Morgunblaðið - 04.09.1939, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Mánudagur 4. sept. 1939.
Igærmorgun var gefin út
frá bústað forsætisráð-
herrans í London tilkynn-
ing á þessa leið:
Þann 1. sept. s.l. afhenti sendi-
herra Breta í Londn, Sir Nev-
iile Henderson, þýska utanríkis-
málaráðherranumN yfirlýsingu,
þar sem hann segir, að ef þýska
stjórnin gæfi ekki fullnægjandi
yfirlýsingu um að hún stöðvaði
vopnaviðskifti í Póllandi og
kalaði heim þýsku hersveitirnar,
sem komnar væru inn í Pólland,
þá myndi breska stjórnin ekki
hika við að standa við allar
skuldbindingar sínar g-agnvart
Pólverjum, til hins ítrasta.
í dag, 3. september kl. 9 f. h.
(eftir breskum tíina) var Sir
iNeville Henderson, sendiherra
falið að fara á fund von Ribb-
entrops og tjá honum, að ef
ekki væri komið fullnægjandi
svar fyrir kl. 11, og svar þetta
komið til London, þá myndi
breska stjórnin líta svo á, að
stríðsástand væri ríkjandi milli
Bretlands og Þýskalands.
RÆÐA
CHAMBERLAINS
Laust eftir klukkan 11, eftir
breskum tíma, flutti Mr. Cham-
berlain stutt ávarp í breska út-
varpinu og var það á þesr^a,
leið:
„Jeg tala frá, ráðuneytisher-
berginu í Dwning Street 10.
í morgun afhenti breski
sendiherrann í Berlín þýska
utanríkismálaráðherranum síð-
ustu orðsendinguna frá bresku
stjórninni, þar sem segir, að ef
þýska stjórnin hefði ekki látið
frá sjer heyra fyrir kl. 11 um
það, að hún væri reiðubúin til
þess að draga hersveitir sínar
í Póllandi inn fyrir þýsku landa-
mærin, þá væri ófriðarástand
ríkjandi milli Bretlands og
Þýskalands.
Jeg verð að segja ykkur, að
ekkert svar hefir komið, og þess
vegna er þetta land í stríði við
Þýskaland.
Þið getið ímyndað ykkur hve
mikil vonbrigði þetta hafa orð-
ið fyrir mig. En jeg held ekki
nð hægt hafi verið að gera neitt
annað en við höfum gert, eða á
annan hátt til þess að afstýra
styrjöld.
Til hins síðasta hefði verið
hægt að finna friðsamlega og
heiðarlega lausn á deilumálum
Þjóðverja og Pólverja. En Hitl-
«r vildi ekki friðsamlega lausn.
Hann hafði sýnilega ákveðið að
ráðast á Pólland, hvað sem það
hostaði. Og þótt hann segi nú,
að hann hafi sett fram sann-
gjarnar málamiðlunartillögur,
sem Pólverjar hafi hafnað, þá
«r það ósatt mál. Pólska stjórn-
in hafði aldrei sjeð þessar til-
lögur og breska stjórnin ekki
heldur. Og þótt hann hafi látið
bera þessar tillögur upp í þýska
útvarpið, þá beið hann ekki eft-
ir að þær yrðu íhugaðar, held-
ur skipaði þýska hernum strax
£ eftir að ráðast inn í Pólland.
Þetta sýnir, að ekki er hægt
að venja þenna mann af því, að
bei1?a ofbeldi. Hann verður ekki
stöðvaður fyr en ofbeldi kemur
í mót ofbeldi.
Við og Frakkar erum ákveðn-
ir í því, að hjálpa Pólverjum,
Hvernig Brefar
' verfum stríH
§ögðu Þjéð-
á liendnr
sem nú hafa í nokkra daga
barist af mikilli hreysti gegn
innrás Þjóðverja. Við höfum
gert alt, sem í okkar valdi stóð
til þess, að afstýra styrjöld. En
það ástand, að enginn getur
borið traust til orða eða athafna
Hitlers, er orðið óþolandi.
Jeg veit, að þið munuð öll
gera skyldu ykkar.
Það er mikil huggun og
hvatning að vita trúmensku-
legan stuðning breska heims-
veldisins á þessum tímum örð-
ugleika og armæðu.
