Morgunblaðið - 04.09.1939, Side 4

Morgunblaðið - 04.09.1939, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Mánudagur 4. sept. IS391 Styrjaldar stjórn í Englandi St y r j a 1 d ar-ráðuneyti var myndað í Englandi í gær. { því eiga sæti niu menn. Öll stjórn Bretlands er þó skipuð 23 mönnum, og er styrj- aldarráðuneytið sá hluti henn- ar er mestu ræður og þá fyrst Qg fremst um það, hvernig stríðið er háð. I styrjaldarráðuneytinu eiga sæti: Forsætisráðherra er Neville Chamberlain eins og verið hefir. Fjármálaráðherra er John Simon. Utanríkism’álaráðherra er Halifax lávarður. ÍLandvarnarmálaráðheríra er Chatfield lávarður. Flotamálaráðherra er Win- ston Churchill (nýrístjórninni). Hermálaráðherra er Hoare Belisha. Flugmálaráðherra er Sir Kingelsy Wood. Innsiglisvörður konungs er Sir Samuel Hoare. Loftvarnarmálaráðherra er Sir John Andersen. Ráðherrar án stjórnardeild- ar er Hankey lávarður, en hann ,var einkaritari stríðsstjórnanna í Bretlandi frá 1914—1918. Meðal ráðherranna, sem ekki eru í styrjaldarráðuneytinu er Mr. Anthony Eden. Hann er samveldismálaráðherra. Það eru sömu stjórnarflokkar og áður, sem standa að stjórn Mr. Chamberlains. — Hvorki yerkamannaflokkurinn nje frjálslyndi flokkurinn vildu taka þátt í myndun hennar, þótt þeir hafi lýst yfir stuðn- ingi við hana. (FÚ) FRÁ VÍGSTÖÐVUNUM I PÓLLANDI. FEAMH. AF FYRSTU SÍÐU. atjórnarinnar stungið upp á því, að báðir aðilar, þ. e. Þjóðverjar og Pólverjar, gerðu ekki árásir nr lofti á óvíggirtar borgir, eða á almenning. Pólverjar hefðu fall ist á þetta. Samt sem áður hefðu Þjóðverj- ar gert 24 loftárásir á opnar pólskar borgir á laugardag og mörgum sinnum á sumar. Bresk-pólsk samvinna. Mikill mannfjöldi safnaðist í gœr saman fyrir framan bústað fereska sendiherrans í Yarsjá, Sir Howard Kennard, til þess að láta í ljós hrifningu sína yfir banda- lagi Breta og Pólverja. Sir Howard kom fram á svalir sendisveitarbústaðarins og með honum Beck ofursti, utanríkis- málaráðherra Pólverja. Beek of- ursti flutti ræðu, þar sem hann fór mörgum fögrum orðum um hina bresk-pólsku samvinnu. Hann það Georg VII. Bretakonung lengi lifa. Sir Howard flutti líka ræðu og sagði, að Bretar og Pólverjar myndu berjast hlið yið hlið gegn í fremri röð frá v.: Munch utanríkismálaráðherra Dana. Erkko (Finnland). Sandler (Svíþjóð). í aftari röð: Koht (Noregur), Beck (Luxemburg). Motta (Sviss) og Pierlot (Belgía). Ræða Bretakonungs. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. í annað sinn í Iífi okkar flestra, eigum við í stríði. Aftur og aft- ur höfum vjer reynt, með frið- samlegum umleitunum, að ná samkomulagi um deilumálin, við þá, sem nú eru fjandmenn vorir, en það varð árangurslaust. Vjer höfum verið neyddir til þátttöku í styr jöld, því að vjer erum kvadd ir til, ásamt bandamönnum vor- um, að snúast til varnar gegn því, að það lífssjónarmið verði ríkjandi, sem — ef það fengi fót festu — mundi boða hrun sið- menningarlegrar skipunar í heim inum. Það er lífssjónarmið, sem heim ilar, að seilst sje til valda í anda eigingirninnar, samningum sje riftað og hátíðlegar skuldbind- ingar, og það rjettlæti valdbeit- ingu eða hótanir um valdbeitingu í garð sjálfstæðra ríkja. — Slíkt lífssjónarmið, svift öllum dul- klæðum, boðar að hnefarjettur- inn skuli ráða. Ef slíkar kenn- ingar næði útbreiðslu og fótfestu í heiminum, mundi frelsi vor sjálfra, allra þjóða