Morgunblaðið - 08.09.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.09.1939, Blaðsíða 5
öFöstiidaginn €. sept. 1939. i .......... JfllotpnlMi -......................— Otgref.: H.f. Árvakrur. Reyklavtk.. Rltatjórar: JOn Kjaxtanaaon og Valtjr St«f&Bsa«n (AbyricBamaBna). Auglýstng-or: Árnl Óla. Ritstjðrn, auglýam*ar og afcreiCkla: Austurstxaetl *. — iSlml 4400. ÁBkriftarjfjaid: kr. »,00 i. atinaBl. 1 lausasölu: 15 aura stntakitl — »5 aara aseb Leabök. BÚUM í HAGINN Alt er enn í óvissu um, hvernig hugað verði okk- ar siglingum, meðan stríðið •jstendur yfir. Það getur auð- ’veldlega farið svo, að sigling-; rar okkar stöðvist að mestu leyti ■við þau lönd, sem við höfum að- Ællega siglt til undanfarið. Sigl-! ingaleiðirnar til Þýskalands og Póllands mega nú teljast alvegj lokaðar. Um siglinguna til Bret- j lands er enn alt í óvissu, og! við megum fyllilega gera ráð rfyrir, að siglingar til Norður- landa verði ýmsum takmörkun-' um háðar. I seinustu styrjöld, fyrir 25 sárum, gátum við fyrst framan af haldið uppi nokkurnveginn la’eglubundnum siglingum við Norðurlönd og Bretland, eða jþar til hinn ótakmarkaði kaf- bátahernaður Þjóðverja hófst. JÞá sigldu einnig togarar okk- -ar stöðugt til Englands með ís- ifisk og f engu oft ágætar sölur. Við getum ekki vænst þess, ;að þetta verði eins nú. Að vísu ?er alt öráðið um þetta ennþá, -en ýmislegt bendir til þess, að ísiglingar til Norðurlanda og jEnglahds verði torveldar á ýms- .an hátt. ★ Þegar siglingar til Bretlands' 'Og Norðui^landa torveldust í •seinustu heimsstyrjöld, beind- um við skipum okkar vestur til . Ameríkn. Þar keyptum við okk- .ar nauðsynjar og það bjargaði okkur þá. Allar líkur benda til þess, að eins fari nú. En þó megum við ■ ekki loka augunum fyrir því, að enda þótt við stöndum nú miklu betur að vígi en þá að því er skipakostinn snertir, þá er að- staða okkar samt nú á ýmsan hátt erfiðari. Þá höfðum við næga peninga, til þess að kaupa fyrir okkar nauð- synjar vestra. Nú höfum við ■hinsvegar enga peninga til slíkra hluta. Þessvegna er það, að nú byggist öll okkar von ;um viðskifti vestan hafs á því, að okkur takist að selja þar afurðir okkar og að við síðan .getum keypt nauðsynjar fyrir J)ær. En til þess að þessi viðskifti geti hafist, þurfum, við strax að senda vestur um haf okkar hæfustu og reyndustu kaup- sýslumenn og fela þeim, að koma þessum viðskiftum í framkvæmd. Ef vel og vitur- -lega er unnið að þessum málum nú, getur svo farið, að þetta verði upphafið að föstum og stöðugum viðskiftum milli ís- lands og Ameríku. ★ Hjer heima verðum við að leggja höfuðáherslu á, að fram- ’leiða sem mest af útflutnings- vöru. Við verðum að halda á-> fram að veiða síld, meðan nokk :;ur branda fæst. Þegar búin er veiðin fyrir Norðurlandi, verð- um við að halda áfram af kappi hjer syðra og veiða Faxasíld, meðan hún fæst. Við verðum að leggja höfuð- áherslu á, að búa þannig í hag- inn, að framleiðslan geti hald-i ið áfram. Ef við getum haldið áfram að veiða síld og þorsk, þujrfum Við engu að kvíða. Með því sköpum við verðmæti í landinu, sem við svo notum til þess að kaupa fyrir erlendar nauðsynjar. Þá þurfum við einnig að gera margháttaðar ráðstafanir hjer heima, til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. Þann- ig verðum við að tryggja það, að til verði í landinu nægileg- ar kartöflur til útsæðis á næsta vori. Hjá almenningi í kaup- stöðunum eru erfiðleikarnir mestir við það, að geyma útsæð- iskartöflur yfir veturinn. Verða stjórnarvöld bæjanna, að finna heppilega lausn á þessu máli. ★ Að síðustu þetta: Nú, þegar erfiðleikatímar fara í hönd og e. t. v. meiri en nokkuvn okkar órar fyrir í augnablikinu — verður hver einasti Islendingur að gera skyldu sína. En fyrsta skyldan, sem krefjast verður af hverjum heilbrigðum og hraust- um manni er, að hann sitji ekki auðum höndum, heldur geri alt, sem í hans valdi stendur til þess, að verða ekki þjóðfjelag- inu byrði. Daglega berast hingað fregn- ir frá útlöndum, um stórfelda fólksflutninga úr borgunum út á landsbygðina. Þetta er hern- aðarráðstöfun. Fólkið er í lífs- hættu í borgunum, vegna hirna tíðu loftárása óvinanna. Við íslendingar þurfum eng- ar slíkar ráðstafanir að gera. Engu að síður væri það heill alþjóðar, á þeim erfiðu tímum, sem nú eru framundan, ef sá fjölmenni hópur hraustra manna, sem ekkert hefir fyrir stafni í bæjunum, leitaði fyrir sjer út í dreifbýlinu og byði þar fram krafta sína til starfs og athafna. Þeir tímar geta verið fram- undan, að það verði erfiðleik- um bundið, að sjá því fólki, sem býr í kaupstöðunum, fyrir daglegu fæði. En ef þar við á svo að bætast, að fólkið hafi ekk ert fyrir stafni og þurfi að lifa á opinberum styrkjum, getur svo farið, að, erfiðleikarnir verði ekki viðráðanlegir. Það er því allra hluta vegna best, að gera í tíma þær ráðstafanir sem draga úr erfiðleikunum og búa í haginn fyrir framtíðina. Úr garði Guðm. Björnssonar stýrimanns í Sogamýri komu ný- lega 58 smákartöflur undan einu grasi. Kartöflurnar voru hirtar til vitsæðis. Bæjarleitarnar að Stöng í Þjórsárdal — þurfa að varðveitast Þjóðminjavörður segir frá rannsóknunum í sumar Skálatóftin að Stöng. Bálkarnir sjást meðfram hliðarveggjunum og: minjar eftir langelda á miðju gólfi. Við þurfum að fá yfirlit yfir það helsta, sem gerst hefir í sumar á sviði fornleifarannsóknanna, sagði jeg við Matthías Þórð- arson á dögunum- Hann hjelt að blöðin hefðu smátt og smátt flutt það helsta, sem um rannsóknirnar er að segja á þessu stigi máls- ins. En samt ljet hann til- leiðast. Frásögn hans var á þessa leið: Þetta hefir verið þýðinðarmesta sumarið fyrir íslenskar fornleifa- rannsóknir. Hafa bæjarleifarnar, sem rannsakaðar hafa verið, reynst mjög merkilegar. í Þjórsárdalnum eru þessar; Snjáleifartóftir. Er það senni- lega fyrsti bærinn, sem reistnr Jiefir verið í Haga í Þjórsárdal af fyrsta og helsta landnámsmanni í Gnúpverjahreppi, Þorbirni laxa- karli. Hann bjó síðast í Haga. Bærinn í Haga hefir síðar verið fluttur þangað sem hann er nú. En á síðari öldum hefir verið hygð ur lítill bær á hinu forna hæjar- stæði, og eftir að hann lagðist í eyði, liefir nafnið Snjáleifartóftir fest við staðinn. Bæjarrústin eldri, sem þarna fanst, er sennilega frá fyrri hluta 10. aldar. Þar hefir verið eitt stórt hús með langeldum eftir miðju gólfi og eru upphækkanir með- fram báðum hliðarveggjum, þar sem fletin hafa verið, er menn hvíldust á. Ekki voru rannsökuð verulega önnur bæjarhús Sennilega hefir þar verið útúrbygging úr skálan- um, eins og á öðrum hæjum í Þjórsárdal, sem verið hefir húr eða matargeymsla. Þá er bærinn að Skallakoti, sem grafinn var upp. Er það sennilega npprunalegi hærinn að Asólfsstöð- um. Þar var grafinn upp mjög stór skáli, senniiega frá söguöld, og undirstöður óraskaðar, en ann- að ekki. Væntanlega hefir Ásólf- ur sá hygt skála þenna, sem bær- inn er nefndur eítir. Leifar fundust og af hænum Stórolfshlíð í Ásólfsstaðalandi, sennilega frá sama tíma og hær- inn að Skallakoti. Þá voru grafnar upp bæjarleif- ar í Fremri Áslákstungu. Þær voru mjög blásnar. En sjeð varð af þeim, að bær þessi hafði verið frá sama tíma og aðrir