Morgunblaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 4
MOKG UN BLAi/IÐ Miðvikudagur 6. sept. 1939. 4 KVENDJÓÐIN Oa HEIMILIN Vefnaður: §kemtilcg vinna og gagnleg essa dagana eru fallegir ofnir munir til sýnis í Verslun Augustu Svendsen í ASalstræti. Eru þeir gerðir af nemendum frú Sigurlaugar Einarsdóttur, sem kent hefir vefnað hjer undan- farna vetur, við góða aðsókn nem- enda. Prú Sigurlaug hefir til þessa reynt að útvega nemendum sínum litla og handhæga vefstóla svo að stúlkurnar gætu haldið áfram að vefa í heimahúsum að námskeið- nnum loknum. Hefir það verið mjög vinsælt, enda er vefnaður hæði skemtileg vinna og gagnleg. Áhugi er æ meir að glæðast hjer á landi fyrir vefnaði, og er það vel, ef slíkur heimilisiðnaður gæti komist í fast horf á íslenskum heimilum. 1 miðjum þessum mánuði byrja fyrstu vefnaðarnámskeiðin á þessu hausti hjá frú Sigurlaugu Einars- •dóttúr. Ætlar hún að hafa bæði ■dag- og kvöldnámskeið. Dagnám- skeiðin standa yfir 6 vikur, ern 5 daga í viku, kent frá kl. 1—6, en kvöldnámskeiðin eru 2 mánuði, 3 daga í viku, kent frá kl. 8—10. Kosta kvöldnámskeiðin 24 kr. á mánuði, en 6 vikna námskeiðin 55 krónur yfir allan tímann. Verður kent að vefa allskonar ullarvefnað, handklæði, þurkur, borðrenninga, sessuborð, gólfteppi o. fl. Námskeiðin eru í Tjarnargötu 18. — MUNIÐ —i — — að fleygja ekki umbúða- pappír og seglgarni utan af bögglum, sem berast til heimilis- ins. ITaldið hvorltveggja til haga, svo að hægt sje að grípa til þess, ef með þarf. Best er að hafa möppur undir pappírinn, og lít- inn kassa eða spjöld undir segl- garnið. Korktöppum ætti heldur ekki að fleygja, heldur geyma þá í dós á vísum stað. Frá vefnaðarnámskeiði frú Sigurlaugar Einarsdóttur. Vefstólamir eru mjög þægilegir og fyrirferðarlitlir, þegar þeir eru ekki í notkun. UmbúOakassar til notkunar á ferðalögum og í heimahúsum. Reykjavfkur Apótek Hjúkrunardeildin. Það er ekki að vita, hverskonar byltingu stríðið kann að valda á sviði tískunnar. En á alvöru- tímum hugsar fólk auðvitað um að spara í klæðaburði sem öðru. Enn sem komið er gengur tískan sinn gang, og hjer eru tvær nýjungar: Vetrarfrakki og kvöldkjó 1, taftpils og blússa m. slái. Nú er gott að sjóða niður græn- meti til vetrarins Nú ættu húsmæður að kaupa grænmeti, meðan það er ódýrt, eftir því sem hjer gerist, og sjóða niður til vetrarins. * Við niðursuðu á grænmeti verður auðvitað, eins og við all- an mat að gæta stakasta hrein- lætis, og grænmetið verður að vera gott og vel hreinsað. NIÐURSUÐA Á GRÆNMETI í POTTI. Glösin er best að sjóða í þar til gerðum suðupotti eða ofni, en vel er hægt að notast við venju- legan sultupott og hafa þá rist á botninum. Vatnið í pottinum á að ná yf- ir glösin, en sje potturinn ekki nógu hár til þess, er gott að breiða ullardúk yfir glösin. Þegar búið er að þvo glösin vel, er þeim hvolft á hreina þurku, og alt haft tilbúið sem til niðursuðunnar þarf. Grænmetinu er þjappað í glösin, og látið svo mikið í þau, að ekki sje nema eins og 1 cm. borð á þeim. Grænmetið er sett heitt í glös- in, en lögurinn, sem látinn er yfir, kældur og látinn ná upp fyrir grænmetið. Þegar niðursuðuglösin eru til- búin, eru þau sett í suðupottinn, sem hefir verið fyltur með köldu vatni, þannig að það nái upp fyrir innihaldið í glösunum. Lokið er haft á pottinum og vatnið hitað við hægan eld. Suðutími er reiknaður frá því augnabliki, er vatnið er orðið eins heitt og til er ætlast í upp- skriftinni. Það má mæla með baðmæli. Grænmeti er jafnan soðið tvisvar sinnum, með 24 tíma millibili. BLÓMKÁL. Saltlögur: 10 gr. salt, 1 I. vatn. — Suðutími: 1. daginn 45 mín við 100 gr. C. 2. daginn 25 mín. við 100 gr. C. Blómkálið er hréinsað og tek- ið sundur í smágreinar. Síðan er það látið í glösin, eftir að suðan hefir verið látin koma upp á því. Þá er saltleginum helt yfir og glösunum lokað og soðin tvisvar sinnum með 24 tíma millibili. GULRÆTUR. Gulræturnar eru hreinsaðar vel og skafnar og soðnar nið- ur eins og blómkál. SPINAT. Saltlögur: 10. gr. salt í 1 1. af vatni. — Suðutími 1 klst. fyrsta daginn og 25 mín. annan dag- inn. Spínatið er skolað og tekið Nýar gúmmÍTðrur: Baðhettur, margar teg. Gúmmíbuxur, margar teg. Gúmmíhanskar, margar teg. Gúmanítúttur og Gúmmísnuð. í sundur og suðan látin koma upp á því. 10 gr. af salti er sett í 1 1. af suðuvatninu og því helt yfir spínatið, sem sett er í glösin og látið sjóða tvisvar sinnum tiltekinn suðutíma. TÓMATAR. Saltlögur: 5 gr. salt, svolítið af sykri, 1 1. vatn. Suðutími 35 mín. við 80 gr. Celsius. Fastir og þroskaðir tómat- ar eru þvegnir og látnir í glös. Saltlögurinn, kældur og helt yfir. Glösin látin sjóða aðeins einu sinni. NIÐURSUÐA Á GRÆN- METI í GASOFNI. Grænmeti má auðveldlega sjóða niður í gasofni. Grænmetið er hreinsað vel og suðan látin koma upp á því, áður en það er sett í glösin. Saltlögur (50 gr. salt í 2(4 1- af vatni) helt yfir og glösin síð- an látin inn í bakarofninn. Þau eru sett inn í hann kaldan, rað- að á rist eða á plötu, ekki svo þjett þó, að þau komi við hvort annað. Verður að hita ,ofninn hægt upp svo að glösin springi ekki og byrja með minsta loga. Eftir að fer að sjóða í glös- unum eiga þau að vera í ofn- inum 20 mín. Síðan eru þau tekin út úr og látin kólna og síðan soðin aftur í ofninum næsta dag jafn lengi. AUGAÐ h.vfliit TUICI C m«ð fleraugum frá I IiIlLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.