Bretlands, í hættu, og meira en það, því að þjóðir heimsins mundu verða hneptar í viðjar óttans. — Allar vonir vorar, um frið, rjettlæti, öryggi og frelsi þjóðanna mundi líða undir lok. Það, sem vjer verð um að gera oss ljóst, er, að vegna alls, sem oss er helgast, siðmenn- ingarskipunar í heiminum og friðarins, er það óhugsandi, að vjer neitum að snúast til varnar. Það er vegna þess háleita marks, að jeg nú ávarpa alla þegna mína, heima og fyrir hand an höfin, sem nú gera vort mál- efni að sínu málefni, og jeg bið yður að vera róleg og örugg og vinna saman. Hlutverkið er erfitt, og það kunna að vera dimmir dagar fram undan, og styrjöld verður ekki háð nú aðeins á vígstöðvunum. Vjer getum aðeins gert það, sem rjett er — það, sem oss virð- ist rjett vera, og af lotningarfull- um huga felum vjer málefni vor Guði. Með hans hjálp munum vjer ekki tortímast. Megi við njóta blessunar hans og hjálpar. (Samkvæmt FÚ). Sala é benslni Talsverðar birgðir eru af ben- síni í landinu, með meðalnotkun nægja þær nokkuð fram á næsta ár. En samt hefir ríkisstjómin ákveðið að setja nokkrar hömlur við úthlutun eða sölu á bensíni, eins og segir í eftirfarandi Bráðabirgðareglugerð um sölu og afhending bensíns. 1 gr. Eigendum og umráðamönnum bensínbirgða, sem ætlaðar eru til afhendingar í smásölu er óheim- ilt að láta úti nokkuð af þeim til bifreiðaaksturs fram yfir það, sem nægir til að fylla bensín- geymi bifreiðar þeirrar, sem ben sínið tekur og má ekki tæma bensíngeymi bifreiðarinnar á ann an hátt en með eðlilegri eyðslu gangvjelar bifreiðarinnar. Heild- salai* mega ekki láta úti bensín til bifreiðaaksturs nema til smá- sala, sem annast bensínsölu á bifreiðar annaðhvort fyrir eigin reikning eða í umboði heildsal- ans (olíufjelagsins). Atvinnumálaráðuneytið getur þó veitt undanþágu frá þessum ákvæðum, þegar það telur á- stæðu til. 2. gr. Bensín til annarar notkunar en bifreiðaaksturs er bannað að afhenda nema til nauðsynleg- ustu þarfa og ekki, án sjerstakr ar heimildar atvinnumálaráðu- neytisins, meira en venjulegan vikuforða hlutaðeiganda. 3. gr. Brot á reglugerð þessari varða sektum alt að 10000 krónum, og skal með mál út af slíkura af- brotum farið sem almenn lög- reglumál. í ríkisstjórn Islands 2. sept. 1939 Ólafur Thors Jakob Möller Hermann Jónasson Eysteinn Jónsson. Heyrst hafa raddir um það, að takmarka ætti bensínnotkun með því að skamta bensín þeim sem eigi hafa brýna þörf fyrir bP i- akstur. Verður það mál ssnni- lega athugað nánar. Það getur komið afla- hrota enn Asgeir Pjetursson er manna elstur og reyndastur í síld ,arútgerðinni, sem kunnugt er. Átti blaðið tal við hann í gær til þess að heyra hvernig hon- um litist á framhald síldveið- anna. Það frjettist hvergi af síld- veiði í dag, segir hann. Veðrið er gott og mikil áta er í sjón- um. En kolkrabbinn. Er hann þar ekki líka? — Nei, hann er farinn. Það gætu vel komið góð aflahrota enn. Síldin er óútreiknanleg eins og hún hefir altaf verið. Og þegar hann hvessir næst, þá get ur reknetaveiðin glæðst, sagði Ásgeir. Hann er ekki af baki dottinn frekar en fyrri daginn. Dr. Helgi Tómasson kom heim með Goðafossi fyrir helgina. Hann hefir verið 3 vikur í burtu. Sat hann fnnd erfðafræðinga í Edin- borg, er var haldinn 21.