Morgunblaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 5
Miðvikiidagur 6. sept. 1939. 4 — ^lorgttuWaJid-------------------------------- Útget.: H.í. Árr»kUT, BcrkjBTlk. Rltstjörar: Jta Kjartcnaxm oc Valtjr BtattMHn (Ibmtanutv). AuKlýsla*ar: Aral Ötc. Rltstjórn, aucljslniar eg ntrrslSaln: Aaatantmtl R. — Rls Áskriftargjttld: kr. 1,00 A aa&nnOl. f lausasðlu: 16 aura •intnklB — II nurn n«9 LiaabAk. OÞRIFN AÐIIR Dagblaðið Þjóðviljinn birti í gær grein um ,,Deild |)ýska nazistaflokkinn í Reykja- vík“. Heldur blaðið því fram, að stjórnarvöldin eigi að banna til- veru þessarar „flokksdeildar" lijer í Reykjavík, þar sem hún starfi í anda og undir stjórn út- lendra manna. Afstaða Morgunbl. til ein- ræðis og lýðræðis er lesendun- «m kunn, og þarf ekki um hana að orðlengja. En að hve miklu leyti ásakanir kommúnista í .-garð þessarar ,,flokksdeildar“ sjeu rjettar er blaðinu aftur á anóti ekki kunnugt. En af fyrri skrifum kommúnista í garð þessara núverandi bandamanna þeirra, má gera ráð fyrir, að ifrásögnin sje eitthvað ýkju- blandin í kommúnistablaðinu. ★ . En ein er „flokksdeild“ hjer á landi, sem öllum almenningi *er kunn, og starfar algerlega mndir erlendri stjórn. Og það er vútgefandi Þjóðviljans, kommún- :istaflokkur íslands. Sú flokks- • deild lætur talsvert til sín taka, í ræðu og riti, sem kunnugt er, þó árangurinn af öllu saman sje ekki í samræmi við allan bægslaganginn. Þegar þessi flokksdeild frá Moskva stingur upp á því, að banna skuli hjer starfsemi, sem er undir erlendri stjórn, banna blöð, sem gefin eru út fyrir er- ; lent fje, banna hjer áróður, sem stjórnað er frá erlendu hervaldi, 1 þá fer ekki hjá því, að menn, ^sem á annað borð gefa starfsemi í kommúnistaflokksins gaum, : hugsi sem svo: Hvað eru þessir menn að fara? Eru þeir að ' vekja eftirtekt á sjer, með því ;■ að benda á hve hættulegt það xgetur verið þjóðinni að hjer skuli vera starfandi flokksdeild, sem að öHu leyti lýtur erlendu valdi, eins og kommúnistarnir ; gera, sem láta ekki aðeins skipa sjer fyrir verkum erlendis frá, Iheldur eru svo gersamlega stefnulausir og skoðanalausir* iað þeir vita aldrei að kvöldi, hvaða stefna þeim er fyrirskip- uð að morgni. Eins og þegar Iþeir hjer á dögunum gengu til hvílu sem svarnir óvinir nazista- :.stjórnarinnar, en voru ekki bún- iir að strjáka stýrurnar úr aug- 1 unum næsta morgun, er tilkynn- iingin var gefin út um, að upp ifrá þessari stundu væru þeir, Ibandamenn nazistanna. Þeir geta glegst um það dæmt >sjálfir, hve forsmánarlegt það «er, þegar flokksdeild sem komm :únistaflokkurinn, skoðanalaus »og stefnulaus, sem hann er, er :,gersamlega ofurseldur erlendu xvaldi. ★ Samkvæmt áliti greinarhöf- undar í Þjóðviljanum, í gær á ríkisstjórnin að banna starfsemi slikra flokka hjer á landi. í Þýskalandi með Val og Víking En Morgunblaðið er, í þessu, sem öðru algerlega á öndverðri skoðun við Þjóðviljann. Það á ekki að banna starfsemi komm^ únistaflokksins hjer í landi, þó hann sje undir erlendri stjórn, þó hann sje skoðanalaust verk- færi, og þó hann vinni, það sem hann megnar, gegn hagsmunum þjóðarinnar. Því með því að gera slíkar ráðstafanir, er hinum íslensku þjónum hinnar rússnesku harð- stjórnar gert altof hátt undir höfði. Þeir Islendingar, sem hafa i sjer geð til þess að ganga rúss neskri einræðisstjórn á hönd, gerast skósveinar Stalins og Co., þeir eiga að hafa leyfi til þess Mönnum á að vera það frjálst á íslandi að gera sig að ræflum, ef þeir hafa á því einlægan og einbeittan vilja. Það er óþrifnaður að starf- semi slíkrar flokksdeildar. Það færi betur á því, að hún væri hjer ekki til. En aðferðirnar, sem beita á gegn henni eiga ekki að vera neinar ofbeldisað- ferðir, engin bönn. Fólk á að fá sem sannasta og gleggsta vit-i neskju um kommúnistana og alt þeirra athæfi, um undirlægju- hátt þeirra við Rússa, um svik þeirra gagnvart þjóðinni um stefnuleysi þeirra og allan þeirra ræfilshátt. Með þjóðinni á að vaxa and- úð gegn svona fólki, svo sterk, að áhrif þeirra, fari minkandi með degi hverjum, uns slíkir þjóðleysingjar verða gersam- lega áhrifalausir uns þeir verða úti, á hjarni þeirrar fyrirlitning- ar, sem frjálsborin þjóð sýnir slíkum mönnum. Guisburg, 25. ágúst. T allan dag höfum við ver- ið á ferðalagi á vestur- landamærum Þýskalands og erum nú staddir í landa- mæraborginni Trier. Það eru ekki nema fáir okkar. sem fylgst hafa með undanfarna daga og höfum vitað, að vel gæti svo farið, að við yrðum að snúa Eftir Vivax litlum fyrirvara Þjóðverjar væru Nýtt áhalú I rafmagnsgirðingar Otto B. Arnar loftskeytafræð- ingur hringdi til blaðsins í gær og sagði svo frá: Jeg sj að sagt í Morgunblaðinu í dag, er þar frá notkun raf- magnsgirðinga erlendis. Mjer datt því í hug að minnast á, að jeg hefi nú undanfarið haft í smíðum áhald, sem ætlað er til þess að setj a rafstraum á girðingavír. Straumurinn er mjög lítill, en nægir t.il þess, að ef skepnur koma við vírinn fá þær rafmagns-kipp, aðeins brot tir sekúndu. Er þeim þetta alveg ósaknæmt, en þó svo óþægilegt, að skepnur munu f«vð- ast girðingarnar. Rafmagnseftirlit ríkisins hefir athugað þetta áhald, og telur ekk- ert við það að athuga tekniskt. Svo ætla jeg að fá Búnaðarfjelag íslands til að láta gera tilraunir með þetta. En ekki hefir orðið úr því enn. heimleiðis með Vegna þess að komnir í ófrið. En í dag var ekki lengur hægt að leyna okkur, að eitthvað al- varlegt er á seyði. Þegar við fórum frá Duisburg við Rín í morgun snemma, var alt jafn friðsamlegt og áður, sól- in skein í heiði og alstaðar var fólk við vinnu sína í bæjunum og úti í sveitunum á ökrum eða við heyskap. En er komið var nær landamærunum, fórum við að taka eftir hermannaflokkum hing að og þangað, við vegi og sjer- staklega við brýr, þar sem loft- varnabyssum hafði verið komið upp. í Aachen, hinui frægu heilsu- lindaborg snæddum við hádegis- verð. Þaðan er östutt til landa- mæra Hollands og Belgíu. Með- fram þjóðveginum, sem við ókum eftir, gaf að líta landamæravíg- girðingar Þjóðverja, Westwal, eða Siegfried-línuna svonefndu. Upphaflega var gert ráð fyrir, að við fengjum að skoða þessar víggirðingar, en vegna hins al- varlega ástánds var hætt við það. Nú sáum við víggirðingarnar að- eips álengdar, og hingað og þang- að verkamenn, sem voru að vinna við að víggirða kjallara, sem enn er ekki að fullu lokið við. Beggja megin vegarins voru endalausar raðir af margföldum gaddavírs- girðingum og rjett við sjálfan veg inn voru gaddavírsbunkar og stóreflis trje, sem haft er til taks til að setja yfir veginn, ef stöðva þarf umferðina snögg'lega. Meðfram sjálfum víggirðingun- um eru steyptir þrístrendir stein- ar, sumir um meter á hæð og aðr- ir minni. Steinaröð þessi er ca. 1—2 metrar að hreidd og bryn- drekar eiga ekki að geta farið yf- ir þessa torfæru. ★ Leiðin, sem við fórum meðfram landamærunum, frá Aachen til Trier, er um 170 km. löng. Á allri þessari leið voru endalausar rað- ir hermanna og hergagnafarar- tækja. Við ókum í gegn um fjölda mörg þorp í hinu undurfagra Ei- fel-hjeraði', sem er eitt af frjósöm- ustu og fallegustu lijeruðum Þýskalands. Landið er hæðótt og skiftast á skógivaxnar hlíðar og gulir akrar. Veðrið var dásam- legt. Alla þessa leið ókum við í opnum almenningsvagni, sem rúm ar um 40 manns. í Aachen var okk sagt, að 6000 slíkir vagnar og víðsvegar í borginni gat að líta fána þessara 12 þjóða, þar sem þeir blöktu saman í hæguha andvaranum eins og tákn um vin- áttu og bræðralag þjóðanna í milli. I raun og veru bar ekkert vott um, að neitt óvanalegt væri í vændum, nema ef vera skyldi hinar endalausu hermannaraðir á vegunum. Fólkið var vingjarnlegt og glatt og er við þustum fram- hjá verkamannahópum meðfram veginum, litu þeir upp og heils- uðu með útrjettri hendi og gleði- brosi á vör. Hermennirnir heils- uðu okkur á sama hátt, I skógunum meðfram veginum voru hermenn víða við ýmiskonar störf. Sumir vom að leggja síma- línur, aðrir böðuðu sig í sólskin- inu og virtist enginn asi á þeim. Á einum stað var hermannaflokk- ur búinn að reisa útvarpsstöð, pað sá maður á loftnetastöngunum. ur væru í notkun um þessar mundir til að flytja verkamenn, sem vinna við víggirðingarnar, til og frá vinnu. í Aachen virtist alt ró- °gt. Borgin var 811 fánum skreytt í tilefni af alþjóðaveðreiðum, er þar fara frám þessa viku. 12 þjóð- ir taka þátt í þessum veðreiðum Eins og jeg gat um í fyrstu, höfum við ekki getað orðið þess varir undanfarna daga, að neitt óvanalegt væri í aðsigi. En hafi maður haft augu og eyru opin, veitti maður því eftirtekt, að Þjóðverjar þeir sem með okkur eru, hafa verið að ræða um liorf- urnar, en ekki hefir verið hægt á þeim að sjá, að þeir óttuðust neitt, frekar þvert á móti. Allir voru glaðir, er frjettin barst um, samninga Þjóðverja og Rússa. Menn fóru þó ekki dult með það, að þeir bjuggust við að Þjóð verjar og Rússar skiftu Póllandi á milli sín, en enginn gerði ráð fyrir, að Bretar nje Frakkar myndu hreyfa legg eða lið og að sú skifting myndi ekki taka marga daga. Nú er auðlieyrilega komið ann- að hljóð í strokkinn, þó flestir telji, að Bretar muni sitja hjá og orðsending Chamherlains til Hitl- ers sje hótun ein, sem enga þýð- ingu hafi. Sjálfsagt verður búið að skera úr þessu, er íslenskir les- endur sjá grein þessa. En livað sem því líður, þá er ekki nokkur vafi á því, að Þjóð- verjar trúa á mátt sinn og meg- in og þó ekki hvað síst á foringja sinn Adolf Hitler. Ung stúlka, sem einn knattspyrnumannanna ís- lensku dansaði við á véitingahúsi, sagði: „Yið erum sannfærð um, að for- inginn bjargar okkur án þess að til ófriðar komi“. Þá gætir og nokkurs stór- menskugalsa hjá sumum að manni virðist. Einn af íþróttaleiðtogun- um, sem okkur fylgja, og sem annars er gætinn maður og róleg- ur, sagði við mig í gær, er talið barst að Póllandsmálum: „Á jeg að sýna yður nýju mynt ina í Varsjá?“ Hann tók upp úr vasa sínum eitt ríkismark og hjelt að mjer! Annar sagði eftirfarandi „skrítlu": „Það er sagt að ófriðurinn hef j- ist 29. ágúst. Pólverjar segjast ætla að berjast til þess síðasta. Styrjöldin stendur því í hæsta lagi í þrjá daga!“ Hvprt sem Þjóðverjar búast við stríði eða ekki, má þó segja það, að rólyndi almennings er ein- stakt. Á öllum skemtistöðum er yfirfult af kátu og ánægðu fólki, íþróttamótin eru vel sótt og unx götur þeirra bæja, sem við höfum farið um, gengur frjálslegt vel bú- ið. og augsýnilega ánægt fólk. — Hvort ánægjan er bygð á skökk- um forsendum eða ekki, mun síð- ar koma í Ijós. ★ Rjett í því að jeg er að ljúka við þessar línur, kemur fyrir at- vik, sem hefir haft mest áhrif á mig og þá fjelaga mína, sem voru vitni að því. Við búum, hjer í gistihúsi í Tri- er, sem stendur við eina aðalgöt- una. Klukkan er orðin 1214. eftir miðnætti og það eru aðeins fáir okkar, sem ekki erum háttaðir. Alt í einu kveður við mikill söngur fjölda manna á götunni. Jeg geng út að glugganum til að vita, hverju þetta sæti um hánótt, og þá gefur að líta endalausar raðir hermanna, gangandi eða í vögnum. Þeir íslendinganna, sem enn eru vakandi, hlaupa út á götu og brátt safnast mikill mannfjöldi beggja megin götunnar, þar sem hermennirnir fara. „Heil Hitler“, köll og önnur gleðihróp heyrast frá mannfjöld- anum. Hermennirnir eru í öllum herklæðum og alvopnaðir. Flestir bera blóm á brjósti sjer. Þetta eru alt kornungir menn. Er jeg sný mjer að manni, sem hjá mjer stendur, og spyr hvert hermennirnir sjeu að fara, segir hann: „Til frönsku landamær- auna“ — landamærin eru aðeins örfáa kílómetra frá borginni. Við íslendingarnir stöndum £ hnapp og horfum á þessar þús- undir ungra og hraustra pilta, sem ef til vill er verið að leiða beint á blóðvölbnn. Við getum ekki tekið þátt í gleðilátum fólks- ins. Karlar og konur hlaupa til her- mannanna og kyssa þá, — bráð- ókunnuga menn. Einn yngsti maðurinn í flokkn- um segir í furðutón: „Þeir eru ekki eldri en jeg!“ Um leið og við göngum heira á gistihúsið aftur verður einum okkar að orði: „Jeg hefi aldrei fundið það eina vel og nú hve gott er að vera íslendingur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.