hæir, er rannsakaðir voru. A6 Stöng. Merkilegustu hæjarleifarnar er rannsakaðar voru að þessu sinni, eru að Stöag í Þjórsárdal. Bær sá hefir verið mjög vendilega 1 y;:"ur. Má marka það af því, hvernig grjót hefir verið valið í veggina, og af veggjahleðslunuin, sem enn standa að heita má ó- skemdar. í langveggjum eru vegg irnir á 2. metra á hæð, en hærri í stöfnum. Torfið hefir fúnað, en grjótið er óhreyft að heita má. Hafa veggir þessir haldist vegna þess, að tóftin hefir tiltölulega fljótt fylst af vikri. En síðan hef- ir vikursandur hlaðist ofan á hina fyltu tóft og veggina, en gras vax- ið á vikursandinum og bundið hann, svo alt hefir varðveist. En vegna hins þykka vikurlags, sem komið var ofan á alla tóftina, virðist vegghæðin í hinni útgröfnu tóft vera ennþá meiri en hún í raun og veru hefir verið. Meðfram veggjunum í skálan- um, sem tát er grafinn, eru breið- ir bálkar, svo hreiðir, að nærri lætur að menn geti ímyndað sjer að höfðalag hafi verið upp við vegg, og menn snúið fótum fram í skálann. Menjar eru eftir lang- elda á gólfinu. Alþiljað rúm hefir verið í öðr- um enda skálans, þar sem líklega hefir verið setustofa kvenna. Þar fanst mikið af kljásteinum. Yið skálann hafa verið tvær bakbyggingar, og liefir önnur þeirra verið búr. Þar fundust tveir stórir sáir, eða för eftir þá.' Yafi leikur á því, til hvers hitt húsið hefir verið notað. En senni- legast er, að þar hafi verið mat- argeymsla. Þar rákust menn á af- skaplega kyndugt fyrirbrigði í húsinu eru rennur meðfram háð- um veggjunum, er liggja frá skála hyggingunni, og liggja rennur þessar út í gegnum stafnvegginn. Jeg er á þeirri skoðun, segir þjóðminjavörður, að þetta hafi verið loftrásir. í húsi þessu liafi verið geymd matvæli, sem hafi þurft þurk, og því hafi þessar loftrásir verið liafðar þarna. Auk skálarústarinnar og þess- ara bakhúsa á Stöng fundust þar leifar af útihúsum, bæði fjósi og smiðju. Þar höfðu veggir að vísu hlásið af, en undirstöður eru ó- raskaðar og eins gólfið. Fundust þar mjög merkilegar leifar. í fjós inu eru báshellurnar óhreyfðar og; heytóftin. En auk þess voru þarna leifar af íveruhúsi fyrir fjósa- manninn. í smátóft þessari fanst kolamylsna, svo þar hefir verið farið með eld. I smiðjurústinni fundust merki- legar leifar eftir ýms störf þar, svo sem rauðahlástur. Þar fanst steinbolli, sem notaður hefir verið við tilbúning litar, með steinkúlu í, til að mylja stein í litarduft, en steinninn grænn sem notaður hefir verið finnst í Þjórsárdal. Ein af líkkistunum, sem jeg fann leifar af í kirkjugarðinum á Skeljastöð- tun, hefir verið máluð með þess- um græna lit. Steðjafótur fanst í smiðjurúst- inni og herslunór úthöggvinn úr steini. Tiltölulega miklar leifar fund- ust þarna eftir rauðablástur og mjög glöggar, jafnvel frá sein- asta blæstri. Allar þessar tóftir í Stöng eru mjög merkilegar. Væri æskilegt, að þær yrðu varðveittar, svo þær fengju að halda sjer óhaggaðar, en þó þannig, að menn gætu sjeð þær. Til þess þarf að byggja yfir þær skýli úr timbri og hárujárni. Ef svo yrði gert, má gera ráð fyr- ir, að fjöldi manns myndi vilja skoða þessar merkilegu fornminj- ar, ekki síst þareð þetta er mjög skamt frá fjölsóttum stað, hinni undurfögru Gjá í Þjórsárdal. Að Skeljastöðum. Á Skeljastöðum fundust leifar af þrem bæjarhúsum, mismunandi gömlnm. Allar voru þessar tóftir þó mjög fornlegar, t. d. seiðir í gólfunum, en seiðir eru eldri en hlóðir, sem kunnugt er. Seiðirnir voru grafnir í gólfin og þar soð- ið og bakað með glóðarsteinum. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.