—28. á- gúst, en dr. Helgi hefir, sem kunn ugt er, xtnnið að erfðarannsóknum nokkur undanfarin ár. Hjelt hann fyrirlestur á fundinum um þess- ar rannsóknir sínar. Þýskt flutningaskip, 5—600 tonn að stærð, kom hingað í gær morgun og lagðist á ytri höfnina. Skipið var á leið til Ameríku, en var skipað að fara hingað og bíða átekta. Skipið höitir Sardinien. Skipshöfnin er 34 menn. Fanö, danska seglskipið, sem hjer er og átti að taka hrogn og annað til Frakkiands, getur ekki siglt með farminn. Hefir skip- stjóri fengið fyrirmæli um að skipa farminum aftur í land. Skip ið fæst ekki vátrygt. Mánudagsblað. Þó Morgunblað- ið komi út í dag á mánudag (aukablað aðeins 4 síður), geta lesendur blaðsins því miður ekki vænst þess, að blaðið komi út framvegis á mánudögum. En vegna þess hve alvarleg tíðindi gerðust yfir helgina, og þær yfir- lýsingar og ræður, sem birtust í sambandi við þau, þótti nauðsyn- legt að láta blaðið flytja þær í dag. Skákþingið: ls- lendingar unnu Guatemaia v\ . O 2 . Eins og Morgunblaðið skýrð^i frá í gær, þá er nú lokið að keppa í flokkunum á skák- þinginu í Buenos Aires, og hef- ir þinginu verið skift, þannig, að þrjár efstu þjóðirnar í hverj- um flokki, eða alls 12 þjóðir eru nú byrjaðar að keppa um Hamilton-Russel bikarinn, og er það úrslitakepni, þannig , að þessar 12 þjóðir keppa ein við allar og allar við eina. Hinar 15 þjóðirnar eru einnig byrjaðar að keppa um verðl.auna- bikar þann, sem forseti Argen- tínu hefir gefið, og keppa þær á sama hátt, ein við allar og allar við eina. Við útreikning á punktafjöldæ. til ákvörðunar um það, hvaða þjóð vinni hvorn bikar, verður ekki tekið tillit til þeirra punkta, sem unnist hafa í kepninni inn- an hinna fjögurra flokka, og verð ur því nú byrjað að telja sarnan punktana sem hver þjóð fyrir sig - vinnur hjer eftir, þannig að sam- tala þeirra punkta, sem vinnast: hjer eftir, ræður því, hvaða þjóð' vinnur hvorn bikar. Samkvæmt símskeyti, sem; Morgunblaðinu barst í gær frás Buenos Aires, þá eru fslending- ar nú byrjaðir að keppa ásamt 14: öðrum þjóðum um forsetabikar— inn. fslendíngar hafa nú kept við Guatemala-, og urðu úrslit, þau, að' íslendingar unnu með S^/2 gegn þs Baldur Möller gerði jafntefli á fyrsta borði. Ásmundur Ásgeirsson vann á* öðru borði. Jón Guðmundsson vann á þriðja> borði, og Guðmundur Arnlaugsson vann; á fjórða borði. Þetta er mjög glæsilegur vinn-- ingur, og er vonandi að fram-- hald verði á slíkum stórsigrum, til handa íslensku keppendunum. Það er engum vafa undirorpið, aðs skákstyrkur íslendinganna hefir- vakið mikla athygli meðal þeirra, sjö þjóða, sem þeir nú eru búnir- að keppa við. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður er farinn norður í land tiL þess að sjá um viðgerð á gamla^ bænum í lGaumbæ í Skagafirði. Þar er gamall scór torfbær, sem Þjóðminjasafnið hefir fengið til umráða og varðveislu. Hefir safn- ið nú fengið þrjá torfbæi nyrðra,. er allir voru prestssetur, Grenjað- arstað, Laufás og Glaumbæ. Legg' ur Matthías mikla áherslu á, að’ þessum bæjum verði haldið vel við Sjálfstæðismlenn á Akureyri hjeldu skemtun í gær á skemti- stað sínum að Yogum. Þar voru. um 700 manns. Yeður var gott. Þar fluttu þau ræður Sigurður Hlíðar, Árni Sigurðsson, Amfinn- Björnsdóttir, Páll Halldórsson og Jóhann Seheving. Síðan fórn, fram ýmsar skemtanir, reiptog, pokahlaup og að síðustu var dans- að fram eftir nóttu. Sjálfstæðis- menn á Akureyri eru mjög ánægð- ir með þenna skemtistað slnn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.