Stjórnin hefir gert ýmsar ráð-
stafanir til þess að þjóðin geti
mætt þeim vandræðum, sem nú
eru fyrir höndum. En við verð-
um að njóta hjálpar frá ykkur.
Þið, sem skrásett eruð í hern-
um, gefið ykkur strax fram.
Þið, sem eigið að starfa í
verksmiðjum og að atvinnumál-
um, haldið áfram að vinna, svo
að framleiðsla þjóðarinnar geti
haldið áfram.
Að lokum: Guð blessi ykkur
öll. Við vitum, að hann mun
varðveita rjettlætið. Það eru
hörð örlög, að þurfa nú að taka
upp baráttu gegn órjettlæti,
kúgun, og ofsóknum.
En jejt er sannfærður um
að rjettlætið mun sigra“.
ÓFRIÐARYFIR-
LÝSINGIN
Klukkan 11.15 eða um það
bil, sem Mr. Chamberlain lauk
máli sínu, fór fulltrúi frá
utanríkismálaráðuneytinu á
fund Herra Korks, sendiherra-
fulltrúa (charge d’affairs)
Þjóðverja í London og afhenti
honum skjal, þar sem, Bretar
segja Þjóðverjum stríð á hend-.
ur og fekk honum um leið vega-
brjef hans.
Þao var tilkynt í London
skömmu síðar að sendiherra
Breta í Berlín, Sir Neville Hend-
erson hefði beðið um vegabrjef
sitt hjá von Ribbentrop og að
sendiherra Bandaríkjanna í Ber-j
lín færi með málefni Breta í
umboði bresku stjórnarinnar
eftir að Sir Neville væri farinn.
MANNFJÖLDINN
FAGNAR
Múgur og margmenni hafði
safnast saman í gærmorgun fyr-
ir framan konungshöllina í Lon-
don. Mannfjöldinn hlýddi þög-,
ull á þegar „Big Ben“ sló
11: þ. e. frestur Þjóðverja til
að svara úrslitakostunum var
útrunninn. Mannfjöldinn heyrði
það í útvarpi í bifreið, sem
þarna var, að Bretar hefðu sagt
Þjóðverjum stríð á hendur. —
Laust hann þá upp miklu fagn-
aðarópi.
Síðan skundaði allur hópur-
inn til stjórnarbyggingarinnar í
Whitehall.
Fyrsti ráðherrann sem sýndi
sig, eftir að styrjöld hafði ver-
ið lýst yfir var Sir Samuel
Hoare, innsiglisvörður konungs
(hann var innanríkismálaráð-
Atburðir dagsins í
gær í Fnglandi raktir
Að ofan. Mr. Chamberlain í bifreið fyrir utan Downing Street 19.
Að neðan: Mannfjöldinn í Downing Street les nýjustu fregnirnar
í blöðunum, á meðan hann bíður eftir að sjá ráðherrunum bregða
fynr.
^ «6*
herra, þar til í gær). Var hon-
um ákaft fagnað.
Fólkið þyrptist nú í Downing
Street 10, til þess að sjá þegar
Mr. Chamberlain æki í parla-
mentið. Var honum fagnað
;mjög, þegar hann kom út úr
bústað sínum. Bifreiðarstjóri
hans lagði gasgrímu hans og
stálhjálm inn í bifreiðina, áð-'
ur en hann steig inn í hana.
í PARLAMENTINU
Mr. Chamberlain tók til máls
strax og hann kom inn í þing-
3alinn.
Það var á rjettu hádegi.
Hann vjek að þeim kvíða,
sem fram kom á þingfundi á
laugardag hjá einstökum þing-
mönnum um að Bretar mundu
ekki halda skuldbindingar sín-
ar. Kvaðst Mr. Chamberlain vel
hafa skilið þetta — hann myndi
sennilega hafa verið svipað
skapi farinn og þeir, ef hann
hefði staðið í þeirra sporum og
ekki haft þær upplýsingar, sem
hann hafði.
Hann sagði, að allan daginn
í gær, hefðu farið fram viðræð-
ur milli bresku og frönsku
stjórnarinnar og að lokum hefði
það verið ákveðið að sendiherra
Breta í Berlín skyldi krefjast
svars af þýsku stjórninni fyrir
ákveðinn tíma.
Hann kvaðst geta skýrt þing-
heimi frá því, að franski sendi-
herrann væri nú (þ. e. á meðan
Mr. Chamberlain var að tala),
að afhenda þýsku stjórninni yf-
irlýsingu Bretá, með ákveðnum
frest.
