Trier. Jarðarför frú Betzy Guðmunds- son fór fram í gær að viðstöddum fjölmennum vinahópi. Síra Garðar Svavarsson flutti bæn í heimahús- um- og ræðu í kirkjunni. Kristján Kristjánsson söng einsöngva, norsk ljóð og íslensk, við hrifningu á- heyrenda. Kistan var haglega skrýdd norska fánanum, bundn- um úr blómum. Báru hana frá heimilinu vinir og venslamenn, og eins í kirkju og úr, en starfsmenn Mjólkurfjelags Reykjavíkur í kirkjugarð. Kransar bárust m. a; frá Hinu íslenska garðyrkjufje- lagi, Mjólkurfjelagi Reykjavíkur, starfsfólki í Blómum & Ávöxtum og frændfólki hinnar framliðnu í Noregi og Danmörku. — Yfir at- höfninni allri var bjart og hlýlegt, eins og yfir minningu þessarar mætu ltonu. Aðstandendur barna, sem dvalið hafa á barnaheimilinu að Fhiðum, eru beðnir að vitja barnanna á mánudagskvöld kl. 7 á „Líkn“, Templarasundi 3. Eldur kom upp í gærkvöldi í kjallará hússins nr. 7 við Austur- stræti. Hafði kviknað þar út frá miðstöð í rusli og Var allmikill eldur þegar slökkviliðið kom að, en sjerstaklega mikill reykur. Fljótt tókst að slökkva eldinn og urðu engar skemdir nema þá af vatni.' ísfisksala. Venus seldi afla sinn í Cuxhafen í gær fyrir 14.267 ilk- ismörk. Heybruni. í síðastliðinni viku bruunu um 100 hestar af heyi hjá Jónasi Sveinssyni bónda í Bænda- gerði í Glæsibæjarhreppi. Upptök eldsins eru ókunn. (FÚ.). Sundmót Norðlendingafjórðungs var haldið á Ákúreyri dagana 19. og 23. þ. m. Forgöngu hafði1 Sund- fjelagið Grettir á Akureyri. Þátt- takendur voru 47 alls. (FÚ.). Eimskip. Gullfoss var í Stykkis- hólmi í gær. Goðafoss er á leið til Hull frá Hamborg. Brúarfoss er í Grimsby. Dettifoss er í Reykjavík. Lagarfoss var á Hólmavík í gær. Selfoss er í Antwerpen. Meistaramót í. S. í. hefst í dag. Er mikil þátttaka í mótinu, og búast má við, að fjölment verði á íþróttavellinum ef veður verður gott. Kl. 1.45 byrjar Lúðrasveit Reykjavíkur að leika á Austur- velli, en þangað koma íþrótta- mennirnir, stjórnir fjelaganna, í. S. í. og fulltrúar Stórstúkunnar og hlýða á ræðu, er Jakob Möller fjármálaráðherra flytur á svölum Alþingishússins. Síðan verður gengið fylktu liði suður á íþrótta- völl. En þar heldur Ben. G. Waage, forseti f. S. í., ræðu, áður en mótið hefst. í dag verður kept í þessum íþróttagreinum: 100 m. hlaupi, kúluvarpi, stangarstökki, 1000 m. boðhlaupi, sleggjukasti og 10000 m. hlaupi. En á undan 100 m. hlaupinu fer fram 5x80 m. boð- hlaup milli „öldunga“ og stjórna íþróttafjelaganna, og þykir það venjulega ágæt skemtun. Kveðjusamsæti halda K. R.-ing- ar þjálfara sínum, Mr. L. Brad- bui’y, kl. 9 í kvöld að Hótel Skjald breið. Hann hefir nú dvalið hjer um tveggja mánaða skeið og þjálf- að af miklum áhuga bæði yngri og eldri flokka K. R.-inga. Nýtur hann mikilla vinsælda meðal þeirra og mun því verða fjölment á samsætinu í kvöld. Útvarpið í dag: 11.50 Hádegisútvarp. 13.45 Útvarp frá hátíð íþrótta- manna: Ávarp Jakobs Möller ráðherra frá svölum Alþingis- hússins. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. 17.00 Messa í Fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 19.30 Illjómplötur; Ljett lög. 19.45 Frjettir. 20.20 Illjómplötur: Lög eftir Hándel. 20.30 Erindi; Heimsókn dönsku blaðamannanna (Yaltýr Stefáns- son ritstj.). 20.55 Einsöngur (frú Annie Cbal- opek Þórðarson). 21.20 Kvæði kvöldsins. 21.25 Útvarpshljómsveitin leikur. Útvarpið á morgun: 12.00 Hádegisútvarp. 19.30 Hljómplötur; Ljett lög. 19.45 Frjettir. 20.20 Hljómplötur: Göngulög. 20.30 íþróttaþáttur. 20.40 Strokkvartett útvarpsins leikur. 21.00 Húsmæðraþáttur: Hagnýting berja (frú Guðbjörg Birkis). 21.20 Hljómplötur: a) Þjóðlög, sungin. b) Harmóníkulög. Braðferðir Sfeindórs Til Akureyrar um Akranes eru: FRÁ REYKJAVÍK alla sunnud., mánud., miðvikud., föstud. FRÁ AKUREYRI alla sunnud., mánud., fimtud., laugard. M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýar upphitaðar bifreiðar með útvarpi, Eifreiða§föð Sfeindórs. ÞAÐ ER EINS MEÐ Hraðferðir B. S. A. OG MORGUNBLAÐIÐ. Alla daga nema mánudaga Afgreiðsla í Reykjavík á BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS. — SÍMI 1540. Bifrefttfasföð Almreyrar. Sonur okkar, ÞORSTEINN, frá Sólbakka í Garði, andaðist á Landsspítalanum 25. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Steinunn Steinsdóttir. Gísli Sighvatsson. Jarðarför mannsins míns og föður, ÞORLEIFS ÞORLEIFSSONAR fiskimatsmanns, fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 29. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hans, Bræðraborgarstíg 32 A, kl. 1 e. h. Geirlína Þorgeiridóttir. Pálína Þorieifsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR. Fyrir mína hönd, barna okkar og tengdabarna. Þorsteinn Jónsson, járnsmiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.