Morgunblaðið - 08.09.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagkm 8. sept. 1939. Verstunarstúlka. Lipur stúlka, vön afgreiðslu í búð, getur fengið atvinnu nú þegar. Stúlka, sem getur skrifað verslunarbrjef, sjer- staklega á ensku og dönsku, gengur fyrir, ef um sann- gjarna kaupkröfu er að ræða. Lysthafendur sendi nöfn og heimilisföng áasmt mynd (er endursendist) til Morgun- blaðsins, merkt „Sölustúlka“, fyrir laugardagskvöld. M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 11. þ. m. kl. 6 síðd. til Kaupmannahafn- ar (um Vestmannaeyjar og 'Thorshavn). Pantaðir farseðlar til út- landa sækist í dag eða fyrir hádegi á morgun; annars seldir öðrum Skipaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. UMFERÐARLOGGJOF OG UMFERÐARSLYS AOÖAÐ hvíli*t an®8 gíerangnm fri THIELE H 0 S ® $$$& 0 D S Œ ?K0£HALT EOLASALAN S.f. Ingólfshvoli, 2, hæð. Símar 4514 og 1845. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKEI — - ÞÁ IIVER? Tappar 5 mjólkurflöskur, hálfflöskur, heil- flöskur og pelaflöskur. Nýkomnir, ódýrir. Þorsfeinsbúð drundarstíg 12. Hringbraut 61. Sími 3247. Sími 2803.1 Til þessa hefir ekki verið sett nein almenn um- ferðalöggjöf hjer á landi. Að vísu eru til nckkur einstök lagaákvæði um umferð og umferðareglur, á víð og dreif í ýmsum lögum (vega- lögum, bifreiðalögum o. fl.), mörgum reglugerðum, sem j settar hafa verið samkvæmt bifreiðalögum, og í lögreglu samþyktum einstakra bæja og hjeraða. 011 eru ákvæði þessi mjög sund- urleit og ósamstæð, svo sem vænta má. Meðal annara þjóða hefir fyrir löngu verið sett ítarleg löggjöf um þessi efni, og vel til hennar vandað, þar sem umferðamál eru erlendis talin meðal hinna mikil- vægari og erfiðari viðfangsefna, sem löggjafar- og stjórnarvöld hafa með höndum. Hjer á landi hefir þörf slíkrar löggjafar ekki verið mjög aðkallandi fram á síð- ustu tíma, meðan umferð og sam- gönguhættir höfðu enn ekki tekið á sig nútímasnið. En á síðustu ár- um hefir þetta breyst mjög, sam- fara vaxandi þjettbýli og stóraukn um og bættum samgöngum og samgöngutækjum. Afleiðingin hef ir orðið vaxandi öryggisleysi um alla umferð og vaxandi umferða- slys, með dauðsföllum, meiri og minni limlestingum vegfarenda og gífurlegu fjárhagslegu tjóni. Mig brestur að vísu gögn um umferðaslys og afleiðingar þeirra hjer á landi. En samkvæmt upp- lýsingum, sem jeg hefi fengið frá iögreglunni í Reykjavík, mætti ef til vill gera sjer nokkra grein fyr- ir því, um hve alvarlega hluti er hjer að ræða. Þ6 ber þess að gæta, að í skýrslu lögreglunnar er ein- ungis átt við þau slys, sem komið hafa til rannsóknar og meðferð- ar í Reykjavík einni saman, en ekki annarsstaðar á landinu, auk þess sem það er vitanlegt, að fjöldi hinna smærri slysa og um- ferðaóhappa koma aldrei til kasta lögregluyfirvalda. Samkvæmt upplýsingum þess- um hefir lögreglan í Reykjavík haft til meðferðar alls 2476 slys á árunum 1930 til 1938, að báðum árum meðtöldum. 749 manns hafa orðið fyrir slysum á lífi eða lim- um, þar af 354 menn stórslasast og 31 maður beðið hana. Þess má geta, að af hinu slasaða fólki eru ekki færri en 220 börn, 110 af þeim hafa slasast til muna og 14 farist. Um fjárhagslegu hliðina er vita skuld erfitt að gera sjer nokkra grein, enda má segja, að það sje ekki aðalatriðið, þar sem afleið- ingar slíkra slysa verða í mörgum tilfellum ekki metnar til peninga- Á síðustu árum hefir verið rætt um nauðsyn þess, að endurskoða gildandi bifreiðalög nr. 70 frá 1931, sem nú þykja orðin úrelt og ófullkomin um mörg atriði. Mun ríkisstjórnin hafa lagt drög að framkvæmd slíkrar endurskoðun- ar. í sambandi við það hefir ver- ið rætt um lögfesting almennra umferðareglna fyrir alt landið. 'llllllllllllllllllllllllllllllllllliaillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllKIIIIIIIIIHIIIWIPXJIIIIIIIIlllllf Eltir Sigurð Ólason, lögfr. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiiiiiiii ÞAÐ ER EINS MEÐ Hraðferðlr B. S. A. OG MORGUNBLAÐIÐ. Alla da^a nema mánnda{<a Afgreiðsla í Reykjavík á BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS. — SÍxMI 1540. BilreiHaslðll Akureyrar. verðs. En giska mætti á, með hlið sjón af skýrslum vátryggingarfje- laga og öðrum gögnum, að árlegt fjárhagslegt tjón af umferðaslys- um hjer á landi sje ekki mikið undir hálfri miljón króna. Sem dæmi má nefna, að á áðurnefudu 9 ára tímabili hafa 452 bifreiðar verið eyðilagðar eða stórskemdar í Reýkjavík einni saman, en miklu fleiri orðið fyrir skemdum. En það alvarlegasta er, að um- ferðaslysin virðast fara ört vax- andi hin síðustu ár. í Reykjavík urðu árið 1936 alls 265 slys, 1937 360 slys og 1938 424 slys. Af þess um slysum síðastliðið ár hafa alls 121 maður orðið fyrir slysum, 67 af þeim hafa slasí st til muna, en 5 látist. Þessi slysatala á fólki svarar til þess, að ef reiknað er með meðalmannsæfi tæpum 60 ár- um, AÐ FIMTI HVER REYK VKINGrUR MEGI REIKNA MEÐ ÞVÍ, AÐ VERÐA FYRIR SLYSI Á LÍFI EÐA LIMUM EIN- HVERNTÍMA Á ÆFINNI. En haldi slysatalan áfram að vaxa með sama hraða og undanfarin ár, verða þeir enn fleiri, sem mega reikna með slíku. Má af þessu marka, að bjer er um meira alvörumál að ræða, en almenning- ur mun til þessa hafa gert sjer ljóst. Um orsakir þessara tíðu um- ferðaslysa skal hjer ekki fjölyrt. en sýnilegt er, að skorti á um- ferðamenningu er að verulegu leyti um að kenna. Löggjöf og stjórnarvöld landsins hafa til þessa ekki látið mál þessi til sín taka sem skyldi, með skynsam- legri lagasetningu. Ef byggja skal upp umferðamenningu í landinu, verður að byrja á því að leggja undirstöðuna með almennri um- ferðalöggjöf. Það er vitaskuld með öllu ófullnægjandi, og sumpart beint hættulegt, að einstakir bæir eða hjeruð setji með lögreglusam- þyktum reglur am umferð fyrir sig. Það verður að samræma þess- ar reglur, færa þær í kerfi og láta þær gilda i'yrir alt landið. Það verður að setja alm.onn um- ferðalög, og að því búnu hefjast handa um virkar ráðstafanir, fræðslustarfsemi o. fl., á grund- velli þeirrar löggjafar. Lögreglustjórinn í Reykjavík, sem allra manna mest hefir með bif- reiða- og umferðamál að gera, mæltist lauslega til þess við mig, að jeg kynti mjer bifreiða- og umferðalöggjöf erlendis. Varð það til þess, að jeg notaði tækifærið, meðan jeg var úti í sumar, og afl- aði mjer gagna og upplýsinga víðsvegár að, og sat auk þess norræna umferðamálaráðstefnu í Stokkhólmi, þar sem gafst sjer- staklega gott tækifæri til að kynnast þessum málum. Þvínæst tók jeg saman uppkast til al- mennra nmferðalaga, sem jeg hefi nú afhent Stjórnarráðinu. Þegar setja á slíka löggjöf þarf fyrst að gera sjer grein fyrir því í stórum dráttum, hvernig hún skuli bygð upp. í því sambandi vil jeg sjerstaklega benda á þrjú atriði: í fyrsta lagi: Eiga umferðalög- in að vera sjerstök lög, eða á að taka umferðaákvæðin upp í bif- reiðalögin um leið og þau eru endurskoðuð 1 Að mínu áliti er það hvorki logiskt nje praktiskt, að blanda þessum lögum saman. Bifreiðalögin eiga að innihalda sjerreglurnar um bifreiðar sem samgöngutæki, um útbúnað þeirra og öryggistæki, skrásetning, próf bifreiðastjóra, skaðabótareglur o. s. frv. Þessar reglur skifta ekki verulegu máli aðra en þá, sem beint eiga hlut að máli. Umferða- reglur bifreiða eru hinsvegar þær sömu og annara vegfarenda, í öll- um verulegum atriðum. Þessar reglur eiga því heima í almenn- um umferðalögum, þar sem öllum vegfarendum er nauðsynlegt að kunna eða þekkja þessar reglur. Þær verða því nauðsynlegur liður í hinni almennu umferðafræðslu, en það eru bifreiðalögin í sjálfu s.jer ekki. Það yrði og áreiðanlega einfaldara í framkvæmd, að greina lög þessi að. í öðru lagi þarf að gera sjer grein fyrir því, hvort umferðalög- in eigi að vera ítarleg um ein- stök atriði, eða aðeins ramminn, aðalatriðin, og reglugerðir síðan settar um nánari atriði og fram- kvæmd. Það hefir mjög tíðkast í lagasetningu síðari ára, að kljúfa lagaákvæði um sama efni niður, þannig að taka sumt í lög en ann- að í reglugerðir. En þetta er í langflestum tilfellum óþarft, og mjög óheppilegt, bæði fyrri al- menning og dómstóla. Sem dæmi um þetta má einmitt nefna bif- reiðalöggjöfina: Lög no. 70, 8. sept. 1931, reglugerð 24. júní 1937, reglugerð 1. febr. 1928, reglugerð 10. maí 1932, regluger5 15. maí 1935, reglugerð 29. júní 1932, lög 28. jan. 1935, auglýsing 15. maí 1935, reglugerð (önnur) 16. maí 1935, o. s. frv. Um leið og umferðaákvæðin verða tekin út úr bifreiðalögunum, er þess vegna rjett að taka upp í þau öll þau ákvæði úr reglugerðunum, sem varanlega þýðingu hafa, og ekki eru sjerstökum breytingum háð. Umferðalögin á og að gera svo úr garði, að reglugerða verði þar yf- irleitt ekki þörf. Lögin þurfa að vera, m. a. með tilliti til umferða- fræðslunnar, svo auðskilin og að- gengileg almenningi, að hvorki þurfi að leita á víð og dreif í reglugerðum og lögum, nje heldur beita flóknum lögskýringum til þess að finna, hvað sjeu lög um tiltekin atriði. Þá er það loks í þriðja lagi gildissvið slíkra laga. Eiga lögin aðeins að ná til umferðar á opin- berum vegum eða götum, eða eiga þau einnig að ná til umferðar um einkavegi og jafnvel um lönd og eiginir einstaklinga? Það er ein- sætt, að vegna almenns öryggis um umferð í landinu verður að láta lögin hafa sem víðtækast gildi. En að því er snertir umferð á einkavegum og svæðum verður ekki hjá því komist, að taka einn- ig tillit til eignar- og umráða- rjettar eiganda. Þessi tvö gagn- stæðu sjónarmið hljóta óhjákvæmi lega að setja sinn svip á lögin og framkvæmd þeirra, að því er þess- ar umferðaleiðir snertir. í lögun- um verður þess vegna að fara einhverja millileið, og láta reglur laganna gilda að því leyti sem við getur átt, og samrýmanlegt er eignarumráðum eigandans. En slík ákvæði munu þó í mörgum tilfellum verða erfið í framkvæmd, þótfc hjá því verði ekki komist. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar, Kjalarness, Reykja ness, Ölfuss og Flóapóstar, Þing- vellir, Þrastalundur, Hafnarfjörð- ur, Austanpóstur, Grímsness og Biskupstungnapóstar, Akraness, Borgarness og Stykkishólmspóstar, Norðanpóstur, Álftanespóstur. Til Rvíkur: Mosfellssveitar, Kjalar- ness, Reykjaness, Ölfuss og Plóa- póstar, Þingvellir, Þrastalundur, Hafnarf jörður, Fljótshlíðarpóstur, Austanpóstur, Akraness, Borgar- ness og Álftanesspóstar, Norðan- póstur, Snæfellsnesspóstur, Stykk- ishólmspóstur. Best að auglýsa í Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.