GEGN
HITLERISMA
Síðan hjelt Mr. Charnberlain
áfram:
Þar sem ekkert svar hefir
borist frá þýsku stjórninni við
síðustu orðsendingu þá sje þetta
land nú í styrjöld við Þýska-
land. Við erum tilbúnir.
Þetta er hryggilegur atburður
og þjer munuð skilja að engum
er hann meira þrygðarefni en
mjer. Jeg verð nú að horfa á alt
sem jeg hefi starfað fyrir, sett
von mína á og trúað, hrynja í
rústir.
Jeg get ekki sagt hvaða hlut-
verk mjer verður ætlað í þeim
atburðum, sem fyrir höndum
eru. En jeg mun leggja fram
illa krafta mína til þess að
vinna að sigri okkar málstaðar.
Jeg vona að jeg lifi það, að
sjá Hitlerismann upprættan,
svo að Evrópuþjóðirnar geti
notið friðar og frelsis aftur“.
Ræðu Mr. Chamberlains var
tekið með dynjandi lófaklappi.
VERKAMANNNA
FLOKKURINN
MEÐ
Þegar næsti ræðumaður stóð
upp. Mr. Arthur Greenwood,
var honum líka tekið með miklu
lófaklappi.
Mr. Greenwood sagði, að alt
annar andi væri ríkjandi í þing-
sölum en daginn áður, er menn
voru kvíðafullir yfir því hvaða
afstöðu breska stjórnin ætlaðl
að taka. Fn nú væri þessi kvíða-
fulla bið á enda.
Mr. Greenwodd fór viður-
kenningarorðum um Pólverja,
sem varið hefðu einir rjett
frjálsborinna þjóða í Evrópu-
Hjörtu Breta væru hjá þeim £
baráttu þeirra.
Mr. Greenwood hjet stjórn-
inni fullum stuðningi verka-
mannaflokksins á meðan hún
hjeldi áfram þeirri stefnu, sem
hún fylgdi nú.
BARÁTTAN
FYRIR FRELSI
Winston Churchill sagði m. a.
að styrjaldarofviðrið myndi
brátt skella á, en þrátt fyrir
það er friður í hjörtum vorum,
sagði hann, á þessum sunnu-
dagsmorgni.
Hann bað menn, að gera ekki
of lítið úr þeim hættum og erf-
iðleikum, sem framundan væri,
og hvatti til hreinskilni og djörf-
ungar. Sú kynslóð, sem nú bygði
Bretland, myndi sýna hreysti
og harðfengi í anda þeirra
manna, sem skapað hefði sögu
Bretlands.
Menn verða að vera því bún-
ir, sagði Churchill, að þeir
njóti ekki þess frelsis og frjáls-
ræðis, sem á venjulegum tím-
um, en vjer horfum fram í tím-
ann öruggir og vongóðir um,
að sá tími komi, er vjer getum
notið fylsta frelsis og öryggis
með þeim þjóðum, sem nú geta
ekki notið þess.
L.EIÐBEINGAR
TIL
ALMENNINGS
Strax eftir að Mr. Chamber-i
lain hafði flutt útvarpsræðu
sína í gærmorgun, voru birtar
í útvarpinu ýmsar leiðbeiningar
fyrir fólkið. M. a. var fólkinu
ráðlagt að vera sem minst á
ferli á götunum, öllum skemti-
stöðum var lokað, þ. á. m. leik-
húsum og kvikmyndahúsum; þó
er talið líklegt, að sum kvik-
myndahúsin verði opnuð síðar.
Einnig eru öll íþróttamót bönn-
uð.
Öllum er boðið að hafa gas-
grímur sínar með sjer, hvert
sem farið er.
Að lokum, kl. 5 í gær, flutti
Georg VI Bretakonungur ávarp
í útvarp til þegna sinna um alt
breska heimsveldið. Hann mælti
á þessa leið:
RÆÐA
KONUNGS
Á þessari ‘alvörustundu, ef til
vill hinni örlagaríkustu á vorum
tíma, sendi jeg inn á öll heimili
þjóðarinnar, heima og fyrir hand
an höfin, þessa orðsendingu,
hverjum einstökum ykkar, af
jafndjúpri tilfinningu < ; jeg
hefði gengið yfir þröskuld yðar
og talað við yður.
FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU.